Morgunblaðið - 31.08.1951, Side 10

Morgunblaðið - 31.08.1951, Side 10
10 ItóO KGL 1\ BLAÐIB Föstudagur 31. ágúst 1951 Framhaidssagan 51 TÚLKAN Ofi BAOBINM «*■ Skáldsaga eítir Quentin Patrick Hann flutti sig dálítið nser mjer og hjelt áfram: „Þetta verður allt skelfing barnalegí eftir á. Þú mannst kannske eftir söngkonunni á „Amber Club“, sem kom að borð inu okkar? Áður fyrr .. í minni svörtustu fortíð . . átti jeg í makki við hana. Jeg sagði rangt til nafns míns, vegna stöðu föð- ur míns og hún vissi því ekki að jeg var sonur fylkisstjóra íyrr en Elaine sagði henni það um kvöld- ið. Þá datt henni í hug að hún gæti haft gott af mjer. Það var hún sem hringdi til mín. Jeg fór upp í hið svokallaða búningsher- bergi hennar. Hún var þegar bú- in að ákveða hvernig hún skyldi haga sjer. Hún hafði saínað sam- an kjánalegum brjefum, sem jeg hafði skrifað henni og ætlaði að fara í mál við mig vegna svikins hjúskaparloforðs, ef jeg legði ekki peningana á borðið. Jeg varð dauðhræddur, því jeg hafði enga peninga og Elaine hafði tal ið her.ni trú um að jeg væri son- ur miljónamærings. Jeg stóð í því hálfa nóttina að reyna að út- skýra þetta fyrir henni og reyr.di að fá hana til að gefa mjer aftur brjefin. Jeg kom seint til Went- v/orth vegna þess að jeg þurfti að aka henni heim fyrst. Og hún gleymdi regnkápunni sinr.l i bíln- um“. Það var eitthvað barnalegt við þessa sögu hans, svo það lá við að jeg kæmist við. Hann var vandræðalegur á svipinn og líka 1 geðshræringu. Jeg hafði alltaf haldið að hann væri einn af þeim sem kynnu alltaf lag á kven- fólki. En þessi nýja mynd af hon um sem hjálparvana barni í klónum á ósvífinni söngkonu gerði hann miklu mannlegri . . og meira aðlaðandi. „Veslingurinn. Og það var þessi saga sem þú hefðir sagt Grace?“ „Já. Manstu að jeg sagði þjer að jeg' hafði gert hana að trún aðarmanni mínum. Það var um stúlkuna á „Amber Club“. Hún söng annarsstaðar þá. Jeg hafði ekki sjeð hana í marga mánuði þangað til hún birtist allt í einu þarna á afmælisdaginn minn. Þegar Grace hitti mig á bensín- stöðinni, sá hún strax rauðu regn kápuna. Hún var glögg þegar um slíkt var að ræða og gat verið fljót að hugsa og taka ákvarðan- ir. Hún skildi strax hvernig í öllu lá þegar hún sá kápuna. Hún vissi líka að faðir minn ætlar að bjóða sig fram til forsetakosn- inga og hið minnsta fjöískyídu- hneyksli gæti orðið til að, hann missti heiming atkvæða". „Og hún hótaði að segja stúlk- unni, sem þú ert ástfanginn af alla söguna?“ ,,Já“. Steve horfði niður á krepptan hnefa sinn. „Þú hlýtur að sjá að hvað snertir ástæðu til að vilja hana dauða, þá hafði jeg margar". Við þögðum baeði góða stund. Jeg hallaði mjer aftur á bak í sætinu og hugsaði um Grace og Steve og okkur öll. Jeg velti því fyrir mjer hvort afleiðirigarnar af dauða Grace mur.du a'ldrei taka enda. Steve rauf þögnina. „Nú skilur þú kannske hvers- vegna jeg sagði þjer ekki allt stf-ax. Það var heimskulegt, jeg veit það. En jeg var hræddur við alls sem gat valdið föður mínum óþægíndum. Ef lögreglan fengi að vita að rauða regnkápan heíði verið í bílnum hjá mjer, mundi allt koma í blöðunum. Það var þess vegna sem jeg þagði. Og þess vegna gat jeg heldur ekki «@gt þjer hvar jeg hafði skilið ýoðkápuna þína ftir. Það var &ka ástæðan fyrir því að jeg fór heim, eítir að þú hringdir til mín frá leikhúsinu og sagðir mjer að Trant vissi um rauðu kápuna. <Teg gat ekki gert nema eitt, ag það var að tala við föður minn. Hann varð að ákveða hvað jeg átti að gera. Hann tók þessu öllu vel og ljet lögfræðing sinn sjá um Sylviu svo að hún varð auð- mýktin uppmáluð. Jeg slapp bet- ur frá þessu öllu, en jeg átti skilið“. Jeg ætlaði að segja eitthvað hughreystandi, en hann tók um handlegg minn og sagði: „Jæja, þá skulum við fara“. Við gengum þegjandi niður hallandi gólfið. Fótatak okkar bergmálaði á köldu steingólfinu. Steve bauð gamla varðmannin- um góða nótt og við gengum stuttan spöl að norðurhliði skóla- lóðarinnar. Klukkan hefur lik- lcga verið um hálf þrjú. ,Eitt hefur þú ekki sagt mjer ennþá, Steve. Hvers vegna lagðir þú loðkápuna í bíl Normu?“ „Grace sagði mjer að gera það. Þegar hún fór í regnkápuna, sagð ist hún ekki vilja bera loðkáp- una alla leið til Pigot Hall. Hún bað mig að skila henni til þín, þakka þjer fyrir lánið og biðja þig að fyrirgefa að hún hafði rif- ið fóðrið .... eða hvað það nú var. Jeg benti henni á að jeg gæti ekki brotist inn í Pigot Hall um hánótt og þó sagði hún að jeg skyldi lóta kápuna í bíl Normu og skila henni svo næsta dag. Jeg lagði hana í farangurs- k:stuna því mjer fannst hún vera öiuggari þar.“ „Jeg skil“, sagði jeg og hugs- sð um leið að allt sem hafði verið svo óskiljanlegt í sambandi við þessa loðkápu mína var reyndar ósköp einfalt. Steve tók undir handlegg minn og við gengum yfir skólagarðinn í áttina til Pigot Hall. Rjett áður er. við komum að dyrunum, narp Steve staðar. Jeg gat aðeins greint andlit hans í myrkrinu, dökku augun og festulegan munninn. „Nú veitu. allt, Lee. Þú veist hvílíkur kjáni jeg hef verið og hve vel jeg slapp úr öllum vand- ræðunum. Með rjettu. 'h.efði jeg átt að fá ærlega ráðningu. Jæja, maður lærir af reynslunni. En í það eina sem jeg kæri mig um í ' vcröldinni, það fæ jeg ekki. Jeg | er góður kunningi ungrar stúlku, ! en þegar hún fær að heyrá þetta allt, þá vill hún sjálfsagt ekkert hafa af mjer að segja meira“. Hann var svo dapur á svipinn að jeg tók um hönd hans og þrýsti hana. „Þú ert ekkert vel að þjer í sál- arfræði kvenna“, sagði jeg. „Stúlkum líkar einmitt að karl- mennirnir eigi svarta fortíð og samviskubit. Þú skalt segja hepni allt saman. Flenni finnst það ábyggilega bara skemmtilegt“. „Heldur þú það?“ „Auðvitað. Það er aðeins eitt, sem stúlkum líkar ekki og það er að fá ekki að fylgjast með því sem er að ske. Þannig er því að Hiinnsta kosti varið með mig. Hvers vegna sagðir þú mjer ekki strax frá söngkonunni. Var þáð . vegna þess að þú streystir mjer ekki?“ „Treysti þjer ekki?“ Hann hló við. „Þekking þín á sálfærði karl manna er ennþá ljelegri en kven- sálfræðiþekking mín. Getur þú ekki skilið að jeg vildi heldur að þú grunaðir mig um morð en 'að þú fengir að vita hve heimsku lega jeg hef hagað mjer. Þú hef- ur nefnilega alltaf verið fyrir mjer eins og tvær persónur, Lee. Þú ert fallegasta stúlkan hjerna á Wentworth og besta vinkona mín“, Hann þagnaði áður en hann hjelt áfram. „En það vill jlíka svo til að þú ert stúlkan Isem jeg elska“. Jeg starði á hann. Jeg varð svo hissa að jeg gat ekki hugsað skýrt. Mjer hafði alltaf fundist Steve vera alltof lífsglaður og éhyggjulaus til þess að geta orð- ið ástfanginn .. og hann var ást- fanginn af mjer. I Hann tók um báðar hendúr mínar og dróg mig að sjer. I „Þú mátt ekki segja neitt“ 'sagði hann lágt. „Jeg vil ekki að j þú hugsir einu sinni um það. Jeg jVeit að jeg hef enga von. Jeg veit að fyrir þjer er enginn til nema Jerry og jeg er ekkert hissa á því. Hann er miklu betri en jeg. Það hefur verið erfitt að borða með þjer þjrár máltíðir á dag og láta eins og ekkert, þegar jeg elska þig svona heitt. En það er orðið auðveldara núna. Jeg get haldið mjer í skefjum.“ .......... ARNALESBOK 1 jXlov£imblá&$ms 4 MÖRG TUNGL Efíir James Thurber 6. þjer getið beygt-yður ,og jeg hef þar að auki reiknað út hve hægt cr að veiða marga fugla með því að leggja á einum degi snörur um allt konungsríkið. Mjer reiknaðist að það muni vera 187,796.132, fuglar, ef þjer hafið áhuga á því að vita það. — Það eru ekki til svo margir fuglar, sagði konungurinn. — Jeg hef aldrei sagt að það væru til svo margir fuglar, sagði konunglegi stærðfræðmgurinn. — En jeg meina að ef það væru til svona márgir fuglar, þá væri hægt að veiða þá. - — Jeg kæri mig ekkert um að hlusta á fyrirlestur hjá þjer um 700 miljón fugla, sem þú ímyndar þjer, sagði konungurinn. — Jeg var að segja þjer að sar-kja tunglið fyrir Lenoru konungsdóttur. — Tunglið er 300 þús. mílur í burtu, sagði konunglegi stærð- iræðingurinn. — Það er kringlótt og flatt eins "ög silfurpeningur, en munurinn er aðeins sá að það pr gert úr asbest, og það er eins og hálft konungsríki að stærð. Auk þess er það límt fast á himin- inn. Enginn getur náð í tunglið. Konungurinn varð nú ennþá öskureiðari en hann var áður og íleygði konunglega stærðfræðingnum á dyr. Svo hringdi hann á hirðfíflið. Hirðfíflið kom veltandi ir.n í hásætissalinn, í flekkótt- um búning sínum með hettu sína, sem var prýdd með hringlandi bjöllum. Hann settist við skör hásætisins. — Ilvað get jeg gert fyrir yður, yðar hátign, spurði hirðfíflið. — Engír.n getur gert neitt fyrir mig. sagði konungurinn dapur- lega. Lenora konungsdóttir vill eignast tunglið og henni getur ekki batnað fyrr en hún getur eignast það, en svo getur enginn náð í það fyrir hana. í hvert skipti, sem jeg bið einhvern um að sækia tunglið, þá verður það stærra og lengra i burtu. Þú getur ekkert : hátt, með dýnu til sölu n Öö- 5 I insgötu 14A. Verð kr. 250.00. Matsvein Óska eftir kokkplássi á rekneta- bát. Tilboðum sje skilað til Mbl. fyrir laugardagskvöbl, — mcrkt: ..Brasari — 138“. Ungur reglusamur maður ósk- ar eftir afvinnu við að keyra sendifyðabil fyr- ir heildverslun. Tilboð ^nerkt: „Bilkeyrsla 139“ sendist afgr. Mbl., fyrir laugardag. Til sölu 2 hægindastólar, rafmagns- þvottapottur, karlmannsfrakki og nokkrar notaðar kvenkápur, litil númer. Til sýms á Marar- götu 6 frá kl. 4—7 i dag. Gúður Barnavagn á háum hjólum. til sölu. — Upplýsingar á Brávallagötu 48, niðri. FORD wörubifreið model ’31 j góðu standi ti! sölu og sýnis ó Vitatorgi, laugard og sunnudag frá kl. 3—7. BÍJOLAR Einn gulur og tveir svartir modelkjólar, stærð 42 og 44 til sölu og sýnis í dag eftir kl. 6 og á morgun eftir ki. 1. ASalbjörg Kaaher Þórsgötu 19. Hjálparmófor 0.98 hestöfl óskast til kaups, notaður eða nýr. Tilboðum sje skilað á afgr. Mbl. fyrir mánu dagskvöld merkt: „Hjálparmótor — 142“, Er kaupandi að góðum Eldra model en ’46—’47 kemur ekki til greina, Uppl. í síma 307, Keflavík. t ...... 1 Sfaociarci 14 1946 til sölu. Einnig kemur til mála að taka eldri bíl í skipt- um. Uppl. á Laugateig 6, rishæð kl. 2—5 í dag. 'IMmHIIIMMMMMfllfllimilllllMMIHinHltMIIIHMin til leigu nú þegar með innbyggð um skápum og aðgang að altani * i Lönguhlíð 7 (miðhús efri hæð) Upplýsingar á staðnum i dag eftir kl. sex og á morgun eftir kl. 1. — .................. Stúlka óskar eftir einu góðu fíERBERGI eða tveimur minni sem næst Miðhænum. Eklhúsaðgangur æskilegur. Símaafnot gætu fylgt. Tilboð merkt: „1. októ- her — 140“, sendist afgreiðslu í blaðsins. nHIIHIIIII"1llllllHIHnMmtirrtWHt’»l»'i«'.. ■ Stúlba 18 ára gömul stúlka, sem hefir gagnfræðapróf, óskar eftir ein- hverskonar atvinnu, helst ein- liverskonar verslunarstörf. Hef- ir unnið við afgreiðslu. Tilboð sendist afgr. Mbb, ekki seinna en 1. október, merkt: „Áhuga- söm — 134“. kiuiMHIIMIIUIIlilMMII FerSgéætíun frá 1. sept. 1951 (Innantandsflug) FRÁ reykjavík Sunnudaga: Til Akureyrar — Vistmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar f.h. — Vestriiannaeyja — ÓlafsfjarSar — NorSfjarSar — Seyðisf jarðar — Sigluf jarSar •— Kópuskers — Akureyrar e.h. Þ riS judaga: Til Akureyrar f.h. — Vcstmannaeyja — Blöntluó&s — Sauðárkróks — SiglufjarSar — Akureyrar e.h. MiSvikudaga ; Til Akureyrar f.h. •— Vestmannaeyja — Hellisands | — ísafjarðar — fiólmavíkur — SiglufjarSar — Akureyrar e.h. Fimmtudaga: Til Akureyrar f.h. —— Vestmannaeyja — Ólafsf jurSar — ReySarf jarSar — FáskrúSsf jarðar — BUiiuIuóss — SauSárkrók* — SiglufjarSar — Akurcyrar e.h. Fiistudaga i Til Akureyrar f.li. — Vestmannaeyja ■— Kirkjubæjarklausturs s — Fagurliólsmýrar — HornafjarSar — SiglufjarSar — Akureyrar e.h. Laugardaga: Til Akureyrar f.h. — Vcsimannaeyja — Blönduóss — SauSárkróks ■— ísafjarSar —- EgilsstaSa — Siglufjarður — Akureyrar e.h. FRÁ AKUREYRI: Til Reykjavíkur 2 ferðir alla § virka daga (1 ferð sunnu- = daga). — Til Siglufjarð.ir: | Alla virka duga. — Til Ólafs- : fjarSar: Mánudaga og fimintu | daga. — Til Kópaskers: Mánu i daga og fimmtudaga. — Til § AustfjarSa: Föstudaga. FLUGFJELAG ÍSLAJNDS h.f. ! iiiiiiitiiliiiiini inmim 1111111 I II I I I IIIII■s|I | I I EF LOFTLK Gh lliH »AB EKKl ÞÁ «vf. rt*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.