Morgunblaðið - 23.12.1951, Síða 8
MORGVlSBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. des. 1951
Í ;'B* \
SÍÐASTIBÆRINN A ST
NDUIU
SVO segir í Landnámu að Geir-
rhundi heljarskinn hafi þótt
óf þröngt um sig í landnámi sínu
í Dölum. Hafi hann því tekið sig
lipp og haldið norður til Stranda
óg numið land frá Rytjagnúp,
Vestur til Horns og þaðan austur
til Straumness hins eystra. Þessi
þluti landsins hefur um langt
skeið verið kendur við hinn
mikla bjargjöfur, Hornbjarg, sem
teygir tinda sína hátt móti veðra-
gný norðursins við hið yzta haf.
Af því er dregið nafnið Horn-
Strandir, sem í vitund margra
Islendinga eru sannkallaðar
furðustrendur.
í nútíðarmáli eru Hornstrand-
ír ekki taldar ná yfir allt hið
forna landnám Geirmundar. Al-
mennast mun talið, að þær nái
frá Straumnesi eða Kögri norðan
Aðalvíkur eða Fljótavíkur, aust-
ur um Horn allt til Geirólfsgnúps
sem er á mörkum Norður-ísa-
fjarðarsýslu og Strandasýslu.
Allt frá landnámstíð hefur vog-
skorin og hrikaleg strandlengja
þessara norðurslóða verið byggð.
í>ar hafa kynslóðirnar háð bar-
áttu sína við náttúruöflin,
óbrotna sjóa íshafsins, snjóalög
og hafísa, einangran og oft á tíð-
um miskunarlausa veðurhörku.
í>ar hafa þverhnípt björgin gnæft
ógnandi og svipþung yfir litl-
um býlum í fjörðum og víkum.
SVIPTIBYLJIR
ÞJÓÐLÍFSBREYTINGANNA
Undanfarin ár hafa Hornstrand
ir oft borið á góma meðal þjóð-
arinnar. Ástæða þess er fyrst og
fremst sú, að á einum áratug hef-
hr byggð þeirra eyðst svo að
segja gjörsamlega. Sviptibyljir
þjóðlífsbreytinganna hafa leikið
þennan afskekkta landshluta
harðar en nokkurn annan. Tugir
lítilla íbúðarhúsa í tveimur
nyrztu hreppum Vestfjarða
standa auð og yfirgefin. Aðeins
tilvist þeirra minnir á, að þarna
hefur verið lifað og starfað. Á
öllum hinum eiginlegu Horn-
ströndum er nú aðeins eitt bónda-
býli i byggð, auk bústaðar vita-
varðarins, er gætir Hornbjargs-
vita.
Áður en ástæður þessarar gjör-
eyðingar verða raktar langar mig
til þess að líta rúman áratug aft-
ur í tímann. Það er skammur
tími. En á honum hafa þær breyt-
ingar aðallega gerzt, sem hér
verða ræddar,
SUMARHEIMSÓKN
Á STRANDIR
Það var vorið 1941 rétt í þann
mund, sem Strandamenn voru
vanir að hefja bjargsig eftir eggj
um, að ég lagði upp í ferðalag
þangað norður til þess að verja
þar sumarfríi mínu. Leiðin frá
Isafirði lá fyrst norður til Grunna
víkur i Jökulfjörðum. Presturinn
á Stað, hinn svipmikli búhöldur
og kennimaður, séra Jónmundur
Halldórsson, setti mig þar upp á
sinn eiginn eyk. Frá honum var
Reykjarfjörður á Ströndum. „Þar er ylur í jörðu. Undan ískaldri jökulánni, sem fellur undan skrið-
jöklinum, stíga hvítir gufustrókar. Heima við bæinn eru heitar laugar“. (Ljósm. Þorst. Jósefsson)
haldið inn með Jökulfjörðum og
þaðan sem leið liggur yfir Skorar
heiði, sem liggur á milli þeirra
og Hornstranda, yfir í Furufjörð.
Fylgdarmaður minn var Tómas
Guðmundsson bóndi í Kjós, en sá
bær liggur í mynni Hrafnsfjarð-
ar, sem er einn Jökulfjarðanna.
En þeir draga nafn sitt af Dranga
jökli, er liggur á hálendihu aust-
anþeirra.
I Grunnavíkurhreppi, sem nær
yfir sunnanverða Jökulfirði, yfir
á Strandir, norður til Forvaða
rétt fyrir austan Hornbjarg, og
austur til Geirólfsgnúps, voru þá
flestar jarðir setnar. íbúar í
hreppnum voru þá 232 talsins.
í Furufirðx bjuggu þá f jórar f jöl-
skyldur.
Við komum í Furufjörð í þoku
og súld síðla kvölds. Þar, eins
og alls staðar annars staðar í þess
um afskekktu byggðarlögum, var
engu öðru að mæta en frábærri
gestrisni, alúð og hlýju.
SÓLBJARTIR DAGAR
Að morgni næsta dags hafði
þokunni létt. Það var logn út í
hafsauga og glaða sólskin. í Furu
firði gat að líta allstórt tún, að
verulegu leyti slétt, víðlendar og
grösugar engjar og fjörur allar
þakktar rekaviði. Skammt undan
landi voru ágæt fiskimið. Það var
sannarlega búsældarlegt um að
litast þarna þennan sólbjarta vor-
morgun.
En nú var ferðinni haldi áfram.
Strandabændur ætluðu á bjarg
og ég átti að fá að fljóta með.
Frá Furufirði var farið á göngu
út í Bolungarvík, sem er næsta
vík fyrir norðan. Þar slógust Bol-
ungarvíkurbændur með í förina
og var haldið þaðan á árabát
áleiðis til Horns. Það ferðalag
____ Hornbjarg— (Ljósm. Þorst. Jósefsson)
gekk dásamlega seint. Arabátun-
um liggur ekkert á. Þeir eru ó-
snortnir af hraðaæði vélaaldarinn
ar. Við sátum sveittir við róður-
inn í sólarhitanum. Báturinn þok
aðist mátulega rólega framhjá
víkum og nesjum í logninu. Leti-
legir svartfuglar sveimuðu hér
og þar og á stöku stað skaut for-
vitnislegum selshaus eða blás:
andi hnísum upp úr sjónum.
DÓTTIR HORNSTRANDA
En nú erum við farnir að nálg-
ast Hornbjarg. Bændurnir þurfa
að koma við í Látravík, þar sem
Hornbjargsviti stendur. Þar er
ég lagður af, Mig langar til þess
að halda ferðinni áfram á göngu
út að Horni í kvöldskininu. Frá
vitanum út að Hornbænum er
víst rúmlega kukkustundar gang-
ur. En það tók mig miklu lengri
tíma að komast þangað. Það var
komið kvöld, sólin nálgaðist haf-
flötinn og allur austurhluti Horn-
stranda blasti við. Núpar og nes
teygðu sig út í víðáttu norðursins.
Unglingstelpa, dóttir Stígs
bónda á Horni, rölti með mér út
bjargbrúnina. Hún þekkti öll ör-
nefni, hvern hnúk og tind, víkur
og voga, gjár og forvaða. Þetta
var hennar sveit, hennar óðal og
æskustöðvar. Hún var dóttir
Hornstranda, frjálsleg og hispurs-
laus. Þarna höfðu feður hennar
og frændur sigið í bjarg, skotið
bjarndýr og refi, róið til fiskjar,
búið búi sínu og unað glaðir við
sitt. .
Nú erum við komin heim að bæn
um á Horni en hann stendur við
Hornvík, vestan bjargsins. Þar er
uppi fótur og fit. Á morgun á
að fara á bjarg. Vaðurinn er tek-
inn fram, hvippur og stálhjálm-
ar líka. Fyglingar og festarbænd-
ur athuga allan útbúnað áður en
gengið er til hvílu.
VIÐ KÁLFATINDA
Á Horni er um þessar mundir
þríbýli. En fjöldi manná er þar
saman kominn að morgni.
Strandabændur fjölmenna til
bjargsigs. Þennan dag er sigið í
tveimur festum. Þúsundir eggja
eru sóttar í greipar Hornbjargs.
Nokkru fyrir austan Kálfatinda,
sem eru hæzti hluti bjarsins, er
eggjatekjan hafín.
Þannig líður hver dagurinn á
fætur öðrum við starf og strit.
En leið mín, hins forvitna ferða-
langs, liggur áfram vestur Strand
irnar, frá Horni yfir að Höfn í
Hornvík, þar sem Betúel gerði
garðinn frægan, þaðan í Rekavík
bak Höfn, yfir Atlaskarð og Skál-
arkamb til Búða í Hlöðúvík og
um Kjaransvíkurskarð til Hest-
eyrar. Þar lýkur að þéssu sinni
ferðinni um hinar eiginlegu Harn
strandir.
ATVINNA OG FÓLKSFJÖLDI
Ég hefi minnst þessa ferðalags
með fáum orðum vegria þess, að
á þessurri tímum var ennþá líf
og starf á Ströndum. Nokkrar
smávíkur voru þá að vísu komn-
ar í eyði. En íbúar Sléttuhrepps,
en hann nær yfir norðurhluta
Jökulfjarða, vestur og norður um
Aðalvík og Horn að Forvaða,
voru þá 410.
í þessum byggðarlögum lifði
síðustu áramót. Er það fólk bú-
sett í Aðalvík og á Hesteyri.
I Grunnavíkurhreppi hefur
fólki ekki fækkað eins stórkost-
lega. Þar er enn allmikil byggð
vestan Skorarheiðar. Voru íbúar
hreppsins um siðustu áramót
taldír 83.
En Strandabyggðin hefur
eyðst, að undanskildum Reykjar-
firði.
Hverjar eru ástæður þess, að
byggð hefur lagst af á þessum
slóðum? Um það kunna að vera
skiptar skoðanir. Engum, sem til
þekkir, dylst að þar eru að mörgu
leyti góð lífsskilyrði. Landkostir
eru þar víða góðir, mikið af rækt
anlegu landi, fiskur upp í land-
steinum, reki og ýms önnur hlunn
indi eins og fyrr greinir.
En lífsbaráttan var harðari
þarna en víðast annars staðar.
Samgönguleysi og einangrun
skapaði margháttaða erfiðleika.
Þegar við þetta bættist að ekki
fékkst læknir til Hesteyrar jók
það mjög á þá uplausn, sem tek-
in var að grafa um sig.
Byrjað var á vegagerð milli
Hesteyrar og Aðalvíkur og
bryggjugerð hafin á Látrum, sem
var smáþorp í Norður-Aðalvík.
Talstöðvar voru settar upp á af-
skekktustu stöðunum á Strönd-
um, svo sem í Furufirði, Bolungar
vík, Reykjarfirði og Fljótavík.
Áður hafði verið talstöð á Horn-
bjargsvita. Allmikið aukið ör-
yggi var að því sambandi, sem
þessi tæki sköpuðu við umheim-
inn.
En fólksfækkunin hélt áfram.
Hjónin í Reykjarfirði, Jakob Kristjánsson og Matthildur Benedikts-
dóttir.
fólkið að mjög verulegu leyti af
fiskveiðum. Fiskur gengur þar
inn á flestar víkur og er því ör-
stutt á miðin. Landbúnaður var
stundaður jafnframt sjósókninni.
Er þarna víða gott undir bú og
mikið af ræktanlegu landi, ekki
sízt í Aðalvík og Fljótavík. Víða
eru hlunnindi mikil af reka.
Höfðu margir Strandabændur af
þeim drjúgar tekjur. Sumir
þeirra höfðu komið sér upp sög-
unarvélum og bætt þannig að-
stöðu sína til þess að vinna úr
viðnum, sem straumar og storm-
ar báru að landi þeirra. Mjög
mikill hluti allra girðingarstaura
í mæðiveikigirðingar um land
allt er úr rekavið Strandabænda.
Eins og áður er getið höfðu
allmargir bændur einnig nokkur
hlunnindi af eggja- og fuglatekju
í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi.
Var oft mikil búbót að því ný-
meti eftir langan og rysjóttan
vetur.
AUÐN OG TÓM
En nú er auðn og tóm á þessurn
norðlægu slóðum. Á öllu svæðinu
frá Straumnesi norðan Aðalvík-
ur til Geirólfsgnúps er aðeins
einn bær byggðúr. Það er Reyki-
arfjörður í Grunnavíkurhreppi.
Hornbjargsvita er að vísu gætt
af vitaverði eins og áður. íbúar
Sléttuhrepps voru aðeins 32 við
Fólkið virtist hafa misst trúna á
framtíð þessara byggðalaga. Sum
ir fóru þó nauðugir vegna þess
að þeir gátu ekki annað. Gamla
fólkið varð að fylgja börnum sín-
um. Þannig tæmdust þessar sér-
kennilegu og fögru norðurbyggð-
ir.
SÍÐASTI BÆRINN
Á STRÖNDUM
Nú er Reykjarfjörður einn
byggður. Þar búa þau Jakob
Kristjánsson og kona hans Matt-
hildur Benediktssdóttir. Þar hafa
þau búið alla sína ævi og átt 13
börn. Hafa 9 þeirra búið þar með
þeim til skamms tíma. Jakob
bóndi er nú um sextugt en kona
hans nokkru yngri. Heimili þess-
arar stóru f jölskyldu er um
marga hluti sérstætt. Það, sem
fyrst og fremst mótar svip þess,
er hin órjúfandi samheldni fjöl-
skyldunnar, tryggð hennar við
heimahaga, einlæg og kjarkmikil
trú á býli sitt og möguleika þess.
Þarna hefur þetta fólk ræktað
land, byggt gott íbúðarhús, raf-
lýst, byggt myndarlega sundlaug,
sett upp sögunarvél til vinnslu
á rekavið og unnið fjölmargar aðr
ar umbætur. Synirnir eru þjóð-
haga smiðir og hafa, ásamt föður
sínum byggt hús og báta og ótal
muni til heimilisnotkunar. Fyrir
nokkru byrjaði elzti sonurinn,
Guðfinnur, að byggja nýtt íbúð-