Morgunblaðið - 30.06.1951, Page 6

Morgunblaðið - 30.06.1951, Page 6
6 >1 •< « I. |i (V K I 4 t-l I tJ Laugardagur 30. júní 1951 e Utg.: H.f. Árvafcur, ReyKjavm Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, ínnamands í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna tneð Lesbók. Hin örvandi hönd wisfmann Guðmundsson skrifar um BÓKMEIMIMTIR TJM þessar mundir stendur yfir 11. þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Er það að þessu sinni háð á Akureyri. Sækir það margt fulltrúa frá hinum ýmsu samtökum æskulýðsfjelaga Sjálf- stæðisflokksins. Samband ungra Sjálfstæðis- manna var eins og kunnugt er stofnað árið 1930. Fjölmennur hópur menntamanna og ungs fólks úr öllum stjettum þjóðfje- lagsins hafði þá fyrir skömmu myndað fyrstu ' fjelög ungra manna innan flokksins. Mikill á- hugi ríkti fyrir auknu samstarfi og víðtækari samtökum meðal Sjálfstæðisæskunnar í hinum ýmsu landshlutum. Þau rúm 20 ár, sem SUS hefur starfað hefur það jafnan verið í fylkingarbrjósti í baráttu Sjálf- stæðismanna fyrir stefnu sinni. Ungir Sjálfstæðismenn hafa rr.arkað sjer stórhuga stefnu og frjálslynda. Meðan umræður stóðu um það, hvernig með skyldi farið er sambandslögin rynnu út, tóku þeir hiklausa afstöðu þegar í stað með sambandsslitum og lýðveldisstofnun. Jafnframt hófu þeir baráttu fyrir fjölmörgum al- mennum umbótamálum, svo sem lækkun kosningaaldursins, aukn- um lýðtryggingum, setningu laga og reglna um meðferð þjóðfán- ans, atvinnuumbótum til lands og sjávar, framkvæmdum í fræðslu- og menningarmálum o. s. frv. Óhætt er að fullyrða að sam- tök unga fólksins hafi haft mjög mikil áhrif á starf og stefnu Sjálf stæðisflokksins á þessu tímabili og hafi átt sinn þátt í farsælli forystu flokksins í mörgum þýð- ingarmiklum málum. En hvert er verkefni samtaka ungra Sjálfstæðismanna í dag? Því er fljótsvarað. Það er enn sem fyrr mikið og víðtækt. Þjóð- inni ríður nú e.t.v. meira á því en nokkru sinni fyrr síðan hún öðlaðist stjórnfrelsi, að treysta máttarviði lýðræðis síns. Því er ekki að neita að vissar hættur steðja að því. Ein þeirra er sam- stjórnarskipulagið, sem þjóðin hefur búið við um langt skeið. Enginn einn stjórnmálaflokkur hefur haft meirihluta á Alþingi. Þess vegna hafa flokkar með meira og minna ólíkar stefnur og viðhorf til þjóðmála orðið að vinna saman. Afleiðing þess hef- ur svo orðið sú að stjórnarstefn- an hefur sjaldnast verið greini- lega mörkuð. Þjóðin hefur heldur tkki getað dregið neinn einstakan flokk eða stefnu til ábyrgðar fyr- 'r stjórn landsins þegar gengið hefir verið til kosninga. Allt þetta hefur átt ríkan þátt í að skapa glundroða og upplausn í pólitísku lífi landsmanna. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Þjóðin þarf að vita um hvað er barist. Hún verður að gera sjer það Ijóst að það er hún sjálf, sem ákveður stjórn- arfar sitt. Ef hún er á móti hrossakaupum og glundroða samsteypustjórnanna er bein- asta Ieiðin til úrbóta að veita cinum stjórnmálaflokki meiri- hlutafylgi. Það er hlutverk ungra Sjálf- stæðismánna og raunar allra fylgismanna Sjálfstæðisflokks ins að taka upp einarða og hik lausa baráttu fyrir meirihluta f lokksins á Alþingi. Þeir vcrða að gera þjáðinni það skiljan- Iegt, að á annan hátt getiv hún ekki skapað sjer heil- brigt stjórnarfar. Þeir verða að berjast gegn þeim hugsun- arhætti að erfitt sje eða ó- hugsandi að ná slíkum meiri- hluta. Sannleikurinn er sá að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mikla möguleika til þess að ná meiri- hlutaaðstöðu á skömmum tíma. Fólkið er orðið þreytt á henti- stefnu samstjórnanna. Það vill fá ábyrga stjórnarstefnu. Það veit að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað höfuðborg landsins einn til ómetanlegs gagns fyrir íbúa hennar og raunar þjóðina i heild. Það sjer að raunhæfustu umbæt- urnar, sem unnar hafa verið í landinu hafa verið framkvæmdar undir forystu Sjálfstæðismanná. Af öllum þessum ástæðum er Sjálfstæðisflokkurinn í vexti. Hann nýtur vaxandi trausts og álits í sveit og við sjó. Æskulýðssamtök hans eru öflugri en nokkurs annars stiórnmálaflokks. Gefur sú staðreynd glæsilegasta fyrir- heitið um framtið hans. Það má því með sanni segja að íslensk æska hefur rjett Sjálfstæðisstefnunni sína örv- andi hönd. Heim fil Hóia Á 400 ÁRA dánarafmæli Jóns biskups Arasonar í fyrra, var ákveðið að færa prestsetur Við- víkursóknar í Skagafirði frá Vatnsleysu, þar sem það hefur verið um hríð, heim til Hóla. Er til þess ætlast að prestur sitji þar framvegis, enda fullkomin hneysa að hið fornfræga biskupssetur skuli um langan aldur hafa verið annexía. Sjera Björn Biörnsson á Vatns- leysu, sem þjónað hefur Hóla- dómkirkju undanfarin ár, skýrði blaðinu frá því í gær, að nú væri hafinn undirbúningur að bygg- ingu prestsseturs á Hólum, en þai hefur til þessa ekki verið neitt húsaskjól fyrir prest. Mun í ráði að hefjast handa um bygg ingarframkvæmdir í þessu skyni í sumar. Ástæða er til þess að fagna þvi að hinu forna biskupssetri skuli nú sýndur nokkur sómi. Það sæt- ir hinni mestu furðu, hversu skeytingarlausir við íslendingar h.öfum verið um veg og virðingu biskupssetranna. Lítið dæmi FYRIR tveimur árum beittu Sjálfstæðismenn sjer fyrir þeirri breytingu skattalaga á Alþingi, að hætt yrði að skattleggja auka- vinnu efnalítilla einstaklinga við byggingu eigin íbúða. Var frum- varp þeirra um þetta samþýkkt, enda fullkomið rjettlætismál. Hefur þessi breyting skattalaga gert fjölda af efnalitlu fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. Ætla fnætti að Framsóknar- menn, sem nú þykjast vera sann gjarnastir allra í skattamálum, htfðu stutt þessa tillögu Sjálf- 1 stæðismanna öfluglega. En þvi íór fjarri. Þeir reyndu þvert á móti að tefja fyrir framgangi hennar eftir megni. Ekki var þessi breyting þó í þógu „hinna ríku“ Hún var gerð fyrir efnalítið fólk, sem af litlu hefur að taka til þess að koma sjer upp eigin húsnæði. Nei, Framsókn gamla hafði um annaö og þarfara að hugsa en greiða götu efnalítils fólks við húsbyggingar. Þetta er að- eins lítið dæmi um víðsýni Tímaliðsins í skattamálum. HRAUNKVÍSl AR, eftir Braga Sigurjónsson. — Teikningar eftir Garðar Loftsson. — Bókaútgáfan Norðri. Hraunkvíslar sýna framför í rímleikni og smekkvísi, frá fyrri bók Braga Sigurjónssonar. Kvæð- in eru flest vel kveðin, ljett og leikandi, bersýnilega talsvert mik il vinna í þau lögð og er það lofsvert. Deila má um gott og betra, — en „Gunnuklettur“ þyk- ir mjer best: „Afleiðis á öræfunum öllum veðrum sorfinn stendur Gunnuklettur. Grýttar auðnir glotta við’ á báðar hendur. Þó er eins og bjarma bregði bænin sú um myrka vegi, sem í mjúka molabergið meitlaðir þú á efsta degi. Þú komst ein af vestan, vildir vitja aftur heimabyggða. Kanske fólst þar, geymt í grasi, gæfuhnoðað fagurskyggða? Lengi og víða leitað hafðir, lífið beiskan drykk þjer færði. En bjargföst trú á betri tíma blóðugt hjarta græddi og nærði. Forna treð jeg förustíga, furða mig á sögu þinni: Hvernig gastu guðstrú þír.a geymt í allri fátæktinni? Hvernig fjekkstu haldið hjarta heitu af lífi, trú og vonum, fyrst að þú hlaust aldrei annað en örbirgðina í gjöf frá honum? Heimsins láni hef jeg fagnað, hrósað sigri í mörgum brýnum, lifað þrátt við auð og allsnægt, eignast val á kjörum mínum. Þó finn jeg að þú ert, Gunna, þúsund sinnum meiri af þínu: Jeg hef löngu tapað trúnni, trúnni á guð úr hjarta minu.“ Fleiri góð kvæði eru í bókinni, en ýms þeirra eru þó helst til ^ngdregin, efninu ekki nægilega samanþjappað, og enn skortir víða á að nógu vel sje vandaður frógangurinn. — Bragi Sigurjóns- son er snoturt skáld. En um leið gildir það sama og svo marga fleiri: að hann mundi geta tekið fastar á og orðið betri! f ÖÐRUM LÖNDUM, eftir Andrjes Guðnason frá Hólmum. Hólmaútgáfan. Bókin hefur að færa ferða- þætti, smásögur og skáldlegt riss, allt lipurlega ritað, lifandi og hressilegt. Höf. er ungur maður, fullur af frásagnargleði og hefur vakandi auga fyrir því sem skeð- ur í kringum hann. Af öllu þessu mætti ráða að gáfur hans væru betur fallnar tíl blaðamennsku en skáldskapar, en engu skal spá‘5 um hvort verður ofan á. Bók hans er allt annað en leiðinleg, hann getur haldið lesandanum rígföstum við efni, sem oft er í sjálfu sjer lítilsvert — og lofar það góðu, bæði fyrir skáldið og blaðamanninn. Og það hygg jeg að nafnið hans verði einhyern- tíma þekkt, það er töggur í karli, hann getur þegar skrifað. — VÖGGUVÍSA, brot úr æf- intýri. — Gamalt fólk og nýtt, tólf smásögur. — Eftir Elías Mar.. — Helgafells- útgáfan. Elías Mar hefur fullan vilja á því að verða skáld og er þegar tekinn að færast talsvert í auk- ana. Hann hefur bersýnilega þá viljafestu til að bera, sem oít reynist skáldum öruggara vega- nesti en miklar gáfur! — Nýlega hafa komið út tvær bækur eftir hann, skáldsaga og smásagna- safn. Skáldsagan, „Vögguvísa“, hefur vakið athygli, og á það skilið, en smósagnasafnið er þó betri bók, best þeirra, er Mar hefur enn gefið út. „Vögguvísa" fjallar um ungan pilt, sem er að lenda á glap-1 stigum. Sagan er vel byggð, „upp-j slagið“ ágætt, efnið tekið föstum j og öruggum tökum í byrjun og nokkuð fram eftir bókinni, en1 losnar í reipunum, þegar líður að lokum. Persónur, einkum Bam- bínó sjálfur, eru sumar snotur- lega gerðar og sjálfum sjer sam- kvæmar. En höf. skortir líís- reynslu og sálfræðilegan skiln- ing til að gera úr þessu það lista- verk, sem það hefði getað orðið í höndum þjálfaðra skálds. Þó er sagan vel læsileg, og víða í henni eru góðir kaflar. Inn- brotinu, og heimsókn Bambínós til Leifs, er t. d. ágætlega lýst. Málsmeðferð höf. er enn allsóða- leg á köflum, en þó batnandi. — Þarna er heildsali, sem vitan- lega er gerður að fííli, en Elías skortir alveg þá gáfu, enn sem komið er, að geta búið til fífl! Og hinar heimspekilegu hugleið- ingar hans eru undantekningar- lítið þrautleiðinlegar. Smásögurnar eru betri og heil- steyptari tók en „Bambínó". Enda þótt þær sjeu gerðar á mörgum árum, að sögn höfundar, bera þær heildarsvip og í þeim hef jeg fyrst fundið glögg sjerkenni þessa ungarithöfundar. Hann á meira í þeim sjálfur en hinum öðrum bókum sínum. — Fyrsta sagan, „Gamalt fólk“, er mjög vel gerð, lítið, en vandað listaverk, og það frumlegasta, sem jeg hef sjeð eftir Mar. „Stúlka miðarl byssu“, er einnig góð saga, sjer- kennileg og vel rituð. Þarna er og lítil skáldsaga, sem nefnist „Heiman og heim“, sem margt er j vel um, þótt gallar sjeu tals- verðir. — Þegar best lætur er Elías Mar! viðkunnanlegur rithöfundur, —; frásögn hans stillileg ,lygn á yfirborði, með blæ hinnar fornuj kröniku, en dulur óróleiki undir. | Þetta eru sjerkenni hans, það besta sem hann hefur enn að leggja á borð með sjer — og eng- anveginn litið. En auðvitað gæt- ir áhrifa í bókum hans úr ýms- um áttum, — ekki síst að vestan, — og er það fullkomlega eðli- legt hjá svo ungum höfundi. — Takist honum að hreinrækta sjer kenni sín, jafnframt því sem hann lærjr tæknina og galdra- brögð stíls og máls, þá er hon- um óhætt. — Ferðamannahépur lil Skotlands ' í NÆSTU ferð Gullfoss hjeðan til Leith og Kaupmannahafnar, mun. hópur ferðamanna heimsækja Skotland. Fyrsti höpurinn fór með skipinu í síðustu ferð þess og kemur heim aftur með því. Ferðafólkið dvelst í Skotlandi í sjö daga. Þessa daga er mikið ferðast um, og sögufrægir staðir og byggingar skoðaðar, söfn ovj komið til ýmissa bæja. Skoðuð verða iðjuver og þá síðast en ekki síst hin fagra höfuðborg Skoi- lands, Edinborg, en einnig verður farið til Glasgow, sem að vísu er stærri, vegna hins mikla iðnreksí urs þar. Einn daginn verður dval ið á skemmtilegri baðströnd í Ayr Eins og fyrr segir, verður farið þann 7. júlí og enn geta nokkri komist með. Síma-sjálísaSi SÍMA-SJÁLFSALI hefur verið settur upp á Keflavíkurflugvelli og er honum komið fyrir í einum símaklefanna í biðsal gistihúss- ins. Með því að setja tvo 2-krónu peninga í sjálfsalan geta menn valið þaðan símanúmer í Reykja- vík allan sólarhringinn. Tækið er smíðað hjá Lands- símanum. 'rii.ii. —Víkverji skrifarr m DAGLEGA LÍFINU „Norðurstranda stuðlaberg“ F'NN einu sinni getum við ís- ' lendingar verið hreyknir af frammistöðu/ íþróttamanna okkar á erlendum vettvangi. — Þegar þetta er skrifað er að vísu ekki vitað um nema úrslit fyrri dags- ins í íþróttakeppninni í Osló. En það út af fyrir sig er alveg nóg. I Og ekki vantar að vel sje fylgst með hvernig piltunum okkar I gengur. Tugir manna stóðu allt kvöldið á fimmtudaginn í Aust- , urstræti til að fylgjast með er úrslitin voru birt hjá Morgun- blaðinu. í gær var hin glæsilega frammistaða islensku piltanna * aðalumræðuefni manna. Óþjálft nafn I7URÐULEGT er að málhreins- unarmenn vorir skuli ekki hafa fárast neitt vegna orðsins „frjáls-íþróttir". Það er þó bein þýðing úr dönsku, en bein þýðing á dönskum orðum hefur lengi verið þyrnir í augum hinna svo nefndu málhreinsunarmanna. Ilvorki lýgi nje Iatína HEYRIST ekki oft sagt: „Þetta er ekki nema danska“. — Þó eru í íslensku máli ágæt og ramm islensk crð, sem virðast vera þýðing úr dönsku. En hvað, sem því líður, þá er það hvorki lýgi, eða latína, að „frjáls-íþróttir“ fara illa íslensk- u.m tungum og mætti vissulega gera bragarbót. Ljótur grikkur með peningasendingu IVIKUNNI fjekk einn af starfs- mönnum við Morgunblaðið sc-ndibrjef í póstinum, sem kom heldur en ekki illa við hann. Ut- anum brjefið var umslag af lje^ legustu tegund, þannig að varla mátti við það koma, svo það rifn- aði ekki. Brjefsnudda þessi var send sem almennt brjef með einnrara krónu frímerki. | En þegar brjefið var opnað ultu úr umslaginu 2000 krónur í peningum með tilmælum um að! skila til tveggja tiltekinna. kirkna. Undirskriftin var stafur- inn T. Viðtakanda brjefsins brá heldur en ekki í brún. — Ef brjef ið hefði nú glatast, af einhverjum. ástæðum og aldrei komið fram? Hvar var þá viðtakandi staddur í augum sendanda? Ekki er það þjófhræðsla IÁTUM það vera þótt menn .* * sjeu ekki þjófhræddir. Sem betur fer eru íslendingar ekki at- mennt hnuplsamir og venjulega er óhætt að skilja eftir verðmæti, án þess að staðinn sje vörður unn þau. — En þegar menn senda pen ir.ga, hvort heldur er með pósti, eða á annan hátt er sjálfsagt, að setja brjefin í ábyrgð, eða látá sendilinn taka kvittun viðtakanda. 1— Ábyrgðarbrjefskvittunin er trygging fyrir alla aðila, sem handfjatla brjefið, sendanda, póstmanna og viðtakanda. j Segja mætti að það væri ekkí ntma sjálfsögð kurteisi, að gera slíkar öryggisráðstafanir. í Ekkert einsdæmi ÞVÍ miður er það ekkert eins- dæmi, að menn sendi peninga fúlgur og það öft stórar upphæð- ir í almennum pósti, eða láti fleygja umslögum með peningum inn í skrifstofur, oft illa merkt. i Slíkt á ekki að eiga sjer stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.