Morgunblaðið - 01.02.1951, Page 7

Morgunblaðið - 01.02.1951, Page 7
Fimtudagur 1. febrúar 1951 nUKGVlSttLAOt» 7 l»að sem þegar hefir gerst I máli Olíufjelagsins h.f. MANNA Á MILLI er nú ekki um annað fremur rætt en mál Qlíufjelagsins h.f. Menn spyrja hver annan hvernig á því standi, nð verðgæslustjóri skyldi sleppa Olíufjelaginu h.f. við alla lannsókn en gefa.út yfirlýsingu, sem var byggð á augljósum tylliástæðum um að fjelagið væri sýknt saka. Mesta furðu hefur þó vakið brjef verðgæslustjóra til viðskiftamálaráðuneytisins, þar sem hann biður ráðuneytið um að opinber rannsókn fari fram á embættisfærslu sinni, ef því sýnist ástæða til, en með J.essu brjefi slær verðgæslustjóri algert vindhögg. Það sem verðgæslustjóra bar að gera þegar í upphafi og ber c-rrn að gera er að fá verðlagsdómi, sem að lögum á að rannsaka slík mál, allt mál Olíufjelagsins h.f. í hendur til rannsóknar og dómsálagningar, cf rannsókn gefur ástæðu til að málið gangi til dóms. . Embættisfærsla verðgæslustjórans og athugun hennar hjá viðskiftamálaráðuneytinu er ekki aðalatriði. Það er rannsókn! máls 'Olíufjelagsins hjá verðlagsdómi, sem öllu máli skiftir. | ,,Tíminn“ og Alþýðublaðið reyna að verja verðgæslustjórann, tn íæra ekki fram eina einustu nýtilega ástæðu honum til afsök- unar. Tíminn sagði m. a. á dögunum, að dómsmálaráðuneytið f.ielli oft frá málshöfðun og því mætti verðgæslustjóri eins sleppa Olíufjelaginu h.f. við að láta mál þess fara eðlilega leið. Hjer sjá þó allir hver reginmunur er á. Dómsmálaráðuneytið fellur ekki frá málshöfðun nema rannsókn fyrir dómi hafi farið fram, en verðgæslustjóri sýknar Olíufjelagið úpp á sitt eindæmi og í elgeru heimildarleysi án allrar tanrisóknar. Hjer birtist á eftir tímatafla yfir það helsta, sem gerst hefur i máli Olíufjelagsins h.f. frá því fyrsta og fram á þennan dag og enn er komið í dagsljósið: I 10. mars E.s. Memphis kemur til landsins með farm til Olíufjelagsins h.f. 19. mars Gengi ísl. krónunnar fellt. t nóv. s.l. Meðiimur verðgæsluráðs bendir verðgæslustjóra á mein- verðlagsbrot Olíufjelagsins h.f., þar sem það muni hafa selt olíu úr Memphis á of háu verði og broúð þar með ákvæði laganna um gengisbreyt- inguna. Fyrri hluta Þessi ábending er ítrekuð við verðgæslustjóra. iJesember Seinnihluta Abendingin um meint verðlagsbrot Olíufjelagsins desember h.f. ítrt kað í þriðja sinn við verðgæslustjóra. Einn forstjóri Olíufjelagsins h.f. fer utan. 0. jan. Annar forstjóri Olíúfjeíagsins fer utan. 9. jan. Birt er opinberlega frásögn af meintu verðlags- broti OlíufjelagSins h.f. 11. jan. Morgunblaðið krefst ítarlegrar rannsóknar á meintu verðiagsbroti Olíufjelagsins h.f. Verðgæslustjóri lofar rannsókn, segir skýrslu sína væntanlega fyrir lok næstu viku. 19. jan. Forstjóri Olíufjelagsins h.f., Sigurður Jónasson, kemur aftur til landsins. 26. jan. Verð;*;æslústjðri lýsir Olíufjelagið h.f. sýknt saka í sk- rslu sinni, sem ber það með sjer, að engin rann ókn hefur farið fram. 28. jan. Moi'gr nblaðið leggur fimm spurningar fyrir verð- gæsiii tjóra út af yfirlýsingu hans. 30. jan. Verðgreslustjóri biður viðskiptamálaráðuneytið um opinbcra rannsókn á embættisfærslu sinni, ef því þyki ástæða til, en svarar ekki spurningum Mbl. 31. jan. Morgunblaðið krefst þess, að verðgæslustjóri vísi inák ru tafarlaust til verðlagsdóms og ítrekar fyrri spurningar til verðgæslustjóra. Ilvað gerist næst? >anir einhuga í landvarnamálum Koma Eisenhowers haiði góð áhrif Eldur í flofpoiti KLUKKAN langt gengín tvö í gærdag, kom upp ei dur í Ingólfs bakaríi við Tjarnargötu. Kvikn að hgfði í flotpotti. Þegar slökkviliðið kom, log- aði vel í flötinu og gífurlegan hita lagði frá eldinum og urðu lítilsháttar skemmdir af hans völdum. Slökkviliðið var að- eins skamma síund að fást við eldinn. Milljónamæringum fækkar í Svíþjóð STOKKHÓLMUR, 31. jan. — Skýrt var frá því hjer í dag, að milljónamæringum fari fækkandi í Svíþjóð. Um síðustu áramót vóru þeir ,,aðeins“ 785 í öllu landinu. Samtímis þessu hefir þó tala þeifra Svía farið vaxandi, sem eiga yfir 30,000 krónur. Þéir eru nú á þriðja hundrað þúsund. Eftir Pál Jónsson. K.höfn í janúar 1951. EISENHOWER, yfirhershöfð- ingi Atlantshafshersins, var á- nægður með viðræður sínar við dönsk stjórnarvöld. „Jeg hefi komist að raun um, að í Dan- mörku ríkir hinn rjetti andi, sem Atlantsh^fssáttmálinn verð ur að byggjast á“, sagði yfir- hershöfðinginn, þegar hann tók á móti dönskum og erlendum blaðamönnum. Voru þarna við- staddir rúmlega 110 blaða- menn frá 9 löndum. EINDREGINN LÝÐRÆÐISSINNI Allir, sem kynni höfðu af Eisenhower, voru hrifnir af persónuleika hans. „Truman g'at ekki valið betri mann til að stjórna sameiginlegum her Atlantshafsþjóðanna“, sagði Ole Björn Kraft, utanríkisráðherra, í viðtali við blaðamenn. Þeir, sem tóku þátt í viðræðunum við Eisenhower, höfðu orð á þvi, að mjög er áberandi, hve ein- dreginn lýðræðissinni hann er. Honum er mikið áhugamál að vernda lýðræði Vesturlanda. Eisenhower er bjartsýnn. Hann trúir á þann möguleika, að hægt sje að afstýra styrjöld, ef Atlantshafsþjóðirnar hafa svo öflugan her, að þjóðum, sem hafa árás í hyggju verði ljóst, að vestrænar þjóðir sjeu færar um að vernda frelsi sitt og sjálfstæði. Eisenhower kom ekki með neinar kröfur viðvíkjandi land- vörnum Danmerkur. Erindi hans í Kaupmannahöfn var að kvnnast landvarnarmálum Dana og um leið að skýra þeim frá afstöðu Bandaríkjanna til landvarna Atlantshafsþjóð- anna. Stjórn Bandaríkjanna er reiðubúin til að auka liðsafla sinn í Evrópu og senda Atlants- hafsþjóðunum vopn og efnis- vörur til hergagnaframleiðslu. En bandaríska þingið verður að veita fje, til þess að hægt sie að láta þessa híálp í tje. Skiftir það miklu máli um afstöðu þingsins, að Eisenhower geti gefið skýrslu þess efnis, að Atlantshafsþjóðirnar sjeu reiðu búnar til að auka landvarnir sínar eftir mætti, og að hjálp frá Bandaríkjunum muni koma að tilætluðum notum. Danir hafa vafalaust ekki dreg- ið dulur á, að landvörnum þeirra er mikið ábótavant. EISENHOWER YFIRSTJÓRN- ARI DANSKS HERS Þátttaka Ðana í hinum sam- eiginlega Atlantshafsher hefir vafalaust verið eitt aðalatriðið í 'úðræðum Eisenhowers við dönsk stjórnarvöld. Að viðræð- unam loknum tilkynnti talsmað ur dönsku stjórnarinnar blaða- mönnum í nærveru Eisenhow- ers, að Eisenhower fái yfir- stjórn danska herliðsins í Þýska landi. Hefir herlið þetta starf- að undir yfirstjórn Breta að undanförnu. Samþykkt Norð".r Atlantshafsráðsins á Bruxelles- fundinum í desember um stofn- un sameiginlegs Atlantshafs- hers verður í nánustu framtíð lögð fyrir danska Ríkisþingið til samþykktar. Danir hafa ekki nema 1,000 hermenn í Þýskalartdi. Er því fyrst um sinn í rauninni ein- göngu um táknlega danska þátttöku í Atlantshafshernum að ræða. En dönsk blöð búast við, að Danir muni fljótlega leggjf m meira lið til Eisenhower. Atlantshafshersins. Spugningin er nú sú, hve fjölmennur þessi liðsafli á að vera. Danir cru svo fámennir, að þeir þurfa í rauninni á öllum liðsafla sín- um að halda í Danmörku, til þess að geta varist árás þangað þar til hjálp kemur frá öðrum Atlantshafsþjóðum. Þeir mega því ekki við að hafa mikinn liðsafla erlendis. En dönsk blöð segja svo frá, að ekkert sje því til fyrirstöðu, að danskt herlið, sem starfar undir stjórn Eisen- howers, verði staðsett ! Dan- mörku. Sumir tala um, að álit- legur danskur liðsafli verði stað settur í Jótlandi, nálægt suð- urlandamærum Danmeiliur, undir stjórn Eisenhowers. En margir líta þó svo á, að heppi- legast sje, að Eisenhower fái yfirstjórn alls liðsafla Dana. Gera menn ráð fvrir, að þá verði auðveldara en annars að útvega danska hernum fljót- lega þau hefgögn, sem hann þarf á að halda. Búast því marg ir við, að Eisenhower verði áð- ur en langt um líður skipaður yfirhershöfðingi alls liðsafla Dana. ÞRÍR FLOKKAR SAMMÁLA UM LANDVARNAMÁLIN Róttæki flokkurinn — og vitanlega líka kommúnistar — hafa haldið þvi fram, að þátt- taka í sameiginlegum Atlants- hafsher undir einni stjórn muni svifta Dani sjáifsákvörðunar- rjetti í landvarnarmálunum. Er því eftirtektarvert, að eftir heimsókn Eisenhowers skrifar Politiken, aðalblað róttæka flokksins, að þessar staðhæíing ar sjeu óstæðulausar. Segir blaðið, að aðalhlutverk Eisen- howers á friðartímum sje það, að sjá um að Atlantshafsher- inn sje vel æfður og vel búinn hergögnum. En danska Ríkis- þingið ákveði, hve miklu fje Danir verji til hermála, hve margir verði kvaddir til her- þjónustu og hve langur þjón- ustutími þeirra verði. Búist er við, að Danir lengi bráðlega herþjónustutíma úr 10 upp í 12 mánuði. Mönnum er ljóst, að lengri þjónustutími er æskilegur en þó fyrst um sinn ekki framkvæmanlegur vegna skorts á liðsforingjum og hermannaskálum. Danir eru svo hepþiléga staddir, að þrír stærstu flokk- arnir, íhaldsmenn, vinstrimenn og jafnaðarmenn, eru sammálá um landvarnarmálin. Þessit flokkar hafa til samans 'ýfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar að baki sjer. Stofnun Atlants hafshersins hefir aukið traust Dana á Atlantshafssáttmálan- um. „Upphaflega óttuðust sum- ir, að Atlantshafssáttmálinn yrði aðeins pappírssamriingur. Æn eftir Bruxells- fund Norður- ! Atlantshafsráðsins í desembec er þessi ótti fyrir fullt og aílt ; úr sögunni“, segir Ole Björn Kraft, utanríkisráðherra. Kaupm.höfn í janúar. HAGSTOFAN danska birti fyr- ir nokkrum dögum yfirlit yfir efnahagslega afkomu dönsku þjóðirínnar á árinu sem leið. Tekjur þjóðarinnar uxu um 3 miljarða upp í 24 miljarða. Brúttó-fjárfestingar námu 5,2 miljörðum eða 18% meira en árið áður. Neyslan óx um 13% upp í 18,8 miljarða. Þegar til- lit er tekið til verðhækkunar- innar, nemur aukning fjárfest- inga 10% og neysluaukningin tæplega 7%. AUKIN FRAMLEIÐSLA Bæði framleiðsla, útflutning- ur og innflutnineur fór mjög vaxandi síðastliðið ár. Iðnað- arframleiðslan óx um 11% og er nú 60% meiri en fyrir heims styrjöldina síðari. Framleiðsla landbúnaðarvara úr dýrarík- inu óx um 20% og er nú orðin meiri en fyrir stríðið, en þó er vinnuafl í sveitum minna en þá. Sama er að segja um inn- flutning fóðurefna. Ðanskir bændur hafa aukið notkun vjela og innlendra fóðurefna að mikl um mun. — Uppskerar hefir verið óvenjulega góð 3 ár í röð. Afkoma landbúnaðarins var síðastliðið ár betri en nokkru sinni áður á síðastliðnum ald- arfjórðungi. Arðurinn var 9% af stofnfjenu, en 6,5% árið áður. GJALDEYRISÁSTANDIÐ Innflutningur óx um 1.700 miljónir kr. upp í 6.000 miljón- ir. Þriðjungur þessarar aukn- ingar stafar af verðhækkuninni Utflutningurinn óx um 30% áð magni en þó ekki nema um 29% að verðmæti. Nam út- flutningur 4.750 miljónum kr. eða 1.100 miljónum meira en árið áður. Verslunarjöfnuður- inn er þannig óhagstæður um 1.250 miljónir. Mikið af þess- um halla er greitt með di^dum tekjum og Marshallhjálp. Greiðsluhallinn nam þó 360 miljónum kr. Árið áður var greiðslujöfnuðurinn hagstæður um 290 miljónir. Danir fengu síðastliðið ár 385 miljónir kr. Marshallhjálp sem gjöf. Án hennar hefði greiðslu- hallinn numið 745 miljónum. Skuldir Þjóðbankans við útlönd uxu úr 400 miljónum upp í 672 miljónir kr. Skuld Dana við greiðslubandalag Evrópu (EPU) nam í árslok 265 milj- ónum kr. o'g er nú líklega kom- in upp í 270 miljónir eða meira. En þegar skuldin fer fram úr 270 miljónum, verður nokkur hluti hennar að greiðast með gulli eða dollurum. Eins og kunnugt er stafa gjaldeyrisvandræðin aðallega af því, að verðið á innfluttu vör- unúm hefir hækkað stórkost- lega, fyrst vegna gengislækk- unarinnar í september 1949 og Seinna vegna Kóréustríðsins, Fraruhald & bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.