Morgunblaðið - 25.08.1951, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.08.1951, Qupperneq 10
T io MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. ágúst 1951 Framhaldssagan 46 STðLKAN 0G BAUBIMI Skáldsaga eftir Quentin Patrick hló bara að mjer. Það eru fleiri, sem heita Robert en jeg. — En ís'orma hjelt áfram að ásaka mig um að jeg hefði átt leynilegt ástarmakk við Grace Hough. — Jeg skil ekki hvers vegna hún talaði þannig. Jeg hef aldrei gert reitt á hluta hennar. — Loks sagðist hún ætla að sýna lögregl- unni brjefið, en henni fyndist l.auðsynlegra að sýna konu r.iinni það fyrst.“ Hann leit á Penelope. „Þessa síðustu daga hefur okk- ur verið svo flækt inn í þessa .sorgarsögu, að jeg er alveg hætt- ur að berjast á móti því sem koma vill. Jeg sagði við Normu Sayler að jeg gæti ekki hindrað það, ef hún vildi koma svo ill- n.annlega fram. Svo fór jeg aft- ur inn í leikfimissalinn til Penny og Marciu og sagði þeim hvað JSorma ætlaði að gera.“ Ef þetta var satt, sem hann sagði, var þctia sanna. lega sorg- leg saga. Hún var sorgleg vegna F.oberts, sem allt frá fyrstu hafði verið ofsóttur með slíkri tortryggni. Og hún var líka sorg- leg vegna Normu. Það var aug- ljóst að hún hafði ekki viljað láta frá sjer brjefið fyrr en henni funnst hún vera búin að koma fram hefndum við Penelope. — Hún hafði sært hjegómagirnd hennar og hún varð að ná sjer niðri á henni. Trant horfði á Penelope. „Kom Norma til yðar eftir að hún hafði borið þessar ásakanir á mann yðar?“ Penelope kinkaði kolli. „Já.“ „Láttu mig segja frá því, Penny." Það var Marcia, sem greip fram í fyrir henni. „Það er betra að jeg segi frá því, vegna þess að það var jeg, sem talaði við hana. Hún kom inn rjett eftir að Robert hafði sagt okkur, hverju hún hafði hótað. Hún bað um að fá að tala við frú Hudnutt. Jeg vissi að hún blátt áfram hat- oði hana og jeg ætlaði ekki að j láta hana fá óskir sínar uppfyllt- | ar. Þess vegna sagði jeg að hún gæti talað við mig í staðinn. — Hún vildi að við færufn aftur út í garðinn. Hún vildi ekki að neinn heyrði til okkar.“ Marcia gekk fram á gólfið. — Hún var róleg og örugg að því er virtist. „Jeg var aðeins stutta stund íneð henni úti. Jeg sagði henni §lit mitt á framferði hennar. Ef hún í rauninni áleit að Robert hefði skrifað brjefið þá var eng- in ástæða til að koma þannig fram, aðeins til að hefna sín. Og Óeg sagði líka að það væri ófyrir gefanlegt að láta ekki lögregl- j una strax fá brjefið." Marcia þagði dálitla stund áð- _ ur en hún hjelt áfram: „Á vissan hátt var Norma ■ alveg eins þver og Grace. Hún endurtók hvað eftir annað að Eobert hefði skrifað brjefið, þó að skriftin væri gerólík hans skrift. Hún tók upp brjefið og i br.uð mjer að lesa það, ef jeg ' trúði ekki því sem hún sagði.“ j Eftirvæntingin óx aftur. Fyrir mjer og jeg skildi því við hana úti í garðinum. Jeg hringdi strax til lögreglunnar. Mjer var þá sagt að Jordan væri þegar far- ir.n áleiðis hingað. Þá fannst mjer jeg ekki geta gert meira.“ „Og það var áður en jeg kom?“. „Hálftíma áður, gæti jeg hugs- að mjer“. Trant leit á Appel. „Og þjer, herra Appel. Töluð- uð þjer við Normu i kvöld?“. „Jeg“, sagði Appel. „Nei .... ja, það er að segja, jeg dansaði við hana fyrr um kvöldið. Jeg dansa alltaf við stúlkurnar á lokadansleiknum, en einhver nemandinn kom og tók hana frá mjer. Við töluðum lítið saman“. „Carteris?“. Steve hrökk við eins og hann hefði verið niðursokkinn í eigin hugsanir. „Nei, jeg talaði ekki við Normu. Jeg sá hana aðeins bregða fyrir úti í garðinum á- samt ungfrú Parrish". Þá var röðin komin að mjer. Jeg sagði frá því hvernig jeg hafði leitað Normu, hafði rekist á Steve og við höfðum farið inn í leikfimissalinn til að dansa. Við höfðum dansað og síðan hafði jeg dansað við Hudnutt. Eftir það hafði jeg hitt Jerry og við höfðum verið saman alveg þang- að til við fundum Normu í gos- brunninum. „Það er greinilegt að morðið hefur verið framið eftir að jeg kom og eftir að við sáum Normu uppi á svölunum. Jeg get borið ábyrgð á Carteris. Hann var með mjer alveg þangað til viðvörun- armerkið var gefið. Hough og ungfrú Lovering voru saman. En ef einhver annar hefur verið úti í garðinum....“. Hann lauk ekki við setning- una, en það var ekki erfitt að j geta sjer til um hvernig hún i mundi enda. Hann leit af einu :okkar á annað. i Appel ræskti sig. „Þjer þurfið heldur ekki að telja mig með. Þegar þjer komuð \ar jeg að dansa við konu skóla- stjórans. Jeg sá þegar þjer kom- uð inn með frú Hudnutt. Jeg var að tala við skólastjórafrúna alveg þangað til við heyrðum hvað hafði komið fyrir. Hún get- ur staðfest það“. „Jeg sá yður líka koma inn“, sagði Marcia lágt. „Jeg var að dansa við Hudnutt. Svo borðuð- um við saman og vorum saman alveg þangað til allir þutu út og dansinn hætti. Jeg býst við, að margir hafi sjeð okkur“. Trant lyfti brúnum. „Ef svo er lítur út fyrir að allir hjer geti sannað hvar þeir voru“. Hann þagnaði og leit á Penelope. „Nema þjer. frú Hud- nutt. Eða getið þjer líka sannað hvar þjer voruð?“. Penelope mætti augnaráði hans. „Nei, það get jeg ekki. Jeg var ein á gangi úti í garðinum um þetta leyti“. Það var óhugnanlegt að sjá hvernig athygli allra beindist að Penelope eítir þessar upplýsing- ar. Robert stóð upp. Hendur Marciu fjellu máttlausar niður með síðunum. En Penelope var róleg. „Jeg hafði mínar ástæður til að vilja vera ein. Jeg hafði á- hyggjur af Normu eftir það sem Marcia hafði sagt mjer um sam- talið við hana. Þjer voruð að vísu komnir, Trant, en þjer höfð uð farið til að tala við Carteris. Mjer sýndist hvorki þjer nje lög- reglan frá Wentworth skeyta nokkuð um Normu“. Mjer fannst jeg verða vör við ögrandi hreim í rödd Penelope. „Þar sem jeg er umsjónarmað- ur kvennadeildarinnar“, sagði Penelope, „áleitjeg það skyldu mína að sannfærast um að hún væri örugg. Jeg fór upp á sval- irriar þar sem við höfðum sjeð Normu. Jeg hitti systur hennar, Elaine, en hún vissi heldur ekki hvar Norma var. Þar sem jeg gat ekki komið auga á hana á dansgólfinu, var ekki um annað síað að ræða en úti í garðinum. Þess vegna fór jeg út“. „Og....?“, spurði Trant. Penelope kveikti á sígarettu og horfði á hann yfir logann. „Hún var ekki þas. Jeg sá eng- ann í garðinum“. „Var Ijós á ljóskösturunum, frú Hudnutt?" MÖRG TUNGL Eftir James Thurber EINU SINNI var konungsríki út við hafið. Þar bjó lítil kóngsdótt- ir, sem hjet Lenora. Hún var tíu ára, næstum því ellefu. Bag nokkurn varð Lenoru litlu illt af jarðarberjatertu, sem hún borð- aði og hún varð að leggjast í rúmið. , } ~ Konunglegi læknirinn. kom að vitja hennar. Hann tók á alag- æðinni og taldi hjartaslögin, mældi hitann og skoðaði tunguna í henni. Læknirinn varð mjög áhyggjufullur, þegar hann hafði skoðað mjTrvárþetta1^‘ínlkilvægt'a'triCi', •:litlu kóngsdótturina. Hann ljet senda eftir kónginum, föður Lenóru því að jeg hafði sjeð þegar >kóngurinn kom þegar í stað. Norma rjetti henni brjefið. — Jeg skal gefa þjer, hvað sem þig langar í elskan.mín,1 sagði „Lásuð þjer brjefið, ungfrú! kóngurinn, við dóttur sína. Hvað langar þig núna iae$t til að Farrish?“, spurði Trant. „Nei,“ sagði Marcia. „Jeg vildi ekki taka við því. Það mundi að- eins auka ábyrgð mína og mjer fannst jeg hafa nóg fyrir. Jeg bað hana enn einu sinni að fara með það til lögreglunnar.“ „Og hún sagðist ekki vilja það?“ „Nei.“ Marcia leit undarlega á Trant. „Hún sagði nokkuð, sem kom mjer undarlega fyrir eyru. ílún sagðist einmitt nú skilja að þ»essu væri ef til vill öðru vísi Varið.“ „Hvað átti hún við?“ eignast? •— Já, sájgði kóngdótturinn. Mig langar til að eignást tunglið. Ef þú gefúr mjer tunglið, þá batnar mjer. Nú viidu svo til, að í hirð kóngsins voru marglf vhrir menn, sem voru vanir að útvega honum allt sem hann vanhagaði um. Svo kóngurinn treysti á að þeir gætu leyst þettg varí£tárnál eins og svo mörg önnur og lofaði dóttur sinni,’ að harírt 'skytdi gefa henni tunglið. Svo gekk hann yfir í hásætissalinn, togaði í bjöllustreng, þrisvar kippti hann fast í strenginn og þrisvar láust og óðar gekk hirðmeistarinn inn í salinn. Hirðmeistarinn var stór og feitur maður, með þykk gleraugu, sem gerðu það að verkum að augun í honum sýndust helmingi stærri en þau voru í raun og veru. — Jeg vil, að þú náir fyrir mig í tunglið, sagði kóngurinn. Lenóru „Hún gaf enga frekari skýr- htlu langar til að eignast tunglið. Ef hún eignast það, batnar henni íngu. Hún vildi ekki koma með sjúkdómurinn. . * I Þ R Ó T T I R íþrótlakeppni á Reykhólum Dalamenn og N-Brefð- firðingar keppfu ÍÞRÓTTAKEPPNI milli U. M. S. Dalamanna og U. M. S. Norður- Breiðfirðinga fór fi-am á Reykhól- um og í Bjarkalundi sunnudaginn 19. ágúst. Úrslit: 50 m. bringusund, karla: 1. Sigurgeir Tómasson N.B. 39.2 sek. 2. Jóhann Ágústsson, Dal. 41.4 sek. 3. Gunnar Kjart- ansson, Dal. 43,2 sek. 4. Einar Valdemarsson Dal. 43,4 sek. 5. Jó- hann Sigurgeirsson N-B 45.9 sek. 6. Sigurður ólafsson N-B 45.5 sek. 50 m. frjáls adferð karla: 1. Sigurgeir Tómasson N-B 41.3 sek. 2. Einar Kjartansson, Dal, 43.0 sek. 3. Hjörtur Þórarinsson N-B 44.3 sek. 4. Sigurður Ólafsson N-B 45.0 sek. 5. Einar Valde- marsson Dal. 46.0 sek. 6. Aðal- steinn Pjetursson Dal. 47.0 sek. 100 m. bringusund karla. .... 1. Sigurgeir Tómasson N-B 1.31.0 mín. 2. Jóhann Ágústsson Dal. 1.37.0 mín. 3. Hjörtur Þór- arinsson NB 1.40.0 mín. 4. Einar Jónsson Dal. 1.41.0 mín. 5. Aðal- steinn Pjetursson Dal. 1.41,3 mín. 6. Jóhann Sigurgeirsson NB 1.50.0 mín. 50 m. bringusund, Jconur: 1. Kristín Tómasdóttir NB 49.0 sek. 2. Halldóra Ágústsdóttir Dal. 50.5 sek. 3. ólöf Ágústsdóttir Dal. 52.0 sek. 50 m. baksund karla: 1. Hjörtur Þórarinsson N-B 48.0 sek. 2. Gunnar Kjartansson, Dal. 55.3 sek. 3. Sigurður Ólafsson N-B 57.0 sek. 4. Jóhann Sigurgeirsson, N-B 58.0 5. Einar Jónsson, Dal. 59.0 sek. 6. Einar Kristjánsson, 59.0 sek. . .6 x 25 m boðsund: 1. sveit Ums. Dal. 2.27,7 mín. 2. sveit Ums. N-I? 2.31.5 mín. 100 metra hlaup: 1. Svavar Magnússon, Dal. 11,8 sek. 2. Bragi Húnfjörð Dal. 12,1 sek. 3. Samúel Björnsson N-B 12.5 sek. 4. Kristján Árnason N-B (Brautar halli). Langstökk: 1.-2. Svavar Magnússon ,Dal. 6.03. 1.-2. Bragi Húnfjörð Dal. 6.03. 3. Einar Jónsson Dal. 5.35. 4r Þórður Ágústsson N-B 4.89. 5. Samúel Björnsson N-B 4.78. (Halli brautar). I x 100 m. boðhlaup: 1. sveit Ums. Dal. 48,6 sek. 2. sveit Ums. N-B. Stig Ums. Dal. 81. Stig Ums. N-B 71. 1 reipdrætti milli sambanda, sigruðu Dalamenn. Að þessu loknu var stiginn dans. Danshljómsveit Stykkishólms ljek fyrir dansinum. Brjef: íþróttagetraunir í Noregi og visindi 16. Þ. M. birtist grein í Morgun- blaðinu um iþróttagetraunastarf- semina í Noregi eftir A St. 1 grein þessari er rjettilega bent á þann mikla hagnað, sem orðið hefur af þessaii starfsemi og hvílík lyfti- stöng hann hafi orðið öllu íþrótta- lífi þar í landi. Frásagnir af þessari getraunastarfsemi hafa áður birst í íslenskum blöðum, og hefur alltaf verið látið í veðri vaka, það jeg best veit, að hagn- aðurinn af starfseminni rynni ein- göngu til iþróttamála, en svo er alls ekki. Hagnaðinum er skipt í tvo hluta, til íþróttastarfsemi og til vísindalegra rannsókna. Af hagnaði síðastliðins árs hlýtur norsk iþróttastarfsemi 4,7 millj. en til vísindastarfsemi fara 3,7 millj. Rannsóknarráð norska rikisins (Norges almenvitenskape lige forskningsrád) sjer um út- hlutun þess fjár, sem til vísinda rennur. Því er skipt í undirdeild- ir fyrir náttúruf ræðileg- og teknisk vísindi, landbúnaðai-vís- indi, tungumál og sögu, þjóð- fjelagsfræði, sálfræði og upp- eldisfræði og læknisfræði. Á þessu ári veitir ráðið 200.000 krónur til ferðastyrkja fyrir vísindamenn, 475.000 krómir til styrktar ýms- um vísindamönnum og 1,3 millj. til ýmissa vísindastofnana. Það er varla til sú vísinda- grein í Noregi, sem ekki nýtur góðs af þessari g-etraunastarfsemi, og má t. d. nefr.a, að hinar frægu þararannsóknir prófessors Prinz eru eingöngu reknar fyrir „get- raunafje“, enda er hjer um mikl- ar fjárhæðir að ræða. Sjerstak- lega hafa ungir vísindamenn ver- ið styrktir til framhaldsnáms og rannsókna. Rektor Osloarháskóla dr. med. Otto I.. Mohr geltk allra manna mest fram í því að fá hluta af ágóða getraunastarf- seminnar til vísindastarfa, og var norska rannsóknarráðið beinlínis stofnað til þess að úthluta þeim ágóða og sjá um þær rannsóknir, sem reknar eru fyrir hann. For- rnaður ráðsins er prófessor Johan T. Kuud. Iþróttagetraunastai-fsemin I Noregi hefur því ekki eingöngu veiið lyftistöng íþróttalífsins, heldur einnig alls kyns vísinda- legra rannsókna. Nú mun í ráði að hefja slíka getraunastarfsemi hjer á landi og virðist aðallega leitað til Noregs t um fyrirmyndir. Það væri því ekki úr vegi, að rannsóknarráð ríkisins og forstöðumenn Náttúru gripasafnsins hlutuðust til um, að íslensk vísindi nytu einhvers góðs af því mikla fje, sem þarna mun fást. Ingvar Ilallgrímsson. ★ 1 greininni um Sþróttagetrauna- starfsemina í Noregi var lítið sem ekkert minnst á hvemig heildar- hagnaði af starfseminni í Noregi hefur verið varið. Var mjer þó kunnugt að hagnaðinum er skipt milli íþrótta og vísinda. Um skipu lag þessara mál, ef getraunastarf- semi kemst á hjer á landi, er að því er jeg best veit allt óákveðið. En gleðilegt væri að hagnaðurinn af starfseminni hjer yrði til skipt anna, og að sem flest menningar- og framfaramál nyti stuðnings frá getraunastarfseminni. A. St. Hús í úthverli bœjarins tii sölu Nálægt strætisvagnaleið og verslun, — auk þess 60 ferm. verkstæðishúsnæði á sama stað. Nánari upplýsingar á skrifstofu minni. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hrl. Austurstræti 14. IUHU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.