Morgunblaðið - 30.08.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. ágúst 1950 MORGVISBLAÐIÐ 9 Þeim fjölgar stöðugt, sem vilja óðir og uppvægir synda yfir Ermasund Straumamir eru sundgörpunum erfiðastir, auk þess sem sjávarkuldinn þjáir þá mjög Breska stjórnin greiðir verðuppbætur á fisk Miklir erfiðfeikar breskra fiskimanna Eftir Kussell Howe, frjettaritara Keuters. PARÍS — Þeir eru nú orðnir svo margir, sem árlega synda yfir Ermarsund að franska sund íjelagasambandið hefur ákveð- ið að viðurkenna sundið sem sjerstaka íþróttagrein. Annar athyglisverður atburð ur í sögu þessarar íþróttar í ár er bygging sjerstakrar póststofu Griz Nez höfða, sem ætluð er einungis frjettamönnum þeim, er koma til þess að skrifa um afrek sundgarpanna. Póststofan er sjaldan lokuð og iðulega opin allan sólar- hringinn, þegar einhver sund- maðurinn er á ferðinni yfir Ermarsund. Bestar aðstæður. Hversvegna leggja sundgarp- arnir undantekningarlaust af stað frá Griz Nez? Meginástæð an er sú, hve fjaran er löng barna: sundmenn, sem leggja af stað skömmu eftir háflæði, geta „fylgt útfallinu“, en það auðveldar þeim sundið til muna fyrsta spölinn. Önnur ástæðan er sú, að straumar eru þarna fáir og vægir, en liggja hinsveg ar í áttina til Englands. Griz Nes varð fyrst kunnugt eftir að bandaríski sundmað- urinn Charles Tooth lagði af stað þaðan og tókst að komast yfir um til Englands. Þetta var 1923. Síðan hafa allir sund- mennirnir lagt af stað frá Gris Nes eða nálægum stöðum. Að- eins Argentínumaðurinn S. Tiraboschi (1923) hefur synt frá Frakklandi til Englands og lagt upp frá öðrum stað. Tira- boschi fór frá Calais. Finni hafði faríð „öfuga leið“. Fimm sundgarpar, meðal beirra brautryðjendurnir Webb höfuðsmaður (25. ágúst, 1875: 21 klukkustund og 45 mínút- ur) og T. W. Burgess (6. sept. 1911: 22 klukkustundir 35 mín- útur) hafa synt frá Englandi til Frakklands. Nær allar tilraunirnar eru gerðar í ágúst eða september, þegar best hagar flóði og fjöru. Besta árið var 1926, þegar þrír karlar og tvær konur kom- ust yfir sundið, öll á ágætum tímum. Georges Michel, fransk- ur bakari, setti þá nýtt met á sundleiðinni: 11 stundir og fimm mínútur. Sama ár setti Bandaríkjakonan Gertrude Ed- erle kvennamet (14 klst., 34 mín.), sem ekki var „slegið“ fyr en í ár, er Florence Chad- wick (einnig Bandaríkin) synti vegalengdina á 13 klukkutím- um og 23 mínútum. Mikill undirbúningur Það útheimtir langan undir- búning að synda yfir Ermar- sund, og það er- nær ógerlegt að reyna það á leynd. Enda þótt menn fari að vísu ekki að skipta sjer af því, þótt þú synd- ir daglega margar mílur í Dov- erhöfn eða undan Sangatte og Tardinghen, kemst lejmdarmál- ið upp, þegar þú leigir fiski- skip til þess að fylgja þjer á sundinu. En frá þeirri stundu, að sundgarpur leigir fylgdar- skip í Boulogne, Calais eða Dover, verður hann eða hún eftirlætisbarn bæjarins. Frjettamenn fylgjast ná- kvæmlega með sjerhverri til- raun til að leysa þessa sund- þraut. Til skamms tíma notaði einn blaðamaðurinn brjefdúfur til þess að koma frjettum til blaðs síns, sökum erfiðleika á að komast í síma í Gris Nes. En nú hefur verið bætt úr þessu með póststofunni nýju. Vel smurt er nauðsyn. Sundgarparnir leggja venju- lega af stað eftir að dimmt er orðið. Þeir smyrja sig feiti; franskir kunnáttumenn halda því fram, að feitin eigi að vera sem þykkust og óvarlegt mjög sje að fara sparlega með hana. 'En þrátt fyrir feitina, þjást sundmennirnir oft af kulda. Sundmaðurinn byrjar að synda — og heldur áfram að synda — um tíu metra frá fylgd arbátnum. Hann nærist á leið- inni — Florence Chadwich mat aðist á klukkustundar fresti — en velur sjer „ljettar“ fæðu- tegundir. Flestir nota sundmennirnir hina venjulegu, gamaldags bringusundsaðferð. Einn af fimm Að þreytu undanskilinni, er j það einkum tvennt, sem gerir það að verkum, að aðeins um einn af hverjum fimm sund- mönnum kemst alla leið til Eng lands. Þetta er kuldinn og straumarnir. Þegar sundmað- urinn kemur auga á bresku ströndina, er hann kominn í sjó, sem er mun kaldari en Frakklandsmegin. — En þessi kuldi dregur sem von er mjög kjark úr sundgörpunum, sem þegar eru búnir að synda í tíu eða jafnvel tuttugu klukku- stundir. Þó eru straumarnir erfiðari viðureignar. Georges. Michel, „konungur Ermarsunds11, full- yrðir, að þýðingarlaust sje að i’eyna að sigrast á þeim, þegar þeir eru upp á sitt versta. Þeg- ar enski pilturinn Philip Mich- man synti yfir sundið s.l. ár, var hann í nærri klukkustund að reyna að komast yfir einn straumál. Og í ár barðist Shir- ley May France í tvær klukku- stundir á nær nákvæmlega sama stað. Ráðlegast að hvila sig Michel skýrir svo frá fyrstu tilraun sinni til að synda yfir Ermarsund, hafi hann verið kominn svo nálægt bresku ströndinni, að hann hafi getað sjeð litinn á gluggatjöldum hús anna, er svo öflugur straumur greip hann, að hann var fimm tíma að komast nokkra metra. Michel bætir því við, að best sje að bíða rólegur eftir þvi, að straumurinn minnki með breyttu sjávarfalli. Það sje mun betra að hvíla sig fljótandi á bakinu í tvær klukkustundir en að berjast í sex tíma eða lengur við hin ósýnilegu náttúruöfl. CALCUTTA. — Landskjálftar þeir, sem urðu í A-Indlandi 15. þ. m. eru einhverjir þeir snörp- ustu, sem nokkurn tíma hafa verið mældir. MIKLIR erfiðleikar hafa steðj- að að sjávarútvegi Englendinga að undanförnu og einkum þó síldarútvegnum svo að hann hef ir orðið að njóta ýmiskonar stuðn ings ríkisins til þess að hægt væri að viðhalda útgerðinni. — Miklir erfiðleikar hafa einnig steðjað að öðrum greinum út- vegsins, vegna sívaxandi til- kostnaðar og hefir því orðið að grípa til sjerstakra ráðstafana af hálfu ríkisvaldsins til þess að útgerðin ekki stöðvaðist al- gjörlega. í norska blaðinu „Fiskaren" er sagt frá þessum málum á eftirfarandi hátt: — Við höfum áður í þessum dálkum, sagt frá þeim vandræð um, sem breskur sjávarútveg- ur á nú við að stríða og sem orsakast af minnkandi eftir- spurn eftir fiski og vaxandi framleiðslukostnaði. Ríkis- stjórnin skipaði nefnd til þess að kynna sjer ástandið sem ítar legast og leggja sem skjótast til lögur sínar fyrir ríkisstjórnina til frekari aðgerða. Áður höfðu verið uppi margar raddir sem átöldu það harðlega, að flest önnur matvörunframleiðsla hef ir verið styrkt með uppbótum frá ríkinu. Sjerstakt framkvæmdaráð í byrjun síðasta mánaðar til- kynnti svo Attlee forsætisráð- herra að skipað hefði verið sjer stakt framkvæmdaráð fyrir fiskiðnaðinn, er skyldi hafa það hlutverk að setja fastar reglur um fisksölu og fiskdreif- ingu, endurskipuleggja og full- komna fiskiðnaðinn í heild. — (Hjer er sjerstaklega átt við það, sem Englendingar kalla „white fish“. Og í tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um fiskuppbæturnar segir: með „white fish“ er átt við allar tegundir af fiski nema lax, sjó- urriða og skelfisk). Ennfremur tilkynnti Attlee að til þess að geta komið þess- um stuðningi til fiskiðnaðarins strax í framkvæmd, hefði stjórn in ákveðið að nota hluta þess styrks sem ætlaður væri land- búnaðarvörunum, til uppbótar Gert er ráð fyrir, samkvæmt núverandi verðlagi á fiski, að kostnaðurinn við þessar uppbót argreiðslur fari ekki fram úr 1.7 millj. sterlingspundum. Sje hinsvegar hægt að koma því svo fyrir að fiskverðið hækki, lækka uppbótargreiðslurnar sem því svarar. Aukin vörugæði Með þessum uppbótargreiðsl- um hefir ekki aðeins verið haft í huga að bæta afkomu fiski- mannanna, þangað til hið ný- skipaða White Fish Authority, hefir haft tíma til þess að gera ráðstafanir til þess að bæta úr núverandi ástandi til lengri tíma, heldur hefir einnig verið haft til hliðsjónar að tryggja það, að fiskur væri stöðugt fyr ir hendi á markaðnum og jafn- framt og ekki síst að reyna með þessum ráðstöfunum að fá betri markaðsvöru. En það er talið að muni koma nokkuð af sjálfu sjer, þannig, að með því fyrir- komulagi sem er á uppbótar- greiðslunum græða fiskimenn- irnir á því að gera stutta túra en þar af leiðir að fiskurinn verður nýrri þegar hann kem- ur á markaðinn. Attlee minntist einnig á, að mikið af erfiðleikunnum í fisk- iðnaðinum stafaði frá því, að eftirspurn eftir fiski hefði mink að að miklum mun, en að ríkis- stjórnin myndi vinna að því, með öllum hugsanlegum aðferil um, að auka eftirspurnina á ný. — f Breska ríkisstjórnin hefir einnig ákveðið að hafa frum- kvæði að umræðum hjá O.E.E. C. (stofnun til samvinnu Ev- rópuþjóða í efnahagsmálum) um að koma á samræmdu fyrir komulagi vegna hinnar núver- andi ótakmörkuðu veiði á þorski og öðrum fisktegundum á djúphafsmiðum. Samkvæmt reglum þeim um fiskuppbæturnar, sem auglýst- ar voru og gengu í gildi 31. júlí s. 1. fá fiskibátar, sem ekki eru stærri en 70 fet, frá 8 til 10 pence á stone á markaði, 3 pence fyrir óhausaðan og 10 pence fyrir hausaðan fisk. Á skipum sem eru yfir 7 0 fet, en undir 140 fet, er ekki greitt eftir vigtinni á fiskinum, held ur eftir ákveðinni reglu og er hámarksgreiðsla 12 sterlings- pund á sólarhring, en breytilegt eftir því, hve veiðiferðin hefir verið marga daga og hverjar brúttótekjur eru af sölu fiskj- arins. Þau skip sem eru stærri en 140 fet fá engar uppbætur og heldur ekki skip sem veiða á fjarlægum fiskimiðum. Misjafnar undirtektir. Ráðstöfunum þessum sem eru fyrsta bráðabirgða úrlausnin á núverandi erfiðleikum, hefir verið tekið nokkuð misjafnlega, sem að vísu má teljast eðlilegt, þar sem þær snerta útgerðina mjög misjafnlega. Það sem sjerstaklega er þó fundið að í þessu sambandi er að ríkisstjórnin hafi ekkert að- hafst til þess að skera niður innflutning á fiski frá öðrum þjóðum. En það er sama við- kvæðið sem að undanförnu hefir stöðugt hljómað frá öllum greinum breska fiskiðnaðarins. Fiskveiðar Skota. í skýrslum, sem nýlega eru útgefnar um fiskveiðarnar \ Skotlandi 1949 koma fram upp lýsingar um að veiðin hafi minkað það ár, og aflasalan eða fiskverðið einnig lækkað, en allur útgerðarkostnaður hækk að verulega. Fyrir langsamlega meiri- hluta skotskra fiskimanna og útgerðarmanna, var því um mjög rýra fjárhagsafkomu að ræða. Sumarsíldveiðin úti fyr- ir auströndinni brást gjörsam- lega, á venjulegan mælikvarða. Aflamagnið varð aðeins 62% af því sem það var árið 1948. Á síðastliðnu ári var „white fish“ aflinn 55% af heildarafla magninu. Síldaraflinn sem lagð ur var í land í Skotlandi af breskum skipum var samtals 2.590.100 cwt. (1 cwt = 50,8 kg.) að verðmæti 2.588.700 sterlingspund, en 6 árinu 1948 var aflamagnið um 2,9 milj. cwt. og verðmætið um 3 milj, sterlingspund. Skotsk fiskiskip voru á árinu talin vera 5394 og hafði fjölg- að um 97 frá árinu áður og voru 327 skipum fleira en 1938. — Verðmæti fiskiflotans er metið á 7.060.000 sterlingspund og með öllum veiðarfæraútbúnaði ca 8,569,000 stpd. en árið 1938 Framh. á bls. 12, EINS og skýrt var frá í frjettum í s. 1. viku, efndi brekst blað til sundkeeppni yfir Ermar- stind. Egypti vann sundið og fyrstu verðlaunin — 1.000 sterlingspund. Myndin er tekin í Dover, þar sem bátar frjettamanna eru að búa sig undir að sigla út til sundmannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.