Morgunblaðið - 20.12.1950, Qupperneq 6
6
MORGIJM BLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. des. 1950.
■
Tilkynning
; frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild um endurútgáfu
• cldri leyfa o. fl.
Oll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum svo og
gjaldeyrisleyfi eingöngu falla úr gildi 31. desember 1950,
nema að þau hafi verið sjerstaklega árituð um, að þau
giltu fram á árið 1951 eða veitt fyrirfram með gildis-
tíma á því ári.
Deildin mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi
í stað eldri leyfa, ef varan hefir verið pöntuð samkvæmt
gildandi leyfi og seljandi lofað afgreiðslu innan hæfilegs
tíma.
í sambandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa, vill
deildin vekja athygli umsækjanda, banka og tollstjóra
á eftirfarandi atriðum:
1) Eftir 1. janúar 1951 er enga vöru hægt að tollaf-
greiða, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn
leyfum, sem falla úr gildi 1950 nema að þau hafi
verið endurnýjuð.
2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum
bankaábyrgðum, þótt leyfið hafi verið áritað fyrir
ábyrgðarupphæðinni. Ber því viðkomandi banka,
áður en hann afhendir slík leyfi til endurnýjunar,
að bakfæra áritunina á leyfinu eða á annan hátt
sýna greinilega með áritun sinni á leyfið, hve
mikill hluti upphaflegu ábyrgðarinnar er ónotaður.
3) Eyðublöð fyrir endurnýjunarbeiðnir leyfa fást á
skrifstofu deildarinnar og bönkunum í Reykjavík, en
úti á landi hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og
bankaútibúum. Eyðublöðin ber að útfylla eins og
formið segir til um. Þess ber að gæta, að ófullnægj-
andi frágangur á umsókn þýðir töf á afgreiðslu máls-
ins.
4) sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða |
fleiri leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama
landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Beiðnir um
endurnýjun annarra leyfa má þó ekki sameina í einni
umsókn.
Allar umsóknir um endurnýjun leyfa frá innflytjend-
um í Reykjfevík þurfa að hafa borist skrifstofu deildar-
innar fyrir kl. 5 þann 4. janúar 1951. Samskonar beiðnir
frá innflytjendum utan Reykjavíkur þurfa að leggjast í
póst til deildarinnar fyrir sama tíma.
Til að hraða afgreiðslu endurnýjunarbeiðna verður
skrifstofa deildarinnar lokuð fyrstu dagana í janúar.
Hinsvegar verða leyfin póstlögð jafnóðum og endurnýj-
un fer fram.
Snjallar stúlkur
er í senn frábærilega snjöll, ótrúlega fyndin og góðlátlega skemmti-
leg og hugnæm ástarsaga. — Þetta er bráðsnjöll saga, rituð af
óvenjulegum skilningi, næmri kímnigáfu, hispursleysi og samúð.
Reykjavík 18. desember 1950.
Innflutnings- og gjaldeyrisdeild.
Þessi bók er perla á sínu sviði og því lilvaiin jólagjöf
hllggir jólaíöberar
fást í
K R O N . Bankastræti 2. Bókabúð KRON.
Vefnaðarvörudeild KRON. Listmunabúð KRON
AUSTIN 8
í góðu standi til sölu og sýnis á bílaverkstæði Hrafns
Jónssonar, Brautarholti 22, eftir kl. 2 á miðvikudag.
Hkðggmfinneliékm '
Blaðamannabækurnar eru mjög fjölbreyttar að efni og
bráðskemmtilegar aflestrar. Blaðamannabækurnar eru
fjórar og fleiri verða ekki gefnar út. Hver bók er sjálf-
stæð heild, sem menn hafa fúlía ánægju af þótt þeir
eigi ekki hinar bækurnar. Nokkúr sett munu þó enn
vera til af öllurn bókunum.
I BLAÐAMANNABÓKÍNNI ER EITTHVAÐ
SKEMMTILEGT FYRIR ALLA
an
Fallegur jólapappír
Bækur og ritföng — Helgafell