Morgunblaðið - 14.09.1951, Side 12

Morgunblaðið - 14.09.1951, Side 12
Ycðurúflil í dag: NA-kaldi. Ljcttskýjað. Smáíbúðirnar Sjá grein á blaðsíðu 2. 209. tbl. — Föstudagur 14. scpt. 1951. Fækkað í bæjarvinn- unm i EFTIRFARANDI tillaga frá bæj- arráði Hafnarfjarðar var sam- þ-ykkt á bæjarstjórnarfundi þriðjud. 11. þ. m.: „Með tilliti til þess, að nú hef- irr verið að mestu leyti unnið fyrir hið áætlaða fje til vega, vatnsveitu, holræsa o. f 1., og telja verður atvinnuástandið í bæn- um eftir atvikum, með betra móti, samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn, að fækkað verði mönnum í bæjar- vinnu nú þegar að all-verulegu leyti, þannig að ekki verði unn- in önnur verk en þau, sem brýn- asta nauðsyn kallar á. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að fela VinnumiðlUnar- ‘skrifstofunni að greiða fyrir þeim mönnum, er sagt verður upp í bæjarvinnunni.“ Kaupgjaldstíðindi komin út KAUPGJALDSTÍÐINDI, sem gef in eru út af Alþýðusambandi Is- lands eru komin út og verða seld á götum bæjarins næstu daga. •— Flytja þau m. a. kaup og kjara- samning milli atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna er gekk i gildi 1. júní s. 1. Þar birtist og lágmarkskaup karla og kvenna í almennri vinnu á hinum ýmsu stöðum ásamt lágmarkskaupi ung- linga, tímakaupi í skipavinnu og kaupi ýmissa annara starfsstjetta. ifish (ouncil býður styrki BRITISH COUNSIL hefur ákveð ið að veita tvo eða þrjá náms- styrki á háskólaárinu 1952 til 1953 til íslenskra námsmanna, karla eða kvenna. Aldur þessa námsfólks á að vera 25 til 35 ára og verður það að hafa lokið há- skólaprófi. Aðeins kandidatar með góða enskukunnáttu koma til greina. Umsóknir sendist breska sendi ráðinu, Templarasundi, Reykja- vík, og verða að hafa borist þang að fyrir 30. nóvember 1951. Maginn var fullur af hári I FRJETTABRJEFI um heil- brigðismát, ágústhefti, sem út kom í gær er skýrt frá því að í Landsspítalanum hafi nýlega ver ið skorinn heljarmikill hárvönd- ull út úr maga ungrar stúlku. Hann var rúmlega mannshandar stór, í laginu eins og afsteypa af fiaganum og virðist alveg hafa fyllt út í maga stúlkunnar. Síð- an segir í ritinu að stúlkan sem er andlega heilbrigð, hafi tekið upp á þeim ósið að eta af sjer hárið uns það fyllti á henni mag- ann. Á Kon-Tiki er enn metsölubék ÁRI eftir að bók Thor Heyer- dalhls um Kon-Tiki leiðangurinn yfir Kyrrahaf kom út, er hún enn metsölubók í Bandaríkjun- um, og er slíkt næsta fátítt. Bók- in kom út þar 5. sept. í fyrra og ennþá beljast að jafnaði 500—- 600 eintök á dag. Alls hafa verið Beld 441.800 eintök. Kvikmyndin af leiðangrinum hefur og gengið forkunarvel. Hef ur hún m. a. verið sýnd fyrír fullu húsi í einu kvikmyndahúsi í miðbiki New York um firnni mánaða skeið. Voru á námskeSðrnu Nemendur á kjötiðnaðarmanna- og slátraranámskeiðinu, sem nú er lokið, en tveir danskir sjerfræð- ingar voru kennarar og fór kennsla fram í húsum Sláturfjelags Suðurlands. — Fyrir nokkrum kvöld um tók Vignir þessa mynd, en á henni miðri er líkan af nauti, sem einn nemendanna gerði. Utan á grind steypti hann tólg. Var tólgarnautið til sýnis í glugga matardeildar Sláturfjelagsins í Hafnar- stræti og vakti athygli vegfarenda. Kennarar standa sinn til hvorrar handar fremst á myndinni. Oúist við miklum árangri af kjöt ibnabarmaimanámskeiðiiui Mikkelsen, kjöfmaísmaður, ræðir við blaðamenn ÞEGAR fram líða stundir og tekist hefir á ný að koma fótunum undir fjárstofn landsmanna, gæti framleiðsla kindakjöts orðið álíka mikilvæg fyrir ykkur, eins og svínakjötsframleíðslan er okkur. Þetta er því skilyrði bundið, að kjötið fái rjetta meðferð. Það var hinn danski kjötmatsmaður Mikkelsen, sem þannig komst að orði í gær, er hann ræddi við blaðamenn. „Sugar" Ray Robin- son vann Turpin B AND ARÍK J AMAÐURINN „Sugar Ray“ Robinson hreppti aftur heimsmeistaratitilinn í millivigt í keppni við Bretann Randolph Turner í fyrrakvöld. Bardaginn fór fram í New York og voru áhorfendur 60 þús. að tölu. NÆSTI fundur fjelagsmálaráð« herra Norðurlanda verður að for« fallálausu haldinn hjer í Reykja* vík eftir tvö ár. Forsætis- og fjelagsmálaráð- herra, Steingrímur Steinþórsson^ kom í gær með Gullfossi frá Kaupmannahöfn, en ráðherrana satt 12. fund norrænna fjelags- málaráðherra, er haldinn var í Helsingfors. — Skýrði ráðherr- ann frá störfum fundarins í út- varpinu í gærkvöldi. Þetta er S þriðja sinn sem íslenskur ráð- herra sækir slíkan fund, en á sviði fjelagsmála hefur norræn samvinna vaxið mjög hin síðari í lok ráðherrafundarins bauð Steingrímur Steinþórsson, í nafní ísl. ríkistjórnarinnar, að næstí fundur skuli haldinn í Reykja- vík, ef aðstæður leyfa. Var því boði tekið. Það er venja að fund- ir þessir sjeu haldnir til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Var röðin nú komin að íslandi. Meðan forsætisráðherra dvaldi í Kaupmannahöfn, ræddi hanns við ráðherra í dönsku stjórninni og bar handritamálið þar m. a» á góma. Mikkelsen hefur veitt forstöðu slátrara- oð kjötiðnaðarmanna- námskeiði því er hjer hefur staðið yfir í bænum að undanförnu. í ÝMSU ÁFÁTT Það var fróðlegt að heyra Mikkelsen segja álit sitt á kjöt- framleiðslunni. 1 ýmsum mikilvæg um atriðum við framleiðsluna hef- ir skort allverulega á. Mikkelsen var þó vægur í dómum sínum. Gat þess að sig hefði undrað það, hve kjötiðnaðarmenn hjer kynnu vel til síns starfs, þegar það væri haft í huga, að þeir hefðu aðeins lært hver af öðrum og reynslunni. Kjötiðnaðarmenn telja þetta námskeið hafa orðið þeim ómetan- legur skóli og fóru miklum lofs- orðum um Mikkelsen og kunnáttu hans á sviði kjötframleiðslunnar. FYRIRLESTRAR OG VERKLEGT NÁM Námskeiðið hefur staðið yfir í nær fjórar vikur. Kjötiðnaðar- menn hafa verið í 90 kennslu- stundum og slátrarar 35. Hefur námið verið fólgið í fyrirlestra- haldi og verklegu námi og var þá unnið að ýmiskonar kjö.tfram- leiðslu, söltun, reykingu, pylsugerð og meðferð kjöts og slátrun. Verður þess vonandi ekki langt að bíða að húsmæður verði áhrif- anna frá námskeiðinu varar, með því að á boðstólum verður meira úrval ýmiskonar kjöts og áskurðs og fleiri tegundir af pylsum. SVÍNAKJÖTIÐ SLÆMT Við pylsugerðina er notað svína- kjöt og taldi Mikkelsen það ekki vera gott, hvorki til pylsugerðar eða matar. Mætti rekja ástæðurn- ar til ljelegs fóðurs, eða jafnvel skyldleikaræktar. VERÐUR AÐ HRAÐ- FRYSTAST Lambakjötið og kjöt af ám er gott, en frysting þess er ekki rjett. —• Það þarf að hraðfrysta það við 35—40 stiga frost, en geyma það við 18—20 stiga kulda. — Með þessari hraðfrystingu kjötsins verða gæði þess meiri og mætti skapa því markaðsmöguleika er- lendis álíka mikla og eru fyrir t ■danska svínakjötið. — Við slátrun dilkanna hefur það tíðkast hjer að þeim er difið ofaní vatn. — | Það taldi Mikkelsen mjög skað- ! legt og var á honum að heyra að of mikið vatnssull væri í slátur- húsum. EGGJAHVÍTA ÚR BLÓÐI Mikkelsen sagðist hafa undrast það hve miklu af hlóði væri hent ' í sláturhúsunum hjer, en í Dan- j mörku er því safnað saman og 1 flutt á ákveðinn stað og þar unn- ! ið úr því eggjahvítuefni. — Eins sýndi hann nemendum sínum, hvernig hagnýta megi garnir úr stórgripum, ekki til manneldis, heldur til iðnaðar. Rætt var um kjötbúðirnar hje)' í bænum og sagðist Mikkelsen undrast það, að í þeim væri leyfð meðfram sala á ýmiskonar varn- ingi, svo sem kálmeti, niðursuðu vörum og fleiru. í Danmörku er kjötbúðum bannað að selja -ann- að en kjöt. Að lokum sagði Mikkelsen kjöt- matsmaður, að það væri von sín að upp úr þessu námskeiði mætti verða til stjett kjötiðnaðarmanna og slátrara. Þar með verða gerð- ar þær kröfur til þeirra manna er ætla að gera þetta starf að æfi- starfi, að þeir hafi áður lært hin rjettu handtök af mönnum sem kunna þau. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að landbúnaðar- málaráðuneytið og iðnaðarmála- ráðuneytið, myndu vilja styðja að framgangi þessa máls. Á laugardaginn fer Mikkelsen aftur heim til Danmerkur. „Við giftum okkur" í Iðnó FRÚ GUÐRÚN BRUNBORG hef ir hafið sýningu á norsku kvik- myndinni „Við giftum okkur“ í Iðnó og er hún nú sýnd þar á hverju kvöldi kl. 9. Þeir, sem leggja leið sína í Iðnó næstu kvöld, skemmta sjer áreiðanlega vel, því að myndin er bráðsmellin. 'Vi „Sugar“ Ray Robinson í 2. lotu kom Robinson þungu höggi á Turpin og var hann í vörn út lotuna, en virtist hafa náð sjer að fullu í þriðju lotu. Leikurinn var síðan mjög jafn þar til í 10. lotu, að Turpin kom miklu höggi á augabrún Robin- sons, svo að sprakk fyrir og blæddi mikið. Hafði nú Robin- son tvo kosti — að Ijúka bar- daganum sem fyrst eða tapa ella. Hóf hann þegar mikla sóknar- hríð að Bretanum, sem innan stundar fjell fyrir þungu höggi Ameríkumannsins. Turpin reis á hnje er talið hafði verið upp að 4 og stóð upp er dómarinn taldi 9. Robinson ljet ekki á sjer standa og höggin dundu á Bret- anum, sem gat engri vörn við komið. Voru þetta sýnileg enda- lok leiksins, og er 8 sek. voru eftir af lotunni stöðvaði dómar- inn leikinn. Robinson hafði sigr- Fótstaílur undir minnis- merki í Eyjum NÝLEGA er byrjað að hlaða fót- stallinn undir minnismerki drukknaðra sjómanna og fjall hrapaðra, sem reisa á í Vest- mannaeyjum. Er skýrt frá þessu í Vestmannaeyjablaðinu „Fylki“ Reykjavík fundar- sfaður næsfa ráð- herrafundar u Mýja skip Eimskip ] skírf „Reykjafoss" ! EINS og áður hefir verið skýrt frá, hefir H.f. Eimskipafjelag ís- lands fest kaup á vöruflutninga- skipi í Ítalíu. Skipið var afhent fjelaginu í gær (12. september) í Genúa, og var því um leið gef- ið nafnið „Reykjafoss". Mun m.s. „Reykjafoss" hafa farið frá Genúa í gær áleiðis til Séte eða Port de Bouc í Suður- Frakklandi (nálægt Marseilles), og taka þar fullfermi af málm- grýti, sem flutt verður til Hol- lands. Þaðan fer skipið til Ham- borgar, þar sem nokkrar breyt- ingar og viðgerðir á því verða yramkvæmdar. Má búast við að hinn nýi Reykjafoss" komi hingað til lands í lok næsta mánaðar. 1 Skipstjóri á m.s. „Reykjafoss“ er Sigmundur Sigmundsson (áður skipstjóri á e.s. „Fjall- foss“), I. stýrimaður Eyjólfur Þorvaldsson, I. vjelstjóri Ágúst Jónsson, loftskeytamaður SigurfS ur Baldvinsson. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.