Morgunblaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 10
10 MORGUnBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. júlí 1951. iiimunninniinnimn Fiamhcudssagan 8 iiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiititiniiiiniiiiiiiiiiiitiiiiiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiitiiiiiiiiiininin STÚLKAN 0G DAUBINN .tiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiinniiiM'iiiiiiiiiiH Skdldsaga eftir Quentin Patrick „Það er sjálfstagt ekkert al- yarlegt", sagði jeg. En jeg trúði því ekki sjálf. „Finnst þjer að jeg eigi að tala við Penelope, Jerry?“. „Já, gerðu það. Lee. Við. . ..“. Hann þagnaði og sleppti hönd minni. Hann horfði yfir öxl mína til dyranna. „Góðan daginn, Norma“. Jeg sneri mjer við. Norma Sayler stóð í dyrunum, há og grönn í nýrri drakt. Hún sveif jnn og að rúminu. „Góðan daginn, Jerry“, sagfiii hún blíðlega og eins og hún ætti hvert bein í Jerry. „Jeg á ekki að fara í tíma fyrr en klukkan tólf svo jeg ætla að fara á hár- greiðslustofu og láta lagfæra á mjer hárið. Jeg kom bara með síðasta heftið af tímaritinu okk- ar“. Hún hjelt ó „Wentswort Clar- jon“ undir handleggnum og fleygði því á rúmið. Svo niður- lægði hún sig loks til að taka eftir mjer. „Fallega gert að koma við hjá Jerry og lífga hann upp eins og jeg bað þig um að gera“. Og svo ljet hún eins og hún sæi mig ekki lengur. Sama var ekki hægt að segja um Jerry. Þegar jeg fór út, fann jeg, mjer til mikillar ánægju, að hann horfði á eftir mjer .... og að hún sá það. 4. Eftir heimsókn mína á sjúkra- húsið, var jeg enn áhyggjufyllri yegna Grace. Hún hafði ekki gert Jerry að trúnaðarmanni sínum og hún hafðí ekki minnst á sjóliðsforingjann við hann. — Hún hafði ekkert minnst á það, að hún ætlaði burt. Og hún var farin án þess að skila mjer aftuv loðkápunni. Því meira sem jeg hugsaði um það, því órólegri varð jeg. Jeg gekk þungum þönkum yfir völlinn og þá kom jeg auga á Elaine. Hún kom hlaupandi á móti mjer. Augu hennar ljómuðu undir þjetthrokkna hárinu „Lee, jeg hef leitað að þjer um allt“, sagði hún. „Hvílík nótt. Hvílík nótt. Jeg man ekki eftir neinu. Nick Dodd sagði mjer áð-! an að Steve hefði komið heim! um .leið og mjólkurbíllinn í morg un....“. Hún þagnaði til að draga andann. „Þú veist auðvitað að Grace kom ekki heim í nótt. — Penelope var uppi hjá okkur. Hún var eins og þrumugnýr og nú vill hún tala við þig strax. Þú átt að fara td hennar. Það er úti um okkur. Nú kemst allt upp.... jíomdu þjer upp í bílinn og svo skal jeg aka þjer... .“. Hún settist við stýrið, en steig út strax aftur. „Fjandinn hirði Normu. Hún tekur alltaf lykilinn með sjer. Og fjandinn hirði Grace. Og fjandinn hirði þetta allt saman". Jeg hafði ekki tíma til að hlusta á skammirnar lengur. Jeg reyndi að berja niður óttann, sem var að gagntaka mig og flýtti mjer yfir í kennarahúsið. Penelope sat inni á móttöku- herbergi sínu. Hún stóð við glugg ann og reykti sígarettu af ákafa. Við hlið hennar stóð hávaxinn, ungur maður. Jeg þekkti hann ekki. Hann var í gráum fötum og dumbrauðri skyrtu. Penelope leit ekki á mig. Hún slökkti í sígarettunni í ösku- bakkanum og sagði: „Þjer vitið að Grace Hough kom ekki heim í nótt?“. „Já“, sagði jeg. Penelope kinkaði kolli í átt- ina til unga mannsins. „Þetta er Tránt, lögreglufulltrúi". Svo í>bætti hún við hægt og með á- fherslu: „Frá leynilögreglunni í 'New York“. | Jeg hrökk við. I Penelope sneri sjer að mjer. „Þetta er leiðinlegt mál. Við verðum að reyna að taka þessu með ró. Trant, lögreglufulltrúi, hefur fengið tilkynningu frá Greyville .... það er smáþorp um það bil þrjátíu kílómetra hjeðan í áttina til Albany. Það hefur fundist lík ungrar stúlku í ánni þar. ...“. Jeg hlýt að hafa riðað á fót- unum, því að Trent, lögreglu- fulltrúi, flýtti sjer til mín og tók um handlegg minn til að styðja mig. „Á fötunum hennar fundust merki frá þvottahúsinu hjerna“, sagði Penelope. „Við getum auð- vitað ekki verið viss um að þetta sje Grace, en lögreglufulltrúinn vill fá einhvern með sjer til Grey ville til að sjá hvort svo er“. Jeg sá Penelope ekki lengur. Þjett þoka lá fyrir augunum á mjer qg hún hyarf mjer sjónum. „Eins og þjer vitið, Lee, á Grace enga aðra ættingja en bróð ur sinn, og Baker, læknir, segir að það sje ómögulegt að flytja Jerry frá sjúkrahúsinu eins og e.r. Þjer þurfið auðvitað ekki að fara. Það er engin skylda. Jeg eða einhver af kennurunum gæti farið. En þar sem þjer voruð með Grace í gærkvöldi og þar sem þjer voruð besta vinkona hennar....“. „Jeg skal fara“. Mjer fannst jeg varla þekkja mína eigin rödd. Það var eins og hún kæmi einhversstaðar neðan úr hyldýpi. Að minnsta kosti var það ekki eins og hún kæmi frá mjer. Jeg sneri mjer hægt að Trant, lögreglufulltrúa. „Hvers vegna haldið þjer að það sje Grace?“. „Hvernig var vinkona yðar klædd í gærkvöldi?“. „Hún var í ljósum silkikjól og í brúnni loðkápu“. „Og hafði hún lítið hálsmen með demöntum?“. Jeg mundi eftir því að jeg hafði horft á Grace setja á sig menið .... einasta skartgripinn, sem hún átti eftir .... mjer fannst jeg sjá hana fyrir mjer. „Hafði hún drukknað?“, spurði jeg. Trant, lögreglufulltrúi, leit snöggvast á Penelope. Svo sneri hann sjer að mjer og horfði rann- sakandi á mig eins og læknir horfir á sjúkling til að yita hvað má bjóða honum. „Það er eins gott að þjer fáið að vita það strax“, sagði hann. „Nei. Hún drukknaði ekki. Hún dó af höfuðhöggi á hnakkann“. „Það er þá ekki .... það er þá ekki sjálfsmorð?“. „Það held jeg varla, ungfrú Lovering. Við getum víst sagt með nokkurri vissu að hún hefur verið .... myrt“. j Áður en Trant og jeg lögðum jaf stað í þessa sorglegu förð til Greyville, vissi jeg að þetta mundi vera Grace Hough, sem hafði fundist i ánni. Það var ekki aðeins spurning leynilögreglu- fulltrúans um menið, sem full- vissaði mig. Það var eitthvað, sem stakk dýpra. Undir niðri hlaut jeg að hafa vitað, að þannig hlaut endirinn að verða á þessari und- arlegu hegðun Grace kvöldið áður. Trant, lögreglufulltrúi, sagði lítið. Hann virtist hafa allan hug- an við aksturinn. Þegar hann spurði um Grace, talaði hann kæruleysislega, eins og þetta væri um að ræða hverja aðra unga stúlku .... sem ennþá væri á lífi. Jeg sagði honum eitt og annað um Hough-fjölskylduna. Að þau höfðu verið með rikasta fólkinu í Newhampton og höfðu allt í einu misst allar eigur sínar. — Hough hafði verið forstjóri í stóru lífstryggingarfyrirtæki. En hann hafði bráskað með fje, sem honum hafði verið trúað fyrir og framið sjálfsmorð þegar auðsætt I J0HN LINDSAY I Austurstræti 14, Reykjavík. LOKAÐ 11. TIL 20. JÚLÍ. Ljósmyndastofan lokuð vegna sumarleyfa til 23. þ. m. Sigurður Guðmundsson. 3 S Lokað vegna sumarleyfa frá 16.—30. jú!í. (dj^naíaucýin oCindin h.j. Skúlagötu 51. — Hafnarstræti 18. BMí *JI» *0 Jl JULB ■ ■.* ■ ■■■■•» ■ ■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■or*Va^«4jK«XMJÍ Síldarstúlkur sem ráðnar eru til Óskars Halldórssonar h.f., Raufarhöfn, er ákveðið fari með flugvjel Flugfjelags íslands frá flug- vellinum kl. 18 n. k. fimmtudag. Farmiðar verða afhentir stúlkunum í Ingólfsstræti 21, þriðjudag og miðvikudag. ■ ■■■vnraBD ■MimrNijihna smrtrmncm UPPREISN I AFH1E17 EFTIR J. BOSTOCK 11 Merrill náfölnaði. -*rr* Þeir hafa þá vjelbyssu meðferðis. Þeir skjóta okkur í mauk, nema jeg.....Heyrðu Magambo, talaðu við mig. Magambo, uppáhalds Housa-hermaðurinn hans skreið til I.ans og Merrill hvíslaði að honum, hvernig hann hugsaði sjer að þagga niður í vjelbyssunni. Magambo hlustaði þögull á, kinnkaði kolli til merkis um að hann skildi, hvað við væri átt og læddist síðan út í myrkrið. — Jeg veit ekki, hvaða ráðagerðir þú ert með á prjónunum, sagði Alexander, trúboði. — En get jeg ekki hjálpað þjer á ein- bvern hátt við það. — Þakka þjer fyrir, svaraði Merrill. — Jeg veit, að jeg get alveg treyst þjer. En jeg vona að við Magambo getum í samein ingu þaggað niður í vjelbyssunni. — En við nánari umhugsun sje jeg þó, að þú getur orðið til mikillar hjálpar. Mjer sýnis á þjer, að enda þótt þú hafir valið þjer trúbaðastarfið, þá hefðirðu orðið góður hefmaður og nú ætla jeg að reyna það, sagði Merrill. — Við Magambo förum nú yfir fljótið til þess að reyna að þagga niður í vjelbyssunni. En þó okkur takist það þár erum við samt í hættu staddir, því að hinir myndu bráðlega komast að því að ekki væri allt með felldu og koma yfir okkur með ofurefli liðs. Þessvegna skulum við rkipuleggja þetta, hlustaðu nú á. — Ef ókkur tekst að þagga niður í vjelbyssunni og allt gengur vel, þá blæs jeg þrisvar í flautuna. Og það á þá að vera merki þess að þú stýrir hermönnunum yfir fljótið og lætur þá gera gagnárás, bjarga okkur og svo tökum við vjelbyssuna yfir fljótið aftur. — Já jeg skil, hvað þú átt við, sagði trúboðinn og var spenntur. — Jeg vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur Magambo. — Jeg sje þig vonandi aftur, sagði Merrill. Þeir tókust í hendur. Merrill sneri sjer við og skömmu seinna hvarf hann út í myrkrið. Hann skreið gegnum hávaxið grasið, fram með árbakkanum, þar til hann var beint andspænis vjelbyssuhreiðrinu. Hann sá að vísu ekki vjelbyssuna, en hann heyrði á byssutifinu að þar myndi hún vera. Svo lagðist hann niður í grasið og beið rólegur. SkriðsSoSustarl Ungur maður með próf frá Verslunarskóla íslands og sem starfað hefir undanfarin sjö ár, sem bókhaldari og gjaldkeri við útgerðar-, verðslunar- og iðnfyrirtæki, óskar eftir góðri atvinnu. Tilboð merkt: „Reglusamur — 562“ óskast sent Mbl. fyrir 20. þ. m. SKÓR VIÐ YÐAR HÆFI Fallegir í útliti, þægilegir á fæti og klæða vel. Óviðjafnanlegir að gæðum. Framleiddir í Northamp- tonshire, miðstöð skóframleiðslu Bretlands. Það er hluti margra gerða, sem fram- leiddar eru í 8 nýtísku verksmiðjum, sem allar hafa yfir að ráða full- komnustu vjelum og verkmönnum. FRAMLEITT I ENGLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.