Morgunblaðið - 30.06.1951, Page 10

Morgunblaðið - 30.06.1951, Page 10
» 10 MORGUNBLAÐÍ0 Laugardagur 30. júní 1951 'Framhaldssagan 33 FÐASKRAllXI Skáldsaga eftir Neliu Gardner White við höfum. -Og um þuð hve nauð- synlegt það er fyrir þig að kom- ast burt og lifa þínu eigin lífi. Um það hve nauðsynlegt það er fyrir þig Franeis að læra að standa á eigin fótum. Jeg vissi að við urðum að fá peninga. Jeg hjelt .... fyrirgefið mjer .... að þið óskuðuð þess. Jeg skamm- ast mín ekki fyrir það, Francis að þú ert sonur Zachary. Jeg er því glöð. Jeg elskaði hann mjög heitt, löngu áður en jeg hitti Ed Lord. En hann var ekki samboðin mjer, eftir því sem móðir mín sagði. Jeg var alin upp .... já, þið vit- ið hvernig jeg var alin upp. Þið þekktuð ömmu ykkar og vissuð hvernig hún var. Jeg var veik- lynd. Jeg þorði ekki að óhlýðn- ast henni. Við fórum oft á skauta og Zachary kom á tjörnina .... en við þurfum ekki að tala um það .... Zachary fór burt og jeg áleit að öllu væri lokið. Þess vegna giftist jeg og hjónaband okkar var gott á almennan mælikvarða. Svo keypti Zachary Throne púð- ui’verksmiðjuna og .... þið þurf- ið ekki að vita smáatriðin. Jeg var ung. Jeg þjáðist. Jeg reyndi að losna úr hjónabandinu en mig skorti kjark. Jeg hjelt að jeg gæti hætt það upp með því að verða fyrirmyndar húsmóðir. En jeg veit að jeg gat aldrei bætt það upp. Jeg reyndi að gera ykkur sterk, en ekki veiklynd eins og jeg var. Þegar Miranda kom heim eftir skólagönguna, ]iá varð jeg fyrir vonbrigðum. Jeg vildi að hún færi og lifði sínu eigin lífi .... yrði listmálari eða hvað sem hana langaði til .... vjelritunarstúlka, ef ekki annað. En þú komst heim, Miranda, eins og þú fyndir þig hvatta til að feta í fótspor mín og gætir ekki siitið þig lausa. í'rancis, þú hefur aldrei verið steyptur í sama mót <>g Lordfólk- ið. En þú hefr.r átt erfitt .... og þú þarfnast tíma til að jafna þig. Jeg hafði engar áhyggjur af framtíð þinni nema það að þú þarfnaðist tíma. Þegar maður er kominn yfir sextugt fer tíminn að styttast. Jeg vissi ekki hve larig- ur tíminn yrði“. Francis horfði á móður sína eins og hann hefði aldrei sjeð hana áður. „Hvers vegna giftist þú honum ekki .... á eftir?“ Mary Lord leit á þau öll til skiptis og í fyrsta sinn virtist hún vera gömul. „Jeg vona að guð fyr- irgefi mjer það“, sagði hún. „Jeg get ekki fyrirgefið mjer það sjálf“. En hún svaraði ekki spurning- unni. „Vænna um Francis", sagði frú Lord. „Nei, það er ekki rjett, Mir- anda. Mjer hefur alls ekki þótt vænna um hann. Jeg elska ykkur bæði, en ástin getur aldrei verið heil, þegar hún er byggð upp á lýgi. Nú skulum við muna að segja alltaf satt og vera hreinskilin hvert við annað“. Francis stóð upp. „Mamma, farðu að hvíla þig“, sagði hann óstyrkri röddu. „Þú ert þreytt. Jeg er orðinn hress og jeg lofa því að haga mjer ekki eins og fífl aftur“. Hann beygði sig niðúr og kyssti á vanga hennar. „í þínum sporum, drengur minn, mundi jeg ekki fara að sofa strax", sagði Bell læknir. „Farðu í stutta gönguferð og andaðu að þjer fersku lofti fyrst“. „Já“, sagði Francis. Bell læknir kvaddi með handar- bandi og fór. Miranda sat hreif- ingarlaus við borðsendann. Allur þótti var horfinn úr svip hennar og hún varð bamaleg i framan. „Hann er búinn að ná sjer“, sagði hún. „Já, það held jeg“. „Jeg skil bara ekki hvernig hann gat haldið að mamma og jeg vildum sækjast cftir pening- unum. Hvernig hann gat haldið að okkur væru peningarnir nokk- urs virði ef við áttum að missa hann“. „Hann hefur verið vcikur .... Eins og móðir ykkar sagði, þá getur ástin ekki verið hrein, ef hún er byggð upp á lýgi. Það voru ekki svefnpillurnar .... Hjarta hans var brostið. Honum er alveg óhætt núna.“ „Jeg býst ekki við því að þú trúir mjer, en jeg er fegin að þetta hefir allt skeð“. „Jeg trúi því“. „Loksins erum við orðin eins og mannlegar verur .... eins og Frank og Jennie. Jeg er orðin tuttugu og fimm ára og jeg hef aldrei verið eins og mannleg vera fyrr. Hún hefur alltaf óskað þess að jeg færi burt og yrði sjálf- stæð persóna. Þú trúir því sjálf- í sagt ekki en jeg hef aldrei skilið það fyrr en nú“. „Jeg sagði það áðan að jeg trúi þjer“. ,,Þú hefur vciið okkur mjög góður“. „Góður? Nei, alls ekki. Jeg elska þig .... en jeg vissi það ekki fyrst hvað það er dásamlegt að elska. Það er einfalt, býst jeg við En Webster gat vel ímyndað sjer ástæðuna. Hún var orðin of gömul. Hún mundi verða kjána- íeg .... hún gat haldið að hann bæði hana að giftast sjer af skyldu. Nei, hún mundi ekki hafa haldið það. Hún vissi að hann hafði alltaf elskað hana, eins og hún hafði elskað ha: n. Hún gat bara ekki breytt neinu. Það var allt og sumt. Og hún varð að lifa við þá staðreynd að hún hafði ekki getað það. Hún varð að lifa með vitneskjuna um það, að hún hafði tækifæri til að búa með Zaehary Thorn í sex ár í húsinu á hæðinni, sem hann hafði keypt handa henni .... og hún hafði ekki farið til hans. Hún varð að lifa með vitneskjuna um það að Zachary Thome hafði loks gefið ■upp vonina um að hún mundi koma. Það var um seinan. Hún gat það ekki, vegna barnanna og sjálfrar sín vegna. En nú sagði hún satt og Webster hugsaði með sjer að hann mundi a'drei gleyma henni eins og hún sat þarna við horðið, þreytuleg og gömul. En hún horfði á Francis og móður- ástin skein úr augum hennar, „Jeg skildi aldrei hvers vegna þjer þótti alltaf vænna um Francis", sagði Miranda. .... og þó virðist það vera mjög flókið“. „Það hlýtur að hafa verið hræði legt fyrir hann ----- Thorne, á jeg við .... að hafa aldrei eignast hana fyrir konu“, sagði hún skyndilega. „Já. Það er erfitt að hugsa um það. Það hefur verið þung- bært fyrir hann og hana. Lífið hefir orðið inskis virði“. „Fór Francis út? Eigum við að fara og sækja hann?“ „Já“. Hún tók kápu og þau fóru út saman. Niðri við torgið mættu þau Francis. En Webster til undr- unar nam Miranda varla staðar þegar hann nálgaðist. Hún sagði aðeins: „Jeg kem bi'áðum .... góða nótt“. Þegar hann var far- inn framhjá sagði hún: „Jeg vil ekki að hann haldi að jeg hafi áhyggjur af honum. Jeg hef það heldur ckki“. Um leið og þau gengu framhjá skrifstofunni, sagði Webster. „Mir anda, við skulum ekki láta líf okk- ar verða tilgangslaust". „Nei, John .... við skulum ekki gera það“, sagði hún. Og þar getum við skilið við þau og hætt við söguna, sem reyndar tekur aldrei enda. Því sagan er ekki aðeins ástarsaga, sem snertir ungan mann og unga stúlku, og þó er það ástarsaga. Um konuást og móðurást og ást- ir á milli systkina og um ást á heimili og nafni. Og sagan endar aldrei, því ástin er eilíf og vex á meðan fólk lifir. Og þegar John Webster var litið út um gluggan sinn á sunnudagsmorguninn og sá Mii'öndu og Francis ganga með móður sinni til kirkjunnar, þá fann hann hvernig ástin hafði orðið til og vaxið með honum sjálf- um. Þetta var hans fólk, hans f jöl- skylda og ástir þeiri’a og sorgir voru pai'tur af honum til eilífð- ar. Chi-is litli og Fi-ank og Jennie áttu líka hlutdeild í honum og sömuleiðis ungfrú Everts Partelli og Jake Rivers. Og Trigo var partur af honum og gamli lækn- irinn og Burrells hjónin. Gula húsið læknisins og einmanalega húsið á hæðinni, þar sem Zachary Thorne hafði beðið árangurslaust, snæviþaktar göturnar og pílvið- ai'trjein á íorginu. Metox'ðagjarni ungi maðurinn, sem hafði látið sig di-eyma um fi-amtíðai stöðu hjá Merriweather og Brace var hox'f- inn. Hjer lá fyrir honum lífsstai'f- ið. SÖGULOK. Wvrm® ÖPPREISN í AFRÍKU EFTIR J. BOSTOCK 4 Sikandi var nafn það, sem hinir innfæddu höfðu gefið sjera Jóni Alexander trúboða og góðum vini Maitlands umboðsmanns. Hann var góður maður, elskaður og virtur af hinum innfæddu. Hann umgekkst þá líka sem jafningja sína, en horfði ekki niður á þá, eins og hvítir menn gera stundum. — Það er ekkert óvenjulegt, þó það rjúki hjá honum Abikou. Ef til vill hefur hann frjett af því, að við ættum hjer leið fram- hjá og hann er að steikja kálf til þess að taka vel á móti okkur. — Já, en það er meir en reykur.herra, jeg sá eldblossa líka. Nú hrökk Merrill við. Hann varð fölur sem nár og hann stillti kíkinn á reykjarstrókinn sem stóð beint upp úr skóginum. Hann hrópaði upp yfir sig af undrun, því að hann hafði skyndi lega komið auga á logatungur milli skógarlaufsins. Hvað hafði gerst í trúboðastöðinni? Hafði Bawali þegar greitt fyrsta höggið? Þeir voru komnir hjerumbil á móts við trúboðsstöðina, þegar skipið strandaði skyndilega á sandrifi og kipptist svo til, að Merrill var næstum dottinn um koll. Líkast til hafði stýrimað- urinn verið svo niðursokkinn í að íhuga örlög trúboðans, að hann hafði gleymt að gæta að því, að „Ljónið“ hafði færst a? ijettri leið. Opnumí dng nýja matvörubúð, í húsakynnum gömlu Kópavogsbúðai'- innar við Hafnarfjarðarveg. — Höfum á boðstólum allar fáanlegar matvörur og nýlenduvörur, einnig brauð. — Frá og með mánudeginum 2. júlí, verður þar einnig seld mjólk, rjómi og skyr. SÍMI BÚÐARINNAR ER 5 9 G 3 . Fjelagsmerki úr málmi og ofin, útvegum við frá Englandi með mjög stuttum fyrirvara. — Sýnishorn fyrirliggjandi. LÁRUS ÓSIÍARSSON & CO. Kirkjuhvoli. Hafnfirðskar siúlkur Ákveðið hefir verið að stofna fimleikaf jelag kvenna. — Stofnfundur verður haldinn sunnudaginn 1. júlí í Flens- borgarskólanum kl. 5 e. h. Undii'búningsnefndin. SÍLDARSTÚLKUR vantar Óskar Halldórsson h.f. til Raufarhafnar, fríar ferðir og kauptrygging, nýtt íbúðarliús, — 4 stúlkur í herbcrgi. Á Raufarhöfn mega stúlkur vænta góðrar atvinnu. Upplýsingar Ingólfsstræti 21. 3 Útgerðarmenn Herpinætur til sölu: Hringnætur, 2 báta nætur og Hval- f jarðarnætur. Ennfremur getum við útvegað með stuttum fyrirvara þorska-herpinætur samkv. norskri fyrirmynd. Netagerðin Grænigarður P. Njarðvrík, Ísaíirði. ííiiJimrnQroTHrtn*«iii AÐVÖRUN til kaupenda Morg u n hlaðsins Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu þess hjer, verða að greiða það fyrirfram. — Rcikninga verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan 14 daga frá komudegi. — Moigunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.