Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 11
f>riðjudagui' 27. febrúar 1951 M ORGJJ Y R L Á Ð I Ð 11 Résa Bachmann Jónsdétlir Ragnheiður Einarsdóttir Hinningarorð „Hin langa þraut er liðinr. nú ioksins hlaustu friðinn og allt er orðið h]jótt“ — NÚ VIÐ burtför Rósu vinkonu ininnar rifjast upp, frá okkar margra ára samveru, minning- arnar um erviðleika, gleði, sorg, vináttu og trausta trygð. Rósa var af góðu, traustu og Btarfsömu fólki komin. Foreldr- ar hennar, Jón Bachmann Jósefs- Son og kona hans, Hallfríður Ein- arsdóttir, síðar ljósmóðir í Bol- ungavík, voru bæði borgfirsk að íétt og bjuggu þar í Leirársveit. Hún var næst elst níu syst- ídna og oft þröngt í búi, svo ung varð hún að fara að vinna, fyrst heima en síðar hjá vandalausum, en veganesti hennar, starfsáhugi, nægjusemi, vandvirkni og um- hyggja einkenndu allan hennar lífsferil. Hún var vel gefin og hafði með afbrigðum góða skapgerð, átti auðvelt með að binda hugsanir sínar í ljóð eins og faðir hennar Þó fáir hafi um það vitað. Hugur hennar og hönd sköp- liðu þau verk sem mörgum lista- manni mundi teljast sómi að. Nú er hör.din stirðnuð eftir margra ára vanheilsu en vcrkin hennar lifa og hún í þeim, í hug- pm ástvinanna. Það var sumarið 1929 að Rósa fyrst veiktist svo aivarlega, að læknar gáfu litla von um bata og flestir töldu þvi enga von; sjálf gat hún ekki trúað að hún Eetti að fara frá 4 smábörnum, lífsþrek hennar var óbilað og trú- in á guðs forsjón og hæfni lækn- Isins hefir án efa gert mest í því að svo fór sem bróðir henn- sr sag'ði: - „Einhver getur annar fyr, sem er við heilsu núna, farið gegnum dauðans dyr um dapurlegu brúna“. •Lífið sigraði og hún fylgdi mörgum vina sinna er þá vo.ru fullfrískir. Fullfrísk varð hún þó aldrei eftir þessa legu en sálarþroski hemiar virtist vaxa með hverri þraut og í gegnum þær virtist hún skynja meiri kærleilta, tign og guðdóm. Er Jeg heimsótti hana á spítala íuttugu árum síðar 1949 og hafði ©rð á hve róleg hún væri og dug- Jeg, svaraði hún því, að sjer væri getlað að líða þetta og yrði því að sýnast róleg vegna ástvina Sinna. Guð gaf henni mikið sálarþrek. Rósa giftist 1920 eftirlifandi manni sínum, Guðmundi Jóns- gyni, bifvjelavirkja. Þau eignuð- |Ust 4 efnileg börn. Guðrúnu, gifta Jónasi Eysteins- Syni kennara, Jón bifvjelavirkja, Hallfríði, gifta Gunnari Guð- mundssyni, rafvirkja og Jónu, gifta Jóni Þorvarðarssyni, vjela- eftirlitsmanni. Hjónaband Rósu og Guðmund- ar var með afbrigðum ástríkt og fannst þeim er til þekktu, sem tilhugalíf þeirra hefði varað öll samveruórin, enda voru þau sam hent í að tuua að loamunum og i hcimilinu. •Framh. a bls. 12. j f. 27. rles. 1861, <1. 20. febr. 1951. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. HJER hefir merk og mikilhæf kona haft vistaskipti. Farsæiu og fögru iífi er lokið í hárri elli. Ragnheiður hlaut i vöggugjöf góða greind og skarpan skilning, o gá yngri árum var hún nemandi i Kvennaskóla Reykjavíkur, en þó mun .1 skóli, er lífið bjó henni síðar, þótt harður vairi, hafa veitt henni þann þroska sem öllu öðru varð henni liald betri. Þvi hún bar gæfu til þess nð öðlast þá trú sem leitar hins æðra og stælir hugann, þegar sorgir og mótlæti mæta. Hún var kjarkmikil og dugleg, úrræðagóð og fljót til hjálpar þar sem með þm-fti, lipur og ljett á sjer, rólynd og dul í skapi, en hreinskilin og kom vel fyrir sig orði. Kom hún sjer mjög vel meðal þeirra sem hún vann með og fyrir, því hún var hýr í lund og gamansöm og siung í anda fram á elliár. j Enda þótt Ragnheiður værj Reyk- víkingur í húð og hár, hafði hún vanist öllum algengum verkum til sveita og sjávar svo sem títt var meðal stúlkna í hennar ungdæmi. Yar hún dýravinur svo að af bar, og gróðurriki landsins var einnig henn- ar heimur. Hún hafði yndi af trjá- og blómarækt og garðinn sinn heima á Lindargötu stundaði hún rneð mestu prýði. En þar bjó Ragnhéiður tvo þriðju hluta æfinnar, eða alla sína búskapartíð. — Var hún því ein þeirra barna Reykjavikur, er sá hana vaxa úr sjávarþorpi og verða að veglegri borg. — Þama bjó liún með manni sínum Þorvarði Danielssyni er hæði stundaði sjómennsku og verk- stjórn við vegagnrð og þess á milli annað sem til f jellst, einkum þar sem liðtækum mánni þurfti á að skipa. Hann var stakur reglumaður, stað- fastur og þjettur í lund og af öllum vel virtur. Þegar Ragnheiður missti þenna dugmikla og elskulega eigin- mann sinn, er hann fórst með kt. „Georg“ mannskaðaveturinn .1906 og sem ekkert spurðist til, kom best í ljós hvílík kjarkkona og ráðdeildar' hún var. Voru þá börn þeirra flest í bernsku. Varð hún þá að taka upp baráttuna ásamt með elstu dóttur sinni, Margrjeti, er einnig varð ung ekkja í sama mund, og Jóni, eldri syni sínum, þá aðeins 17 ára göml- um. Kom það sjer þá vel að sá dreng- ur hafði að erfðum hlotið hestu eðlis- kosti foreldra sinna, enda var hann sannúr sonur móður sinnar alla tíð. „Skyldurækni, alúð og umhyggja, ásamt reglusemi og góðri greind, er ómetanleg Guðs gjöf“ sagði hún oft við þann er þetta ritar. En þrennt var það sem mjer fannst öðru ffem- ur einkenna Ragnheiði, eþki síst 4 efri árum hennar, og það var þrot- j laus eljusemi utan liúss sem innan, | fróðleiksþrá hennar og saimleiksleit i trúarefnum. Hún hafði eirmig feng- ið þann frið og þá sannfæringarvissu, þá alefiing andans, undir leiðsögn Meistarans mikla og þeirra lærisveina hans fyr og nú, er hún mat mest, sem gaf henni fyrirheit um eilífan þroska handan við gröf og dauða. Sár vonbrigði á æskuárum, sorg og mótlæti fyr og síðar höfðu knúð hana til að hugsa alvarlega og af j festu og einlægni um lífið og tilver- una. Þegar hún svo missti börn sín, fyrst eitt í bernsku og svo þrjú á bestu manndóms- og þroskaárum, tvö þeirra mjög sviplega, vissi iiún hvert hún átti að beina bænum sínum og ! Takið eftir j ( IMýkomiði | Reglusamur piltur með gott | I Verslunarskólapróf óskar eftir : atvinnu nú þegar eða 1. maí. | Hefur unnið við bókhald. Þeir, : sem vildu sinna þessu leggi nöfn ; sín inn á afgr. blaðsins sem fyrst j merkt: „Áreiðanlegur — 627“. j i Vegghillur, útskornar Homhillur, útskomar, Sófaborð, innlögð Innskotsborð, innlögð. Saumaborð. j Húsgagnaverslunm Atoma l Niálsgötu 49. Sími 2242. • » ■ ^ I Húsnæði ósknst PrentsFniðja Ágúsfs Sigyrðssenar á hinn sviplegasta hátt, og mim eigi hvað síst þrek hennar og trú b.afa gefið þeim huggun og von. Hin góðu áhrif er hún hafði á heiimli Margrjetar dóttur sinnar frá því er hún giftist öðru sinni, og Sem hún vann með og fyrir um mörg ár fómfúsum huga og höndinn bar einn- ig varaniega ávexti til heilla og hless- unar. Ragnheiður iifði það að sjá marg- ar sínar óskir um velferð sinna ræt- ast og iifði rólegu og mjög nægju- sömu lífi ein útaf fyrir sig síðustu áratugina. Hún hafði yndi af að taka á móti öllum börnunjnn sínum og tengdafólki og unun var það jafnan að heimsækja hana, þvi vegna hjarta- hlýju sinnar og manngöfgi, fór sjer- hver frá henni betri maður en þá er hann kom. Þó að heyrnin væri far- in að bila fyrir nokkru, gat hún jafn- an lesið sínar góðu bækur, virt fyrir sjer hinar mörgu ljósmyndir ástvina sinna á veggjunum í litlu stofunni sinni og hlustað á útvarpið, enda þótt hún legði ekki frá sjer prjónana nema þá stundina, er hún þjónaði fyrir borði sínu eða færði gestum kaffið. Er Ragnheiður ræddi um trúmál, eða stjómmál var hún ákveðin og hrein í svörum, svo sem í ö!lu sínu dagfari. Þar var ekkert hlk eða und- anhald. Frjálslyndi og sjáifstæði hjeldust þar í hendur. Þegar hún á 89. afmælisdaginn var orðin rúmföst hvildi sami bjarminn yfir ásjónu hennar sem áður, þó að þjáningarnar hefðu rist þar sinar rúnir; og í tveggja mánaða sjúkdóros legu sinni hjelt hún fullum sálar- kröftum fram ú það síðasta og kvaddi heim þenna sátt í anda og hugljúf öllum er henni kynntust. Blessuð sje minning hennar. Gamall góðvinur. til hvers hún átti að sækja kjark. Kornungum dreng dóttur sinnar lát- innar, gekk nú Ragnheiður í móður stað i nokkur ár, meðan hann þurfti þess mest með og alltaf hafa bama- bömin verið hænd að henni, virt hana og elskað, og þetta er orðinn álitlegur hópur, að barna-barnabörn- um meðtöldum, eða nálægt tveim tugum. Hún vildi jafnan og fram á | það síðasta fylgjast með gengi og líðan ailra sinna, og veita þeim i hjálp er þess var þörf, og bar heill 1 þeirra mjög fvrir brjósti, og styrk þuri’ti huri að sækja á eiliúrum, er , harmur sótti son liemiar heim, er þau hjómn misstu uæstelsta s®n sinn Skíðamól á fsaffrði ÍSAFIRÐI, mánudag: -— Boð- göngukeppni fór fram á ísafirði s. 1. sunnudag. Keppt var í tveimui flokkum. í eldri flokki sigraði A-sveit Ármanns á 2.04,27 klst., önnur var sveit Harðar á 2.11,27 klstþriðja sveit Skíðafjelags ísafjarðar á 2.18,12 klst. og fjórða B-sveit Annanns á 2 19,04 klst. í A-sveit Ármanns voru: — Hreinn Jónsson, Ebenezer Þór- arinsson, Oddur Pjetursson og Gunnar Pjetursson. Og náði hann bestum brautartíma 29.42 mín. — Braut eldri flokks lá á Tungudal og Dagverðardal, og var hún 10 km. löng. í yngri flokki sigraði A-sveit Harðar á 1.30,0 klst., önriur varð sveit Skíðafjelagsins á 1 30,15 klst., þriðja B-sveit Harðar á 1.39,40 klst. og fjórða var sveit Vestra á 1.41,10 klst. — Braut yngi'i flokks var 7 km. löng. Veðui var milt og fagurt þeg- ar keppnin fór fram, og færi hið ákjósanlegasta. Undanfarið hefir kyngt niður snjó á ísafirði og notaði fjöldi ísfirðinga sjer góða veðrið um helgina til þcss að bregða sjer á skíoi. ■— Frjettarican.. . , , I ■ Hudson • a • £ ! Hudson bifreio model 1946 til sölu. Til sýnis í Stefnir h. f., jj * • Laugaveg 170, simi 4748. í ■ e, s i íbúð — Hitaveita Ibúð óskast til kaups. Útborgun a. m. k. kr. 100.000,00. Tilboð merkt „Hitaveita — 633“ óskast send afgr. blaðsins fyrir 1. mars. ATVINNA Ungur, reglusamur maður, vanur skrifstofustörfum og með góða enskukunnáttu, getur fengið atvinnu á skrif- stofu á Keflavíkurílugvelli. Umsókn merkt „Atvinna — 631“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 2. mars. ATVIIMIMA Ungur, reglusamur maður, vanur bifreiðaakstri og með * góða enskukunnáttu, getur fengið atvinnu á Keflavíkur- j flugvelli. Menn með vjela- og flugvirkjapróf ganga fyrir. 1 si Umsóknir merktar „Flug — 632“ sendist blaðinu íyrir ? 2. mars. Veí hýst jörð í Rangárvallasýslu til sölu. — Laus til ábúðar í næstu fardögum. — Skipti á húsi eða íbúð í Reykjavík koma íil greina. — Uppl. í síma 5795. Ungur maður, vanur allskonar kjötbú ðavinnu, óskar eftir atvinnu frá 1. apríl næstkomandi. — Ýmislegt fleira en versl- unarstörf kemur til greina. Tilboð merkt: „Kjötvinnslu- maður“ •—623, sendist afgr, Mbl. fyrir föstudagskvöld. PHILIPS Nýjasta gerð af Philips-radiófón, ásamt 100 plötum, er til sölu. Upplýsingar í síma 1243 og eftir kl. 7 i kvöld í sírna 81242. b /-í p-j' M-rftri í n ?r KlnSírnt ■■.'*-<• w*.**,v4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.