Morgunblaðið - 14.01.1951, Page 10

Morgunblaðið - 14.01.1951, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. janúar 1951 .............................................. AFSAK1Ð, 8KAKKT AIÖMER Eftir Allan Ullman og Lucille Fletcher Hákon Hákonarson Framhaldssagan 8 Allt í eínu varð hún högg- dofa. Hún þrýsti heyrnartólinu eins fast og hún gat að eyra sjer í þeirn von, að hún mundi heyra eitthvað meira af sam- tali mannanna. Hún hafði greini lega heyrt að mennirnir nefndu „Stever.son“. Og „Cotterell- fjelagið“. Og litlu síðar heyrði hún þá nefna „Staten Island“. I>á heyrði hún að einhver — kvenmaður — gekk að síman- um, og skipaði barninu að fara aftur í rúm sitt, um leið og hún sagði við annan manninn: „Fred — hvers vegna lætur þú þetta viðgangast? Hann var berfættur út á svölunum“. Svo heyrðist dálííill skarkali þegar heymartólið var tekið upp og kvenmaður sagði: „Halló!“ Það var eins og hefði verið bundið fyrir mrnn Leonu. Ör- stutt stund leið þangað til hún gat stunið upp: „Halló, frú Lord?“ „Þetta er hún“. „Þetta er frú Henry Steven- son, frú Lord. Jng-jeg veit ekki hvort við höfura nokkru sinni sjest — en mje" skilst að þjer hafið hitt mann minn í dag?“ „Oh — já“, svaraði hún, og virtist dálítið h'kandi. Hinn greinile^i taugaóstyrk- leiki konunnar styrkti Leonu. „Undir venjulegum kringum stæðum hefði mjer auðvitað ekki dottið í hug að ónáða yð- ur“, sagði hún biturlega. „En — svoleiðis er — maðurinn minn hefur ekki komið heim í kvöld. Mjer hefur alls ekki tek- ist að hafa upp á honum, þó jeg hafi mikið reynt til þess. En allt í einu datt mjer í hug, að þjer gætuð gefið mjer ein- hverjar upplýsingar... „Oh — ja — :iá“, sagði konan ógreimlega. „Jeg heyri ekki til yðar, frú Lord. Viljið þjer gjöra svo vel og tala svolítið hærra?“ „Vissulega — jeg... „Er eitthvað að?“ spurði Le- ona kuldalega. „Jeg vona, að þjer sjeuð ekkj að leyna mig neinu?“ „Oh, nei.... Má jeg hringja til yðar aftur?“ „Hringja til mín aftur? Hvers vegna?“ „Vegna þess að jeg....“ Rödd konunnar breyttist skyndi lega. Örvænting hennar virtist hverfa, en í stað þess sagði hún með uppgerðar glaðværð: „Það er bridge-dagur í dag, þú skil- ur“. „Hvað er þetta?“ sagði Le- ona höggdofa. ,Því talið þjer um bridge í þí:ssu sambandi? Þjer verðið að afsaka, en jeg skil alls ekki hvað þjer eruð að fara, frú Lord!“ „Og svo er ferðalagið til Roton Point“, sagði konan nú, cins og ekkert hefði í skorist. „Heyrið þjer“, sagði Leona gremjulega, „rruð þjer að reyna að gera gys að mjer, frú Lord? Ef þjer'ekki skilduð vita af því, þá er ég sjúklingur. Jeg þoli ekki slíkar vífilengjur. — Segið þjer mjer nú: Er maður- inn m;"r 1—-r\ V* yður? Er hann þarna? Segið mjer sann- leikann?“ „Það eru þrjú egg hrærð saman“, muldraði konan, tveir bollar af mjóllc. — Sykur og látinn í eftir sraekk, og bætið gííðan i sljéttfu’íri trskeið af hveiti....“ Nú varð augna- bliksþögn. — „Leona... .Leona .... þetta er Sally Hunt, Le- ona. Mannstu ekki eftir mjer? Afsakaðu hvernig jeg hef tal- að. En maðurinn minn stóð hjerna hjá mjer. Jeg get ekki talað við þig hjeðan. Jeg hringi til þín eins fljótt og jeg get. Bíddu þangað til.... ‘ Og á sama augnabliki var hún farin úr símanum. Leona hallaði sjer aftur á bak og andvarpaði. Hún var rugluð eftir þetta síðasta samtal og hugur hennar hvarflaði víða. En hvað það var undarlegt að leiðir þeirra Sally skyldu aft- ur liggja saman eftir svona langan tíma! Sally Hunt! Sally hafði verið ástfangin af Henry og var það ef til vill ennþá, þó svo virtist sem hún væri gift og væri móðir. Hún hafði verið ástfangin af honum þegar hún bauð honum á dans- leikinn, sem haldinn var í há- skólanum. Það kvöld hafði Le- ona fyrst litið Henry augum og komist í kynni við hann. Það var svo langt síðan. En hún mundi mjög greinilega eftir öllu sem gerðist það kvöld. Danslögin höfðu ómað frá plötuspilaranum, sem stóð á leiksviðinu í samkomusal skól- ans. Frammi í salnum, sem var skreyttur allavega litum brjef- ræmum, dönsuðu pörin, eða stóðu afsíðis og töluðu saman. Við veitingaborðið í einu horni salarins var margt nemenda að fá sjer hressingu. Flestir pilt- anna voru líkir — voru í ullar- jökkum, mislitum skyrtum og klipptir burstaklippingu. Stúlk urnar höfðu líka sinn einkennis búning — víðar ullarpeysur og pils, en hárið greitt upp á höf- uðið. En þó voru það tvær mann- eskjur, sem skáru sig úr. Maðurinn, sem var að dansa við Sally var bersýnilega ekki skólapiltur. Hann var í vönd- uðum fötum og hár hans vand- lega klippt og greitt. — Hann dansaði ákveðið, en þó rólega — á allt annan hátt en hinir. Hann var hár og herðabreiður, dökkur á hörund og laglegur. Vel mátti sjá af því, hvernig Sally horfði á hann, að eitthvað meira bjó undir samveru þeirra þarna en aðeins þessi skemmt- un. Svipur hans var daufur. — Hann leit yfir höfuð Sally og á dansfólkið, með lítillætis- svip. Leona, sem þarna var klædd svörtum kjól og fegruð með alls konar fegurðarlyfjum, með ljóst hárið laust um herðarnar, skar sig eins greinilega úr hóp ungu stúlknanna eins og haf- skip í flota mótorbáta. Öll henn ar framkoma og öll hennar föt áttu ekkert sameiginlegt við hin ar stúlkurnar. Greinilegt var, að þessi mismunur hafði verið keyptur miklu verði. Stúlkur, sem höfðu litlum peningum höfðu úr að spila, klæddust ekki þannig. Um stund Irorfði liun a Sally dansa við herra sinn, en gekk síðan út á dansgólfið og stefndi til þeirra. Hún hnippti í öxl hans og sagði: „Má jeg skerast í leikinn?“ Þeim hafði komið þetta á ó- vart, Sally varð steini lostin, en hann horfði með forvitnis- svip á Leonu. „Má jeg það ekki, Sally“, spurði Leona. Sally var fljót að átta sig. „Þú hefur unnið sigur, Henry. Til hamingju". Leona sneri sjer að dansfje- laga Sally, ljómandi af ánægju. „Jeg heiti Leona Cotterell. Hvað heitir þú?“ Áður en hann fjekk ráðrúm til að svara, hafði Sally kynnt hann. „Þetta er Henry Steven- son, Leona“. Leona brosti, gekk svolítið nær honum og sagði: „Eigum við að dansa?“ Þetta var öll byrjunin. Þau dönsuðu og Leona var hugfangin. Það var ekkert lítil- læti í svip hans eftir að þau hófu dansinn. Hann var strax dálítið hrifinn og þó hann hefði ekkert skemmtilegt sagt, hafði honum þó tekist að vekja at- hygli hennar á sjer. Hann giskaði strax á, að fað- ir hennar væri Jim Cotterell. „Slíka menn dái jeg“, sagði hann. „Hann veit hvað hann vill Hefur hug til að vinna að því sem hann vill fá. Peninga. Það er hægt að fá allt fyrir pen- inga. Einhvern tíma....“ Hann þagnaði og brosti stráks- lega. Leonu fjell þetta bros vel í geð. Það náði ekki yfir allt and- litið eins og þegar þessir feimnu skólapiltar brostu. Það var öllu frekar eins og kvikn- aði á kertaljósum í augum hans og aðlaðandi bogar við munn- vik hans dýpkuðu. Þetta var einlægt bros, hvorki barnslegt eða tilgerðarlegt. Meðan þau dönsuðu rólega veitti Leona því athygli, að það var ýmislegt fleira í fari þessa laglega manns, sem fjell henni vel í geð. Hann kvartaði t.d. ekki yfir því, að vera ekki há- skólaborgari sjálfur. „Of fátækur“, sagði hann og í þetta sinn brosti hann ekki. „Foreldrar mínir eru ekki nægi lega efnaðir. Jeg verð að vinna sjálfur eftir megni“. Leona tók þessu vel. „Margir af dásamlegustu mönnum, sem jeg þekki, hafa aldrei farið í háskóla. Faðir minn fór aldrei í háskóla“. 54. Jeg leitaði alls staðar í kring í von um að finna manns- spor. Niðri í fjörunni lágu tveir lausir steinar. Það hefðí vel verið hægt að nota þá til að binda í fangalínu. Hafði bátur legið hjer? Það voru engin merki eftir hann, en ofur- lítið hærra í fjörunni voru för eftir steinana í sandinum. Þannig hlutu þeir að hafa verið fluttir niður að sjónum. Þrátt fyrir allt var sennilegast að Jens og Mary hefðu komið hingað. Þau höfðu komið til Apaeyju ,og ef til vill voru þau hjer enn. Jeg leitaði klukkustund eftir klukku- stund að sporum, og það var liðið langt fram á dag, þegar það rann upp fyrir mjer, að jeg varð að flýta mjer heim, En það var þegar orðið of seint. Jeg myndi ekki koinast heim, áður en myrkrið skylli á. En það gat ekki verið hættu- legt. Jeg hafði hljebarðana til þess að gæta mín. Á þessari stundu voru þeir að veiða, en um leið og þeir kæmu, ætlaði jeg að finna mjer stað til þess að sofa á og binda þá við trje. Nóttin leið án þess að nokkuð kæmi fyrir. Snemma dag- inn eftir fór jeg heim og sótti mjer meira nesti, og svo lagði jeg af stað í rannsóknarferð að nýju. Úr öðru hljebai'ðaskinninu, sem jeg hafði í rúminu minu, hafði jeg búið til nokkurs konar tösku. I henni hafði jeg mat, kúlur og púður. Með sverðið, tvær skammbyssur og langan hníf í beltisstað fannst mjer jeg geta boðið öllu byrginn. Jeg ákvað að leita við ströndina þennan dag eins og daginn áður, því að jeg var viss um, að Jens og Mary hefðu komið hjer í bát, og það var sennilegast, að þau hefðu róið áfram með ströndinni. Ef til vill fyndi jeg þau í einhverjum vog, þar sem þau lifðu á hjer um bil sama hátt og jeg. En oð öllum líkindum leið þeim ekki eins vel og mjer. Að minnsta kosti hlaut þau að vanta vopn og marga aðra nyt- sama hluti, sem jeg hafði. Fyrsta daginn leitaði jeg til kvölds án þess að finna nokk- uð. Tvo næstu daga þar á eftir fann jeg heldur ekki neitt. Landið var mjög líkt og í kringum trjeð mitt. Jeg nálgaðist f jöllin,, en þau voru enn langt í burtu. Svona gekk jeg kring- um vog eftir vog og klifraði yfir hvern ásinn á fætur öðr- um. riwhqunnkcJ(JlímAJL, Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenskt blað — og þvi besta anglvsingablaSið tF LOFTUR GETUR ÞAÐ ELKl r’ r rvEv ? „HvaS lengi hefirSu eiginlega hugsaS þjer að láta mig ganga nicS þennan gamla hatt?“ ★ Maður nolckur á veitingahúsi kall aði á þjóninn og sagði: „Heyrið þjer, þjónn, það er jámsmiður að diukkna í súpunni minni.“ Þjónninn varð skelfingu Iostinn, baðst afsökunar og sagði: „Get jeg gert eitthvað, herra, til þess að bæta fyrir þetta leiðinlega atvik?“ „Já,“ svaraði maðuri^n brosandi. „1 næsta sinn, sem þjer setjið jám- smið í súpuna mína, verðið þjer að vera búinn að kenna honum að synda eða setja á hann björgunarbelti.“ ★ Leslie Howard sagði þessa sögu: „Einu sinn vann jeg við leikhús í London, sem sýndi stöðugt sitt leik- ritið hvert kvöld, og stundum tvö leik- rit á derr Þotta var mjög e-fitt fyrir leikenduma. Einu sinni var jeg inni á sviðinu og mimdi ekki, hvað jeg átti að segja næst. Jeg þaut á bak við tjöldin og sagði við leikstjórann: „Flýttu þjer, hvað á jeg að segja?“ Og hann svaraði: „Flýttu þjer, bvaða lr.ihi'ít cr þeUu?“ „Komdu bara og vertu ekki hrædd- ur við hundinn“, kallaði bóndinn. „Þú veist, að hundur sem geltir, bitur ekki.“ „Já, inikil ósköp“ svaraði hínn varkári gestur, „en jeg veit ekki hvenær hann hættir að gelta,“ ★ Lisa: „Ef þú værir rikur, hvað myndirðu þá fá þjer?“ Bikki: „Yekjaraklukku með hrotii- um hnngingarútbúnaði."' | § hefir í miðbænum eða við | § höfnina, hjartalagaS silfur- | | men með álcíruninni H, .1. | i Finnandi vinsamíegast liringi | 1 . í síma 6010. Fundarlaun. 1 s m 9 miniiiit'.i iniit 11111111111111111111111111111111111111111(11 iii iii HinMiimuuuiuouirj^ojniruiisti ^ -í* MT Auglýsendur athugiö! I að Isafold og T.’öioui' a vinsæl- | asta og fjölbreyttasta blaðið í | sveitum landsins. Kemur út | GÍnu sinni i viku — 16 síður. «HIHtim(imHHHtllHltHHHlHHIIHUHUHHIHIHIIiMaMI EGGERT CLAESSEN GtSTAV A. SVEINSSON hæstarje ttailögmam Hamarshúsrnu viö Tryggvagötu. Allskonar lögfræðistörf. Ffliitoí'nTficnlp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.