Morgunblaðið - 09.09.1951, Page 8
\ 8
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. sept. 1951.
Jóii Magnússon
sextugur
Sæsíminn til Færeyja
f DAG, 9. september, á Jón
Msgnússon, kaupmaður á Stokks
eyri, sextugsafmáeli.
Jón er fæddur og uppalinn á
Efú í Stokkseyrarhreppi, sonur
rrierkishjónanna Ástríðar Eiríks-
tíóttur og Magnúsar Gunnarsson-
ar, sem þar bjuggu lengi rausn-
arbúi.
Magnús fluttist til Stokkseyr-
ar árið 1913 og hóf þar verslunar-
rekstur í fjelagi við Jón, son
sinn, það ár. Þótti sumum það
óráðlegt öldruðum bónda, óvön-
um kaupmennsku og verslunar-
rekstri, að leggja út á þá braut
og spáðu ekki góðu fyrir því.
Það kom þó snemma í ljós, að
þeir feðgar voru þeim hæfileik-
um gæddir, sem er undirstaða
tmdir velgengni i öllum viðskipt-
um, en það er áreiðanleiki og orð
beldni, ásamt hagsýni og gætni.
Fór mjög orð af því, að þeir,
sem skiptu við þá verslun, hjeldu
því áfram, og voru ekki einungis
viðskiptavinir heldur einnig vin-
ir þeirra feðga, sem ávallt var
tekið á móti á heimili þeirra, og
veitti af hinni mestu rausn.
Var þá oft gestkvæmt á kaup-
tiðinni, er menn komu hingað úr
fjarlægum sveitum til verslunar.
iVorU menn oft margir um nætur
sakir á heimilí kaupmannsins og
þágu þar hihn besta beina.
Þó nú sje orðið mjög breytt
vm verslunarhætti frá því, sem
tíðkaðist áður fyrr, þegar „lesta-
ferðirnar“ voru algengar, þá
lielst samt ennþá sá siður á heim
iii Jóns Magnússonar, að þar
koma margir, og þyggja góð-
gc-fðir. Gestrisnin er hin sama.
Jón hefur verið hinn mesti at-
fcafnamaður um dagana. Auk
verslunarinnar, sem um skeið
Var all-umfangsmikil og 'olómgv-
©ðist vel, hefur hann rekið bú-
iskap og útgerð með miklum
tíugnaði, og hinni bestu forsjá.
Kvæntur er Jón Halldóru Sig-
Vrðardóttur frá Vegamótum á
Seltjarnarnesi, mestu dugnaðar-
©g myndarkonu. — Er heimili
þeirra hjóna eitt hið vistlegasta
hjer í sveit og til fyrirmyndar í
allri umgengni.
Börn þeirra hjóna eru 4 á lífi.
Þrír drengir og ein stúlka. Öll
Wppkomin.
Þeir munu vera æði margir,
sem notið hafa greiðvikni Jóns
Magnússonar og drengskapar, er
Inugsa hlýtt til hans á þessum
tnerkisdegi í æfi hans, og senda
fconum árnaðaróskir.
Hefur hann fyrr og síðar greitt
götu margra, sem á erfiðum
&tundum hafa leitað hans hjálp-
ar. e—
Munu allir þeir, sem þekkja
til mannkosta Jóns, óska honum
lahgra lífdaga og góðrar heilsu,
©g hann eigi ennþá eftir að starfa
ínörg ár af sama dúgnaði og
fcrafti og hingað til. Á.
i -------------------------
Framh. af bls. 6.
inu. — Þar sem hann er dýpst
liggur hann á 1200 metra dýpi, en
þar er hann mjög grannur. — Á
þessu hyldýpi hefur hann ekki
heldur orðið fyrir neinu hnjaski
öll þessi ár. Olsen, forstjóri,
sagði að þess sjeu dæmi að skip
hafi verið kærð fyrir að valda
skemmdum á sæsimastrengnum.
Hefur málarekstur út af því leitt
til þess að eigendur skipanna
hafa orðið að greiða þann kostn-
að, sem af viðgerðinni hlaust. —
Sagðist forstjórinn reka minni
til þess er olíuskip hefði lagt
legufærum sínum við Færeyjar
og kom akkerið niður á sæsíma-
strenginn og kubbaði hann í
sundur.
Stóra Norræna hefur alltaf til
reiðu sjerstakt viðgerðarskip fyr-
ír sæsímastrenginn og hefur það
;ækistöð sína í Kaupmannahöfn.
Ikipið er útbúið öllum pauðsyn-
legum viðgerðartækjum óg er tal-
ð prýðilega útbúið.
5000 KR. Á DAG
Viðgerðir á sæsímastrengnum
eru ákaflega kostnaðarsamar, því
útgerðarkostnaður skipsins er tal-
inn vera um 5000 danskar kr. á
dag. 1 þau skifti, sem sæsíma-
strengurinn milli Seyðisfjarðar
og Færeyja hefur slitnað nærri
Islandssti'öndum, hafa farið um
það bil 10 dagar í viðgerðina.
Er það vandasamt verk, því oft
er mjög erfitt að ná sæsíma-
strengnum upp.
Olsen forstjóri taldi, að um 6-
fyrirsjáanlegan tíma enn myndi
stöðin í Færeyjum vera nauðsyn-
leg fyrir sæsímaþjónustu Islands
við Evrópulönd.
MESTA MANNVIRKIÐ
Það var einn mætasti maður
Danmerkur á síðari hluta fyrri
aldarinnar, sem stofnaði Stóra
Norræna símafjelagið. Hann sam-
einaði árið 1869 nokkur fjelög í
eitt. Sæsímasambandi var komið
á við Svíþjóð og Finnland og hin
Norðurlöndin og loks var komið
á símasambandi frá Evrópu til
Shanghai, og er það tvímæla-
laust mesta mannvirkið. Var
farið með sæsímann yfir til
Rússlands. —■ Síðan tóku land-
línur við gegnum Síberíu, til
Vladivostock og þaðan með sæ-
síma til Shanghai um Japan. —
Um þessa símalínu voru mikil við-
skifti, á árunum fyrir stríð. Hún
varð fyrir miklum skemmdum í
síðustu heimsstyrjöld, en svo mik-
ilvæg var hún, að lögð var á það
áhersla, að koma símasambandinu
í lag aftur þegar í stríðslok og leið
aðeins skammur timi uns komið
var á ný simasambandi frá Ev-
rópu til Japan. Öll tækin sem eru
á símastöðvunum á þessari
löngu leið, eru framleidd í verk-
smiðjum Stóra Norræna. 1 stríðs-
lokin voru ný fullkomin tæki send
til Rússlands. Rússnesku yfir-
völdin hafa ekki viljað leyfa
dönsku símafólki að starfa við
stöðvamar, og eru því rússneskir
starfsmenn þar. Frá stríðslokum
hafa viðskiftin milli Evrópu og
Asíulanda um þessa línu minnk-
að mjög, en ástæðurnar eru
öllum kunnar og sk«l því ekki
farið nánar út í það. Aðalforstjóri
Stóra Norræna heitir Bent Suen-
son. Hann er sonarsonu.r Suens-
son þess, er átti drýgstaií: þáttinn
í hinum mikla vexti fjelagsins og
viðgangi. Bent Suenson vítr hjer
á s.l. vori og tók þátt í poraænu
símamálaráðstefnunni, er hjer var
haldin.
DVÖLIN HJF.R *
Olsen forstjóri sagði að dvölio
hjer á Islandi hefði verið mjög
lærdómsiík, lýsti ánægju sinni og
konu sinnar yfir ferðalögunum um
landið, en Ól. Kvaran ritsímastjóri
hefur ferðast með þeim. Olsen
kvnðst undrast það, hvað simamál-
unum hjer væri vel skipað, jafn
erfitt og það væri á veturna að
halda uppi símasambandi við hina
ýmsu landshluta. Hann sagði að í
Þórshöfn væru nú um700 símanot-
endur. Þar væri engin sjálfvirk
stöð, en komið hefði verið á stutt-
hylgjusambandi við Suðurey og
Klaksvík. Það er einn helsti út-
gerðarbærinn í Færeyjum. Olsen
forstjóri kvaðst fagna því að hafa
komið hingað og kynnast forráða-
mönnum íslenskra símamála. Slík
persónuleg kynni eru símamönn-
um nauðsynleg. Kynni þeirra eru
oft aðeins „gegnum símann." —
Hvað mjer viðvíkur, hafa kynni
mín af hinum íslensku stjettar-
bræðrum mínum einungis verið
gegnum símastrenginn frá Seyðis
firði til Þórshafnar, sagði Christi-
an Olsen að lokum.
Sv. Þ.
Enska knatfspyman
A MIÐVIKUDAG fróu þessir
leikir fram í 1. deildinni ensku:
Arsenal 0 — Liverpool 0
Bolton 3 — Middlesbro 1
Burnley 1 •— Tottenham 1
Chelsea 0 •— Derby 1
Manch. Utd. 3 — Charlton 2
Portsmouth 1 — Manch. City 0
Preston 3 — Blackpool 1
Stoke 1 — Fulham 1
Sunderland 1 — Aston Villa 3
West Bromvrich 3 — Newc. 3
Eftir þessa 6. umferð deilda-
keppninnar er Bolton efst með 11
st. (12—4), en næst koma Ports-
lhouth (6—3) og Manch. Utd. (13
—19) með 9 st. og Arsenal (11—
6) og Liverpool (8—5) með 8 st.
Neðst eru nú Stoke (5—13), Chel-
sea (5—11) og Fulham (7—11,
öll með 2 stig.
Jafnframt fóru fram þessir
leikir í 2. deild:
Coventry 2 •— Rotherham 1
Leicester 3 •— Southampton 0
QPR 2 — Blackburn 1
Sheff. W. 1 — Birmingham 1
Notts Co. 4 — Hull City 0
West Ham 2 — Swansea 2
Notts Country er orðið efst með
9 stig (12—3), en næst koma
Sheffield-liðin bæði með 8 stig.
ÁífræSisafmæíi
ÁTTRÆÐ verður næstkomandi
mánudag frú Helga Þorgríms-
dóttir, ekkja Mariusar heitins
Sveinbjörnssonar, Hlcðum, Húsa-
vík. — Frjettaritari.
Yfirlýsing
Áiif gefa Rússar!
MOSKVA, 8. sept. — Franski
læknirinn Louis Wickart, sagði
á fundi með blaðamönnum í
Moskva, að rússneskir læknar
væru búnir að leysa krabbameins
gátuna. Wíckart er meðal nokk-
urra annarra lækna, sem Rússar
hafa boðið í „menningarferð" um
Rússlan'd. — NTB.
Deila innan þjóð-
þingsflokksins
NÝJA DELHI, 8. sept. — Stjórn-
arnefnd indverska þjóðþings-
flokksins kemur saman í dag til
að ræða deilu þá, sem kom upp í
flokknúm fyrir nokkru, er NehrU
forsætisráðherra og áður foringi
flokksins sagði sig úr allsherjar-
nefnd flokksins. Stafar þetta af
því að Nehru lagði til fyrir
skömmu að skipUlagi flokksins
yrði gerbreytt, en meginhluti
flokksmanna snerist á móti því.
Þegar þeir sjá hinsvegar, að
Nehru var alvara, er talið lík-
legt, að þeir fallist að minnsta
kosti á sumt í tillögum hans.
— NTB.
Bach-háfíð í Bremen
BREMEN, 8. sept. — í gær hófst
hjer í Bremen Bach-hátíð. Verða
þar haldnir fjölda margir fyrir-
lestrat um ævi og starf tónskálds
ins og leikin verk hans. — NTB.
Framh. af bls. 5.
frá Kötlu. Það verður einnig að
taka tillit til þess möguleika að
eitthvað af jökulhlaupavatninu
komi neðan úr jörðinni við
sjálf gosin. Grímsvötn og jökul-
hiaupin á Skeiðarársandi, þessar
stórkostlcgu hamfarir náttúrimn
ar hjer á landi eru enn að meira
og minna leyti óráðin gáta. Mjer
Lnnst að það ætti að vera okk-
ur íslendingum metnaðarmál að
levsa þá gátu, en það verður ekki
gert nema með nákvæmum rann-
sóknum í sambandi við jökul-
hlaup.
— En Grímsvötn eru svo langt
inni í jökli, að slíkar rannsókn-
ir verða ekki gerðar, nema vjel-
knúin faratæki eins og beltis-
bílar verði til taks í næsta
hlaupi, sem getur komið þá og
þegar fyrirvaralaust. Það væri
vissulega ekkert skemmtilegt af-
spUrnar, ef rannsóknir á næstu
Grímsvatnahlaupum færust fyr-
ii eða mistækjust vegna vöntun-
ar á tækjum.
Jeg leyfi mjer að taka undir
þessi orð Sigurðar Þórarinsson-
ar. Því að ef satt reyníst, að
það sjeu hin skyndilc-gu jökul-
hlaup, sem koma af stað eldgos-
um í Grímsvötnum, þá er þetta
náttúrufyrirbrigði einstætt, ekki
aðeins hjer á landi, heldur ein-
slætt í gervöllum heiminum.
Þ. Th.
Framh. af bls. 5.
fremi það væri fjárhagslega
kleift. Þegar því leitað var upp-
lýsinga um fjárhagslega hlið
málsins, kom í ljós, að E.C.A.
mundi greiða ákveðna dagpen-
inga 6 til 12 dollara á dag fyrir
kostnaði í Bandaríkjunum, en
ríkisstjórn íslands hlutast til um
greiðslu ríkisins að einhverju
leyti fyrir fargjöldum. En það
var ekki vitað fyrr en þrem dög-
iim áður en leggja þurfti af stað
vestur yfir haf, hve há upphæð
þetta yrði, en hún nam 8 þúsund
krónum á nefndarmann, eða
langt til upp í fargjaldið. Þá fyrst
er til Bandarikjanna kom fengu
r efndarmenn vitneskju um, hve
n.ikil dagpeningagreiðslan yrði.
Það var því þegar í upphafi
vitað, að sendiför þessi fyrir Al-
þýðusambandið, er að nokkru
leyti var einnig farin á vegum
íslenska ríkisins, mundi kosta
hvern einstakan nefndarmann
allmikið fje. Fjárveitingu ríkis-
ins í því skyni að auðvelda for-
ustumönnum íslenskrar verka-
lýðshreyfingar kynni við erlend-
ar þjóðir og verkalýðshreyfingar
ýmissa landa, ber síst að telja
eftir eða lasta, og er fjárveiting
su, sem.gcrð hefur verið að um-
ræðu- og árásarefni á sendinefnd
armennina ekkert einsdæmi, því
að árið 1945 greiddi ríkissjóð'ur
kr. 15.000.00 í ferðastyrk til Al-
þýðusambandsins handa þeim
Birni Bjarnarsyni og Stefáni Ög-
mundssyni til utanfarar á veg-
um sambandsins.
Alþýðusambandið vill að lok-
um taka fram að það telur um-
rædd skrif ómakleg í alla staði
og persónulegar árásir blaðanna
á e-instaka sendinefndarmenn í
sambandi við þau, undir öllu
blaðamannavelsæmi.
SISURDÓS
JÓNSSON
5 CO
SKARTGRIP&VERZLUN
H 4 F lil A R s > » it ' > .1 A
ATVIIMIMA
Afgreiðslustúlku vantar í nýlenduvöruverslun.
Unisókn ásamt meðmælum, ef til eru, leggist inn
á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 12. þ. m.
merkt: „Ábyggileg — 262“.
Markú* » tt • Eftir Ed Dndd |
.Maður Shirley dæmdur '
fyrir drykkjuskap.
LOS ANGELES — John Agar,
kvikmyndaleikari og fráskilinn
jnaður Shirley Temple, var fyiír
Jiókkru dæmdur í fimm mánaða
fangelsi fyrir að aka bifreið
tírtfkkmn.
Meanwmile strike ano baolow
ARE FREE TO BUTCHER DR. DAVÍS''
VALUABLE GAME ANIMALS ÁT
LOST POREST WILDLIFE STATfÖN/
In A CITY SOME A4ILES DISTANT ii
Ck'ERRy DAV/5, IN MER HELPLE3S'
WAý DOES ALL SHE CAN FOR
HER SERIOUSLY ILL FATHER/
co:.!:DrL i;
LPIPP
, //./ 1
'//'
1) Enda þótt Sírrí sje sjálf
Hann hefur mörgum hvergi nærri heil, þá gerir hún
einnum verið tekinn fastur öiv- allt sem hún getur til að hjúkra
gður við akstur. Davíð.
2) Á meðan Davíð er veikur,
halda þeir Starkaður og Brand-
ur áfram áð siátra dýrunum úr
fjárrjettunum.
3) Nú skulum við hverfa um Markús og Andi koma þramm-
stundarsakir yfir í borgina.
andi eftir götunni.
/fi