Morgunblaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1951, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miovikudagur 21. nóv. 1951 torgpsttlrifH!> Úxg.; H.f. Árvakur, Reykjavlk. Pranikv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjorl Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: austurstræti 8. — Sími 1600 AskritT.argjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Hvað hefur breytst ? í UMRÆÐTJM þeim, sem fram fóru á Alþingi í gær um frum- varp leiðtoga lýðræðisflokkanna um kosningu þrigeja manna undirnefndar í utanríkismála- nefnd til þess aS vera ríkisstjórn- inni til raðuneytis um utanríkis- mál, spurði formaður kommún- istaflokksins undrandi á svipinn um það, hvað hefði breytst á síð- ustu árum, er gerði það nauðsyn- legt að láta kommúnista ekki fylgjast með öllu, er stjórn lands ins aðhefðist í öryggis- og sjálf- stæðismólum þjóðarinnar Ólafur Thors, atvinnumálaráð- herra, sem er fyrsti flutnings- maður frumvarps þessa, svaraði þessari spurningu með nokkrum hógværum orðum. Svar hans var i stuttu móli það, að reynslan hefði sannað að viðhorf komm- únista til öryggismálanna væri allt annað en annara Islendinga. í stað þess að iita fyrst og fremst á hagsmuni íslands fylgdu komm únistar þeirri meginreglu að þjóna hagsmunum erlends her- veldis. Þetta hefði orðið ljósara með hverju árinu, sem liðið hefði. Því færi þess vegna fjarri að hægt væri að treysta þessum flokki þegar um væri að ræða öryggis- og sjálfstæðismál fs- lendinga. Frumvarpið um undir- nefnd í utanríkismálanefnd væri aðeins staðfesting á þessari al- mennu skoðun. Svarið við spurningu komm- únistaleiðtogans liggur bví fvrir skýrt og ákveðið: Reynslan hef- ur sýnt að kommúnistar sitja á svikráðum við sjálfstæði lands- ins og öryggi fólksins. Þess vegna er ekki hægt að leggja hin þýð- ingarmestu mál fyrir utanríkis- málanefnd, þar sem kommún- istar eiga fulltrúa. Sá fulltrúi er ekki aðeins fulltrúi „Sameining- arflokks alþýðu — sósíalista- flokksins" heldur jafnframt flugumaður þess stórveldis, sem ógnar í dag heimsfriðnum og per sónulegu öryggi frjálsra manna. Við slíkan fulltrúa er ekki hægt að ræða öryggismál íslensku þjóðarinnar. Það væri sama sem að treysta á vernd ofbeldisseggs- ins og varpa frá sjer allri við- leitni til þess að líía raunsætt á hlutina. Sannleikurinn er sá að þetta frumvarp lýðræðisflokkanna markar tímamót í afstöðu þeirra gagnvart kommúnist- nm. Méð því er sú skoðun staðfest að það er bein fá- viska og fullkomið gáleysi að gjalda ekki varhug við mold- vörpustarfi kommúnista í hverju því starfi, sem ein- hvers trúnaðar krefst við ís- lenska hagsmuni. Þeim er hvergi hægt að treysta. Þeir líta allstaðar fyrst og fremst á hagsmuni sins pólitíska föð- arlands, Sovjet-Rússlands. — Það er þeirra ættjörð. Kommúnistar sjálfir telja þetta að vísu ekki svik við það land, sem hefur alið þá. — Þeir telja það þvert á móti greiða við það. Hefur það ekki síst komið fram í hinu stórfellda njósnamáli, sem nýlega hefur verið krufið til mergjar í Svíþjóð. Kommúnist- inn, sem þar hefur játað á sig víðtækar njósnir fyrir Sovjetrík- in, beinlínis í þeim tilgangi að auðvelda rússneska árás á sitt eigið land, tclur sig engan veg- inn hafa fwmið svikræði gagn- vart ó ■ Hann álítur sig þver' . rt rjett eitt með því að smygla upplýsingum til Rússlands um landvarnir Svía. Hann iðrar ekki slíkrar iðju. Hún er að hans áliti í þágu „heimsfriðarins og siðmenningar innar“!!! Þessi ungi Svíi, sem er menntaður maður, er í raun og veru mjög gott dæmi um sannan kommúnista. Kjarn- inn í kommúnistaflokkum allra landa er einmitt myndað ur af þessari manntcgund. Það væri hreinn barnaskap- ur ef við Islendingar ætluð- um að telja okkur trú um að flokksdeildin hjer væri eitt- hvað öðru vísi byggð upp. Kitt er svo auðvitað annað mál, að auðvitað er margt það fólk, sem látið hefur blekkjast til fylgis við hana, af allt öðru sauðahúsi. Þess vegna mun fara á sömu lund hjer og í öllum öðr- um lýðræðislöndum, að þetta fólk mun snúa baki við villu sinni þegar því er orðin hún Ijós. Sú afstaða, sem lýðræðis- flokkarnir hafa tekið gagn- vart fulltrúa kommúnista i ut- anríkisnefnd, er eðlileg afleið ihg af vaxandi skilningi á starfsáhttum þeirra hjer á landi og ananrs staðar. Hún er ennfremur gleðilegur vott- ur um það, að þessir flokkar hafa gert sjer ljósa nauðsyn þess að öll ábyrg öfl í landinu standi saman um framkvæmd öryggis- og utanríkismála þjáðarinnar. Ágælur fullfrúi íslands ÍSLENDINGUM er bað áreiðan- lega fagnaðarefni að aðal fulltrúi lands þeirra á þingi Sameinuðu þjóðanna í París, Thor Thors, sendihérra, hefur nú verið end- urkjörinn til þess að vera fram- sögumaður stjórnmálanefndar þess, sem er ein mikilvægasta nefnd þingsins. Þetta er okkur gleðiefni vegna þess að það er órækur vottur þess trausts og á- lits, sem þessi fulltrúi íslands hefur afiað sier með störfum sín- um og framkomu á þessu þingi þjóðanna. Öllum bjóðum, ekki síst hin- um minnstu og lítt þekktustu, er jafnan gagn af því begar fulltrú- ar þeirra koma vel fram og vekja á sjer athvgli og traust. Óhætt er að fullvrða að Thor _Thors sje meðal þeirra fulltrúa Islands er- lendis, sem getið hafa sjer mest- an hróður fyrir giæsimensku og dugmikið starf í bágu bióðar sinn ar. Mikill fjöldi íslendinga, sem leitað hafq aðstoðar sendiráðs fs- lands í Washington, þekkir þetta af eigin reynd. Á því er óþarfi að vekja at- hygii, hversu þvðingarmikið það er fyrir þessa litlu þjóð að eiga traustan og mikilhæfan fuUtrúa á þingi hinna Sameinuðu þjóða. Á þeim vettvar>oi mætast fulltrú- ar frá öllum álfum, hinum fjar- '•''■'Udust” b5r T’”ri T.fgs,.ocrpr um allan heim. Þátttaka íslands í þessum víðtæku samtökum, rödd þessarar fámennu þjóðar á hinu mikla þjóðaþingi, skapar mögu- leika til raunhæfari landkynn- ingar en ísiand hefur nokkru sinni átt kost á. Það er íslensku þjóðinni þcss vegna í s nn fagnaðarefni og hinn mesc ómi að eiga þar jafn ágætan fu : ;a og Thor Thors. Ummæli almennings í Englandi: fe' - ' .1 Par sem „dr—- 5 JSj.r/7 ■srth 1 r-i Él V v. eru ’ptuf EXKI alls fyrir lÖngu flutíu bresku blöðin síðubreiðar fyr- irsagnir „The red devils are there!“ „The devils“ þýðir fallhlífa- hermenn — „there“ þýðir Súez-svæðið. Menn ljetu sjér ekki nægja að segja frá því að nýjar hersveitir hefðu verið sendar til Egyntalands, heldur slóu blöðin því upo með feit- um fyrirsögnum að engir aðr- ir en Djöflarnir væru farnir þangað. Og blaðamennimir þekktu þau undarlegu áhrif, sem þessi orð höfðu. Vissu, að hver einasti Englendingur mundi nú líta bjartari augum á hið alvarlega ástand. Þar sem fallhlífahermenn- irnir eru, getur það aldrei far- ið mjög iila. Þessi ranga hugmynd um ein- staka deild hérsins er nýtilkomin. Síðasta stríð skápaði hana. Það var árið 1941, sem Englendingar lögðu fram áform um að stofna fallhlífaherdeild og árið eftir var hún send í eldlínuna. Það var er árás var gerð á þýska herstöð í Frakklandi. Síðan það gerðist hefur hver aðgerðin af annari varpað ljóma á fallhlífahersveit- irnar bresku. RAUÐU DJÖFLARNIR KOMA En nafnið „Red devils" er bó ekki frá Englendingum komið, heldur eyðimerkurhersveitum Rommels. 1942 var 1. fallhlífa- sveitin sett á land í N-Afríku og gat sjer þegar góðan orðstir. Her- mennirnir voru rujög hrevknir af hinum vínrauðu húfum sínum og vildu ógjarna skipta á þeim op stálhjálmum, jafnvel þó mikið gengi á. Smám saman urðu þeir varir við hin sálrænu áhrif húf- anna. Þjóðverjum stóð stuggur af þeim. Þeir voru gripnir of- hræðslu þegar sveit fallhlífaher- manna sótti á og Englendingarnir heyrðu Þjóðverjana hrópa: „Það eru rauðu djöflarnir, sem eru að koma!" Englendingunum fjell „gælunafnið“ vel í geð og hafa síðan reynt, eftir bestu getu, að bera nafnið með sóma. EKKI ERFIDISLAUST AÐ VERA FALLHLÍFAHERMAÐUR Almenningur í Englandi ber virðingu fyrir fallhlífahermann- inum því hann veit, að hann er frábær hermaður og fallhlífa- sveitirnar eru skipaðar úrvali hinna bestu hermanna. í fall- hlífasveitunum er úrvalslið úr ýllum öðrum deildum hersins. — Fallhlífahermennirnir hafa allir boðið sig fram til starfsins af frjálsum vilja, en skilyrði til þess að geta orðið fallhlífaher- maður er að vera að öllu leyti heilbrigður. Aðalstöðvar fallhlífasveitanna eru í Aldershot. Þar ganga fall- hlífahermennirnir í gegnum erf- iðari æfingar en ætlaðar eru öðr- um deildum hersins. Þar er þeim sýnt fram á hvert er hlutskipti fallhlífahermanns: Að berjast að baki víglínu óvinarins róeð tak- markaðan útbúnað, litlar matar- birgðir og venjulega gegn ofur- efli liðs. Síðan tekur flugherinn við stjórn æfinganna. Dag eftir dag eru hermennirnir látnir stökkva úr mismunandi hæð úr allskonar tækjum niður á dúnmjúkar dýn- ur. Þá er þeim sagt að ef þeir hefðu komið þannig niður úr stökki frá flugvjel hefðu þeir fót brotnað, farið úr axlarlið o.s.frv. — Niðurstökkið var rangt — Reynið aftur. Og það er ekki fyrr en þeim hefur tekist að læra „lending- una“, sem raunveruleikinn byrj- ar. „Að svífa í fallhlíf“. í þeim þætti æfinganna verða þeir að leysa af hendi 8 æfingastökk, þar af 2 f:á loftbelg, sem komið hef- ur verið fyrir í 3—400 metra hæð og þessi stökk hata fallhlífamenn irnir af þrem ástæðum. Aðeins örfáir memr komast fyrir á pallinum, scm festur er ekki faríð mjög ili „Rauðu djöflarnir“ á leið til jarðar. við loftbelginn, en fjslagsskapur er ómissandi þegar menn eru hræddir. Þögnin, sem ríkir með- an belgurinn er settur á loft, er mjög taugaæsandi. í þriðja lagi er fallið lóðriett og það er ekk- ert tilhlökkunarefni, að falla 50 metra lóðrjett niður, áður en fall hlífin opnast. HETJULEGUR BARDAGI Síðan koma stökk frá flugvjel- um, 2 að næturlaPi og 2 með full an útbúnað á baki. Þegar allt betta er afstaðið fá hermennirnir hina rauðu húfu, væng á hægri öxlina og svolítið hærri dag- laun — áhættuþóknun. Fallhlífadeildirnar hafa oft verið settar í eldlínuna. Frægasti jbardagi þeirra var Arnhem-or- ustan, þar sem þeir að vísu biðu ósigur. En er þeir komu þangað var þar fyrir öflug sveit SS- manna, sem hafði komist á snoð- ir um fyrirætlanir Englepding- anna, vegna svikráða eins Hol- lendings. í margar vikur börðust hinar einangruðu sveitir Englend inganna hetjulegri baráttu gegn margföldu ofurefli. Þær vantaði skot, mat, vatn, lyf og allt það, sem nauðsynlegt er í hernaði. En að gefast upp vildu þeir ekki og máttur fallhlífasveitanna liggur ekki hvað síst í þrautseigju hermannanna og baráttuvilja.' •— Þær gefast ekki upp hversu slæm ar sem horfurnar eru. — Flestir Kramh. á bls. ö V elvakandi skrifar: ÚEK DAGLEGA LíflMll Slckkt of snemma SPARNAÐUR er lofsverður, þeg ar hann er á rjettum stað. Vökumaður hefir sent mjer brjef um Ijósatímann. „Velvakandi sæll. Á kvöldin, þegar húmar, þá er kveikt á götu- ljósunum í bænum, bað er eins og það á að vera. En Ijósin eru slökkt of snemma á morgnana. Götuljósin hafa verið slökkt of snemma árum saman, en það er aldrei of seint að kippa því í lag, og þess vegna sendi jeg þjer þess- ar línur. Börn í myrkri VITASKULD er slökkt mis- snemma eftir árstíma, en reynsla mín er sú, að götuljósin sjeu að jafnaði slökkt hálftíma áður en ratljóst verður á götun- um. Þetta er leiðinlegt fyrir þá, sem fara til vinnu sinnar um þær mundir, sem slökkt er. En það er illa gert gagnvart börnum, sem þá eru á leið í skólann. Þeim þyk ir ekki skemmtilegt að þræða dimmar göturnar alein. < Allra veðra von ÞAÐ má segja, að þessi ógnar- sparnaður komi ekki að sök, meðan vel viðrar, en á vetrum er allra veðra von, og ófyrirgefan- legt, að börnin skuli ekki hafa ljós í skólann. Þetta getur varla skipt miklum fjárhæðum, og því vil jeg leggja til, að ljósin fái að loga örlitlu lengur fram eftir.“ Fræg gluggatjöld á Úlandi. ONSK blöð gera sjer nú títt um gluggatjöldin í danska sendiherrabústaðnum á Islandi. Eru þettd .Á' •” að verða fræg- ustu gluggatjcíd i heimi. Þ^r sem sendiherrann varð að k.. ip. ný gluggatí"' ' yarla henta annars staðar •■>. sendi- h: rabústaðnum, þegar hanxi tók við embætti fyrir hjer um bil 3 árum, þá fór hann þess á leit, að danska ríkíð greiddi gluggatjöld- in, 3500 danskar krónur. Fjárveitinganefndin þybbast við. ^ JÁRVEITINGANEFND þj óð- þingsins fjekk málið til með- ferðar 1949, og fylgdi því urnsögn utanríkisráðuneytisins og með- mæli, en nefndin gat ekki fallist á fjárveitinguna að svo stöddu. Tilmælin voru svo aftur borin fram 1 fyrra, en fundu þá ekki heldur náð fyrir augum fjárveit- ingavaldsins, og enn hafa þau ver ið ítrekuð nú. Og samt sjer ekki fyrir enda þessa máls. Allir nota ríkis- gluggatjöld. UTANRÍKISRÁÐHERRANN hefir nú látið fyleja umsókn- inni þá greinargerð, að allir sendiherra- og aðalræðismanns- bústaðir, sem danska ríkið á, sjeu búnir ríkis-gluggatjöldum að ein hverju leyti eða öllu. Þó er ein undantekning: Aðalræðismaður- inn í San Fransiskó hefir hengt upp sín eigin gluggatjöld. Kveð ia til ungs Iistamanns IjEGAR „sjómannadagskabarett * inn“ heillaði unga og gamla bæjarbúa, fjekk hann kveðiu frá ungum Reykvíkingi, Guðbergl Auðunssyni. Kveðjunni fylgdi mynd eftir sendandann. Mynd bessi er af Austurríkis- mönnunum, sem allir kannast við, ér sáu trúðleikana í Austur- bæjarbíói. Annar Austurríkismað urinn bar 2 flöskur á kollinum, hvora upp af annarri, og á efrí flöskunni stóð maður á höfði, myndin var sem sagt af þessum flöskumönnum. Þeir, sem stóðu að „sjómanna- dagskabarettinum“ þakka Auð- uni fyrir myndina, hún er vel gerð, þegar þess er gætt, að lista maðurinn er ekki nema 8 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.