Morgunblaðið - 25.08.1950, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIO
Föstudagur 25. ágúst 1950
JHttgisiiHðMfe
Útg.: H.f. Árvakur, Reýkjavík.
M Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Askriftargjald kr. 14.00 á mánuSi, innanlands.
1 í lausasplu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Togaraverkfallið
. SÍÐAN 1. JÚLÍ s. 1. hefur staðið yfir verkfall á íslenska
í- togaraflotanum. Mestan hluta þess tíma hefur meginhluti
þessara glæsilegustu framleiðslutækja þjóðarinnar legið í
höfn. Frá nokkrum stöðum, svo sem Akureyri og Neskaup-
stað hafa togararnir þó gengið á karfaveiðar, sem samn-
ingar hafa náðst um við samtök sjómanna á viðkomandi
stöðum.
Um það þarf engum blöðum að fletta að þessi langa
stöðvun togaranna veldur þjóðinni hinu mesta tjóni. Mark-
aðir fyrir mjöl og lýsi er sæmilegur og hafa karfaveið-
t arnar því bæði gefið skipshöfnum og útgerð þeirra skipa,
• sem gengið hafa, þolanlegan arð.
' Því ber ekki að neita, að stjórn Sjómannafjelags Reykja-
víkur hefur í þessu máli látið gerðir sínar stjórnast af
, skammsýni og misskilningi. Hún hefur hvatt sjómenn til
þess að segja samningum upp á mjög óhentugum tíma fyrir
þá. Hún hefur hindrað að samið yrði sjerstaklega um kaup
og kjör á karfaveiðum og þar með svipt þjóðarbúið milljóna
gjaldeyristekjum.
Svo kemur Alþýðublaðið og telur daga togaraverkfalls-
ips í daglegum rammagreinum, um leið og það kennir ríkis-
stjórninni um stöðvun skipanna!!! Bæjarstjórn Reykjavík-
ur samþykkti fyrir skömmu áskorun til ríkisstjórnarinnar
um að vinna að lausn togaradeilunnar. Það er góðra gjalda
yert. En fyxst og fremst verða deiluaðiljar að taka upp
samninga sín á milli. Æskilegt væri e. t. v. að ríkisstjórnin
skipaði sáttanefnd til aðstoðar sáttasemjara ríkisins. Hefur
slíkur háttur oft verið hafður á í erfiðum deilum. Kjarni
málsins er að togaraverkfallinu verður að Ijúka. Það er
þegar orðið alltof langt.
Vígbúnaðarkapphlaupið
ÞAÐ ER staðreynd, sem ekki verður gengið á snið við að
fyrstu árin eftir að síðustu heimsstyrjöld lauk afvopnuðust
hin vestrænu stórveldi, Bretland og Bandaríkin, hröðum
skrefum. A sama tíma og þetta gerðist, Ijetu Rússar fimmtu
herdeildir sínar, kommúnistaflokkana, brjótast til valda í
hverju landinu á fætur öðru í skjóli rússneskra herja. Með
þessari aðferð tókst örfámennum klíkum kommúnista að
leggja fjötra örgustu kúgunar og ógnarstjórnar á þjóðir
Austur Evrópu, sem engum vörnum gátu komið við undir
hæl hins rússneska herveldis.
Fyrir því liggja nú sannanir, að Rússar hafa allt frá styrj-
‘ aldarlokum haldið hervæðingu sinni áfram. Vopnafram-
' leiðslan hefur verið aukin og höfuðkapp lagt á eflingu allra
greina rússneska hersins.
, Það er fyrst þegar að hinar vestrænu lýðræðisþjóðir hafa
skilið þessa staðreynd, sem að þær fara að ugga að sjer.
Þá er svo komið, að þjóðir meginlands Evrópu horfa fram
t algert öryggisleysi. Fyrsta sporið til varnarsamtaka þess-
ara þjóða eru varnarsamtök Beneluxlandanna, Hollands,
Belgíu og Luxemburg, sem Frakkland og Bretland síðan
gerast aðiljar að. Næsta skrefið er svo stofnun Atlantshafs-
bandalagsins. Þá er hinum vestrænu lýðræðisþjóðum orðið
það ljóst að aukin samtök þeirra um öryggismál sín er þeim
lífsnauðsyn.
Síðan að lýðræðisþjóðirnar stofnuðu varnarbandalag sitt
hafa þær hafist handa um auknar varnir sínar. Raunveru-
lega er því hafið stórfellt vígbúnaðarkapphlaup í heimin-
■v m, e. t. v. stórfelldara en nokkru sinni fyrr. Rússar og lepp-
ríki þeirra hafa vígbúist frá styrjaldarlokum. Lýðræðisríkin
hafa ekki uggað að sjer. Þau hafa ekki haft árás í huga og
< því dregist aftur úr um hervæðingu sína. En þau hafa
neyðst til þess að setja vopnaverksmiðjurnar í gang að
nýju. Þau munu ekki beita vopnum sínum til árása og of-
beldis, heldur til varnar friði og rjettlæti í heiminum.
Almenningi allra landa hrýs hugur við hinu ægilega víg-
( búnaðarkapphlaupi. Þjóðirnar þrá frið en hata styrjaldir.
Kommúnisminn, arftaki nazisma og fasisma, hefur skap-
, að þá hættu, sem nú grúfir yfir mannkyninu. Hann hefur
f ieitt hið tryllta vígbúnaðarkapphlaup yfir þjóðirnar. Fyrir
enda þess leiks er ekki sjeð.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
SEILST í PYNGJU
NÁGRANNANS
EINHVERNTÍMA í vor var vikið að því í þess-
um dálkum, að langt væri nú orðið seilst í
pyngju náungans. Menn gætu ekki hreyft sig,
án þess að vera með sjóðinn á lofti. Nefnd voru
nokkur dæmi um auragræðgi á mörgum svið-
um. —
Benedikt Ólafsson, Miklubraut 16, skrifar um
berjaferð, sem hann fór um síðustu helgi með
fjölskyldu sína í Kjós og þar sem gengið var
fulllangt í að taka toll af þessum ferðamanni og
fólki hans. Niðurstaðan, sem Benedikt kemst
að í lok' brjefs síns er hárrjett. — Eigendur
einkavega ættu að gefa það til kynna á ótvíræð-
an hátt, fef þeir heimta toll af vegfarendum. En
hjer ér sagan:
FARIÐ Á BERJAMÓ
„SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór jeg til berja
iheð fjölskyldu minni upp í Kjós og keypti
tínsluleyfi að Eyjum, en til þess að komast í
berjaland Eyja, þurfti jeg að aka vegarspotta,
sem meSal annars lá að bænum Sandar.
I berj«mónum gerðist ekkert markvert, en
þegar jég fór heimleiðis og ók sömu leið til baka
og um fyrr nefndan vegarspotta, ók bifreið á
undan mjer og þegar við komum þar að hliði,
sem lokaði veginum, stóðu þar tveir menn frá
Söndum, og höfðu þeir tal af bílstjóra fyrri
bílsins og veit jeg ekki hvað þeim fór á milli,
og ók sá.bíll á brott.
•
DÝR VEGARTOLLUR
„NÚ KOM AÐ MJER. Þegar jeg ók af stað og
gerði mig líklegan að halda áfram, lokuðu menn
irnir hliðinu fyrir framan mig og annar kom til
mín og 'bauð gott kvöld, spurði um hvernig
tínslan hefði gengið og stundi síðan upp erindi
sínu og virtist frekar vandræðalegur. „Ja, þetta
er eiginlega einkavegur, sem þjer eruð á og það
kostar 10 krónur fyrir bílinn að aka eftir hon-
um. Hinn maðurinn stóð við hliðið á meðan,
eins og sá, sem valdið hefur, og opnaði það ekki
fyrr en gjaldið var greitt, eftir þó nokkuð þóf.
•
GILDRA
„EN ÞAÐ, sem mjer finnst athugavert við þetta,
auk ef til vill einhverrar meinbægni, er að að-
ferðin er alröng. Það er ekki rjett að veiða
menn eins og dýr í gildru. Umferðin er frjáls
inn en kostar 10 krónur að fara út.
Mjer finnst að þessir heiðvirðu menn ættu
að standa við hliðið, þegar ekið er inn eða setja
upp skilti um einkaveg og svo gjaldið, til þess
að menn geti gert upp við sig áður en inn er
farið, hvort þeir vilji sæta þessum afarkostum
eða ekki. Það er, ekki hægt að ætlast til að menn
úr Reykjavík viti um alla eingavegi á íandinu
og þekki þá frá sýslu- og hreppavegum, en það
er ástæða til að vara menn við slíku.
Mjer fannst nóg að vera búinn að greiða 8
krónur fyrir tinsluleyfið fyrir hvern mann í
bílnum“.
•
YANDRÆÐAÁSTAND
FYRIR NOKKRUM dögum kom kona í skrif-
stofu Morgunblaðsins til að leita liðsinnis í
vandræðum sínum. Hún var með bunka af happ
drættismiðum, nokkur hundruð krónur að nafn-
verði. Nú bað hún um aðstoð til að vita, hvort
búið væri að draga í þessum happdrættum, sem
voru um bíla, heimilisvjelar, húsgögn, bóka-
söfn og hamingjan má vita hverju var ekki
lofað í vinninga á seðlum þessum, ef heppnin
væri með.
Allir miðarnir höfðu verið gefnir út á þessu ■
ári og drætti lofað á ákveðnum tíma. sem lið- ,
inn var.
•
ÖLLU FKESTAÐ
ER VIÐ FÓRUM að kynna okkur málið nánar
kom í ljós, að ekki var búið að draga í einu
einasta happdrætti ennþá. í einu, sem draga
átti 1. júlí, hafði verið frestað til 1. október
og svo framvegis.
Happdrætti geta verið góð og gagnleg fyrir
þá, sem þau halda og ef menn vilja kaupa miða
og freista gæfunnar er ekkert við því að segja-
En hitt er ekki þolandi, ef ekki er staðið
við gefin loforð um að dregið sje á rjettum og
auglýstum tíma.
Enn einu sinni er farið fram á, að yfirvöldin
— stjórnarráðið, sem hefur þessi mál í hendi
sinni, leyfi aldrei frestun á drætti happdrættis
og geri það að skyldu, að vinningaskrá sje birt
í Lögbirtingablaðinu.
•
ÚR POKAHORNINU
ÚR BRJEFI frá nýjum húseigenda: „Þú hvetur
okkur húseigendur til að lagfæra lóðir okkar.
Sannleikurinn er sá, að margir okkar erum
skuj,dum vafðir og lánstraustið farið þegar kof-
inn er komirin upp og ekkert afgangs, nema
tvær hendur tómar til að dytta að úti við, þótt
ekki vanti viljann. — En ef bærinn aðstoðaði
okkur ofurlítið, t.d. með því að lána okkur
jarðýtur afnotagjaldslaust, væri það mikil hjálp.
Bærinn leggur í svo margt, sem ekki er bein-
línis arðberandi til að fegra bæinn, að þetta
yrði varla stórt atríði“. — Tillögunni er hjer
með komið á framfæri. Margir gera ósann-
gjarnari kröfur til bæjarins en þessa.
Mýr liður í líknarstarf-
semi Hjálpræðishersins
27 þús. kr. varið tii aðsfoðar fólki í afvinnuleit.
HJÁLPRÆÐISHERINN hjer á landi. hefur, sem kunnugt er,
látið sjer umhugað um öll líknarmálefni. Hefur deildin unnið
kappsamlega að því að afla fjár, sem síðan er varið til þess-
arar starfsemi. — Tíðindamaður frá Morgunbl. átti í fyrradag
viðtal við. Bernhard Petersen, en hann er leiðtogi Hjálpræðis-
hersins hjer á landi. Komst hann m. a. að orði á þessa leið.
® ' -........ —
Líknarstarfsemin
Líknarstarfsemi Hjálpræðis-
hersins hefur verið með líku
sniði og iindanfarið. — Mikil
áhersla hefur verið lögð á að
aðstoða peningalaust fólk utan
af landi, isem kemur hingað í
_ f _ _•
Lydia Niclasen
atvinnuleit. Hefur því verið
veitt húsaskjól og aðstoðað á
annan hátt eftir megni, þar til
því hefúr tekist að afla sjer
atvinnu.
Til þessarar aðstoðar var á
s. 1. varið samtals kr. 27.000.
í þessu sambandi, segir Pet-
ersen, langar mig að geta þess,
að fólk sem vill verða aðnjót-
andi slíkrar hjálpar, getur snú-
ið sjer til skrifstofu Hjálpræð-
ishersins í Reykjavík.
Nýr þáttur í starfseminni
En nú hefst hjer nýr liður í
líknarstarfsemi fjelagsskapar-
ins. í fyrrakv. komu hingað til
lands tveir kvenforingjar. —
Önnur er færeysk, hin norsk.
Þær heita Lydia Niclasen Og
Elleh Andersen,
Starf þeirra verður í því fólg
ið að annast, ef um er beðið,
heimilisstörf ef skyndileg og
snögg veikindi stinga sjer nið-
ur. Hversu lengi þær dvelja á
heimilunum fer eftir því, hve
langvarandi sjúkdómurinn er.
Starf þetta er unnið endur-
gjaldslaust, eins og önnur að-
stoð, sem Hjálpræðisherinn
lætur i tje.
Líknarstarfsemi sem þessi,
hefur verið reynd víða um heim
einkum í Noregi og hvarvetna
orðið mjög vinsæl.
Stúlkurnar, sem hingað koma
og eiga að hafa þetta starf með
höndum, eru báðar vanar slík-
um störfuum. Verði mikil eftir-
spurn eftir þessari aðstoð verð-
ur starfsliðinu fjölgað, ef unnt
verður.
Frh. á bls. 8
Ellen Andersen