Morgunblaðið - 23.01.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1951, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. janúar 1951 MOKGUnULAtílto 7 I Þ R Ó T T 1 R Paasikivi Finniands- forseti verndari Ofympíuleíkanna HELSINKI, 22. jan.: — í dag var tilkynnt, að Erik von Frenc 2<ell, formaður finnsku forstöðu nefndar Olympíuleikanna hafi gengið á fund Paasikivi forseta í dag og farið þess á leit við hann fyrir hönd nefndarinnar, að forsetinn taki að sjer ac verða verndari Olympíuleik- anna 1 Helsinki 1952. Forsetinn varð við þessari ósk, og þakkaði forstöðunefnd- irmi um leið vel unnin störf við undirbúning leikanna. — NTB Flugslysið míkla á fiugvelíi Philadelphiu Handknattleiksmót skólanna hefst í dag EYRSTA handknattleikmótið, sem hið nýstofnaða íþrótta- bandalag framhaldsskólanna (í. F. R. N.), heldur , hefst í dag, þriðjudag, kl. 3,30 í íþrótta húsinu að Hálogalandi. Sjö skólar taka þátt í mótinu og1 senda þeir samtals 14 lið til keppninnar. Mótið verður sett af Þorst. Einarssyni íþrótta- íulltrúa. í dag keppa: í kvennafl. — Gagnfr.skóli Austurbæjar, Gagnfr.skóli Vesturbæjar og Menntaskólinn — Kvennaskól- inn. í 2. fl. Gagnfræðaskóli Austurbæjar — Verslunarskól- inn og í 3. fl. Verslunarskólinn og Gagnfræðaskóli Vesturbæj- ar. — Mótið heldur síðan áfram á morgun kl. 3,30 og keppa þá í kvennafl.: Gagnfræðaskóli Austurbæjar — Kvennaskólinn, og Verslunarskólinn — Mennta skólinn. í 1. fl. Háskólinn — Kennaraskólinn, í 2. fl. Mennta skólinn — Verslunarskólinn og í 3. fl. Gagnfræðask. Austur- bæjar — Verslunarskólinn. Á fimmtudag og föstudag verða síðan úrslit í öllum flokkum. Þjtiooi ovtnjuiega mynd er tekin af skymastervjelinni, sem fórst á flugvellinum í Philadclphia í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Kom eldur upp í vjelinni er hún rakst á eftir lendingu. Flug- freyjan í vjelinni sýndi mikia hreysti og hetjuíund er hún bjargaði 10 farþegum úr eldinum og sneri síðan inn í vjelina aftur til að re.yna að bjarga fleirum, en fórst þá ásamt sex öðrum. Alls björguðust 18 manns úr brennandi flugvjelinni. Esiendinpr í léreu heiðraður fvisvar fyrir hreysfi Þorvaldur Friðriksson frá Borgarnesi. ÍSLENDINGUR í liði Sameinuðu þjóðanna í Koreu hefir tví- vegis verið sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu á vígvellinum. Heitir hann Þorvaldur Friðriksson og er yfirlið- þjálfi í her Bandaríkjamanna. í desember var hann sæmdur „silfurstjörnunni“ fyrir afrek er hann vann 27. september s. 1. skammt frá Kochang. I ; Noregur vann Svíþjóð í skauta- hlaupi NOREGUR vann skautalands- keppnina við Svíþjóð, sem fram fór um síðustu helgi, með 145 stigum gegn 75. Keppnin fór frám á Bislett-leikvanginum í Osló. Sex menn kepptu frá hverri þjóð, en aðeins fimm þeir bestu hlutu stig. Fyrsti mað ur í keppninnj fjekk 10 stig, annar 9 o. s. frv. Jafnframt fór fram lands- keppni milli Hollands og Nor- egs, þar sem keppendur' voru 4 frá hvoru landi. Noregur tefldi B-liði sínu fram gegn Hollendingunum. — Jafntefli varð í þeirr viðureign, 42 gegn 42 stigum. — G. A. EM í skaufahlaupi um næsfu h@!gi EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í skautahlaupi fer fram í Osló n. k. laugardag og sunnudag. Norðmaðurinn Hjalmar An- dersen er talinn líklegastur til sigurs, en Hollendingurinn Brockmann getur orðið honum erfiður keppinautur. Heimsmeistaramóiið fer fram í Savos í Sviss 19. ög 11. febr. ATTI VIÐ OFUREFLI f AÐ ETJA í viðurkenningarskjalinu, er fylgdi heiðursmerkinu til Þor- valdar segir svo m. a.: „Þorvaldur Friðriksson stjórn aði vjelasveit, sem var á eftir- liti og könnunarferð milli Koc- hang og Muju. 20 mílum fyrir norðan Kochang rakst sveit Þorvaldar á óvinasveit, sem í voru um 75 manns, vopnuð smá vopnum, T-34 skriðdreka og öðrum vopnum. Þorvaldur á- kvað að gera árás á óvinina, þótt við ofurefli væri að etja og sótti hugrakkur fram. Óvinur- inn lagði á flótta og skyldi her- gögn sín eftir á vígvellinum, en sveit Þorvaldar rak flóttann. — Eftir viðureignina láu 25 óvinir dauðir í valnum, en 8 voru tekn ir til fanga, og öll hergögn ó- vinarins voru eyðilögð. — Síð- an er getið sjerstaklega um hreysti og herkænsku Þorvald- ar,sem sje honum til sóma. SÆRÐIST Á IIENDI Eftir að þetta gerðist tók Þor valdur þátt í sókninni, sem hófst 27. nóvember og stóð sig þá svo vel, að hann var sæmd ur „bronsstjörnunni“ fyrir hreysti. í þeirri sókn særðist Þorvald ur. Hljóp kúla gegnum hægri hönd hans. Var hann um tíma í hersjúkrahúsi í Seoul, en náði sjer brátt. Og var kominn í hersveit sína aftur fyrir jól. j GEKK í AMERÍSKA HERINN 1945 Þorvaldur er ættaður úr Borgarnesi ,sonur Friðriks Þor valdssonar, afgreiðslumanns Laxfoss og konu hans, frú Helgu. Hann var um tíma rak- ari hjá Óskari Árnasyni hjer í. bænum, en fluttist til Minea- polis 1944 og gekk þar í skóla. Hann innritaðist í landh'r Bandaríkjamanna í júlímánuði 1945 og að æfingum loknum var hann í setulið Bandaríkja- manna í Þýskalandi í þrjú ár. Hefir hann tvívegis komið til íslands síðan, en í seinna skipt- Ið er hann var hjer, fjekk hann skipun um að koma aftur til Bandaríkjanna hið bráðasta, þar sem senda ætti hann til Koreu. Silfurstjarnan er sjaldgæf viðurkenning, sem ekki er veitt nema fyrir framúrskarandi góða frammistöðu í hernum. íslendingur dóim- málaráðherra ! H- í KOSNINGUNUM í Norður- Dakota í haust var ungur mað- ur af íslenskum ættum kosinn dómsmálaráðherra fylkisins, Elmo T. Christianson að nafni. Er hann lögfræðingur að mennt un. Christianson er þrítugur að aldri. Hann er sonur Lárusar Kristjánssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur konu hans, sem búa í Pembinahjeraði. Á stríðsárunum var Christi- anson loftskeytamaður á sprengjuflugvjel, sem fór í margar árásarferðir á Þýska- land og Austurríki. ChristianSon er þriðji íslend ingurinn, sem skipað hefir emb ætti dómsmálaráðherra í N.- Dakota. Hinir eru eru Svein- björn Johnson og Nels John- son. Sidney Gíslason hjeraðsdómari í Minnesota í KOSNINGUNUM í Minnesota s. 1. haust var Sidney Gíslason einróma kosinn hjeraðsdómari í stað föðurbróður síns Árna Gíslasonar, sem sagði því emb ætti lausu, en Árni er nú 73 ára að aldri. Árni er nú kominn á eftirlaun og býr í New Ulm ásamt konu sinni, Sólveigu, dóttur Gríms heitins Þórðarsan ar frá Stað í Hrútafirði og eft- irlifandi ekkju hans, Ingibjarg- ar Snæbjörnsdóttur, ættaðri úr Dölum. Þótt ungur sje, er Sidney Gíslason búinn að fá orð á sig sem afbragðs lögfræðingur. — I kosningunum 7. nóvember var hann sjálfkjörinn í hjeraðsdóm- araembættið. Hann er fæddur í Minneota, Minnisota, sumarið 1908 og varð þarnúg 42 ára s. 1. sumar. Björn faðir hans var sonur Björns Gíslasonar bónda á Hauksstöðum í Vopnafirði. Var Björn sæmdur Dannebrogs orðunni fyrir framúrskarandi búskap. Hann fluttist til Minne sota ásamt Aðalbjörgu Jóns- dóttur konu sinni og fjölskyldu árið J879. Björn faðir dómarans dó fyr- ir tæpum 20 v árum og kona hans fyrir tæpum 2 árum. — Hjet hún Jóhanna og var dóttir Jónatans bónda á Eiðum Jóna- tanssonar Pjeturssonar frá Há- konaystöðum á Jökuldal. Móðir hennar var Kristín dóttir Jóns Þorvaldssonar frá Papey og Rósu konu hans. Jóhanna var með þeim alfyrstu meðal ís- lensks kvenfólks, austan hafs og vestan, sem lauk háskóla- námi, Hún brautskráðist úr Minnesota-háskólanum nokkuð fyrir aldamót. Sidney dómari lauk gagn- fræðaskólanámi árið 1925. Hann lauk lögfræðinámi við háskól- ann í Minnesoía, en gerðist sið- an lögfræðingur í Minneapolis. Skömmu síðar rjeðist hann á lögfræðiskrifstofu i New Ulm og vann þar, þar til hann hlaut dómara-útnefningu i sumar sem leið. IVHNNINGARGJOF til Kálfa- tjarnarkirkju um sjera Arna sál. Þorsteinsson og -konu hans Ingibjörgu Valgerðj Sig- urðardóttur, gefin af dætrum þeirra, Gróu, Sesselju og Margrjeti. Minningargjöfin er rafljósa- stjaki í kirkjuna, 2 stórar Ijósa- krónur, 12 arma hver, 7 vegg- lampar, 3ja arma og 8 vegg- lampar 1 arma. Var þetta sett upp og teingt nú fyrir jól- in og kveikt á þeim í fyrsta sinni við messu á jóladag kl. 4. Eru þetta í alla staði hin vönd- uðustu og fullkomnustu ljósa- tæki og eingöngu gjörð til að hafa í kirkjum. Er Kálfatjarn arkirkja nú eftir þessa miklu og höfðinglegu gjöf, einhver best og fegurst lýsta kirkja landsins. Sóknarprésturinn síra Garð- ar Þorsteinsson þakkaði fyrir hönd safnaðarins þessa höfð- inglegu og um leið kæ’-kon’nu gjöf til kirkjunnar. Minníist hann foreldra gefendanna, þeirra presthjónanna, með þakklæti og starfa þeirra í Kálfatjarnarsókn, sem enn í dag bæri ríkulega ávexti í söfnuðinum, er hann yrði svo oft var við i sínu eigin starfi og hve minningin um hinn sköruglega prest, síra Árna Þorsteinsson, ættu sjer enn mikil ítök í huga fólksins, og hve þessi gjöf væri táknræn og vel valin til minningar um hann, að lýsa upp kirkjuna, sem hann svo vel og lengi starf aði í, með þeim áhuga, skyldu- rækni og trúmennsku er varp- aði birtu og ljóma yfir samtíð hans og gerði enn þann dag í dag. Sjera Árni Þorsteinsson kom að Kálfatjarnasókn árið 1886 og dvaldi þar þjónandi prestur til æviloka, en hann dó árið 1919. Árið 1893 var kirkjan á Kálfatjörn sú er nú stendur, byggð og átti síra Árnj sinn mikla og góða þátt í því að hún var svo vel bvggð sem raun ber vitni um. Heim- ili þeirra presthjóna að Kálfa- tjörn var jafnan stórt og mann margt. Þau áttu 8 börn. — Af þeim lifa nú þrjár dætur. Foreldrar og börn voru sam- taka um að gera umhverfi sitt hlýtt og bjart, þar var góðvild og jestrisni ríkjandi jafnt handa lágum sem háum. Snn er fólki í sókninni í minni hinn glæsilegi préstur og ræðumað- ur, og kvöldsöngvarnir í Kálfa tjarnarkirkju hjá sjera Árr.a sál. Þorsteinssyni, munu lengi í minnum verða. Nú hafa dætur sjera Árna, með þessari stóru gjöf, reist foreldrum sínum, óbrotgjarnan minnisvarða, er mun varpa birtu og ljóma yfir störf þeirra í Kálfatjarnarsókn, um langa framtíð. Færi jeg fyrir hönd sóknac- nefndar og safnaðar, gefendun- um, okkar innilegasta þakklæti fyrir þessa kærkomnu höfðing,- legu gjöf til Kálfatjarnarkirkju svo og fyrir allan hlýhug -g auðsýnda velvild til kirkju og safnaðar fyrr og , siðar, með hjartanlegri ósk um gleði- legt ár. j Erlendur Magnússon, PARÍS •— Frönsk yfirvöld hafa bahnað sölu og dreifingu 5 rússneskra blaða á franskri grund. Hafa þeir illt í hvggju? TAIPEH — Kínverskir þjóð- ernissinnar fullyrða,' að Rússar hafi. flutt a.m.k. 300 þús. manna lið til A-Síberíu. Ætli þeir ann- að tveggja að senda það til hjálpar sálufjelögum sínum í Kóreu eða gera innrás í Alaska-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.