Morgunblaðið - 20.01.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1951, Blaðsíða 12
Veðurútlif í daq: Suðaustan stinningskaldi, snjókoma cSa slydda. Hsimsfrjeffir eru á bls. 2. Áfengisneysla Islendinga hefir minkað ucn í^cíoa hluta siðastliðin 5 ár Við neytum minna áfengis en ISesfar aðrar þjððir ÁFENGISNEYSLA íslensku þjóðarinnar hefur stöðugt farið minnkandi síðustu fimm árin. Árið sem leið var áfengisneyslan lúmlega fjórðungi minni en hún var árið 1946. Fyrir fimm árum komu 2 lítrar af hreinum vínanda á mann í landinu, en érið sem leið 1.473 lítrar. Samkvæmt upplýsingum Á- fengisverslunar ríkisins, sem ein annast innflutning og sölu áfengra drykkja hjer á landi sem kunnugt er, hefur áfengis- neysla landsmanna verið þessi undanfarin 5 ár og er þá áfeng- ismagnið umreiknað í 100% spírituslítra á mann: 1946 ...... 2,000 lítrar 1947 ....... 1,940 — 1948 ....... 1.887 — 1949 ....... 1,612 — 1950 ....... 1,473 — Þessi aðferð, að reikna áfeng- ismagnið í 100% vínanda er eina örugga leiðin til að finna raunverulega áfengisneyslu þjóða og er alls staðar viðhöfð þegar finna á áfengisneysiu í heild. Við útreikning áfengis- neyslunnar á hverju ári er mið- að við mannfjölda í landinu ár- ið áður. ÁFENGI SELT FYRIR 65.5 MILLJÓNIR S.L. ÁR Áfengisverslunin hefur einn- ig skýrt frá heildarsölu áfengis hjer á landi í krónum s.l. tvö ár og lítur sú tafla þannig út. Við samanburð á áfengissölunni vei'ður að hafa hliðsjón á, að í maí í fyrra vor var allt áfengi hækkað um 20%: Úr kvikmyndinni um Tromsfylki Myndin er úr norsku lit- og skógarkvikmyndinni, sem norska landbúnaðarráðuneyíið gaf Skógrækt ríkisins og nú verður sýnd víðsvegar um land. (Sjá grein á bls. 7). 1949: 1950: líeykjavík ....................... 47.683.812.00 51.437.142.00 Akureyri ........................... 6.068.957.00 6.558.668.00 ísafjörður ......................... 1.534.610.00 1.490.199.00 Siglufjörður ...................... 2.482.925.00 2.413.476.00 Seyðisfjörður ..................... 1.088.585.00 1.250.428.00 Vestmannaeyjar ..................... 2.054.654.00 2.422.923.00 Hörska útvarpsð fer viðurkennisigarorðum um áræði og dugnað skipverja á IngéSíi Árnarsyni UM KLUKKAN hálf eitt í gærdag, kom togarinn Ingólfur Arn- aison til hafnar í Kirkwall í Orkneyjum, með hið 7500 tonna norska vöruflutningaskip Tatra, er hann bjargaði úr sjávar- háska undan Orkneyjaströndum. Norska útvarpið fór mjög lof- samlegum orðum um skipshöfn togarans. Samtais kr. 60.913.543.00 65.572.836.00 AÐEINS TEKNAR ÁFENGISÚTSÖLUR Við þessa töflu er það eitt að athuga, að hún sýnir ekki raun verulega sölu til íbúa þeirra staða, sem nefndir eru. í töfl- unni er aðeins getið útsölu- staða. Þannig er það áfengis- magn, sem selt er frá Reykja- vík um allt Suðurlandsundir- lendi, í Hafnarfirði, Borgar- firði og vestur að Vestfjörðum og raunar víðar, fært undir Reykjavík, þar sem áfengið hef ur verið selt. Frá Seyðisfirði er selt áfengi til allra Austfjarða og nær- sveita og sama er að segja um útsöluna á Akureyri og raunar allar útsölurnar. LÆGRI ÁFENGISNEYSLA HJER EN ANNARS STAÐAR Samkvæmt þessum tölurn neyta íslendingar minna áfeng- is en flestar aðrar Evrópuþjóð- ir. Síðustu tölur, sem fyrir hendi eru um neyslu áfengis á Norðurlöndum eru frá 1948 og sjest þar, að Svíar neyta um 3V2 líters árlega, Danir um 3,3 1. og Norðmenn um 3, en áfeng- isneysla Finna var álíka og ís- lendinga. Frakkar munu enn vera sú þjóð í Evrópu, sem neyt ir mest víns, eða milli 4 og 5 lítra á mann árlega. Stúdenta fjelag Reykja- víkur rœðir friðarmálin Fyrsfi umræðufundur vefrarins n. k. þriSjudag 13TÚDENTAFJELAG Reykjavíkur heldur fyrsta umræðufund •sinn á þessum vetri n.k. þriðjudagskvöld. Fer fundurinn fram í Tjarnarbíó. Á þessum fundi verður rætt um friðarmálin, en framsögumenn verða Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og Jóhannes skáid úr Kötlum. FJÖI.SÓTTUR FUNDUR «------------------------------------ Enginn efi er á því, að menn’ munu fjölmenna á þennan fyrsta umræðufund fjelagsins á þessum vetri. Fundir fjeiags- ins á s.l. vetri áttu miklum vin- sældum að fagna og voru fjöl- EÓttir mjög, enda fjörugar um- ræður hverju cinni. Má telja fullvíst, að stúdent- fer fagni þessum fundi, þar sem umræðuefnið hefur mjög borið á góma meðal almennings að undanförnu. Stúdentum er því ráðlagt að tryggja sjer fjelags- skírteini sín í tíma, þar sem framvísun þeirra er skilyrði fyrir aðgöngu að fundinum. DETROIT — Sagt er frá því, að í sumum stórborgum Bandaríkj- anna hafi bifreiðarnar runnið út „eins og jólatrje" fyrir jóiin. MFÐ TRJAKVOÐU Tatra var á leið vestur til Bandaríkjanna með fullfermi af trjákvoðu, sem mun vera afar dýr vat'a. Vjelabilun varð og rak skipið í áttina til lunds stjórnlaust í stormi og þung- um sjó. ÁLÍKA STÖRT OG HÆRINGUR Togarinn Ingólfur Arnarson mun hafa komið áð hinu. nauð- stadda skipi, sem cr álíka stórt og Hæringur, um klukkan átta í fyrrakvöld. Á þeim slóðttm sem skipið var á reki, var stormur og stórsjór. ___ FRÁSÖGN NORSKA ÚTVARPSINS Ekki er vitað hvenær eða með hverjum hætti skipshöfninni á Ingóifi Arnarsyn’. tókst að koma dráttartaugum út í hið nauð- stadda skip. En vitað er að hjer vann skipshöfnin mikið afrek, enda sagði norska útvarpið í gær í frjettum af björgun Tatra að skipshöfnin á togaranum hefði sýnt mjög mikinn dugnað og áræði. Á HEIMLEID Þegar Ingólfur Arnarson kom til Kirkwall í gær, með Tatra í eftirdragi, voru liðnar um 17 klukkustundir frá því að hann hafði farið skipinu til aðstoð- ar. Ekki hafði togarinn nema um tveggja stunda viðdvöl í Kirkwall en hjelt þá heim til Reykjavíkur. 152 á Haggstðng NEW YORK — Bandarísk stúlka lauk nýlecra við að sitia á flagg- stöng í 152 daga. Var þetta gert í auglýsingaskyni. — Að launum fjekk konan 7,500 dollara, peis og nýjan bíl. Oppsldishelmili í DAG samþykkti Alþingi till. þeirra Kristínar Sigurðardótt- ur, Rannveigar Þorsteinsdóttur og Soffíu Ingvarsdóttur. Þingsályktunin er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að hefja nú þega" undirbúning að stofnun og starf rækslu uppeldisheimila handa vangæfum börnum og ungling- um, sbr. 37. gr. laga um vernd barna og ungmenna, nr. 29/ 1947, og taka að þeim undir- búningi loknum upp í íjárlaga- frumvarp þá fjárveitingu, sem nauðsynleg reynist vera í þessu skyni. Till. var samþykkt með 27 shl. atkv. Brofis! inn í bragga BROTIST hefur verið inn i bragga sem Flugfjelagið Væng- ir hefur til umráða. Þar var stolið hleðslutæki fyrir raf- geyma og ampermæii. Braggi þessi er suður á Reykjavíkurflugvelli og mun innbrotið hafa verið framið fyrir fáeinum dögum. Frá HeÉmdaHi: S!jérramálasiámskeíðið Frjndur í dag kl. 5J0 STJÓRNMÁLANÁM- SKEIÐ Heinidallar held- ur áfram í dag kl. 5.30. Verður þá umræfiufundur um utanríkismál. Upp- taka á síálþráð. — Mætið stundvíslega. Lisfi lýðræðissinna í GÆRKVÖLDI lögðu lýðræðÍ3 sinnar í Dagsbrún fram lista til stjórnarkosninga í íjelaginu, eu kosningin fer fram um aðra helgi. Listinn er þannig skíp- aður: Aðalstjórn: Magnús Hákonarson, Lang - holtsveg 80, form. Guðmundur Erlendsson, Langholtsveg 44, varaíorm. Jóhann Sigurðsson, Laugaveg 53, ritari. Sigurður Guðmundsson, Freyjugötu 10, gjaldkeri. Valdimar Ketilsson, Shellveg 4, fjármálaritari. —- Gunnlaugur Björnsson, Stór- holti 25, meðsij. Bjarni Björns- son, Hagamel 4, meðstj. Varastjórn: Guðmundur Sigtryggsson, Guðmundur Konráðsson, Mið- stræti 4 og ólafur Skaftason, Baugsveg 9. Sjö inffiaiezRfilfetli hjer í 'm INFLUENZAN hefur nú stunc- ið sjer niður hjer í bænum, en hinir sjúku, sem er sjö maniw í einu og sama húsinu, eru nú að komast aftur á fætur. Sá, sem veiktist. síðast, tók veikina á þriðjudaginn. Veikin lagðist ljett á fólkið. Ekki telur fólkið sig hafa haft neitt samband við fólk úi* þeim tveim bæjum, sem influ- enzan hefur gert vart við sig, og ekki heldur haít neitt sam- neyti við fólk er komið hefur erlendis frá. HraðskákmótiS hðfsi á ffiðrgun Á SUNNUDAGINN hefst að Þórskaffi hraðskákmót íslands 1951, og er búist við að milli 30—40 skákmenn taki þátt í því. Ekki er ósennilegt að Bald- ur Möller, skákmeistari Norður landa, muni taka þátt í því. Á sunnudaginn verða undanrásir tefldar, en á inánudagskvöld á að tefla til úrslita. Núverandi hraðskákmeistari íslands er Lárus Johnsen. , (l'llÍROP-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.