Morgunblaðið - 31.12.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 31. öes, 1950, MORCXJXBLAÐIÐ 1 Ur heimsfriethuo irai: TILGANGIJR KÍIMVERJA í KÓREU AUGLJOS AF atburðum þeim, er orðið hafa í heimsmálunum á árinu, sem nú er að kveðja þykjast jmargir ráða, að upp kunni að renna hinir örlagaríkustu tímar, sem yfir mannkynið hafa dunið. Um áramótin eru mennirnir milli vonar og ótta um, að ný heimsstyrjöld sje að skella á þá og þegar. Þeir, sem í ársbyrjun gerðu sjer vonir um, að „kalda stríðinu" væri að ljúka og að tímar sátta og samlyndis væru að renna upp, hafa orðið fyrir sárustu vonbrigðum. Styrjöld toraust út í Kóreu á miðju ári og stendur enn. Er ekki ástæðu- laust að ætla, a.ð sá neisti, sem kveiktur var með ofbeldisárás kommúnista í Norður-Kóreu og hlúð hefur verið að með aðstoð Sovjet-Rússlands og kommún- istastjórnarinnar í Kína, verði til þess að heimsbál blossi upp. Lýðræðisþjóðirnar, sem lagt höfðu niður vopnin og sent her- menn sína heim til friðsamlegra starfa, hafa nú loks skilið hætt- una, sem af ofbeldisstefnu ein- ræðisþjóðanna stafar, og her- væðast af kappi á ný. Hvort friðarvilji þeirra verður nú aftur til þess, að þær verða enn einu sinni „of seinir með of lítið lið“ til þess að stemma stigu við ofbeldisverkunum, fær tíminn einn úr skorið. Og því verður ekki neitað, að enn standa friðaröflin í heiminum illa undir það búin, að verja friðinn og öryggj friðsamra þjóða gegn ofbeldisöflunum. KÍNVERJAR VERÐA VARLA STÖÐVAÐIR Einongrnnarsteinan skýtnr upp koUinum í Ameríku Einnig um varnir V.-Evrópu Undanhald hersveita Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. — Tekst að stöðva það, eða leggja kínverskir Það er nú Ijóst orðið, að her- sveitir Pekingstjórnarinnar kín versku rjeðust ekki inn í Norð- ■ur-Kóreu til þéss eins, að verja hagsmuni Mansjúríubúa við orkuver Yalufljóts. Þeir hafaj annað markmið, en það er, að leggja undir sig Kóreu alla og reka hersveitir Sameinuðu þjóð anna úr landínu. Þetta hefur komið skýrt fram í útvarpstil- kynningum frá Peking síðustu dagana. Formaður sendinefndar Pek- íngstjórnarínnar hjá Sameinuðu þjóðunum gaf raunar í skyn, að til mála gæti komið, að' Kínverj ar hættu vopnaviðskiptum í Kóreu, ef Sameinuðu þjóðirnar færu þegar í stað með allt her- lið sitt á brott úr Kóreu, af- hentu Pekingstjórninni For- mosa og veittu fulltrúum kjn- verskra kommúnista sæti hjá S. Þ. Þeir Attlee og Truman for- seti ræddust við skömmu fyrir jólin og þótt Ijóst væri af sam- eiginlegri tilkynningu, eftir fund þeirra, að þeir væru ekki að öllu leyti sammála um stefnu Vesturveldanna gagnvart Asíuþjóðunum, var það greini- legt, að þeír myndu ekki láta Pekingstjórnina skipa sjer fýrir verkum, nje veita henni íviln- anir fyrir hótanir einar. Mao, stjórnarforséti í Kína, hefur kastað teningnum og allt útlit er fyrir, að hann hafi það í hendi sjer, hvort hann vill reka hersveitir Sameinuðu þjóð anna úr Kóreu. En hann mun líka gera sjer Ijóst, að það kost- ar blóðfórnir miklar, því her- sveitir Sameinuðu þjóðanna munu ekki gefast upp fyr en í fulla hnefana. BÚIST VIÐ STÓRSÓKN ÞÁ OG ÞEGAR Frá aðalbækistöðvum Mác Arthu'rs hershöfðingja í Tokío berast þær fregnir. að yfirher- stjórn Sameinuðu þjóðanna bú-j kommúnjstar tmdir sig alla Kóreu? ist við nýrri stórsókn Kínverja þá og þegar, eða ekki síðar en fyrstu dagana í janúar. Kín- verjar munu þá sem fyr tefla fram ógrynni liðs, sem enginn mannlegur máttur fær stöðvað. Mannfall verður mikið á báða bóga í þerrri sókn, en þó mun meira í liði Kínverja, þar sem þeir hafa ekki þau eyðilegging- arvopn, sem herlið S. Þ. hefur á að skipa, hvorki flugvjelar, skriðdreka nje fallbyssur, á borð. við hersveitir Mac Arth- urs. —• í hinni óvæntu stórsókn Kín- verja suður yfir landamæri Kór eu, jókst þeim að veita liði Sam einuðu þjóðanna stór högg og þung og það beið mikið afhroð. En aðaltilgangi sínum náðu Kín verjar ekki, en það var að ger- sigra hersveitir S.Þ. Munaði þó Elsenhower hershöfðingi verð- ur yfirmaður varnarliers Vestur Evrópu, litlu, því þeim tókst með naum- indum að brjótast úr herkví á austurströndinni, þar sem við borð lá, að tugþúsundir her- manna yrðu stráfelldir, eða teknir höndum. Hversu lengi lið Sameinuðu þjóðanna getur haldið Kóreu er ekki unnt að spá á þessu stigi málsins. VÍGBÚNAÐUR BANDARÍKJAMANNA Forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir hættuástandi í Banda- ríkjunum og fyrirskipað .her- væðingu af kappi. Ýmsar aðrar ráðstafanir hefur forsetinn og stjórn hans gert til eflingar landvarnamálunum. Um það eru engin áhöld meðal stjórnmálamanna og annarra ráðaridi manna í Bandaríkjun- um, að þjóðin eigi að vígbúast og vera við því búin, að taka hverju sem er. En um hitt er deilt, að hve miklu leyti Banda- ríkjamenn eigi að heyja styrjaldir utan heimalandsins. Verða þær raddir nú æ hávær- ari, sem krefjast þess, að Banda ríkjamenri hugsi um það eitt að verja sitt eigið land, en láti önnur lönd eiga sig og sjá um sig sjálf. Það eru einkum forystumenn Republikanaflokksins, sem hafa hvatt sjer hljóðs um þessa nýju einangrunarstefnu og þeir eiga mestu fylgi að fagna í Miðríkj- unum, þar sem einangrunar- sinnar voru áður sterkastir. Þeir, sem fylgja hinni nýju einangrunarstefnu segja sem svo, að það sje auðsjeð, að sam- herjar Bandaríkjamanna vilji ekkert til vinna sjálfir til þess að berja niður ofbeldisstefnu kommúnista. Það hafi sýnt sig í Kóreu, þar sem Bandaríkja- herinn hafi orðið að bera hita og þunga dagsins og það sje að sýna sig i Evrópu, þar sem hver hendin sje upp á móti annarri og þess eins sje krafist, að Bandaríkjamenn leggi fram her gögn, fje og herlið til að verja önnur lönd fyrir hugsanlegum árásum. STEFNA HERBERTS HOOVER Herbert Hoover, fyrverandi Bandaríkjaforseti, hefir gerst talsmaður þessarar nýju ein- angrunarstefnu, en margir hafa fylgt honum að málum og und- anfarnar vikur hafa fundir ver ið haldnir, ræður fluttar í út- varp' og grein eftir grein skrif- uð í.blöðin til að mæla með þeirri stefnu, að Bandaríkin sjái um sig ein og hervæðist gegn þeirri hættu, sem Amer- íku kann að stafa af ofbeldis- aðgerðum kommúnista og láti aðrar þjóðir eiga sig. Herbert Hoover hefur gerst tah' maður hinnar nýju einangrun arstefnu í Bandaríkjunum í raun og veru er það þetta sem Herbert Hoover og fylgis- menn hans segja: „Bandaríkjamenn geta ekki einir háð styrjöld við Sovjet- Rússland og leppríki þeirra. Til þess hafa Rússar yfir að ráða of víðáttumiklu landsvæði og óhemju mannafla. „Við eigum ekki að senda einn einast'a hermann út fyrir landamærin og ‘ekki eihn ein- asta dollar til annara þ|óða, fyr en þær sýna vilja sinii í verk- inu til að mæta ofbeldi kom- múnista og byggja upp varnir sínar á þann veg, að éinhver von sje til sigurs í átökunum við Rússa og leppa þeirra“. Þótt það sjeu nokkrir af for- ystumönnum Republikkana- flokksins, sem hafa borið fram hina nýju einangrunarstefnu, er ekki þar með sagt, að fiokkur- inn sem heild standi að baki þeim. Hitt er þó víst, að mikl- ar og heitar umræður verða um þessa stefnu einangruríarsinna annarsvegar og stefnu Trumans forseta og Achesons utanríkis- ráðherra hinsvegar. En þeir vilja með aðstoð sinní við aðr- ar þjóðir reyna að koma í veg fyrir styrjöld við Sovjetrikin. Eða verði ekki komist hjá styrj öld, þá að gera stjómarherrun- um í Moskva Ijóst, að þeir geti ekki lagt undir sig heiminn, án þess, að til meginátaka komi. TRUMAN-ACHESON STEFNAN OFAN Á • Einangrunarsinna raddirnar í Bandaríkjunum eru ekki ný bóla. Bandaríkjamenn drógu að sjer hendina eftir síðustu styrj öld og gengu ekki einu sinni í Þjóðabandalagið. Roosevelt for- seti varð að nota alla sína stjórn kænsku til þess, að undirbúa þjóð sína undir það, sem hann sá, að koma mundi. Það var Roosevelt og ráðgjöfum hans að þakka, að Bandaríkjamenn biðu ekki enn meira afhroð, en rauri varð á, er Japanar rjeðust á Pearl Harbor. — Þá skildi öll Bandaríkjaþjóðin og allur heim urinn á einu augnabliki, að Roosevelt hafði haft rjett fyrir sjer. En eftir ósigra Bandaríkja- manna í Koreu, hið mikla mann fall þar og seínlæti margra vestrænna þjóða til að vígbúast gegn kommúnistahættunni, hef ir á ný myndast jarðvegur fyr- ir skoðanir einangrunarsinna í Ameríku. Hitt er þó vist, að stefna Trumans og Achesons verður ofan á og rök einangr- unarsinna hafa verið rifin nið- ur jafnóðum og þau voru borin fram. Þegar Herbert Hoover segir, að' ekki eigi að veita Vestur- Evrópuþjóðum lið með einum hermanni í viðbót, eða einum dollar, er honum bent á, að þetta sje það sama og segja, að ekki eigi að aðstoða vin í neyð, fyr en hann þurfi ékki lengur á aðstoðinni að halda, eða hiin komi honum ekki að gagni. EINING UM VARNIR VESTUR-EVRÓPU Utanríkisráðherrar Atlants- hafsþjóðanna hittust í Brussél skömmu fyrir jólin og gengu þar frá vísi að Atlantshafsher til varnar Vestur-Evrópu. Fund urinn samþykkti að ráða Eisen hower hershöfðingja sem yfir- mann þessa varnarhers. Aðrar samþykktir utanrikis- ráðherrafundarins voru m. a. þessar: ) Atlantshafsþjóðirnar iofuðu Framh, á bls 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.