Morgunblaðið - 14.01.1951, Side 6

Morgunblaðið - 14.01.1951, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. janúar 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. FramkvÆtj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Sagan endurtekur sig AÐ LOKINNI hinni fyrri heimsstyrjöld var stofnað til alþjóðlegra samtaka, sem áttu að hafa það hlutverk að standa vörð um frið og öryggi í heim- inum. Þjóðabandalagið var stofnað með aðsetri í Genf, einni fegurstu borg Evrópu. — Hinn styrjaldarþreytti heimur byggði miklar vonir á þessum samtökum. Þau áttu að koma í veg fyrir styrjaldir og vinna víðtækt menningar og mann- úðarstarf. En saga Þjóðabandalags- ins varð harmsaga. — Það byggði glæsilegar hallir fyrir ráðstefnur sínar við hið und urfagra Genfarvatn. — En árangurinn af ráðstefnunum varð lítill þegar á reyndi. — Japanar riðu á vaðið um eyðileggingu samtakanna er þeir höfu árásarstyrjöld á nágranna sína í Asíu, sem voru meðlimir Þjóðabanda- lagsins. Bandalagið fjekk ekki rönd við reist. Rætur þess voru teknar að visna eft ir rúman áratug starfsemi þess. Upptök ógæfu þess voru í Asíu. Næst kom árás ítalskra fas- ista á smáríkið Abyssiníu í Afríku, sem einnig var með- limur bandalagsins. Eftir mikl- ar ráðstefnur runnu allar ráð- stafanir þess til varnar Abyss- iníumönnum út í sandinn. Of- beldið sigraði. Eftir það fjell skriða lánleysisins hratt og ó- stöðvandi yfir samtökin og Ör- yggi þjóðanna. Hitler Þýska- land ruddist inn í Austurríki og Tjekkóslóvakíu, síðan Pólland.. * Önnur heimsstyrjöldin var skollin á og hinar fögru hallir við Genfarvatn stóðu auðar. — Þrjú einræðisríki, Japan, ítalía og Þýskaland gengu af Þjóða- bandalaginu dauðu. Hinn annari heimsstyrjöld lauk. Heimurinn var flak- andi í sárum. Ný alþjóðasam tök, víðtækari og öflugri en hin fyrri voru stofnuð, — Mannkynið sctti á þau allt sitt traust, samtök hinna Sameinuðu þjóða. Aftur var hafist handa um bvggingu glæsilegra halla, að þessu sinni í hinum nýja heimi. Þróun heimsmálanna síðan gefur tilefni til þeirrar smirningar, hvort sagan sje ekki að endurtaka sig. Enn hefir ofbeldisaðili gerst ber að tilræði við friðarsamtök þjóðanna. Arftaki hins jap- anska, ítalska og þýska fas- isma, kommúnisminn, hefir hafið nvja styrjöld. Aftur fellur skriðan fyrst í Asíu, þar sem kínverskir og kóre- anskir kommúnistar heyja styrjöld, með Rússa að bak- hjarli, við sjálf samtök hinna Sameinuðu þjóða. Horfurnar í þessari styrjöld eru ekki bjartar um þessar mundir. Þær eru það ekki held ur í heimsmálunum yfirleitt. Friðarsamtök þjóðanna riða að nýju. En þótt liðsveitir Samein uðu þjóðanna kunni að bíða ó- sigur í Koreu fyrir ofurefli of- beldisins hafa þær ekki beðið siðferðilegan ósigur í hugum þess fólks um allan heim, sem ann friði og mannrjettindum. Afengismálin A Alþingi Á S. L. hausti var flutt á Al- þingi frumvarp, sem miðaði að því að stemma stigu fyrir ein- um þætti leynivínsölu í land- inu. Enda þótt það væri í sinni upprunalegu mynd óframkvæm anlegt, stefndi það þó að því leyti í rjetta átt, að megintil- gangur þess var að afmá sóða- lega viðskiptahætti með á- fengi. Frumvarpi þessu hefur nú verið breytt í það horf að nokkru meiri líkur eru til að það geti orðið framkvæmanlegt og að einhverju gagni. En við síðustu umræðu máls þessa í fyrri þingdeild gerist það að flutrt er tillaga um stórfellda breytingu á veitinga- löggjöfinni, þá að öllum veit- ingahúsum í Reykjavík skuli bannaðar vínveitingar nema einu, sem þeirra sjerrjettinda hefur notið frá stofnun þess, En engum öfgalausum manni getur komið til hug- ar, að fyrnefnd breytingar- tillaga bæti úr þessu ástandi, nema miklu síður sje. Það fyrirkomulag, sem hún gerir ráð fyrir hlyti þvert á móti að gera ástandið stórum verra og þjóðinni meira til vanvirðu, eins og glögg rök voru leidd að af Jóhanni Hafstein í umræðum um hana á Alþingi, Kjarni þessa máls er sá, að Alþingi ber verulegan hluta ábyrgðarinnar á því ófremdarástandi, sem ríkir í þessum efnum. Það ber einn- ig ábyrgð á hinum mikla skorti sæmilegra veitinga- og gististaða í landinu með því að hafa haldið í gildi fráleitum og óskynsamleg- um lögum og reglum um veitingar áfengis. Óhætt er að fullyrða, að mikill meirihluti þing- manna hafi gert sjer þetta Ijóst. En kjósendahræðsla og gönuhlaup eftir allskonar mýraljósum hafa orðið rödd skynseminnar yfirsterkari. Ef að Alþingi vill nú gera yfirbót í þessum efnum á það að samþykkja að láta gagngera endurskoðun áfengis- og veit- ingalöggjafarinnar fara fram fyrir næsta þing. Þær tillögur, sem þá verða lagðar fram eiga að byggjast á reynslu okkar sjálfra og annara menningar- þjóða, sem komið hafa skap- legu lagi á slíka löggjöf og framkvæmd hennar. En líkurn- ar eru ekki miklar til þess að þingið velji þennan kost. Kák- ið og vitleysan verður látið halda áfram og kveinstafirnir yfir ástandinu munu verða há- værari með hverju árinu, sem líður. Þetta er ófagur spádómur og Ijót saga — en því miður sönn. tw* FLENSAN A FERÐINNl ÞAÐ VAR með nokkrum ugg, að menn lásu frjettir í blöðunum í gær um alvarlegan influensufaraldur i Englandi og að veikin myndi vera komin hingað til lands, bæði til Norðfjarðar og Keflavíkur. Jeg gæti nú best trúað að þessi pest væri þegar komin Hingað og væri búin að vera hjer nokkuð lengi. Fjöldi manns hefir verið við rúmið undan- farna daga eða frá því um jól. Munu meiri brögð að lasleika í bænum, en menn hafa al- mennt gert sjer grein fyrir. En ekki hefir ý veikin lagst þungt á menn hjeir'í bænum. Margir vilja nú láta einangrá bæinn. En það er ábyggilega ekki til neins. LÍFINU 78 ÞI SL'ND I ÞJOÐLEIK- IIÚSINI’ ÞÁÐ VAR eitt kvöldið í vikunni er jeg gekk framhjá Þjóðleikhúsinu skömmu fyrir klukk- an 8, að fólkið streymdi prúðbúið að leikhús- inu. Það var þó ekki frumsýning. — Jeg varð dálítið hissa, því viða hafði jeg látið segja jpjer, að engin aðsókn væri að Þjóðleikhúsinu ;l£ngur. Allir færu nú t Iðnó, sem kæmu í %ikhús á annað borð. L.Til fróðleiks kynnti jeg mjer, hvað satt er ábessu og hiðurstöðurnar urðu þær, að frá því j^ipríl í fyrravor og tií áramóta, komu hvorki jffeira n’e r-Urmn pn 78.000 manns á leiksýn- Mgar í Þjóðleikhúsima. ALLRAR VARUÐAR SJE GÆTT NEI. ÞAÐ hefir svo sem sýnt sig áður, að ekki er til neins? að ætla sjer að loka umferðar- véiki úti frá Reykjavík um langan tíma. Það verða ekki nema óþægindi og fyrirhöfn að því. — En hitt er sjálfsagt að gera óg verður án efa gert, ef umferðarflensan berst til bæjarins, að reyna að koma í veg fyrir öra útbreiðslu veikinnar þannig, að fólk hrúgist ekki í rum- ið og athafnalífið í bænum stöðvist. Þá verður kannski að grípa til samkomu- banns, eða þessháttar. En heilbrigðisyfirvöld in eru færust til að sjá um, að það verði gert, sem gera á. Getum við örugg treyst þeim. • MEIRI APPELSÍNUR ÞAÐ ER langt síðan að jólaávaxtasending hefir heppnast jafnvel og appelsínuse^dingin sem kom frá Spáni rjett fyrir jólin. Appel- sínurnar voru ljúffengar, yfirleitt lítið skemmt í kössunum og loks voru appelsín- urnar ekki dýrari en svo, að allir gátu veitt sjer að njóta ávaxtanna. Það er því ekki óeðlilegt að fólkið biðji uffl meira af appelsínum fóá Spáni. Svo vel vill til, að samþykkt Alþingis ligg- ur fyrir um, að jafnan skuli vera nýir ávextir á boðstólum í landinu. Látum það nú vera, þótt ekki fáist suðræn aldin hjer allan ársins hring. En í skammdeginu er það allt að því lífsnauðsynlegt fyrir íslendjnga, að borða nýja ávexti. MJOG GOÐ AÐSOKN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefir haft 5 og 6 leiksýn- ingar í viku hyerri. Húsið tekur 700 manns í%æti og venjulega eru áhorfendur 400—500. ‘ Og vegna þess að Iðnó var nefnt til saman- búrðar má geta þess að þar er ekki leikið nema tvisvar í viku og húsið tekur aðeins 300 manns. Það er því dálítið villandi, að bera saman aðsóknina í Iðnó og Þjóðleikhúsinu og vissu- lega er hún alls ekki sambærileg. Hitt er svo gleðilegt, að mikil og góð aðsókn skuli vera að leikritum Leikfjelagsins, enda eiga þau það skilið. TUNGUMALASNILLINGUR ÞEGAR bresku blöðin sögðu frá því, að Mr. John D. Greenway hefði verið skipaður sendi- herra Breta á íslandi, gátu þau þess um leið, að hann væri einstakur tungumálamaður. ■— Hann talaði ein 10—12 tungumál, þar á meðal rússnesku og kínversku. Blöðin sögðu ábyggilega ekki ofsögum af hve sendiherrann er næmur á erlend tungu- mál. Þremur vikum eftir að hann kom til íslands hjelt hann boð inni fyrir utanríkis- ráðherrann og fleiri gesti. Þar ávarpaði sendiherrann utanríkisráðherra með ræðu á lýtalausri íslensku. Hann sagði fram ræðu sínna blaðalaust. Það verður því ábyggilega ekki langt. þangað til sendiherrann getur bætt íslensk- unni við hið fjölbreytta tungumálasafn sitt. Alþjcoasýning á mafvæía- framleiðslu í (hicago í vor FRAMLEIÐENDUM matvæla og tækja til framleiðslu á mat- vælum í öllum Marshalllöndunum hefur verið boðið að sýna framleiðslu sína á alþjóðlegri verður í júní 1951. Sýningin, verður haldin á vegum sambands matvörukaup manna í Bandaríkjunum, sem eru einhver stærstu samtök sinnar tegundar í heimi og telja meir en 75.000 matvöru- kaupmenn innan sinna vje- banda. Stjórn sýningarinnar gerlr ráð fyrir ^að um 15.000 gestir muni heimsækja sýninguna, þar með taldir smásalar, heild- salar, matvælaframleiðendur og umboðsmenn þeirra. Hins vegar mun almenningi ekki ætlað að heimsækja sýningu þessa. Vörutegundir þær, sem eink- um verða sýndar, eru matvæli og aðrar vörur, sem venjulega eru til sölu í matvöruverslun- um, svo og áhöld og tæki, sem notuð eru við sölu og dreif- ingu vörunnar. Sýningin verður haldin í hinum stóra sýningarskála við Navy Pier í Chicago. Þar munu verða alls fjórir sýningarsalir, þar sem til sýnis verða hvers- konar matvörur, innrjettingar, vjelar og aðferðir eins og full- komnast þykir nú á tímum. í öðrum enda sýningarskálans mun verða komið fyrir tveim- ur matvöruverslunum. Versl- anir þessar verða innrjettaðar matvælasýningu, sem haldin á hinn fullkomnasta hátt og búnar hinum nýjustu og bestu tækjum sem nú eru til. Sýning þessi verður haldin um leið og fundir sambands matvörukaupmanna standa yf- ir á sama stað og verður þeim erlendu gestum, er þátt taka í sýningunni, leyft að sækja fundi sambandsins. Menn, er standa framarlega í iðnaði og stjórnmálum munu halda er- indi á ráðstefnunni um málefni er varða alla, sem að fram- leiðslu og sölu matvæla starfa. Mál þau, sem tekin verða til umræðu á ráðstefnunni eru m. , a. þessi: Fullkomnari fram- reiðsla matvæla, nýjar söluað- , ferðir, deildarskipting í mat- vöruverslunum, kennsla og æf- irtg starfsfólks, viðskiptaaðferð ir, markaðshorfur, reksturs- kostnaður og önnur fleiri mál er varða framleiðslu og dreif- ingu matvæla af öllum tegund um. Embættismenn efnahags- vinnustofnunarinnar hafa lát- ið það álit í ljós að markaðs- möguleikar í Bandaríkjunum fyrir matvæli framleidd í Ev- rópu, væru mjög miklir. Á ár- inu 1949 námu útflutt mat- væli frá Marshalllöndunum 15 prós. af öllun. útflutningi þeirra til Bandaríkjanna. Af þeirri upphæð allri voru 13 milljónir dollara notaðar til kaupa á ost- um; 13.5 milljónir til kaupa á fiski og fiskafurðum og 115 milljónir dollara fyrir ýmsar aðrar tegundir matvæla, þar með taldar 57 milljónir til kaupa á hverskonar drykkjum, svo sem ljettum og sterkum vínum, bjór, o. fl. Fyrirtæki og samtök, sem óska frekari upplýsinga, ættu að skrifa til framkvæmdastjór ans fyrir sambandi smákaup- manna í Bandaríkjunum, en ut- anáskriftin er sem hjer segir: Miss R. M. Kiefer, Secretary, Managar, National Association of Retail Gracers, 360 North Michigan Avenue, Chicago 1, Ulinois, U.S.A. Viðræður um sam- eining Þýskalands BONN, 12. jan.: — Á mánu- daginn ætlar Adenauer, for- sætisráðherra V.-Þýskalands, að svara tillögu austur-þýska forsætisráðherrans, Grotewohl. um viðræður milli landshluí- anna. Mundu þær einkum miðá að sameining landsins í eitt ríki. NTB A&ikin alómorkuíram- leiðsla í Kanada OTTAWA: — Verslunarmála- ráðherra Kanada hefir tilkýnnt að farið verði fram á það við þingið, að það samþykki um 30 milljöna Kahadadóllára fjár framlag til aukinnar atom- orkuframleiðslu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.