Morgunblaðið - 29.12.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1950, Blaðsíða 6
s MORGUNBLAÐID Föstudagur 29. dec 1950 ÚR DAGLEGA LÍFINU Útg.: H.f. Árvakur, Keykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, síxni 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. ■— Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. I lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Landkynning og barnafræðsla MIKIÐ ER talað um nauðsynlega landkynningu. Við þurf- um að láta svo mikið á okkur bera, að kynni erlendra þjóða á landi og þjóð fara vaxandi og hingað slæðist skemmti- ferðafólk. Það sje ekki vansalaust, er sagt, hversu almenn- ingur annara þjóða sje fáfróður um ísland og íslendinga. Stundum er kvartað yfir deyfð og aðgerðarleysi stjórnar- valdanna í þessum efnum. En eins og'kunnugt er, hefir landsstjórnin í mörg horn að líta og getur ekki kostað miklu í almenna auglýsingastarfsemi, nema eftir því sem fje er veitt til þeirra hluta. Á hverju sumri eru teknar kvikmyndir hjer af landinu og daglegu lífi þjóðarinnar. Myndir þessar eru að sjálfsögðu misjafnar. Sumar glæsilegar svipmyndir. Aðrar vanhugsað- ar og lítils virði, eins og gengur. Allar þjóðir nota nú kvikmyndir við landafræðikennslu barna og unglinga. Eftir því, sem kunnugir menn hafa tjáð blaðinu, hafa borist hingað endurteknar kvartanir frá kennslumálayfirvöldum ýmsra þjóða, yfir því, að ekki skuli hafa verið hægt að fá hjer nothæfar kvikmyndir til þess- háttar kennslu um Island og íslendinga. Fróðleg og smekk- leg kennslukvikmynd um Island er útgengileg víða um íslenskir kunnáttumenn á þessu sviði eiga að keppast um að gera íslenska kennslumynd, þar sem gerð er sönn og að- laðandi frásögn af landi og þjóð og þar sem sjerkenni lands- ins og landshátta njóta sín það vel, að myndin veki forvitni erlendra manna, yngri og eldri, á þessu fjarlæga, lítt kunna landi. Hvernig sem auglýsingastarfsemi yrði háttað í því skyni að vekja forvitni á landinu eða til þess að laða hingað skemmtiferðafólk, yrði aldrei hægt að ná þeim tilgangi bet- ur, en með slíkri kennslukvikmynd, þar sem börnum og unglingum stórþjóða er kennt það um ísland, sem vekur ánægju og hrifningu, orkar á hið móttækilega hugarfar æskumannsins. Ef vel tækist með slíka mynd, þá yrði hún söluvara til 'óteljandi skóla og kennslustofnana, víðsvegar um heim. Og þá hefðu íslensk stjórnarvöld í hendi sjer, hvemig upp- íræðslu slíkri um landið yrði hagað. En hver er sínum hnútum kunnugastur. Þó erlendir myndtökumenn gætu með glöggu gestsauga fundið sitthvað, sem einkennilegt er og vakið getur eftirtekt almennings, og skólafólks, þá yrði kvikmyndin sem heild ekki fullnægjandi, nema hún veitti alhliða og rjetta fræðslu um það sem markverðast er um land okkar og þjóð að segja. Slík myndtaka er ekkert áhlaupaverk Færi vel á því, að efnt yrði til samkeppni um best handrit fyrir fræðslumynd, sem hugsað yrði síðan um að taka og koma út í skóla sem víðast í heiminum. Eðlilegt væri, að fræðslumálastjórnin yrði aðili í þessu vandasama máli. Um fram allt má ekki neitt handahóf kom- ast þar að. Fræðslumyndirnar gætu að sjálfsögðu verið íleiri en ein. Gerðar yrðu t. d. myndir af náttúrufegurð landsins sjerstaklega sem dugað gæti þeim ein, er leggja vildu aðal áherslu á þá hliðina. En önnur fyrir atvinnu- vegina, eða sem lýsti daglegu lífi þjóðarinnar. Þeir skólar, sem vildu hafa þessa myndfræðslu sem stytsta, gætu svo í samfelldri mynd fengið útdrátt úr því, sem tekið hefir ver- íð. En hinir, sem vildu fá greinilegri fræðslu, tækju fleiri myndir en eina. Engin landkynning væri betri en þessi, það sem hún nær. Góðar fræðslukvikmyndir hjeðan myndu hæglega bera fyr- ír augu miljóna meðal heimsþjóða og flytja þeim fræðslu um ísland, sem með engu móti öðru væri mögulegt að fá fólk til að tileinka sjer eða taka við á annan hátt. Ef vel væri á haldið, ætti líka að vera hægt að leysa hin sífelldu gjaldyerisvandræði á þenna hátt, að því er snertir útvegun kennslukvikmynda handa íslenskum, skólum, með því að koma því svo fyrir, að fengnar yrðu kennslukvik- myndir frá þeim löndum, sem skift yrði við, í skiftum fyrír islensku myndirnar. KYNNIR ÍSLAND í BRASILÍU Á ÁRUNUM 1910—1915 dvaldi ungur, dansk ur piltur á Akureyri og víðar hjer á landi. Síðar fluttist hann til Brasilíu og vegnaði þar vel. Er hann nú vellátinn kaupsýslumaður í Rio de Janeiro og hefur efnast vel. Maður þessí heitir Kaj. A. Svanholm. Kom hann hingað í sumar ásamt konu sinni og var þá birt viðtal við hann hjer í Morgunblaðinu. En Svanholm ljet ekki við það eitt sitja, að heimsækja gamlar stöðvar og kunningja. — Hann aflaði sjer upplýsinga um land og þjóð og hefur nú hafið landkynningu um jsland í Brasilíu upp á eigin spítur. • „ISLÁNDIA — PAIS DOS CONTRASTES“ í HAUST opnaði Svanholm sýningu á íslensk- um málverkum í Rio, eftir Ásgeir Bjarnþórs- son og einnig gaf hann út bækJing, sem nefn- ist „Islándia — Pais dos Contrastos“, sem mun þýða „ísland, land andstæðnanna“, eða eitt- livað i þá átt. í bækling þessum eru myndir af Heklu, Geysi og sögustöðum á íslandi og allmikið lesmál, frásögn af sögir þjóðarinnar og ýmsar aðrar upplýsingar. Við opnun sýningarinnar voru 600 gestir, embættismenn, kaupsýslumenn og fulltrúar erlendra ríkja og blaðamenn. • BRENNANDI ÁHUGI FYRIR ÍSLANDI KAJ SVANHOLM hefur brennandi áhuga fyr ir íslandi og vill gera sitt til að vekja áhuga ferðafólks í Brasilíu á íslandi og fá það til að ferðast hingað. Telur hann að sjer verði án efa vel ágengt í því efni. Þá vill hann gera sitt til að koma á verslunarsambandi milli Brasilíu og íslands og hefur sjerstaklega auga stað á að fá Brasilíumenn til að auka fisk- kaup sín hjer á landi. Hjer er um algert sjálfboðaliðsstarf að ræða og er ekki vafi á, að það er af heilum hug unnið. ANDERS HOVDEN í DÓMKIRKJUNNI KENNARI skrifar á þessa leið um heimsókn hins merka manns, Anders Hovdens hingað til lands fyrir 44 árum: „Löngum heilla endurminningarnar, og oft er það, að þegar eitt er rifjað upp, þá vekur það löngun eftir öðru. í hinni skemmtilegu og fróðlegu æfisögu norska skáldprestsins And- ers Hovdens framan við Bóndann í Norræn- um söguljóðum Mattliíasar Jochumssonar, segir Snæbjörn Jónsson frá því, að sumarið 1906, þegar Hovden var hjer á ferð og dvaldi hjá Birni Jónssyni. ritstjóra, hafi hann prje- dikað hjerna í dómkirkjunni (vitanlega á ný- norsku) og Ijet þá syngja sálma eingöngu eft- ir Matthías, sem var á meðal kirkjugesta. • TILMÆLI EFALÍTIÐ eru e%.~i ýmsir á lífi, sem við- staddir voru þessa einstæðu guðsþjónustu. Fleirum en mjer mundi nú þykja skemmti- legt ef eihverjir kirkjugestanna vildu rifja upp endurminningar sínar um hana, t.d. í Les bók. Það væri fróðlegt að heyra hvað þeir hafa m hana að segja eftir 44 ár, t.d. hvernig kirkjan var sótt þenna dag, og hverra þeir minnast þar af fyrirmönnum bæjarins. Snæbjörn getur þess ekki í frásögn sinni, hve fagurlega þessi ágæti Norðmaður skrif- aði um Björn Jónsson látinn. Þetta var honum þó vel kunnugt, og það er skemmtilegt að minnast þess, því eins og hann segir, hittust þarna andlega skyldir menn“. IVfinnI aðsókn að Parísarháskólanum Eftir Erners Sandford, Skorfur kennara, bókar húsnæðls, afvinnur penin§a frjettaritara Reuter. PARÍS — í Sorbonne, háskól- anum í París, eru nú færri nem endur en verið hafa um skeið. Samt eru 45 þús. stúdentar skráðir á háskólaárinu 1950 til 1951, svo að enn er hann stærst ur í Norðurálfu. En í fyrra voru 49 þús. skráðir og í hitteðfyrra 55800. ÁSTÆÐUR MINNKANDI AÐSÓKNAR Ein ástæðan til minnkandi aðsóknar er, hve fæðingartalan var lág á árunum eftir 1930, en á þeim árum eru þeir stúdentar yfirleitt fæddir, sem skráðir eru í skólanum nú. Þá koma og aðrar ástæður til, ekki veigaminni: Húsnæðis- ekla, kennaraskortur og bóka, vöntun á skólahúsnæði, at- vinnu- og fjárskortur stúd- enta. Ein ástæðan á rætur sínar að rekja til stríðsins. Flestir þeir, sem töfðust við nám vegna ó- friðarins, hafa nú lokið því. Því hefir meðalaldur stúdentanna við skólann lækkað jafnframt því, sem fjöldi þeirra hefir minnkað. Kennslustofurnar mundu eng an veginn rúma þá, sem skráð- ir eru, ef þeir sæktu allir skól- ann. En með því að láta skrá sig, fá stúdentarnir ódýrari leik húsmiða, ódýrar máltíðir á mat- stofum stúdenta og önnur fríð- indi. Hins vegar skuldbindur það engan til að stunda nám- ið. Er talið, að röskur þriðjung- ur stúdentanna láti ekld skrá? sig „í alvöru“. MIKIL ÞRENGSL í SKÓLANUM í fyrra voru til að mynda yfir 1000 nemendur skráðir við nám í franskri menningarsögu, sem er eitthvert vinsælasta við- fangsefnið í listadeildinni. Samt gehgu ekki nema 700 undir próf í lok skólaársins. End.a' þótt námið sje ekki sótt betur en þetta, verða 2000 nemendur í vísindadeildinni að kúldrast í sal, sem er ætlaður .500. I Læknanemarnir búa ekki við minni þrengsli í gömlum salar- kynnum ,en rjett hjá í Rue des Saints Peres, hefir hálfsmíðað stórhýsi gnæft við himin síðan fyrir tríð. Læknanemarnir eiga að fá það til afnota. Nú hefir vinna verið hafin við það á ný og er ekki ólíklegt, að smíði þess ljúki einhvern tíma að ári. Nemendum lagaskólans hefir fækkað úr 25 þúsundum í 13 þúsundir seinustu 2 árin, samt eru þar mikil þröng enn. í ráði er, að bókasafn lagadeildarinn- ar verði flutt í nýtt húsnæði, I svo að gamla húsið tæmist og verður laganemum kennt þar, uns ný salarkynni hafa risið upp til afnota fyrir deildina. Vísindaskólinn stendur líka í samningum um kaup á 150 ekr- um lahds 1 Bourg le Reine, út- hverfi Parísar, 16 km. sunnan. Sorbonne. Þar verður væntan- lega reist skólahús. KENNARASKORTURINN Jafnvel þótt öll húsin, sem ætlunin er að reisa, yrðu full- gerð, þá væri ekki allur vandi leystur þar með. Enn er skort- ur á háskólakennurum, því að kennaraekla er mikil í Frakk- landi eins og víðast hvar ann- ars staðar. Að stríðinu loknu tilkynnti menntamálaráðuneytið, að stofnuð yrðu að minnsta kosti 80 ný prófessorsembætti í Par- ís. Enn hefir ekki verið skipað nema í 4 þeirra. STUND LÖGÐ Á NÝJAR NÁMSGREINAR Þeim stúdentum fjölgar sí- fellt, sem leggja fyrir sig þær námsgreinar, er gefa skjótast eitthvað í aðra hönd. Námuverk fræðingaskólinn og hagfræði- skólinn njóta vaxandi aðsóknar. Hins vegar hrýs mörgum mann inum hugur við að setjast í laga skólann, þar sem kostnaðarsamt er fyrir lögfræðing að hefja mál flutningsstörf. Góðir verkfræðingar geta fengið vel launaða atvinnu margskonar. Menn vantar að olíuvinnslustörfum franska rík isins, vatnsorkuverum, til að bæta afköst iðnararins og við lagning vega og járnbrauta. Nú er lögð rík áhersla á heil brigt efnahagslíf, því getur nú verið ábatasamt að leggja stund á hagfræði, sem löngum hefir þó verið talið óhagnýtt nám. HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN KOMA HART NIÐUR Á STÚDENTUNUM Stúdentarnir eiga við fleiri erfiðleika að etja. Húsnæðis- eklan er tilfinnanleg og bækur hafa hækkað mjög í verði. í París eru það fyrst og fremst peningarnir, sem leiða menn til nýs húsnæðis. Því eru stúdent- arnir verr settir þar en nokkr- ir aðrir þeirra, sem í húsnæðis- hraki eru. Að vísu er sjerstök skrifstofa, sem reynir að leysa húsnæðisvanda stúdenta. Auk þess eru nokkur stúdentaheim- ili með herbergjum fyrir fimm þúsundir þeirra, en það hrekk- ur skammt. Flestir verða að leita sjer hús næðis í Latneska hverfinu Og jafnvel ljeleg herbergi kosta nokkuð á þriðja hundrað krón- ur. Margir verða því að grípa til þess neyðarúrræðis að búa í úthverfunum, og hlýtur mik- ill tími að fara til spillis við það. Enn meiri tími fer í súg- inn, er stúdentar verða að vinna fyrir sjer með tíma- Frh. á bls. 8,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.