Morgunblaðið - 20.02.1951, Blaðsíða 12
Veðurúflif í dag;
N'A kíildi eða stinninfrekaldt
ljettsbýjað.
42. tbi. — Þriðjudagur 20. fcbrúar 1951.
Verkamaiuiasfjórnin
í vanda stödd. — Sjá grein
á blaðisíðu 7.
Merkilecj náttúrugripa-
sýning haldin á Akureyri
AKUREYRI, 18. febrúar: — Dýraverndunarfjelag Akureyrar
opnaði náttúrugripasýningu s. 1. laugardag í barnaskólahúsinu
á Akureyri. Var þar margt gesta viSstatt til að skoða þessa
merkilegu og hjer í bæ einstæCu sýningu.
Háskólafyrirlesfur um
Xavier Marmier
Sjera Pjetur Sigurgeirsson,
formaður Dýraverndunarfje-
lagsins, opnaði sýninguna og
bauð gesti velkomna. Kristján
Geirsmundsson hefir annast
uppsetningu sýningarinnar, en
honum til aðstoðar hafa verið
frú Elísabet Geirmundsdóttir,
sem málaði tjöldin bak við
sýningarmunina og Jón Sigur-
jónsson, trjesmíðameistari, er
sá um alla trjesmíðavinnu.
AÐ MESTU EINKASAFN
Náttúrugripasýning þessi er
að mestu leyti einkasafn Jakobs
Karlssónar, forstjóra Eimskipa
fjelags íslands á Akureyri og
tnun það að sögn vera stærsta
einkasafn á íslenskum fuglum,
sem til er hjer á landi. Er þar
um að ræða 100 tegundir fugla,
auk nokkurra sjaldgæfra af-
brigða. Fjölbreytt eggjasafn er
einnig á sýningunni.
MERKT STARF KRISTJANS
GEIRMUNDSSONAR
Kristján Geirmundsson hefir
og lánað sýningunni ýmsar
tegundir dýra og aðra náttúru-
gripi, svo sem leðurblöku,
snák, skjaldböku, erlend fiðr-
Hdi, refi, mink, rottu, og mús.
Ennfremur eru þar tvær teg-
undir sela, sem eru í safni Jak-
obs Karlssonar. Þá er og í safn-
inu geirfuglslíkan, sem Kristj-
án Geirmundsson hefir útbúið
úr svartfuglahömum og líkan
af geirfuglseggi. Hefir Kristján
sett upp öll þessi dýr og fugla
af mikilli kunnáttu og smekk-
vísi, Hann hefir og safnað flest-
um eggjunum. Þess vegna er
hjer einnig um að ræða sýn-
ingu á hinu sjermenntaða starfi
hans. Sýningin verður oþin
fyrir almenning þessa viku
— H. Vald.
Um 250 uppsagnar-
lilkynningar bérust
Á LAUGARDAG og sunnudag,
fór fram á vegum húsaleigu-
nefndar, skárning á leiguhús-
næði hjer í bænum, er sagt
! hefur verið upp þann 14. maí
I næstkomandi.
Alls bárust nefndinni um 250
uppsagnartilkynningar, en
nefndin mun hafa búist við all-
miklu fleiri slíkum tilkynning-
um. Skráning þessi mun hafa
farið fram m. a. með það fyrir
augum, að bæjaryfirvöldin
gætu á þennan hátt fengið nokk
ur kynni af því ástandi, sem
ríkir í þessum málum, með hlið
sjón af niðurfellingum húsa-
leigulaganna, sem bæjaryfir-
völdin hafa nú til umræðu og
ákvörðunar.
Hefja foprarnir brátt veiðar
fyrir innaiiiandsmarkaóinn
Eriendis þrengist markaðurian á ný.
SENNILEGT þykir að vegna hins óhagstæða fiskmarkaðar f
Bretlandi um þessar rnundir, munu togararnir hefja veiðar
fyrir innanlandsmarkaðinn. Fyrstu togararnir eru þegar
byrjaðir.
Bærinn rafmagns-
lítiil Bikrn í eimtúr-
binustöð
LAUST fyrir hádegi á sunnu-
daginn, bilaði hjálparrafall í
eimtúrbínustöðinni við Elliða-
ár. Það hafði í för með sjer að
rafmagn varð að skammta til
bæjarins allan daginn og langt,
fram á kvöld, er viðgerðinni á
raflinum var lokið. Lega úr hvít
málmi í hjálparraflinum eyði-
lagðist, og þurfti að smíða
nýjan.
Ekkj hefur til rafmagns-
skömmtunar þurft að grípa fyrr
á sunnudegi.
Vjelbáfur frá Ólafsvík sekkur
Fimm manna áhöfn bjargað nauðulega.
Einkaskcyti til Mbl.
OLAFSVÍK, mánudag. — Vjelbáturinn Björn Jörundsson sökk
í dag kl. 3,30 er hann var grunnt undan Skálastaðavita á Snæ-
fellsnesi. Áhöfnin, 5 menn, björguðust nauðuglega um borð í
vjelbátinn Egil frá Ólafsvík, sem var þarna nærstaddur.
Orsök slyssins segja skipverj
ar vera, að planki hafi rifnað
frá stefni bátsins. M.b. Bjorn
Jörundsson var 26 smál., eign
Vlglundar Jónssonar, en for-
♦naður var Guðlaugur Guð-
mundsson. Formaður á vjel-
bátnum Agli, sem bjargaði skip
verjum af m.b. Birni Jörunds-
syni, er Guðm. Jónsson. Er
þetta í fimmta sinn, sem hann
hjargar mönnum úr sjávar-
háska og í þriðja sinn, sem
hann bjargar mönnum frá 1.
des. í vetur. Þá bjargaði hann
5 manna áhöfn af vjelbátnum
.Svan frá Stykkishólmi, og
n.okkru seinna vjelbátnum
Glað, sem bilaði í áhlaupaveðri
hjer vestra. ■—E. B.
Bátar missa
veiðarfæri
HÚSAVÍK, 19. febr. — Gæftir'
hafa verið góðar hjer að undan
förnu, en afli tregur. Tveir
vjelbátar hjeðan, „Egill“ og
„Björn Jörundsson“, urðu fyr-
ir því óhappi síðastliðinn sunnu
dag, að missa öll veiðarfæri
sín. Stafaði það nokkuð af
miklum straumi, en einnig af
ágangi togara og dragnóta-i
skipg. ,
Báðir þessir bátar eru um 28
tonn að stærð. — Frjettaritari.
Dr. Uno VVillers.
DR. UNO WILLERS, bóka-
vörður, flutti fyrirlestur í Há-
skólanum í gærkvöldi um
Xavier Marmier, sem hingað
kom fyrir rúmri öld með Gai-
mard leiðangrinum.
Dr. Einar Ól. Sveinsson
kynnti fyrirlesarann og minnt-
ist á það, sem Gröndal segir um
Marmier í Heljarslóðarorustu,
og þótt það sje í kímni sagt, þá
hefði Marmier ekki verið nefnd
ur þar, ef hann hefði ekki verið
meðal nafnkenndustu Frakka á
sinni tíð.
Fyrirlesarinn minntist fyrst á
það að Marmier hefði skrifað
tvö bindin af ferðabók Gai-
mards, og síðar sjerstaka bók
„Brjef frá íslandi“, sem fjekk
furðu mikla útbreiðslu og kom
út í 4 útgáfum.
En auk þessa hefur hann
fundið í París minnisbækur
Marmiers og ýmis brjef, þar
sem enn meiri upplýsingar er
að finna um íslandsferðina
heldur en í bókum hans. Marm-
ier átti og mikið bókasafn, þar
á meðal nokkrar íslenskar bæk-
ur. Hafði hann komist yfir þær
á ýmsan hátt. T.d. hafði hann
komið inn í sveitabæ á íslandi
og sjeð þar bækur, sem hann
hafði ágirnd á. Bað hann bónda
að selja sjer þær, en það kunni
bóndi ekki við og gaf honum
þær.
Marmier var lengi bókavörð-
ur, en seinustu ár ævinnar sett-
ist hann í helgan stein. — Var
hann þá að skrifa endurminn-
ingar sínar frá íslandi, en lauk
aldrei við þær. Það var sein-.
asta ritsmíð lians.
Margar skemmtilegar sögur
sagði fyrirlesarinn af Marmier.
Var hann heimsmaour mikill. —
Þegar hann kom til Danmerk-
ur gisti hann hjá Öehlensláger
og trúlofaðist þá Maríu, dóttur
hans, en hljóp svo frá henni. En
það er til marks um að nokkuð
hefur verið í Marmier spunnið,
að hann komst í vinfengi við
helstu skáld og mikilmenni
Norðurlanda.
VIARKADURINN
>RENGIST
Svo sem kunnugt er hefur
'iskmarkaðurinn i Bretlandi
prengst mjög upp á síðkastið
~>g hafa sumir togaranna orðið
fyrir miklu fjárhagslegu tjóni
af þeim sökum. Togararnir
hafa, þrátt fyrir góðan afla oft
á tíðum, fengið mjög óhagstæð-
ar sölur á hinum breska fisk-
markaði.
SLÆM SALA
Togarinn Jón Þorláksson náði
t. d. ekki að selja allan afla
sinn í Bretlandi nú um helg-
;ina. Um 400 kitt af rúml. 3500
ikitta afla, tókst ekki að selja,
vegna þess hve mikið af fiski
hafði borist á markaðinn úr
fjölmörgum togurum. Togarina
seldi fyrir 5954 skippund.
TVEIR Á
UPSAVEIDAR
Togaramir Egill Skallagríms-
son og Ingólfur Arnarson em
farnir á upsaveiðar á Selvogs-
banká. Ætla þeir að leggja afl-
ann í hina nýju Faxaverk-
smiðju í Örfirisey, sem nú er
þess albúin að taka fisk til
yinnslu. Þá fór togarinn Ak-
urey á veiðar á sunnudags-
kvöld, og mun leggja afla sín-
um upp í fryslihús.
Sennilegt þykir að á næst-
unni muni fleiri togarar hefja
veiðar fyrir innanlandsmark-
aðinn.
Lýðræðissinnar sigruðu
í Fjel. járniðnaðarmanna
Sigvrján Jánsson endurkjörinn formaður.
UM SÍÐUSTU hclgi fóru fram stjórnarkosningar í Fjclagi járn-
iðnaðarmanna. Kosningin fór þannig að listi lýðræðissinna
fjekk 124 atkvæði en kommúnistar 110. — Kosningabaráttan
var mjög hörð og 88% fjelagsmanna neytta atkvæðarjettar síns.
Rúmlega 3600 kr. hafa
ekki komið í ieifirnar
I SÍÐARA innbrotinu í sjúkra-
samlagið í Hafnarfirði var stol-
ið kr. 27,273,08. Af þeirri upp-
hæð hefur aftur komið í leit-
irnar kr. 23,655,27.
Það sem á vantar, kr. 3,617,
81, raunii mennirnir, sem inn-
brotið frömdu, Þorsteinn Jóns-
Son og Halldór Snorrason, báð-
ir úr Hafnarfirði, haía eytt eða
glatað á annan hátt.
Aðilsr í strætisvagna
deilunni ræðast við
AÐILAR í stræisvagnadeilunni
halda með sjer fund í dag. en
þeir hafa ekki ræðst við síðan
verkfallið hófst.
í dag munu því engir stræt-
isvagnar ganga, en ef sam-
komulag næst, munu þeir hefja
aftur ferðir á morgun.
Mikill inilúensuiar-
aldur í Qlafsvík
Frá frjettaritara
vorum á Ólafsvík.
MIKILL inflúensufaraldur hef-
ur geysað hjer að undanförnu,
og hefur barnaskólinn verið
lokaður tæpan hálfan mánuð
af þeim sökum. Einnig hafa
ýmsir bátar orðið að sleppa
nokkrum veiðiferðum vegna
veikinda sjómanna.___
Sumardvaiarstyrkj-
um skift
Á FUNDI bæjaráðs er haldinn
var á föstudaginn, tók það til
meðferðar sumardvalastyrk
bæjarins fyrir árið 1951. —
Fræðslufulltrúi hafði gert til-
lögur um skiftingu st.yrksins og
fjelist bæjarráð á þær.
Rauði Kross íslands kr. 114,
00, Máeðrastýrksnefnd kr. 13,
000 og Vorboðinn kr. 23,000.
Stjórn fjelagsins er nú skip-
1 uð þessum mönnum:
Sigurjón Jónsson, form., Loft
ur Árnason, varaform., Egill
Hjörvar, ritari, Bjarni Þórarins
son, fjármálaritari, Loftur Ás-
mundsson, fjehirðir. Trúnaðar-
ráð: Einar Guðbrandsson,
Markús Guðjónsson, Skeggí
Samúelsson og Sólon Lárusson.
Til vara: Sigurjón Guðnason og
Benedikt Ingvarsson.
Kommúnistar höfðu gert sjer
miklar vonir með að vinna
kosninguna og urðu úrslitia
þeim þva mikil vonbrigði.