Morgunblaðið - 26.07.1951, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.07.1951, Qupperneq 6
Fimtudagur 26. júlí 1951. t *l1fKlrUISBLAÐIÐ (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla •Vusturstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanjanfls I lausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók Austrænt hugarfar fvrir íslenskum rjetti NÝLEGA var kveðinn upp dóm- ur yfir Einari Olgeirssyni fyrir undirrjetti, þar sem Einar var daemdur til að greiða 900 krónu sekt, fyrir meiðandi og móðgandi ummæli um sakadómarann, Valdimar Stefánsson. Þar sem málið snerti Valdimar sjálfan, vjek hann dómarasæti og var setudómari í málinu Baldur Möller. Hin móðgandi ummæli, sem Einar Olgeirsson var dæmdur fyrir, viðhafði hann í rjetti, þar sem hann var til yfirheyrslu hjá snkadómara, 8. apríl 1949, út af atburðunum er gerðust hjer í bæ 30. mars sama ár. t stað þess að svara þeim fyrir- spurnum, er fyrir Einar voru lagðar í rjettinum, neitaði hann því gjörsamlega og gerði ekki annað en að lesa upp yfirlýsingu, þar sem hann lýsti því yfir, sem sinni skoðun, að dómstóllinn væri ekki óháður og hlutlaus. Talaði um „sekt“ lögreglustjóra, ráð- herra og formanna stjórnmála- flokkannaf!) Meðan að tilteknir menn væru ekki yfirheyrðir, kvaðst Einar Olgeirsson ekki svara þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar(!) Fyrir þessa yfirlýsingu og fyr- ir þetta framferði hans, var hann dæmdur í sekt, samkv. 12. kafla hegningarlaganna, er fjallar um afbrot gegn valdstjórninni. Segir í umræddri grein, að hver, sem hefur í frammi skammaryrði, eða aðrar móðganir í orðum eða at- höfnum, eða ærumeiðandi að- dróttanir við opinberan starfs- mann, þegar hann er að gegna skyldustörfum sínum, skuli sæta rtfsingu, sektum, varðhaldi eða íangelsi. Eins og gefur að skilja, fellur Einari Olgeirssyni miður að landslög skuli ganga yfir hann í þessu máli, því hann. lítur svo á, að enginn íslenskur dómstóll eigi að ná til hans. Hann, eins og aðrir kommúnistar, eigi að fá að traðka á landslögum eins og þeim sýnist. Dómarar, sem dæma þtssa herra eftir landsins lögum, eru í augum kommúnista hinir seku, því þeir, sem vinna fyrir „Kominform“ og Stalin, eiga að áliti kommúnista, að vera hafn- i. yfir íslensk lög. í Þjóðviljanum segir m. a. að tilefni dómsins sje að sjálfsögðu „hábandarískt." Með öðrum orð- um, Þjóðviljamenn líta svo á, að það sje sjerstaklega bandarískt einkenni ,að lög landsins sjeu virt og eftir þeim sje dæmt. Þetta meiðyrðamál gegn Einari Olgeirssyni og dómurinn, er hann fjekk, er á engan hátt merkileg- ur eða sjerstaklega umtalsverður atburður í sjálfu sjer. Hann er tðlilegur og sjálfsagður, á meðan s.á háttur er í landinu, að lögin eru látin ganga fram, án tillits til hverjir sakborningarnir eru. En viðbragð Einars er ein af mörgum sönnunum þess, að hin íslenska 5. herdeild lifir i allt oðrum heimi en megin þorri þjóð- arinnar. 5. herdeildarmenn eins og Ein- cr Olgeirsson, líta á sig sem sjer- rjettindastjett þjóðarinnar, er eigi að fá leyfi til að brjóta lög, eins og þeim sýnist. Og þeim mun lengra, sem þeir komast á lög- bi otaleiðinni, þeim mun hreykn- ari eru þeir af frammistöðu sinni. Þeir hafa skuldbundið sig til þess að leitast við að brjóta nið- ur hið íslenska þjóðfjelag, rjettar- far í landinu og öll einkenni og hætti rjettarríkis. Þeir eru full- trúar fyrir þá stefnu, sem ríkir fvrir austan járntjald, sem sje að allir, er dirfast að vera í and- stöðu við kommúnismann eru rjettlausir með öllu, dómarar, sem aðrir. Ef nokkur vitglóra leynist ennþá með Einari Olgeirssyni, þá ætti það ekki að ver* ofætlun, uo hann, kommúnistaforsprakk- inn sjálfur, gerði sjer grein fyrir því, hvernig farið væri með hann, er hann yrði svo óhamingjusam- ur að standa fyrir austrænum dómstóli og hjeldi því fram, að sakborningur ætti að ráða yfir dómaranum og valdsm. Sovjet- ríkjanna. Getur hann hugleitt það og skýrt frá því opinberlega, hvernig hann væri staddur, ef rússneskt rjettarfar ríkti, þar sem hann ber fram yfirlýsingu ámóta við þá, sem hann skjálf- raddaður las upp 8. apríl 1949, fyrir sakadómaranum hjer i Reykjavík. Og er þó munurinn sá, að þar mundu ásakanir Einars vera sannar. Þar er dómarinn ófrjáls og þorir ekki annað en hlýða yfirvöldunum. Hjer ráða þau engu um gerðir dómara. Á ísí- landi eru dómarar frjálsir í orði cg verki. Það er einkenni kommúnist- anna, bæði hjer á landi og ann- ars staðar, að þeir gera sjer aldrei grein fyrir þvi, hvernig þeir væru staddir ef þeir fengju sömu meðferð eins og flokks- menn þeirra sjálfra búa andstæð- ir.gum sínum. Hvað yrði úr Einari ef hann hegðaði sjer með sama dólgshætti gagnvart komm- unistiskum yfirvöldum, eins og hann leyfir sjer að hafa í frammi gagnvart hinu íslenska þjóðfje- lagi? Ræktun Rangársanda í FYRRA vakti frásögn Runólfs Sveinssonar sandgræðslustjóra mikla athygli, er hann skýrði frá þyí, að hann hefði breytt gróður- snauðum söndum í samfelt gras- lendi, með því að sá í sandana svonefndu sandfaxi. Kostnaður- inn við ræktun þessa er hverf- andi lítill, þar sem hvorki er um að ræða framræslu eða plæging. Frásögn Skúla Thorarensen á öðrum stað hjer í blaðinu í dag, undirstrikar reynslu þeirra Gunn arsholtsbræðra, um það, hversu auðvelt og tiltölulega ódýrt það er, að koma Rangársöndum í rækt. Fyrir nokkrum dögum ljet Klemens Kristjánsson þess getið hjer í blaðinu, að mun auðveld- ara er að rækta korn úti á sönd- unum, heldur en í hinni frjósömu Fljótshlíð, vegna þess hversu hitasælli sandarnir eru en vot- lendið í Hliðinni. En hvernig væri að einbeita kröftunum við kornrækt á hin- um auðræktuðu söndum og stefna að því, að rækta þar meg- inhluta þess, sem þörf er á fyrir búpening landsmanna? Tugþrautarmeistarinn Heinrich er frábær i irehsmuiur ÞEIR hafa ekki verið valdir af verra tæginu íþróttagestirnir, -sem gist hafa ísland það sem af er árinu. Reykvíkingum hefur gefist kostur á að sjá í keppni við íþróttasyni íslands nokkra þeirra kappa sem allra augu mæna til og fylgst er með hvert sem þeir fara. Og í fyrrinótt kom hingað sá íþróttamaður, sem í Bandaríkj unum var kjörinn „besti íþróttamaður Evrópu 1950“, fianski tugþrautarmaður- inn Ignace Heinrich, Evrópu- meistari í þeirri grein. FRÆGT HANDTAK Öllum er kunnugt hvert er- indi hans er hingað. Tugþúsund- ir íslendihga og milijónir Frakka muna líka eftir siðustu tugþraut- arkeppni Heinrichs og Arnar á Briisselmótinu í fyrra, eins og hún hefði farið fram í siðast- liðinni viku. Úrslitagreina beirr- ar keppni mun lengi verða mínnst og ef til vill mun engin saga um eitt handtak lifa eins lengi og sagan um það er Örn tók í hönd Heinrichs í 1500 m. hlaupinu í Brussel í fyrra. Vinátta þeirra fjelaga síðati r r mikil og einlæg. Heinrich lilur á Örn sem bróður sinn og gladd- ist mjög yfir að fá tækifæri til að koma hingað til lands og keppa hjer við „sinn bróður“. Það urðu því fagnaðarfundir á flugvellinum er „bræðurnir“ mættust. Og eftir það var þýsk- an allsráðandi, en næst þegar þeir hittast hafa þeir í hyggju að ræða saman á franskri tungu. I STÖÐUGRI FRAMFÖR Ignace Heinrich er frá Stras- bourg í Elsass og keppir fyrir fjelagið Racing Strasbourg. ■— Hann verður 26 ára gamall n.k. þriðjudag, en þann dag flýgur hann hjeðan til London. Heinrich er íþróttakennari að atvinnu og mun næsta ár taka við íþrótta- kennslu við háskólann í Stras- bourg. íþróttaferil sinn hóf Heinrich fyrir 5—6 árum. Fyrst keppti hann í tugþraut 22 ára gamall í París. Það var árið fyrir Olym- píuleikana og þá náði hann 6362 stigum. Á Olympíuleikunum í London varð hann annar á eftir Mathias og setti nýtt franskt met, 6974 stig. Árið eftir varð hann franskur meistari í tugþraut, en 1950 keppti hann ekki á meist- aramótinu vegna þess að hann lenti í bifreiðaslysi og óttuðust Frakkar að það myndi hafa al- varleg áhrif á árangur hans í Brússel. Það fór þó á annan veg og þar bætti hann ennþá franska metið sem enn stendur — 7364 stig. UNDRAVERÐUR ÁRANGUR En sagan er ekki öll sögð enn- þá. Heinrich er óvenjulega fjöl- hæfur íþróttamaður og sjerstak- ur afreksmaður. Bestu árangrar sem hann hefur náð vekja í senn undrun manns og aðdáun á þess- um hávaxna, viðkunnanléga unga manni. 10,9 sek. í 100 m, 7,28 m í langstökki, 14,90 m í kúluvarpi, 1,95 m í hóstökki, 50,3 sek. í 400 m, 14,6 sek. í 110 m grindahlaupi, 49,95 m i kringlu- kasti, 3,80 m í stangarstökki, 54,98 m í spjótkasti og 4:30,4 mín. í 1500 m hlaupi — allar þessar tölur tala sínu máli. En þetta eru hans persónulegu met, þó honum hafi ekki tekist að ná þeim í tugþrautarkeppni. í GÓÐRI ÞJÁLFUN Heinrich hefur ekki keppt í tugþraut á þessu ári og keppnin hjer verður sú eina sem hann tekur þát.t í á þessu ári. Það bcr þó ,ekki að skilja sVo að hann sitji aðgerðalaus, því hann kepp- ir oft, þó hann láti tugþrautina í friði nema við stór og mikiJ tækifæri. Á móti sem hann tók þátt í um s.l. helgi, hljóp nunn Er mætíur hjer tii „einvígisins" við Grn CSinsen W?'r IIJER höfum við hina „tvo stóru“. Á sunnudag og mánudag heyja þeir „einvígið", sem allur heimurinn fvlgist með. Myndin er íekin af þeim fjelögum á æfingu á íþrótíavellinum í gærdag — Heinrieh til hægri og Örn til vinstri. — (Ljósm. Ragnar Vignir). 110 m. grindahlaup á 14,3 rek. (15,3 í Brússel í fyrra) í undan- rás (15_,0 í úrslitum) og varð annar Á sama móti stökk hann l, 85 m (1,80 m í Brússel) í há- stökki og varð þriðji. Aðrir ór- angrar hans í sumar eru 6,86 í iangstökki (6,84 í Bi ússel). 14,47 í kúluvarpi (13,14 m) 44,87 í kringlu (41,44 m í Brússel), 3,60 m. í stangarstökki (3,80), 49,75 m í spjótkastí (53,31 m). í öðrum tugþrautargreinum hefur hann ckki reynt getu sína á þessu ári. Heinrich telur sig vera í góðri þjálfun og vonast eftir, ef veðrið verður gott, að geta bætt franska metið og náð 7400—7600 stigum. Honum brá heldur í brún er hann kom hingað í svala loftið, því í Frakklandi var um 40 stiga hiti í forsælu er hann fór, en Heinrich kann best við sig í mikl um hita. ALPAHUFULAUS OG NEATÍR EKKÍ ÁFENGIS Heinrich er heldur ekki mjög franskur í sjer. Hann notar t. d. ekki alpahúfu og drekkur aldrei borðvín með matnuin. Hann tal- ar jöfnum höndum frör.sku og þýsku eins og flestir aðrir Elsass- búar, og skilur einnig vel ensku. Hann hóf nám í lögfræði en. hvarf frá því og sneri sjer áð íþróttakennslunni. MIKIÐ UMRÆDD KEPPNI Tugþrautarkeppnin fer fram á sunnudags- og mánudagskvöld' og þó keppnin sje ,,einvígi“ miíli Beinrichs og Arnar, verða íleiri með, því keppnin er jafnframt liður í meistaramóti Islands og því opin öllum til þátttöku. Um þessa væntanlegu tug- Frh. á bls. 8. ÚR DAGLEGA LÉFINU Pappírinn fer í sorptunnuna NÝLEGA var minnst hjer á pappírsbruðlið, og var þá einkum vikið að því, hve óspar- lega væri farið með brjefapapp- írinn. En það er víðar pottur brotinn, en hjá þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem iðka :krif- finnskuna. Hvernig er með allan úrgangs- pappírinn, sem fellur íil á heim- ilunum, hann er hreint ekki svo lítill? Mikið má vera, ef hann lendir ekki í sorptunnunni. Til þess að hafa dálítið samræmi í hlutunum, þá ættu menn að leita uppi tómar flöskur og glös heima hjá sjer og demba þeim öllum í sorptunnuna, því að pappírinn er ekki síður verðmæti en þær um- búðir. Má koma honum í verð ASTRÍÐSÁRUNUM munu Bretar hafa hirt hjer ó- hemju af pappírsúrgangi, sem þeir fluttu út. íslendingar :nunu ekkert hafa fengið fyrir hann, höfðu efni á að henda honum, þótt breska heimsveldið hefði ekki efni á að láta hann fara í súginn. Nú er hægt um vik að koma pappírnum í verð. Hjer hefur nú tekið til starfa fyrirtæki, sem vinnur pappa úr pappírsafgöng- um. Ættu menn að taka rögg á sig, halda saman þeim pappir, sem til fellur og selja því, þótt ekki sje nema íyrir lítih’æði. Áfangastaður — stoppistöð IKJÖLFAR strætisvagnanna sigldi orðið stoppistöð, eí orð skyldi kalla. Þetta er ljótt orð og óíslenskt og því hvimleið- ara sem tungan á ljómandi fal- legt heiti á „stöð“ þessari. Áfanga staður er orð, sem Islendingar gátu lengi vel notast við. Áfangi getur og merkt sama, en það táknar líka spölinn milli áfanga- staða. Hjer eftir köllum við bá „stoppistöðina“ áfangastað. Sam- taka nú! Það mundu víst fáir gráta, þó.tt ein „stöðin“ væri lögð fyrir óðal, nóg eigum við eftir af „stöðvun- um“ samt ekki síður en „stjór- unum.“ / I • Bússnar gulrófur RÓFNAGÆGIR segir svo í brjefi sínu: „Jeg hef alltaf verið óskapleg rófuæta, bykir eiginlega lítið til þessara suð- rænu aldina koma, þegar bless- aðar rófurnar eru annars vegar. Nærri má því geta, að það var engin smóræðisgleði, sem gagn- tók mig, þegar rófurnar komu á markaðinn stórar og bússnar. Mikil vonbrigði JEG snaraðist inn í fyrstu búð- ina, sem jeg sá að hafði rófur á boðstólum og keypti mjer nokkur stykki til að gæða mjer á, þegar jeg kæmi heim. En jeg varð heldur en ekki fyrir von- brigðum, því að jeg gat ekki íundið þetta rjetta rófubragð hvernig sem jeg reyndi. Seinna hef jeg frjett, að róíurnar væri svona víða, ef ekki alls staðar og þetta stafaði af því að þær væri vaxnar í heitum jarðvegi. Jeg ætla ekki. að rengja það, en best gæti jeg trúað að þetta væri fóðurrófur, sem verið er að selja manni. Þær eru þó ekki svo gefnar.... Rófnagægir“,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.