Morgunblaðið - 09.09.1951, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1951, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. sept. 1951. MORGUNBLAÐIÐ n 3 1 Sextugur: Páll Pálsson hreppsstjóri Þúfum 'Á MORGUN, m.-'nudaginn 10. stpt., verður Páll Pálsson hrepp- . stjóri að Þúfum í Vatnsfjarðar- sveit vestra, sextugur. Hann er . sonur sjera Páls Óláfssonar, Pálssonar dómkirkjuprests í Reykjavík. Sjera Páll Ólaísson var prófastur í Vatnsíirði. Kona hans var Arndís Pjetursdóttir, ILggerts frá Akureyjum. Sjera Páll flutti til Vatnsfjarð- ar árið 1901 frú Prestbakka í Hrútafirði, en þar hafði hann gegnt prestsskap. Gerðist hann þegar ágætur búhöldur í Vatns- firði og var það mál manna vest- m þar, að fáir hefði setið þetta höfuðból með meiri sæmd. Páll Pálsson tók við búskap af . foreldrum sínum í Vatnsfirði ár- áð 1925. Ljet honum þegar vel búskapurinn. Hnigu og til þess rrörg rök. Pál'l var hinn mesti ■ sfkastamaður til allrar vinnu, - hafði staðgóða þekkingu á bún- aðarháttum og var að eðlisfari hagsýnn og aðgætinn. Menntun í búfræði hafði hann sótt til Kvanneyrar. Það var álit manna við Djúp að fáir hefðu farið jafn giftusamlega af stað í búskap sínum og Páll í Vatnsfirði. Bar ■ allur búskápur hans vott fyrir- hyggju og óvenjulegs dugnaðar. Þegar sjera Páll Ólafsson ljest kom nýr prestur í Vatnsfjörð. Varð Páll þá að leita fyrir sjer um nýtt jarðnæði. Hóf hann þá húskap í Þúfum, sem eru í ná- grenni Vatnsfjarðar, í sömu sveit. Það var árið 1929. Þúfur var þá smábýli miðað við Vatns- fjörð. En þar hefur Páll búið síð- an. Hefur hann gert þar marg- víslegar umbætur, bæði á hús- um og landi. Byggt steinsteypt ibúðarhús og endurbætt penings- hús stórlega. Stórfelldar ræktun- avframkvæmdir hefur hann unn- ið á jörðinni. Þúfur eru ekki lengur smábýli. Þæ- eru ein bcsta jörð við ísafjarðardjúp og bera stórbú. Engum, sem þangað kcmur, getur dulist að þar býr mikill athafnamaður og hygg- inn og dugandi bóndi. Páll í Þúfum hefur um langt skeið verið allt í öllu í sveit sinni, Reykjafjarðarhreppi. Hann hef- ur verið oddviti í yfir 30 ár og stýrt málefnum hans af fádæma reglusemi og árvekni. Mun Reykjaf jarðarhreppur nú vera eitt hið best stæða hreppsfjelag á Vestfjörðum, og þótt víðar væri leitað, Er það ekki hvað síst að þakka ötulleik oddvitans, sem vakað hefur yfir hag og afkomu sveitar sinnar allt frá því að hon- lim voru ungum falin þar sveitar stjórnarstörf. Páll hefir einnig um langt skeið gegnt hreppstjóra starfi og sýslunefndarmanns- stöðu fyrir Reykjafjarðarhrepp. Páll í Þúfum hefur haft marg- visleg afskipti af málefnum land búnaðarins og hefir komið fram fvrir vestfirska bændur í ýmsum samtökum bænda .Hann á sæti á búnaðarþingi og um langt skeið hefur hann verið' trúnaðarmaður Eúnaðarfjelags íslands í N-ísa- íjarðársýslu. Jeg þekki fáa menn sem hafa jafn einlægan áhuga fyrir eflingu íslensks landbúnað- ar og Páll í Þúfum. Trú hans á landið og framtíð sveitanna er einlæg og fölskvalaus. Hefur hann ekki hvað síst sýnt það með b?num stórfelldu umbótum á jörð sinni og starfi sínu í þágu landbúnaðarins, bæði heima í hjeraði og innan samtaka bænda stjettarinnar. Páll er kvæntur Bjcrgu And- riesdóttur frá Ögurnesi, ágætri konu og húsmóður. Hafa þau hjón átt fimm börn, en aðeins tvö þeirra eru á lífi, Páll, bóndi og hreppstjóri á Borg í Hnappa- dalssýslu og Ásta í foreldrahús- um. Einnig hafa þau alið upp fimm fósturbörn. Páll Pálsson er hínn mesti cirengskaparmaður, hjálpfús og greiðvikinn. í fjölþættum störf- um að opinberum málum og málum stjettar sinnar hefur hann unnið sveit sinni og hjeraði mik- ið gagn. Jeg árna þessum vini mínum allra heilla sextugum, um leið og jeg læt þá ósk í Ijósi, að hjerað okkar megi sem lengst njóta dugnaðar hans, manndóms og íyrirhyggju. S. Bj. Ekki af baki dottinn. CTTAVA — Berner Macfadden varð nýlega 83 ára. Hann stökk fyrst út úr flugvjel í fallhlíf, þegar hann var 81. Nú ráðgerir hann að stökkva enn út í fallhlíf vegna afmælisins og þá yfir Niagarafossunum. I Afgreiðslustúlka ■ ; ábyggileg, hraust og dugleg, getur fengið atvipnu nú ; ; þegar. Tilboð méð uppl. um aldur og fyrri starfa, sendist Z Z Morgunblaðinu merkt; „Blað“. ; ■ ■ ■ ■ ....................................................... ; KIRKJUDAGUR Óliáða fríkirkjusafnaðaríns: ; Guðsþjónustan hefst kl. 1,30 e. h. sunnud. 9. sept. á i ■ ■ horni Hring'brautar og Kaplaskjólsvegar, ef veður leyfir, • ,; annars verður messað í Stjörnubíó á sama tíma og aug- ; ; lýst í hádegisútvarpi Merkjasala verður allan daginn. Z Z Kaffisala kvenfjelagsins hefst í Góðtemplarahúsinu að - ; lokinni messu. Kirkjukvöldvakan hefst í Stjörnubíó kl. ■ ; 7 e. h., með erindi. kórsöng, sýningu á myndum frá nú- • Z tímakirkjubyggingum, einsöng og stuttri kvikmynd : '■ ■ ] kirkjuleg efnis. Aðgöngumiðar verða seldir í Stjörnubíó, j ■ skrifstofu safnaðarins og við innganginn, ef eitthvað j Z verður þá óselt. Skrifstofa safnaðarins verður opin kl. J j 10—12 f. h., fyrir þá, sem vilja minnast kirkjudagsins : ■ sjerstaklega, og til afgreiðslu á merkjum til sölubarna. j •» : IMIIMII.MMIHIJ, , , III ■■>■■■■•■ | Hluti af fisk- og síldarvei kunarstöð Jóns Gíslasonar. SILDARSOLTUNIN Þegar komið var í síldarsöltun arstöðina var unnið þar af miklu kappi, enda hafði mikil síld bor- ist. Fyrst var komið inn í salt- húsið og þar var saltið mælt, sem átti að fara í hverja tunnu og sykri blandað saman við það því verið var að sykursalta. Þá var farið inn í söltunarhúsið, þar scm voru tvær vjelar í gangi, sem hausskáru og slógdrógu sildina og röðuðu tvær stúlkur í hvora vjel. Síldinni var mokað upp á borðin til stúlknanna en ætlunin er að koma fyrir færiböndum sem flytja síldina upp á borðin. j F'remst á myndinni sjest vjel, sem haussker og slógdregur sílðina. Fellur hún síðan úr vjelinni á færiband, sem flytur hana til stúlkn- anna, sem salta, en þær standa báðum megin við færibandið. Þessi vjel eykur vinnuafköstin um allt að helming. Frá vjelunum fluttist síldin á færiböndum til stúlknanna sem söltuðu, en 7—8 stúlkur salta frá hvorri vjel. Frá vjelunum flyst allur úrgangur í burtu, í þar til gerðum rennum, í kassa, sem komið er fyrir utan húss og er hann tekinn þar á bíla og fluttur i síldarverksmiðjuna til vinnslu. AIIKIL AFKÖST Afköst vjelanna eru það mikil, að þær hausskera og slógdraga cm 20 tunnur af síld á klst., en það er um hálfu meira en fæst rneð því að nota handaflið eins og ennþá er víðast hvar gert. Jón er nýbúinn að fá aðra vjel- ina, en hina fjekk hann og setti upp árið 1947 og var fyrstur inanna að setja upp slíka vjel á Suðvesturlandi. SALTAÐ MEÐ GAMLA LAGINU En ekki þykir Jóni nóg að hafa þau afköst á söltunarstöð sinni, sem vjelarnar og starfsfólkið við þær getur látið í tje, heldur er komið fyrir aðstöðu fyrir söltun með gamla laginu. Þar er hægt að salta í 20 tunnur samtímis og fara afköstin að sjálfsögðu eftir því, hvort 1 eða 2 stúlkur eru um hverja tunnu. Einnig þar flyst allur úrgangur sjálfkrafa í burtu. BÚIÐ AÐ SALTA í 2400 TUNNUR Þegar þessar línur eru ritaðar var búið að salta í 2400 tunnur á söltunarstöðinni, enda var söltun hafin jafnskjótt og leyfi til sölt- unar fjekkst. Jón Gíslason tekur á móti síld af 7—8 bátum og þeg- ar síldveiðin er sunnan Reykja- ness verður oftast að aka aflan- um á bifreiðum frá Grindavík eða öðrum verstöðvum fyrir sunn an. SALTFISKSVERKUNIN Jón Gíslason hefur haft mikla saltfisksverkun og hefur hann komið upp góðri aðstöðu til fisk- aðgerðar í því sambandi. Þar er fiskurinn fluttur á færibandi frá þeim, sem hausa og til flatnings- mannanna og allur úrgangur er f’uttur burt á sama hátt. Fisk- þurrkunarhúsi hefur Jón komið upp og er það rúmgott og vinnu- skilyrði ágæt. Þurrkklefarnir taka um 150 skippund í einu. Einnig fer mikil þurrkun fram á reitum. Jón fullverkar allan sinn salt- fisk og hefur hann tekið á móti til söltunar á þessu ári rösklega 3500 skippundum. IIRAÐFISKSVERKUNIN Hraðfisksverkun hefur Jón ver ið með í mjög stórum stíl þetta ár, þó olli það miklum erfiðleik- um, hve seint hann fjekk spírur í fiskhjalla. Til pökkunar á harð- íiskinum hefur Jón látið útbúa 2 vjelar og reynast þær prýði- lega. Annaðist Vjelsmiðjan Klettur h.f. smíði þeirra. Sama fólkið vinnur við báðar vjelarn- ar, þannig að meðan fiskinum er raðað í aðra vjelina er pressað og bundið í hinni og verða þv| engar tafir hjá fólkinu Á þessu ári hefur Jón tekið á rr.óti tæpum 2000 tonnum til berslu, miðað við slægðan fislc með haus. HRAÐFRYSTING \ Auk þess, sem að framan greia ir, hefur Jón verið einn aðaleig- andi og framkvæmdastjóri fyrir hiutafjelagið Frost, sem rekur hraðfrystihús. Hefur hann búið húsið með tækjum til karfa- vinnslu og hefur tekið á móti karfa í stærstum stil í’ Hafnar- firði í sumar. Auk þess hefur verið fryst síld til beitu að und- anförnu. j FYLGIST VEL MEB 1 NÝJUNGUM Það sem frá er sagt hjcr a$ framan virðist vera ærið við- fangsefni, en það hefur ekki full nægt athafnaþrá og stórhug Jóns, heldur hefur hann verið einn af fremstu mönnum í bátaútvegin- um í Hafnarfirði. Hefur hann m. a. rekið nótaverkstæði fyrir bátana. Jón hefur verið einstak- lega fljótur að grípa allar nýjung sr í fiskiðnaðinum og fiskfram- leiðslu, eins og það ber með sjer, sem að framan er sagt. Mun Jón ennþá hafa í huga að færa út kvíarnar og nota ávallt það besta, scm völ er á hverju sinni í fram- leiðslustarfsemi sir.ni. Auk þes9 ara fyrirtækja. sinna hefur Jón lagt krafta sína fram til stofn- unar annarra fyrirtækja og stað- :ð þar framarleg eins og stofnun síldarverksmiðjunnar Lýsi & Mjöl h.f. _j Á UNDANFÖRNUM árum hefur Jón Gíslason útgei’ðarmaður í Hafnarfirði stöðugt staðið í stór- framkvæmdum við að byggja fuilkomna fiskvinnslustöð. Hann hefur m. a. komið upp síldarsölt unarstöð, fiskþurrkunarhúsi, harðfisksverkun o. fl. Tíðindamaður Morgunblaðsins fjekk leyfi Jóns til að líta á þess ar framkvæmdir og segja stutt- lega frá þeim í blaðinu. Á myndinni sjest, þegar fiskinum er raðað í harðfiskpökkunarvjel, sem þjappar honum saman, síðan er bundið um hann vír meðan hann er samanpressaður í vjelinni, og fer þá orðið tiltölulega lítið fyrir honum. — Ljósm,: Herdís Gúðmundsdóttir, MIKIÐ ATVINNULÍF 1 Af því, sem að framan greinir er það ljóst, hve geysimikil a- hrif atvinnurekstur Jóðs Gísla- sonar og þeirra fyrirtækja, sem hann stjórnar, hefur á atvinnu- lifið í bænUm. Enda vinna hjá þessum fyrirtækjum um 50—150 karla og kvenna, auk þess, sem það skapast mikil vinna fyrir bifreiðastjóra o. fl. bæði beint og cbeint. Má þvi með sanni segja, að þessi atvinnurekstur Jóns Gíslasonar sje snar þáttur í bæj- arlífi Hafnfii ðinga. i ____________ _________ r. j Heimsókn í stærstu liskviniasln- stöðina í Haðnariirði Þar hefir fjöldi fóiks afvinnu aitan ársins hrrng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.