Morgunblaðið - 23.12.1951, Qupperneq 2
f3 1B
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. des. 1951' ~j
Eillr Hristisiesasi Quðmundsson
(Utvarpserindi)
DÝj^MÆTASTA EIGNIN
> TJL ER heimsfræ^ur málshátt-
vr, eftir heimsfrægan mann, sem
■Úljóðar þannig: „Evig eies kun
«det tapte“, -— eiiif eign er aðeins
»ið glataðá. Hvorki meira né
Tninna!
i, Orð þessi voru lengi „sem böggl-
að roð fyrir brjósti j§fíiu“. Ég
J&s þau í fyrsta sinPi fimmtán
ára gamall og varð bemlínis hverft
Nið:, Hvem f.járan meinar mað-
•úrinnt hugsaði ég^Og ávallt síð-
^in, er ég minnizt Henriks Ibsen,
Ttoma mér þessi orð hans í hug:
Éilíf eign er aðeins hið glataða.
Mér er að vísu ljóst hvað hann
<ér að fara. Og vissulega er hægt
■að verja gildi setningarinnar. —
JSún er sannleikskorn, haglega
falið í fjarstæðu. En einnig er
auðvelt að andmæla henni. Það,
jsem vér eigum er ekki glatað,
enda þótt hið hlutræna gerfi þess,
jgé horfið sýn. Og það, sem glatað
«r sál vorri, eigum vér ekki, jafn
Vel þótt vér höfum hið hlutræna
jrerfi þess daglega fyrir augum og
jnegum njóta þess, lögum sam-
Jtvæmt.
Áður en lengra er haldið, skul-
nm vér þá athuga lítillega í hverju
'eign er fólgin.
Sennilega getum vér orðið nokk-
•um veginn sammála um, að dýr-
fnætust eign sérhvers manns, sé
lífið sjálft. Og að það sé undir-
jstaða, orsök og skilyrði þess, að
vér geíum yfirleitt eignast nokk-
•uð.
ÉRUM VÉR FEJÁLSIR?
En er nú þetta mikilsverða
líf þá óskoruð eign vor? Erum
vér frjálsir að fara með það eins
•og oss lystir, og erum vér þess
tneífnugir?
Fyrri spurningunni myndi ég
svara játandi -— með fyrirvara.
Og fyrirvarinn yrði svarið við
Tþeirri síðari. Þar kemur margt
til greina: uppeldi, arfur og skap-
tferli, þjóðfélagsleg bönd og skyld-
nr, hugrekki og hugleysi, lyndis-
.einkanir, viljaþrek, eða vöntun
vilja o. s. frv. Og síðast en ekki
eízt hið dularfulla lögmál lífssins,
sem nefnt er ýmsum nöfnum: ör-
lög, handleiðsla drottins, tilviljun,
heppni eða óheppni, skapadómur
o. fl. Margir vitrir menn hafa
Jialdið því fram, að það sé þetta
lögmál, er öllu ræður um gæfu
vora og ágæfu; að allt sé í föstum
skorðum, sem eigi verði bifað.
Ef svo væri, myndi það einfalda
mjög afstöðu vora gagnvart til-
verunni. En ég get ekki fallizt á
|>á kenningu. Vissulega enim vér
vmdir eitthvert lögmál seld, er
lætur lif vort allmjög til sín taka,
•oftast meira en oss grunar. Sumar
^reinar þess eru jafnvel býsna
nugljósar. Ef vér etum og drekk-
nm of mikið, t. d. er oss æfinlega
í té látin skýr og ákveðin aðvör-
«n, sem ekki villir á sér heim-
ildir. Nokkru ógleggri, en þó vel
*kynjanleg er íhlutun lögmálsins,
•ef vér aðhöfumst eitthvað órnann-
isæmandi, eða óþverralegt, jafnvel
jþótt það brjóti ekki í bág við
landslög.
' Af því flýtur auðnubrestur
ölium, sem ei trúa vilja,
íj ósýnilegur að oss gestur
;i innan vorra situr þilja;
r þylur sá ei langan lestur,
en lætur sína meining skilja;
en — ef ekkert á oss bítur,
engill fer, — og lánið þrýtur.
í Svo kvað Grímur Thomsen, og
mun satt vera, svo langt sem það
: mær. Lögmálið er í oss sjálfum
og vér höfum vafalítið áskapað
oss þau örlög eða áhrif, sem vér
Jhljótum.
ARFUR OG UPPELDI
Arfur og uppeldi eru sterkir
l>ættir í lffsþræði vorum.' Ver
spinnum þráð þann að vissu leyti1
sjálfir, en efniviðurinn, sem oss'
er fenginn, er svo misjafn, að eng- í
ar tvær manneskjur er hægt að |
mæla með sama kvarða. — Til i
uppeldis verður að telja þau
áhrif, sem þjóðfélagsskipulagið
hefur á skapgerð vora :og sál-
arlíf. í reikping þess má sjálfsagt
skrifa ýmsar misfarir vprar. Og
ekki er að efa að réttlátara og
ástúðlegra skipulag myndi skapa
fjölmörgum einstaklingum ham-
ingjuríkari ævi. En aldrei gæti
það orðiðeinhlítt, hversu fullkomið
sem það yrði. Hið forna sann-
mæli: Hver er sinnar gæfu smið-
ur, myndi sarnt sem áður verða
æ í gildi og metum. — Því þrátt
fyrir allar hömlur og annmarka
lít ég svo á, að vér eigurn líf vort
og séum að allmiklu leyti írjálsir
gerða vorra. Enda þótt vér séum
bundnir í báða skó af erfðum og
uppeldi, atvinnu, umhverfi og
skyldum, þá er ávallt eitthvað í
oss, sem er óháð öllu, — ef oss
aðeins hefur skilizt að svo sé. —
Enginn getur rænt oss þessu, ekk-
ert valdboð fjötrað það. Hvorki
verður það keypt né selt, eða tekið
lögtaki. Blaðurtungur fá ekki at-
að það auri, óhreinum höndum
leyfist ekki að snerta það. Og
þetta eitthvað er einmitt það, sem
í raun og sannleika erum við
sjálf, hinn sérstæði persónuleiki
vor: lífið í oss.
HVERSU VARANLEG
ER EIGNIN?
En þótt vér verðum nú kannske
ásátt um, að lífið sé raunveruleg
eign vor, með eða án fyrirvara,
þá má enn um það deila, hversu
varanleg sú eign sé. Vcrður hún
frá oss tekin í dauðanum, eða
höldum við henni einnig handan
við feigðarpollinn?
Þetta er nú ein elzta og ágeng-
asta spurning mannsandans, og
fæstir fá svar við henni, fyrr en
þar, sem lýkur veraldarsögu vor
allra. Sumir láta sér nægja trú
og von. Aðrir feta sig eftir öðr-
um leiðum dulspekinnar í leit að
svari við spurningunni miklu. Og
vissulega er sannleikurinn um líf-
ið finnanlegur, en of fáum hent að
skynja hann og skýra. — Frá al-
mennu sjónarmiði séð, vitum vér
því ekki með vissu hvort iffið cr
varanleg eign. F.n vér höfun; átt
það allt fram að þessari stund
og vér eigum þetta augnablik,
sem er að líða núna. Það er eign
vor, allt sem vér höfum lifað er
í því, allt sem oss hefur auðnazt
að afla af verðmætum, er talizt
geta varanleg, þannig að þau
verða ekki frá oss tekin, meðan
vér höfum meðvitund.
Hver eru þá þessi verðmæti og
með hverjum hætti geta þau hald-
izt í eigu vorri, enda þótt hlut-
rænt gerfi þeirra sé löngu horfið
sýn?
SORGIN MINNISSTÆÐUST
■ Ég þekkti einu sinni gamlan
mann, sem kominn var á grafar-
bakkann og tekinn að sljóvgast.
Erfitt var að vekja áhuga hans
á nokkru í núlíðinni, en ef minnst
var á æsku hans og fyrstu mann-
dómsárin, lifnaði yfir karli. Þá
var engan sljóleika á honum að
sjá. Tímunum saman gat hann
talað um þá daga. Hann sat uppi
við dogg í rúmi sínu og blind aug-
un störðu skyggn á þá fjársjóði,
er vitund hans hafi safnað á
farinni leið. Rödd hans mýktist
og andlitið hýmaði. Enn man
ég margt af því, sem hann sagði,
það mótaði skýrar myndir. Eink-
um varð honum tíðrætt um útför
drengs er hann hafði misst þriggja
ára gamlan. Og í frásögn hans af
útförinni varð svipur þessa löngu
dána barns furðulega náinn óg
minnisstæður þeim, er á hlýddu.
— „Ég lagði hann niður við hlið-
ina á henni móður hans“, var hann
vanur að segja. „Hann var likur
henni eins og hún var, þegar við
kynntumst; dökkur á brún og brá
og móeygður, eins og hún, spé-
kopparnir í kinnunum alveg cins,
og hnykkurinn, sem þau gerðu
með höfðinu, þegar þau hlógu. —
Þá stund var mér nokkuð heitt
fyrir brjóstinu. En síðan — síðan
hefur þetta allt breytzt. — Hann
hristi ævinlega höfuðið, um leið
og hann sagði þetta, og brosti
dálítið ibygginn og út undir cig.
Á hin börnin, sem upp komust,
minntist hann miklu sjaldnar. —
ílann ræddi yfirleitt :nest um það
er hafði valdið honum sársauka
og ég var undrandi yfir því, að
hann Virtist minnast þess aíls
með gleði. Víst er, að þetta var
nú oi'ðið honum ríkast í huga,
eins og væri það dýrmætasti af-
rakstur lífsins. ■—-
FAGRIR HLUTIR
Ekki mjm hollt að elska of mjög
dauða hluti, hús, gripi og aðrar
eiguir. Þó geta þeir efalaust auðg-
að persónuleikann, einkum ef þeir
hafa kostað nokkrar fómir. Fagr-
ir hlutir hafa þýðingu fyrir líf
vort og auka gleði vora og ham-
ingju. En það er hollt að hafa
æfingu í að missa þá. — Afi minn,
sem var skartmaður að eðlisfari,
átti ýmsa fallega gripi. Einn var
forláta svipa, haglega saman sett.
Henni týndi hann á Kerlingar-
skarði. En oft síðan heyrði ég
hann minnast á hana og þá brosti
hann ávallt með sjálfum sér. ■—■
„Sérðu ekki ósköp mikið eftir
henni, afi?“, spurði ég hann eitt
sinn. Þá hló gamli maðurinn: „O,
ekki held ég að maður fari nú að
harma dauðan hlut!“, anzaoi hann.
,,En það er gaman að hafa átt
svona fallega svipu“. •— Mig grun-
ar að hún hafi orðið lionum drjúg-
ur ánægjuauki, einnig eftir að
hann missti hana. —
Fjarri sé mér, að prédika gat-
slitin sunnudagaskólaerindi, svo
sem það, að þjáningin sé oss send
af drottni til þess að hreinsa oss
af synd og gera oss góða o. s. frv.
En því vil ég leyfa mér að halda
fram, að ekkert geti glatazt, sem
eitt sinn hefur orðið oss raun-
verulega dýrmætt. Vér eigum það
æ síðan, og það varpar ljóma sín-
um yfir sérhverja líðandi stund.
Og alltoft er það einmitt missir
þess, sem gerir það verulega og
varanlega dýrmætt, — eins og
Ibsen gamli gefur í skyn í orð-
sproki sínu. — Hvert er þá hlut-
verk gleðinnar og hvert sorgar-
innar? Hvað er eign og hvað er
missir?
FEGURSTU ÆTTJARÐAR-
LJÓÐIN ORKT í FJARLÆGÐ
Flestar manneskjur minnast
æskustöðva sinna með gleði alla
ævi, — þó því eins að þær séu
fjarri þeim. Og engin eignast ætt-
land sitt eins innilega og sá, sem
býr i útlegð. Það er kunnugt, að
flest fegurstu ættjarðarljóðin, sem
rituð hafa verið á íslenzka tungu,
eru orkt í fjarlægð frá fóstur-
jörðinni. Og lík þeim fögru Ijóð-
um, er verða til í söknuði og þrá
eftir hinu dýrmæta, hvort sem
það er ættland, æskusveit, móðir,
ástmey eða lítið barn, sem liggur
í gröfinni, eru þeir fjársjóðir,
er vitund vor öðlast við missi þess,
sem er oss kært. Og allt, sem
er kært, missum vér, fyrr eða
síðar. En hugur vor endurheimt-
ir það í hryggðinni, er missir þess
veldur; endurheimtir það einatt
fegurra og skírra en það áður var,
og á það æ síðan. Sorg getur
breytzt í mjög verðmæta gleði, ef
það, sem syrgt var, er svo dýr-
mætt, að það megni að helga sárs-
aukan. —
Að erga>og missa er kannske
í reyndinni lxið sapxa? — Svo mik-
ið er víst, að eitt er öruggt í heimi
hér: fyrr eða síðar missum vér
•allt; sem vér’ teljum eign vora- á
Kristmann Guðmundsson rithöfundur
\ )
jörðinni, einnig það, sem flestum
er hvað kærast: lífið.
Þetta eru kaldranaleg örlög, —
fljótt á litið, — og því engin furða
þótt manneskjan hafi frá alda öðli
reynt að milda þau og leita sér
einhverrar ímununar. Umflúin
verða þau ekki; það er hollt að
temja sér að horfast í augu við
þann sannleilca, að eitt sinn skal
hver deyja. — En auk þess síð-
asta og „endanlega“ missis, erum
vér alla ævina að missa sitthvað,
sem er oss kært: ástvini, eigur og
vonir. Líf vort er grátbroslega
duttlungafullt og óábvggilegt, ver-
aldargæfan hríðvalt hjól og heils-
an stopul. Vér vitum aldrei að
kvöldi neins dags, hvort vér sjá-
um sól rísa á nýjum morgni. —
Smávægileg atvik geta í einni
svipan eyðilagt heilbrigði vora,
eytt fjármunum vorum og raunar
sálgað oss!
VÉR SJÁUM SKAMMT
Þegar litið er til alh'a þeirra
ógna, er að mannlífinu steðja, þá
er næsta furðulegt að ánægja,
lífsgleði og hamingja skuli geta
þrifist meðal vor. Eins og allt
er í pottinn búið, mætti ætla, að
oss veittist engin stund ómenguð
af galli því, er sífelld nálægð
dauða og ógæfu drýpur í hugi
vora. En það er nú eitthvað ann-
að. Flestir hljóta milclu meira
yndi en ama, jafnvel þeir, sem
eiga við örðugleika að stríða allt
sitt líf.
Vangæfu vorri verður margt að
vopni og allir eigum vér um sárt
að binda. En furðulega oft er líf-
steinn í sáru svcrði, svo að margt
það, er oss virðist næsta hörmu-
legt, er það dynur á oss, verður
oss síðar til gæfu og yndisauka.
Vér sjáum skammt, en þróun lífs-
ins er löng. Gleði vor skapast oft-
ar en oss grunar á stund hryggð-
arinnar.
Að vísu er þetta nokkuð eftir
skapgerð vorri, og þó einkum vilja
vorum, hagsýni og dugnaði í því
að auðgast andlega. Vitað er, að
áreynslulaust efnast fáir af ver-
aldargæðum, og enn mildu siður
komast menn sofandi í andleg
efni.
Það má vera að söfnun verald-
legra verðmæta umfram þörf sé
hæpin leið til gæfu. En víst er,
að söfnun andlegra verðmæta
veitir oss gleði og hamingjd. Þó
er ekki lengur fyrir það að synja,
að einnig húmgati leitt-oss af vegal
■— Hin gullna meðalleið er vand«
rötuð og að njóta lífsins réttilega*
er einhver hin mesta list og galdut
í þessum heimi. Að eignast á heil*
brigðan hátt gleði sálar og lík«
ama, ljóss og moldar, og sam«
ræma hana oss til giftu, á því
veltur gæfa vor og afrakstur lífa
vors. Hitt er lítils vert, hvað unj1
oss er sagt, hugsað eða haldiðo
hver metorð vér hljótum, frægð og
frama, — án þess þó að ég vilji
gera minna úr þessu öllu en efni
standa til. Það gctur haft síná
þýðingu, en hið eftirsóknarverð-*
asta á lítið við það skylt.
Sársaukann fær cnginn umflú-*
ið; einhver gleði veitist öllum. Og|
tíminn læknar sárin, hylmir yfifi
gleðina. En það, sem lifað var
og reynt, er ekki glatað, enda
þótt gleymskan og fyrnskan virð-
ist hjúpa það blæjum sínum. Þaði
er þá samrunnið persónuleika vor*
um, orðið að gleði, kýmni, mann*
viti, þreki, þolinmæði, umburðar*
lyndi, skilningi, ástúð, — þeimí
eiginleikum er gera oss hæfa til
að verða sjálfum oss og öðrum til
gagns og gæfu. — .
Um varanleika lífsins má deila4
En eign vor er tvímælalaust hif|
dýrmæta augnablik, sem er að líða,
t því krystallast sífellt arfur og
fjársjóðir allra liðinna stunda á
ævileiðinni og vonin og draumur-*
inn um það, sem koma skal. Og
ef vér sleppum því ekki fram hjá
oss í hugsunarleysi eða þollausrt
leit að hæpinni framtíð, munuml
vér furðu oft finna, að það eí
eins og bikar, sem að oss er rétt-*
ur, barmafullur af dásemdum. j
I (ftMf fói! \
í i
; 0€ymplei\
Laugaveg 26.