Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 1951 ^u^ininiTuinnmiai - Framhaldssaga 18 IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIiniUIIIIIIIIIIHIIKfKlllllllilHIIIIIMIIHIIHIIMilllllllllllll llllll ; Milli vonar og ótta .sfimimfliiiiniiiimimiiAJiuiJiniiiinfiiiiMNannniitiii EFTIR BRUNO FISCHER IIIIIIIIIJIIIIltlllllllllllllllB Hún sneri sjer að honum, vafði handleggjunum um háls hans og dró hann að sjer. Varir ÍJeirra mættust í löngum kossi sem endaði með því að hann reif sig lausan. „Dásamlegt“, sagði hún og hjúfraði sig að honum. „Það var þess virði að koma alla leið hí:igað“. „Hver fylgdi þjer hingað, Jeánnie“, spurði hann aftur. „Enginn. Jeg kom ein með h.-stinni í gærkveldi. Laglegur -tmgur maður með ljóst yfir- varaskegg tók mig upp í bíl- inn sinn. George hjet hann, ♦rtinnir mig. Hann sagðist 4>ekkja þig. Bíllinn hans er ai- veg af nýjustu gerð“. „George Dentz“. „Já einmitt. Hann keyrði mig heim til þín, en þú varst ekki héima“. „Jeg var úti með móður niinni. Hvar varstu í nótt?“ „í litlu leiguhúsi, hjerna neð- ar við götuna“. Hún brosti íbyggin á svip. „Þið hafið sann- arlega nóg af ungum og lagleg- um mönnum hjerna í þessum Ayse. Leiguhúsin eru rekin af öðrum ungum manni, sem sagð- ist þekkja þig líka. Mark Kin- ard, dökkhærður og ákaflega nayndarlegur“. „Þú ert ekki hingað komin til að leita uppi dökkhærða og -tnyndarlega menn“. „Þú e.rt ekki beinlínis mynd- arlegur, en mjer líkar við þig samt“. „Klukkan er orðin rúmlega eitt. Þjer virðist ekki hafa leg- ið á að koma hingað“. „Jeg svaf lengur en jeg ætl- aði mjer. Klukkan var orðin ellefu þegar jeg var komin á fætur. Jeg var svöng, svo að jeg spurði Mark hvar jeg gæti fengið að borða. Hann keyrði mig niður í bæinn og keypti morgunverð handa mjer á veit- ingahúsi. Jeg vona að þú sjert afbrýðissamur“. „Jeg er það ekki“. Hún strauk vanga hans með vörum sínum. „Kjáninn þinn, hvers vegna gerðir þú það?“ „Hvernig vissir þú hvar jeg var?“ Hún færði sig fjær honum. Hún studdi sig upp við stóra steininn og fór úr öðrum skón- um. „Þú sagðir mjer einu sinni frá fæðingarbænum þínum. Manstu ekki eftir því?“ „Nei“. „Jæja, þú gerðir það samt. Jeg mundi ekki nafnið, en þú sagðir að það væri ekki langt norður frá. Jeg fór á símstöð- ina og leitaði í öllum bókum í Westchester umdæmi og hringdi upp alla sem hjetu Bascomb. Jeg þóttist vera að vinna fyrir auglýsingafyrir- tæ>i og snurði um nöfn allra f fjölskyldunni. Loks rakst jey ú Tony Bascomb í Hessian Vailey. Jeg held að það hafi verið móðir þín sem jeg talaði við“. „Þú ert ekki vitlaus“. Hann Jeitaði í vösum sínum að sígarettupakkanum, en fann liánn ekki. Hann mundi hafa gleymt honum heima. „Og hvað er Eeau Bruff langt á eft- ir þjer?“ Hún var búin að hrista sand- inn og steinana úr skónum og var komin í hann aftur. Hún stóð bogin við að klæða sig úr hinum skónum og leit á hann yfir öxlina. „Heldurðu að jeg hafi látið hann vita hvert jeg fór?“ „Jeg veit ekki hvað jeg á að halda, þangað til þú ert búin að gefa mjer skýringu á því, hvers vegna þú ert komin hing- að“. Hún reisti sig upp. „Reyndu nú að beita skynseminni. Beau er að leita að þjer. Jeg þarf ekki að segja þjer að hann hef- ur ýms ráð. Honum dettur strax í hug að þú haíir falið þig hjerna“. „Jeg er ekki að fela mig“. ; „Þú ættir að gera það, ef þú hefðir nokkra heilbrigða skyn- semi“. „Og þú ert komin hingað til að vara mig við?“. Tony brosti hæðnislega. „Jeg hjelt ekki *að þjer þætti svona vænt um mig“. „Fyrir þjer er allt gaman“, sagði hún biturlega. „En það, sem þú gerðir á mánudaginn er ekkert gaman. Að minnsta kosti finnst Beau það ekki Tony, kjáninn þinn, hvers vegna gerðir þú það?“. „Mjer líkaði ekki starfið“. „Þá hefðir þú getað hætt. -— Beau hefði þótt nógu slæmt að missa vörubílinn. En til þess að bæta gráu ofan á svart, þá ger- ir þú hann að athlægi. Allir gera gys að honum, jafnvel lög- reglan. Beau er Ijett um að hata menn, en hann hefur aldrei hat að mann eins og hann hatar þig núna“. „Mjer er heldur ekki sjer- lega vel til hans“. „Hagaðu þjer bara eins og fífl, ef þig langar til þess“, sagði hún. „Vertu kyrr á þeim eina stað, sem hann er öruggur um að finna þig. Landið er stórt. Það eru til margir staðir þar sem það er enginn vandi að fara huldu höfði“. „Jeg ætla ekki að fara lengra“. „Jeg skil þig ekki“, sagði hún og leit undan. Sólin skein beint framan í hana, svo að svarti liturinn á augnahárunum og augnabrúnunum var áberandi. „Langar þig ekkert til að lifa?“. „Jú, það held jeg“. „Því ertu þá kyrr hjer?“. Hann svaraði ekki. — Hann sleit grasstrá og stakk því upp í sig. „Hvers vegna gastu ekki sagt mjer þetta í símanum?“. „Það er erfitt að koma vitinu fyrir þig. Þú tekur aldrei nógu alvarlega það sem jeg segi við þig, ekki heldur þegar jeg kyssi þig. Jeg vonaði að jeg gæti haft áhrif á þig, ef jeg tal- aði við þig augliti til auglits“. Vindblær feykti rauða hárjnu fyrir andlit hennar. Hún strauk það frá annars hugar. „,Auk þess langaði mig til að sjá þig einu sinni enn“. „Þú hefur Beau“, sagði hann. „Jeg minnist þess ekki, að það hafi skipt þig máli áður“. Umhverfið var ekki heppi- legt fyrir hana. Hún virtist allt of grönn í sólskininu og grá í framan og farðinn var í þykk- um lögum á andlitinu á henni. Á efri vörinni voru litlar svita- perlur. Hún gat verið sæmileg í reykmettuðum sal, þar sem hljómsveit Ijek dægurlög og vín glös stóðu á borðunum, en best var hún í myrkri. „Jeg verð ekki öruggari við það að þú komir hingað“, sagði hann. „Beau myndi varla líka það betur en hitt“. „Hann fór í gær til Pittsburg og kemur ekki aftur fyrr en á morgun. Hann þarf ekki að vita neitt um það“. Hún gekk nær honum. Hún renndi höndunum eftir síðum hans og sagði lágri rödd: „Við getum átt einn dag saman ,áður en þú ferð og finn- ur þjer betri stað“. Munnur hennar var hálfop- inn. Hann brosti. ,,Ef jeg missi taumhald á mjer, gæti farið svo að jeg bæði þig að koma með mjer“. Hún hvíldi höfuðið við öxl hans. „En jeg myndi afþakka boðið. Það er ekkert fyrir mig. Þú ert fátækur auðnuleysingi og það er ekki hægt að treysta þjer. Beau á nóg af peningum og hann er góður við mig“. Hún strauk fingrunum eftir órökuðum vanga hans. , En þú biður mig ekki að koina með þjer. Þjer þykir ekki nógu vænt um mig“. Hann svaraði ekki. Alla sína ævi hafði hann átt í brösuin við kvenfólk, ýmist af því að hann tók þær ekki nógu alvarlega, eða af því að hann tók þær of alvarlega. „Við skulum ekki vera að hugsa um það“, sagði hún og hló. „Kysstu mig bara“. Þau kysstust. „Við skulum koma“, sagði hann. „Þú ættir að þurrka varalit- inn af þjer. Móðir þinni er ekkert vel við varalitinn minn“. Hann þurrkaði sjer um munn inn með vasaklútnurn. „Er hann farinn?“, sagði hann. „Nei“. Hún tók af honum klútinn og nuddaði varir hans með ákafa. „Ætlarðu ekki að fara hjeðan?“. „Nei. En það fer lest til New York eftir fjörutíu mínútur. Þn nærð henni kannske“. Jeg þarf ekki að fara fyrr en í kvöld, eða fyrramálið“. „Jeg skal aka þjer á stöðina strax“. Hún hætti að þurrka varir hans og kipraði saman augun. „Einmitt það“, sagði hún reiðilega og stakk vasaklútnum í skyrtuvasa hans. „Þú ætlar að hafa það þannig“ Hún sneri í hann bakinu. — Hann tók undir handlegg henn- ar og hún gekk af stað. Hún fór hægt og horfði niður fyrir fæt- ur sjer. „Auðvitað er jeg þakklátur, Jeannie“, sagði hann. „Fjandinn hirði þig“. sagði hún, en það var engin áhersla í rödd hennar. Þau gengu þegjandi að bíln- um, sem stóð við húshliðina. — Hún tók upp púðurdósina sína um leið og hún var sest upp í bílinn og skoðaði sjálfa sig í speglinum. Hún sat eins langt frá honum og hún gat, alveg upp við hægri bílhurðina. Um leið og hann ók af stað, kallaði móðir hans til hans: „Tony!“. Hann renndi bílnum upp að tröppunum. Myra stóð í dyrun- um. „Maðurinn kom hjerna aft- ur“, sagði ,hún. „Hann sagðist I heita Helm .... leynilögreglu- | maður. Hvar varstu?“. v Hókon Hákonairson 83. Jeg var búinn að flytja allt burtu af flakinu, sem jeg hjelt, að jeg gæti notað, svo að það var margt til á heimilinu okkar. Að vísu var það bara helmingurinn af skipinu, sem sat á skerinu, en jeg fann hjerumbil allt, sem þurfti til venju- legs heimilis, og þar að auki mikið af smáhlutum, sem eru a öllum skipum. Flakið var enn kyrrt á skerinu og þegar mig vanhagaði um eitthvað, fór jeg þangað og sótti það. Nú var jeg orðinn kunnugur straumum, svo að jeg var alltaf fljótur í ferðum, og flekinn minn var svo stór, að jeg þurfti. heldur ekki að vera hræddur við hákarla. Á hverjum sunnudegi hvíldum við okkur á Apaey. Á morgnana sungum við sálma, og svo gengum við um á eynni og dáðumst að allri fegurðinni, sem blasti við augum okkar, Jeg smíðaði nokkurs konar handrið á brúna, svo að Mary gat farið yfir hana líka. Við heimsóttum alla staðina, sem ]eg er búinn að segja frá, jafnvel sjóræningjahellinn. Jej; var orðinn svo vanur að vera þar á kreiki, að mjer datt ekki einu sinni í hug að vera hræddur lengur, en Mary var búiii að heyra söguna um hauskúpuna, svo að hún var hálfsmeyk í fyrsta skiptið, sem hún kom þangað með mjer. Dag nokkurn ákvað jeg að rannsaka allan hellinn nákvæm- lega. Jeg hafði oft velt því fyrir mjer, hvernig hljebarðarmr hefðu komist þaðan út, þegar jeg lokaði þá þar inni, og jeg þóttist viss um, að þar væri einhver útgangur, sem jeg ekki vissi um. Þegar Mary heyrði að jeg ætlaði í rannsóknarferð, bað hún mig um leyfi til að fá að koma með. Hún var ennþá hrædd um að villimennirnir kæmu til baka, svo að hún vildi ógjarna vera ein. Hún var alltaf vopnuð hnífi og tveim skammbyssum, sem hún var búin að læra að nota. í byrjun var hún auðvitað allóstyrk, en þegar hún var búin að full- vissa sig um það, að kúlan fór fram á við, en ekki aftur á bak, gekk henni vel að læra að skjóta. Við tókum með okkur sitt skipsljóskerið hvort og mikiö af vopnum og lögðum af stað. Hellirinn náði langt inn í fjallið. ★ Ljet sjcr ekki segjast. Frænkan: „Þegar jeg var lítil, var mjer sagt, að ef jeg gretti mig svona, myndi jeg verða þannig þegar jeg stækkaði." Palla litla: „Jæja, þú getur að minnsta kosti ekki sagt, að þú hafir ekki verið aðvöruð." ★ Huggun. Foreldrar lítils drengs höfðu verið í heimsókn hjá nágrönnunum kvöld nokkurt, og þegar bjallan hjá þeim hringdi snemma næsta morguns og drengurinn stóð fyrir utan, hjeldu | nágrannarnir auðvitað að gestirnir hefðu gleymt einhverju. „Afsakið, frú,“ sagði drengurinn, „má jeg líta á gólfteppið í setustoí- unni hjá yður?“ „Já, gerðu svo vel, góði, sagði kori- an undrandi. „Komdu inn“. Drengurinn horfði á teppið i nokkr ar mínútur. Síðan sneri hann sjer að eiganda þess. „Mjer finnst það ekki það hryllilegasta, sem jeg hefi sjeð“ sagði hann. ★ Járnbrautarlestin nam svo skyndi- lega staðar, að farþegar hennar kippi ust harkalega til. „Hvað hefir komið fyrir?“ hrópaði taugaóstyrk gömul kona. „Við ókum yfir kvi“, svaraði lest- arvörðurínn. „Var hvm á járnbrautarteinunum?“ „Nei, nei,“ svaraði hinn hneykslaði lestarvörður, „við eltum hana hinn í fjós“. ★ Lestarvörður: „Mjer þykir mjög | leitt að þurfa að segja yður það, frú j en bærinn, sem þjer ætluðuð til, er jbrunninn niður til ösku.“ Konan: „Það er allt í lagi. Það [ verður áreiðanlega búið að byggja hann upp aftur, þegar lestin kemur þangað." ★ „Viltu giftast mjer, ástin mín?“ „Ætlarðu alltaf að leyfa mjer að gera það sem mjer sýníst?" „Auðvitað". „Má mamma búa hjá okkur?“ „Já, það er sjálfsagt elskan." ,Ætlarðu að hætta í spilaklúbbnuns og alltaf að íáta mig fá peninga, þegar jeg bið um þá?“ „Með ánægju, vina min.“ „Því miður, jeg gæti aldrei gifst svona rolu.“ ★ „Jeg býst við, að þú hafir heyrt sögusagnir um það, að jeg sje trú- lofaður Peggy." „Já, og ef það er satt, óska jeg þjer til hamingju, en ef það er ekki satt, óska jeg henni til hamingju." Sendibílastöðin h.f. fnsrnlf«Htr»-ti II. — Sími 5113 6F LOF7VH GKTIJR ÞAH EKKi ÞÁ UVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.