Morgunblaðið - 03.02.1951, Blaðsíða 12
Veðurúflif í dag:
SA gola eða kaldii. Úrkomul.
og stimsstaðar Ijettskýjað,
Þjófnaðnrinn í Sjúkrasamlagi
Haínarfjarðar upplýsfur
Höfðu pósflagf þýfið fil Sjúkrasamiagsins
SEINT í fyrrakvöld tókst að hafa hendur í hári þjófanna, sem
brutust inn í skrifstofu Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar og höfðu
þaðan á brott með sjer tvo litla peningakassa. Voru það tveir
ungir menn í Hafnarfirði. Játuðu þeir á sig verknaðinn við
yfirheyrslu, en höfðu þá þegar póstlagt þýfið og hugðust senda
það sjúkrasamlaginu aftur.
t’JÓFAKNIR HANDTEKNIR '
Innbrotið var framið aðfara-
nótt fimmtudagsins. Bæjarfó-
getinn í Hafnarfirði skýrði blað
i riu svo frá í gær, að strax og til
kynnt var um þjófnaðinn, hafi
rannsókn málsins byrjað og leit
verið hafið að þeim, er hann
framdi.
Var farið á bifreiðastöðvarnar
í Hafnarfirði og kaffihús og
fengin upp nöfn þeirra, sem þar
höfðu haldið sig kvöldið áður.
Voru þeir allir yfirheyrðir og
látnir gera grein fyrir verustað
sínum um nóttina. Böndin fóru
síðan að berast að fyrrgreindum
tveimur mönum, Jóni Oskari
Karlssyni, Norðurbraut 17 og
Vilberg Sig. Jónssyni, sem síð-
ast átti heima á Tjarnarbraut
29 I Hafnarfirði, en er nú bú~
.settur í Reykjavík.
)?ÓSTLÖGÐU ÞÝFIÐ TIL
SJÚKRASAMLAGSINS
Var hafin leit að þeim, en
þeir fundust ekki fyrr en seint
á fimmtudagskvöldið. Voru þeir
þá búnir að taka þýfið úr köss-
unum, setja það í umslag og
höfðu póstlagt það í Pósthúsinu
í Reykjavík til Sjúkrasamlags
Hafnarfjarðar. Kössunum höfðu
þeir aftur á móti kastað í sjó-
inn og einhverju af kvittunum
brenndu þeir.
20 ÞÚS. KR. í PENINGUM
í kössunum voru um 20 þús.
krónur í peningum, en í ávís-
unum og tveimur sparisjóðs-
bókum voru um 140 þús. krón-
ur, sem þjófarnir að sjálfsögðu
hefðu aldrei getað nýtt sjer.
Ekki höfðu þeir eytt neinu af
þýfinu^____________■
Bryggjð á Bíldudai
GÍSLI JÓNSSON flytur á AI-
þingi tillögu til þingsályktunar
um ríkisábyrgð fyrír Suður-
fjarðahrepp til þess að ljúka
endurbyggingu á hafskipa-
bryggju á Bíldudal. Till. er:
„Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að ábyrgjast fyr
ir Suðurfjarðahrepp allt að 200
þús. kr. lán til þess að ljúka
endurbyggingu hafskipabryggj-
unnar á Bíldudal, svo að skip
geti aftur lagst að henni á kom-
andi vori“.
Skákþing Reykja-
víkur
ÞRJÁR umferðir hafa verið
tefldar 4 Skákþingi Reykjavík-
ur, en mótinu er nú frestað
fram yfir Rossolimo-skákmót-
ið.
. Úrslit í meistaraflokki hafa
orðið sem hjer segir:
1. umferð: —Þórður Jörunds
son vann Benóný Benediktsson,
Kristján Silveríusson vann Jón
Einarsson, Kristinn Jónsson
vann Jón Pálsson, Freysteinn
Þorbergsson vann Ólaf Einars-
son, en jafntefli varð hjá Hauk
Sveinssyni og Bjarna Magnús-
syni og Steingrími Guðmunds-
syni og Birni Jóhannessyni.
2. umferð: — Þórður vann
Kristján, Benóný vann Ólaf,
Björn vann Jón Einarsson, Jón
Pálsson vann Freystein, Bjarni
vann Kristinn og Steingrímur
vann Hauk.
3. umferð: — Þórður vann
Hauk, Benóný vann Kristinn,
Jón Einarsson vann Ólaf, Stein-
grímur vann Jón Pálsson, Björn
vann Kristján og Bjarni vann
Freystein.
Eftir þessar þrjár fyrstu um-
ferðir er Þórður efstur með 3
vinninga. Steingrímur og Bjarni
eru jafnir með 2Vz livor.
WASHINGTON, 2. febr. — Eis-
enhower hershöfðingi tjáði þing
mönnum hjer í dag, að brýna
nauðsyn bæri til þess að fjölga
bandarískum hermönnum í
Evrópu.
Eisenhower mætti á sameigin
legum fundi hermálanefndar
og utanríkismálanefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings.
Nefndarmenn spurðu hers-
höfðingjann fjölmargra spurn-
inga viðvíkjandi hinni fyrir-
huguðu hernaðaraðstoð
Bæjarúfgerin gerir3,1 míllj.
Ikréna bjðrgynarlaunaMu
FRAMKVÆMDASTJ. Bæjarút
Rerðar Reykjavíkur, hafa sett.
fram við eigendur skipsins, sem
Ingólfur Arnarson bjargaði á
döguntim, 70,000 sterlingspunda
b j ör gunarlaun akr öf u.
Utgerðarráði Rvíkur var
skýrt frá þessu á fundi fyrir
xiokkrum dögum. 70 þús. sterl-
ingspund gera íslenskar krónur
um 3,1 milljón.
Ems og fólk rekur minni til,
bjargaði Ingólfur Arnarson
norska vöruflutningaskipinu
Tatra, úr sjávarháska og flutti
skipið til hafnar í Orkneyjum.
Tatra var á leið frá Bergen til
Boston í Bandaríkjunum með
6300 tonn af trjákvoðu.
Flóttamenn
HAMBORG: — 400 þýskir flótia
menn komu nýlega til Þýska-
lands frá Kína.
Listaverk úr snjó
Þessi snjóstytta stendur fyrir sunnan Tívolí, við Fossagöíu. Sá,
sem bjó hana tii, heitir Úlfar Skæringsson, Þjórsárgötu 5, og
naut hann við það aðstoðar nokkurra barna. Stærð styttunnar
má marka af snáðanum, sem stendur lijá licnni.
Slúlkur slasast á bíla-
árekstri í gærkvöldi
í GÆRKVÖLDI varð harður bílaárekstur á veginum fyrir sunn-
an Hafnarfjörð. Tvær stúlkur er voru farþegar í öðrum bíl-
anna, leigubíl, slösuðust svo að flytja varð þær í sjúkrahús.
Bílstjórinn á þessum bil,
til sín.
„Siórhríðarmóiið"
á Akureyri
AKUREYRI, 31. jan.: — Svig-
keppni „Stórhríðarmótsins“ á
Akureyri fór fram við Bíldsár-
gil á Vaðlaheiði, sunnudaginn
28. jan. — Keppt var í A, B.
og C.-flokkum karla. ísfirðing-
unum Gunnari Pjeturssyni og
Hauki Ó Sigurðssyni og Haraldi
Pálssyni frá Siglufirði, hafði
verið boðið að taka þátt í mót-
inu sem gestir.
Úrslit urðu sem hjer segir:
A-flokkur: — 1. Haraldur
Pálsson 89.6 sek„ 2. Haukur Ó.
Sigurðsson 90.2 sek. og 3.
Gunnar Pjetursson 91.5 sek.
B-flokkur: — 1. Haukur
Jakobsson, KA, 94,2 sek. 2.
Bergur Eiríksson, KA, 94,6
sek., og 3. Sigtryggur Sígtryggs
son, KA, 95.1 sek.
C-flokkur: —• 1. Höskuldur
Karlsson, KA, 67,6 sek., 2. Þrá-
inn Þórhallsson, KA, 68,1 sek„
og 3. Björn Olsen, KA, 75,6
sek. —
Braut A og B-flokks var 250
m. löng, en C-flokks 200 m.
Skíðafæri á Akureyri er nú
gott og mikið notað og æfa þar
m. a. margir utanbæjarmenn
göngu undir stjórn nórska
þjálfarans T. Tenmann.
.Magnús Brynjólfsson.og Guð
mundur Guðmundsson eru við
kennslu í Þíngeyjarsýslu.
— H. Vald.
lika, en var fluttur heim
■•VORU AÐ MÆTAST
Áreksturinn var um tveim
km fyrir sunnan veginn til
KrísuvíkUr. Bílarnir voru um
það bil að mætast, er bílstjór-
inn á leigubílnum, Helgi Jó-
hannsson, Hverfisgötu 32 Rvik,
hemlaði bifreiðinni, en við það
rann hún til á veginum og skall
á Keflavíkuráætlunarbíl frá
Steindóri, R-1466.
MEIÐSLI FÓLKSINS
Þær Lára Valsteinsdóttir,
Hverfisgötu 38 B í Hafnarfirði
og Stella Guðmundsdóttir, Bar-
ónsstíg 30 Reykjavík, voru far-
þegar í leigubílnum og slösuð-
ust báðar svo að flytja varð
þær í St. Jósefs-spítalann í
Hafnarfirði. Það var einkum
Stella er meiddist. Hlaut hún
mikinn skurð á höfuð, og heila-
hristing. Lára Valsteinsdóttir
fjekk nokkurn heilahrigting. —
Helgi Jóhannsson bílstjóri mun
hafa orðið milli stýrishjólsins
og baksins í sætinu og marðist
hann talsvert mikið. En ekki
þótti ástæða til að leggja hann
inn í sjúkrahús, en lögreglan
flutti hann heim til sín að lok-
inni læknisrannsókn.
í áætlunarbílnum voru 10
farþegar er sluppu ómeiddir.
Fara frá Búlgaríu
ISTANBUL: — 35.000 Tyrkir,
sem búsettir voru í Búlgafíu,
hafa nú fluttst búferlum til
Tyrklands. Talið er sennilegt, að
um 200.000 landar þcirra neýð-
ist til að fylgja þeim.
Lundúnabrjði
er á bls. 7,
Samúðarkveðjur
eriendra sendlherra
SENDIHERRAR Noregs, Frakk
’ands, Svíþjóðar, Danmerkur,
Bandaríkja Ameríku og Bret-
lands fluttu í gær utanríkis-
ráðherra innilegar samúðar-
kveðjur vegna hins sorglega
flugslyss er Glitfaxi fórst.
Hælluleg fiálka
FJÖLDI fólks hringdi til Mbl.
í aær og bað það vekja athyglí
ráðamanna á því, hve stórhættu
legt sje að ganga í Ðankastrætí
vegna hálku, einkum neðst á
gangstjettinni Lækjargötumeg-
in. Þarna hefur fjöldi fólks
dottið og sumir hlotið slæma
byltu af, enda er glerhálka • á
þessu svæð;. Þessar sjálfsögðtt
umkvörtun er hjer með komiið
á framfæri, í von um að bætt
verði úr sém skjótast.
Bilun í vjeiasam-
stæðu í Ljésaiossstöð
LAUST eftir miðnætti í fyrri-
nótt bilaði vjelasamstæða í
Ljósafossstöðinni, er hafði í för
með sjer verulegt spennufall
á rafveitukerfi Sogsvirkjunar-
innar á fimmtudag. Hjer í
Reylcjavík varð t. d. að grípa
til strangari skömmtunar á ráf-
magni. Skömmu eftir hádegi í
gær, var lokið viðgerð á sam-
stæðunni, en vef jur í pólum sarrx
stæðunnar biluðu.
Jón Forsefi iagður
af siað hsim
í GÆRKVELDI mun togarinn
Jón Forseti hafa lagt af stað
heimleiðis frá Grimsby, erx
hann lenti sem kunnugt er í
árekstri við skip á Humber-
fljóti, í svarta þoku, fyrir nokkr
um dögum. Ekki urðu miklar
skemdir á Jóni Forseta, og tók
viðgerðin á skipinu aðeins
skamma stund, en nýjan björg-
unarbát varð skipið að fá frá
Aberdeen og mun hafa þurft að
bíða eitthvað eftir honum.