Morgunblaðið - 14.09.1951, Page 6
r fi
M O RGVIS BLAÐIÐ
Föstudagur 14. sept. 1951.
«‘.í
&
J
•il
'f
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: |
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
hndhelgi fslands og deila
SVorðmanna og Breta
UM LANGT skeið hefur staðið
yfir deila milli Norðmanna og
Breta um landhelgismál. Hafa
Norðmenn hal-dið fram kröfunni
um fjögra sjómílna landhelgi og
landhelgislínu dregna laust af
ystu nesjum og skerjum og þvert
fyrir mynni flóa og fjarða, án
tillits til breiddar þeirra.
Bretar vjefengja hinsvegar
rjett Norðmanna til fjögra mílna
landhelginnar yfirleitt og enn-
fremur rjett þeirra til þess að
draga línuna þvert fyrir mynni
flóa og fjarða, nema að breidd
þeirra sje ekki yfir 12 sjómílur
eins og gildir, þar sem um 3ja
mílna landhelgi er að ræða.
Sú deila, sem um þetta hefur
risið er langt mál og flókið. —
Liggur það nú fyrir alþjóðadóm-
stólnum í Haag. Hefur ríkisstjórn
íslands nýlega ákveðið að senda
þangað tvo af færustu lögfræð-
ingum þjóðarinnar, þá Gizur
Bergsteinsson hæstarjettardóm-
ara og Hans G. Andersen þjóð-
rjettarfræðing til þess að vera
þar við munnlegan flutning
málsins, en hann hefst hinn 25.
þ. m. í frjettatilkynningu, sem
utanríkisráðuneytið hefur gefið
út um þetta segir ennfremur, að
rjett þyki að taka ekki ákvarð-
anir um frekari aðgerðir sam-
kvæmt lögunum um vísindalega
Kommúnistar segja að við get-
um neitað að viðurkenna af-
skipti alþjóðadómstólsins af þess-
um málum. Og víst er um það,
að einræðisstjórn Rússlands get-
ur gert það. Hún getur líka sett
sína landhelgi 12 sjómílur, en
neitað að viðurkenna rjett ann-
arra þjóða til þess. En íslenska
þjóðin, sem er siðmenntuð lýð-
ræðisþjóð á óhægra um vik með
slíka framkomu.
Öll Suðurnes hlæja og öll
Reykjavík hlær, að dómi
kommúnista að því að Rússar,
sem setja landhelgina 12 sjó-
mílur heima hjá sjer skuli
senda skip sín inn fyrir 3ja
mílna landhelgi íslendinga!!
Og mennirnir, sem svívirða
utanríkisráðherrann fyrir að
rasa ekki um ráð fram í ör-
lagaríku hagsmunamáli þjóð-
ar hans en sækja það í þess
stað með festu og árvekni, —
þeir telja það fullkomið að-
hlátursefni ef íslendingar
leyfa sjer að halda uppi 3ja
mílna landhelgi — gagnvart
Rússum!!!
Svona auðvirðileg skriðdýr
eru kommúnistarnir í þessu
landi. Svona glórulaus fífl
eru þeir menn, sem stjórna
áróðri fimmtuherdeildar Kom
inform á íslandi.
Dregur til kosninga
í Bretlandi!
verndun fiskimiða landgrunnsins
og beitingu reglugerðarinnar
samkvæmt þeim lögum gagnvart
öðrum en þeim, sem hún þegar
tekur til, fyrr en sýnt sje, hvern-
ig málið horfir við eftir meðferð ALLT FRÁ því að úrslit urðu
landhelgismáls Breta og Norð- : kunn í bresku þingkosningunum,
manna í Haag. I sem fram fóru í febrúarmánuði
Ætlan ríkisstjórnarinnar er að árið 1950 hafa verið uppi stöð-
sjálfsögðu sú að láta áheyrnar- j ugar bollaleggingar um nýjar
fulltrúa sína við málflutninginn kosningar í Bretlandi. Tilefni
gefa sjer skýrslu um hann og þessara umræðna er hinn naumi
viðhorf þessa máls, en úrslit þess meirihluti Verkamannaflokks-
geta bersýnilega haft mikil áhrif ins í Neðri málstofunni. Flokka-
á aðstöðu okkar til þess að koma skipting í málstofunni var þann-
fram kröfum okkar um víkkun ig eftir kosningarnar að Verka-
íslenskrar landhelgi. j mannaflokkurinn hafði þar 315
Það sýnir alveg einstakan þingsæti, íhaldsflokkurinn og
j fíflskap kommúnista að blað bandamenn hans 298, Frjálslyndi
þeirra skuli ráðast með offorsi, flokkurinn 9, írski þjóðflokkur-
á ríkisstjórnina og Bjarna j inn 2 og að lokum var forseti
j Benediktsson utanríkisráð- málstofunnar talinn utan flokka,
j herra fyrir þessa ráðstöfun, J enda þótt hann hafi uþprunalega
i sem gerð er til þess eins að verið kjörinn á þing fyrir íhalds-
treysta aðstöðu íslendinga í: flokkinn.
baráttu þeirra fyrir víkkun En krafan um kosningar verð-
. landhelginnar. Með henni er j ur stöðugt háværari. Kjörtíma-
ekki tekin upp neinskonar i bil þess þings, sem nú situr,
Hafa íslendingar efni á
að
undanhaldsstefna í íslenskum
landhelgismálum. Samningur
sá, sem Danir gerðu við Breta
stendur til febrúarloka árið
1955. Mr. Attlee getur að sjálf-
sögðu skellt skollaeyrunum við
um íslenska fiskveiðaland- J óþreyju íhaldsmanna eftir kosn-
helgi árið 1901 rennur út 3. j ingum og valdastólum. Fram til
okt. n.k. En dómur í land-
helgismáli Norðmanna og
Breta er væntanlegur um
næstu áramót. — íslendingar
fresta því aðeins í örfáa mán-
uði að láta reglugerðina um
friðun fiskimiðanna fyrir Norð
urlandi koma til framkvæmda
gagn-, art Bretum. 4ð sjálf-
sögðu tapa íslending r engum
rjetti við það að ' • r ra þann-
ig við meðan úrsliia er beðið
í Haag. Ef Norðmenn vinna
málið er okkur íslendingr i
að því mikill stuðningur.
skilningur Br t? verður
ofan á höfum \tð lieldur c
ieikíð neinu e1 o kur mef
bíða átekta, 1 getum t
sem áður h-h ó fram krö m
ókkíu'.
þessa hefur honum tekist að
verja stjórn sína vantrausti í
þinginu. En almennt er samt tal-
ið að hann muni ekki taka þann
kost að sitja meðan sætt er. —
Stjórn hans er komin í veruleg-
an minnihluta hjá þjóðinni. Það
er almennt vitað og viðurkennt.
Þegar þannig er komið þykir
það naumast samræmast hug-
myndum Breta um lýðr; ji op
þingræ að sporna mjög ler
gegn kosningum. Er Mr. Aí
i ' talinn manna ólíkle
þess að hafa slíkan.h-
Það er því ekki ólíM< , að
svo kunni að far iian
'itamms, e. t. v. á þer l.ai sti
eoa fyrrihluta næsta ár■„ að
efnt verði til almennr kosn-
inga í gretlandi.
HINN 10. þ. m. var fundur hald-
inn í Fjelagi íslenskra iðnrek-
enda að Hótel Borg. Sátu fund-
inn um 60 manns.
Formaður fjelagsins, Kristján
Jóh. Kristjánsson, setti fundinn,
en fundarstjóri var kjörinn Sig-
urjón Pjetursson á Álafossi. For-
maður skýrði frá því, að mættur
væri á fundinum Mr. Theodore
H. Robinson, vjelaverkfræðingur,
sem unnið hefði hjer á landi und-
anfarið á vegum Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar til þess að
gefa íslenskum iðnaðarfyrirtækj-
um ráðleggingar og leiðbeiningar
um iðnaðarframleiðslu. — Taldi
hann starf þetta mjög mikilvægt
og stæði F.Í.I. í þakkarskuld við
þá aðila, er stutt hefðu að komu
þessa sjerfræðings hingað.
Að loknum sameiginlegum
kvöldverði mælti framkvæmda-
stjóri fjelagsins, Páll S. Pálsson,
nokkur orð um afskifti F.Í.I. af
bættum framleiðsluaðferðum og
betri hagnýtingu vjela og vinnu-
afls í verksmiðjum fjelagsmanna.
Skýrði hann svo frá, að ríkis-
stjórnin hefði skipað nefnd hinn
3. apríl s.l. til þess að gera til-
lögur um bætt vinnuskilyrði og
hagkvæmari vinnubrögð við ís-
lenskan iðnað og átti F.Í.I. full-
trúa í nefndinni. Næsta skrefið
hefði verið stigið í þessum mál-
um, þegar viðskiptamálaráðu-
neytið tilkynnti F.Í.I. með brjefi
dags. 22. júní, að Efnahagssam-
vinnustofnunin væri fús að
senda hingað einn af iðnaðar-
sjerfræðingum sínum frá aðal-
bækistöðvum stofnunarinnar í
París og þáði F.Í.I. það boð
þakksamlega. Fyrir valinu varð
Mr. T. H. Robinson. Hefði hann
nú starfað hjer á landi um fjög-
urra vikna tíma og heimsótt um
40 verksmiðjur í Reykjavík,
Hafnarfirði og Akureyri. Fór
Páll miklum viðurkenningarorð-
um um starf og starfsaðferðir
Mr. Robinson, sem hafði vakið
traust og virðingu allra þeirra
iðnrekenda, sem hann hafði átt
skipti við á þessum tíma. Þakk-
aði hann Mr. Robinson fyrir
hönd fjelagsins fyrir komu hans
og kvaðst þess fullviss að fram-
tíðin mundi sýna góðan árangur
hennar. Því næst tók Mr. Robin-
son til máls og fer útdráttur úr
ræðu hans hjer á eftir:
Mr. Robinson hóf mál sitt með
því að segja, að eitt af því, sem
honum hefði þótt mikilsverðast í;
kynnum sínum af mönnum og
málefnum hjer á landi, væri hve
líkar grundvallarskoðanir og
lífsviðhorf við hefðum þeim, sem
hann ætti að venjast og sem
dæmi um það nefndi hann trúna
á bætta afkomu fólksins vegna
aukinna afkasta í iðnaði lands-
manna. En það hefði vakið furðu
sína, hve mikið af bandarískri
tækni og framleiðsluaðferðum
hefði verið innleitt hjer.
Mr. Robinson kvaðst hvað eft-
ir annað hafa verið spurður að
því, hvort íslendingar hefðu efni
á því að vera iðnaðarþjóð. Þess-
ari spurningu kvaðst hann svara
með annarri spurningu: „Hafa
íslendingar efni á því að vera
ekki iðnaðarþjóð", því að hans
áliti væri hagnýting þeirra mögu
leika, sem nútíma iðnaður hefði
að bjóða, nauðsynlegt skilyrði
fyrir auknum þjóðartekjum og
betri lífskjörum. Það væri einn-
ig mjög þýðingarmikið í þessu
sambandi, að mikil fólksfjölgun
ætti sjer nú stað hjá okkur, og
því yrðu menn að gera sjer ljóst
að sífelld aukning iðnaðarins og
afköst í iðnaðinum væri undir-
staða þess að allir hefðu næga
atvinnu, en að öðrum kosti
mundi atvinnuleysi, með öllu því
böli er því fylgdi, verða hhú-
skipti æ fleiri verkfærra manna ;
líomst ha’ n svo að orði að ;
þetta væri ekki eingöngu kenn-
ing sín, þetta væru staðreyndir,
sem ekki væri hægt að ganga
fram hjá og sem dæmi um það.
nefndi hann Bandaríkin, en i'i
góðu lífskjör almennings þar í
landi, hvíldu í ifellt ríkari mæii
á iðnaði lan- s,ns.
Ræðuroaðar k o.ð það annars
vera ekki iðnaðarbjóð ?
Iðnaðarsjerfræðingur frá Efnahagssamvinnusíofn-
uninni heimsófíi 40 verksmiðjur hjerlendis
T. H. Robinson.
vera skoðun sína, að allir at-
vinnuvegir, þ. e. landbúnaður,
verslun, siglingar, fiskveiðar og
iðnaður, hefðu sínu hlutverki að
gegna í aukningu framleiðslunn-
ar. Samt sem áður væri það aug-
ljóst að aðaláhersluna bæri að
leggja á iðnaðinn og þess vegna
þyrftu verkamenn og atvinnu-
rekendur, bankar og ríkisstjórn,
að leggjast á eitt í þessu skyni,
en ef einhver þessara aðila skær-
ist úr leik, þá væri ekki hægt
að búast við miklum árangri, en
það væri allra tjón að framleiðsl-
an yrði ekki eins mikil og mögu-
legt væri.
Mr. Robinson kvað verksmiðj-
ur hjer yfirleitt jafnvel eða bet-
ur búnar vjélum og verksmiðjur
af sömu stærð í Bandaríkjunum,
en skortur væri hjer á faglærðu
vinnuafli og iðnaðarverkfræðing-
um, en úr því þarf að bæta hið
fyrsta. Því næst vjek hann að
ýmsu, sem hann héfði sjeð hjer
ábótavant í verksmiðjum og
margt af því mætti færa til betri
vegar, með litlum eða engum til-
kostnaði. — Þyrftu iðnrekendur
stöðugt að hafa í huga, á hvern
hátt hægt væri að bæta fram-
leiðsluaðferðir og framleiðslu og
nauðsynlegt væri að þeir not-
færðu sjer af þeirri þekkingu,
sem hjer væri völ á. Einnig væri
þýðingarmikið, að iðnrekendur
miðluðu hver.öðrum af reynslu
sinni og þekkingu á framleiðslu-
háttúm og áthugúðu á hvern
hátt þeir gætu leyst úr ákveðn-
um vandamálum í verksmiðjum
sínum. Gerði hann það að til-
lögu sinni að komið væri á fót
nefnd þriggja framkvæmdastjóra
og verkfræðinga, sem stjórnuðu
vel reknum verksmiðjum og
myndu fást til þess að fórna ein-
um morgni í viku til þess að at-
huga verksmiðjur annarra og
vita hvort þeir kynnu ekki að
koma auga á eitthvað, sem betur
mætti fara.
I Þá væri það íhugunarvert, að
á síðustu sjö árum hefðu kr.
12.920.060 verið greiddar végna
slysa í verksmiðjum og á vinnu-
stöðum. Þetta þyrfti að koma í
veg fyrir með auknum öryggis-
ráðstöfunum, sem væru mikið ó-
dýrari en hið þjóðhagslega tap,
sem slysin valda fyrir utan þá
erfiðleika og sorg, sem þau oft
valda aðstandendum hinna slös-
uðu.
Eftir komu sína til París kvaðst
Framh. á bls. 8.
Velvakandi skrifar:
ÚH DAGLEGA LÍFINU
Brjef hegningarfangans
ÞAÐ ER mikið ólán að komast
undir mannahendur, jafnt þó
að nú orðið eigi fyllstu mannúðar
að vera gætt við refsinguna. Um
það verður ekki heldur deilt, að
fangar eiga að njóta sömu rj.ett-
inda og aðrir þegnar þjóðfjelags-
ins að því leyti, sem þeir hafa
ekki verið sviptir þeim með
dómi. Hegningarfangi skrifar á
þessa leið:
„Kæri Velvakandi. Mig langar
til að biðja þig að koma fyrir mig
og fjelaga mína nokkrum um-
kvörtunum á framfæri.
Við sitjum hjer nokkrir hegn-
ingarfangar og þykir okkur gert
óhæfilega erfitt fyrir, með því
að rjettvísin skellir skollaeyrum
við öllum umlívörtunum frá
okkur.
Ekki full not
heimsóknanna
¥jAÐ HEFIR lengi verið í „bí-
* gerð“, að bættar yrðu allar
aðstæður hjer í hegningarhúsinu
varðandi „heimsóknargesti“.
Það er mjög títt, að ættingjar
eða vinir fanga þeirra, sem hjer
taka út dóma sína, komi og heim
sæki þá. En eins og nú er í pott-
inn búið, er mjög illt að koma
þessum heimsóknum við eða hafa
þeirra full not. í fyrsta lagi
vegna þess, að heimsóknartíminn
er ekki nema ein stund á dag,
milli kl. 4 og 5, og í annan stað
þurfa allir gestirnir .ð hitta fang
na og ræða við þá í sama her-
berginu,
Ókunnir gestir hlusta á
TEFIR ÞETTA orðið til þess,
lað fangaverðirnir hafa tekið
upp þann sið að láta aðeins einn
fanga fram í einu eða í mesta
lagi t • Verða því aðrir gestir
að bíða (og um leið hlusta á),
uns viðkomandi gestir fara.
Er þetta fyrirkomulag allt
hvimleitt gestunum og svo föng-
unum, svo að við borð liggur,
að fólk kinoki sjer við að koma
hingað í heimsókn.
i 1
Bón fanganna
NÚ VILL svo til, að okkur föng-
unum er kunnugt um, að á
seinasta ári var hafist handa um
að breyta einu herbergi fanga-
hússins í heimsóknar- eða gesta-
klefa. Því verki varð þó aldrei
lokið, og stendur herbergið autt
og ónotað enn þann dag í dag.
Varla held jeg, að það gæti
verið nema eins og vikuvinna fyr
ir lagtækan mann að hólfa þetta
herbergi í til að mynda fjóra
klefa eða bása, þar sem fangarnir
gætu fengið að tala við ættingja
sína og vini í einrúmi. Þetta
mundi mikil bót, og þar sem smið
ir vinna að húsinu um þessar
rnundir, datt mjer í hug að biðja
þig að koma þessari bón okkar
á framfæri."
• , . J
V
Vantar Ijós.
¥|Ó AÐ klukkurnar, sem eru á
* almannafæri í bænum, sjeu
dyntóttar, vilji aldrei neina sam-
vinnu um mæling tímans og
fleira verði fundið þeim til for-
áttu, þá getum við þó ekki án
þeirra verið.
Langt að má sjá á Dómkirkju-
klukkuna, og slög hennar berast
út í fjarskann. Því meir finna
menn til þess nú, þegar skugg-
sýnt verður á kvöldin, að ekki
skuli sjást á hana eftir að húma
tekur.
Því verður mönnum að spyrja,
hyort nokkur vandkvæði sjeu á
að lýsa klukkuna upp, svo ai á
hana sjáist í myrkri. Mui 'u
áreiðanlega margir telja þtcta
hið mesta þarfaverk,