Morgunblaðið - 23.12.1951, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.12.1951, Qupperneq 13
i Sunnudagur 23. des. 1951 MORGUNBLAÐIÐ Mynd liessi er tekin af stórhýsi Sameinuðu þjóð nna í New York skömmu áður en smíði þess lauk. Til vinstri á myndinni sézt hæsta hús veraidar, Empire State Building og til hægri Chrysler bvggingin. . Jón Mapússon: A imAmskeiði hjA S.Þ. SJÓN Eít SÖGU RÍKARI MIKIÐ hafði ég heyrt talað um Sameinuðu þjóðirnar og nokkuð lesið, er mér gafst tækifæri á að kynnast persónulega hinu geysi- yfirgripsmikla starfi þessara al- þjóðasamtaka — en að starfsemi þessara samtaka væri svo víðtæk, sem raun ber vitni, komst ég fyrst að raun um eftir dvölina í Lake Success. Á ári hverju halda Sameinuðu þjóðirnar 3 fræðslunámskeið, 2 þeirra eru fyrir embættismenn hins opinbera, en hið 3 fyrir há- skólanema. Er það Kanadamað- ur, Mr. Widdrington, fyrrum sögu og latínukennari, sem stjórn ar þessum námskeiðum. Persónu- leiki þessa manns er dásamlegur, hann er í senn fyrirliði, fræðari og þá ekki síður félagi og ávallt í góðu skapi. NÁMSKEIÐ í PARÍS OG GENF Síðastliðið sumar var ég svo heppinn að komast að á nám- skeiði því, er ætlað var háskóla- nemum, en samtímis eru slik námskeið haldin í Lake Suceess, sem er í útjaðri New York borg- ar og Genf í Sviss. Kaus ég fremur að starfa í Lake Success, þar eð starfið er þar fjölbreytt- ara og skemmtilegra en í Genf, en þar hafa þó ýmsar sérstofnan- ir S. Þ. sínar aðalbækistöðvar, svo sem Alþjóðavinnumálaskrif- stofan (ILO), er telur 62 með- limalönd og Alþjóðaheilbrigðis- málaskrifstofan (WHO) o. f 1., en auk þess hafa S. Þ. stórar skrif- stofur í París, Montreal og fleiri borgum, svo og almennar upp- lýsingaskrifstofur í öllum heims- álfum. 35 NEMENDUR Við vorum 35 frá 25 löndum á fyrrgreindu námskeiði í Lake Success og bjuggum við á 2 stúdentagörðum Columbia há- skólans í New York. Sá, sem bjó í næsta herbergi við mig á 11. hæð á John Jay Hall, hét Rud- olplí eða Hrútur eins og ég kall- aði hann jafnan og gegndi hann því. Hann var Afríkunegri frá Líberíu, ríkinu, sem Monroe Bandaríkjaforseti kom á stofn. Lagði Hrútur stund á lögfræði, en meiri hluti okkar stúderuð- um einnig þá frómu vísindagrein í heimalöndum okkar. Erling frá Noregi og Tao-Tai Hsia frá Kína voru einnig þarna með okkur á 11 hæð. Erfitt áttum við Eriing með að borða með prjónunum, er virtust leika svo vel í hönd- um Tao, er við kvöld eitt snædd- um á kínverskú matsöluhúsi á Broadway ásamt henni Estalina del Rello frá Mexikó. í FUNDARHERBERGI ÖRYGGISRÁÐSINS Sjálf gátum við valið um, í hvaða deild við helzt vildum starfa, hvort heldur það var á sviði fjármála, þjóðfélags- eða pólitískra mála eða annarra á- hugasviða. Á hverjum morgni komum við saman í einhverju fundarher- bergjanna í Lake Success, vana- lega í herbergi nr. 5, en þar neld- ur Öryggisráðið ávallt hina lok- uðu fundi sína. Vorum við þar frædd um alþjóðamál svo og hina margþættu starfsemi hinna Sam- einuðu þjóða. Voru þetta mjög fræðandi tímar, einkum þar sem eingöngu völdust hæfileikamenn sem fyrirlesarar. — Sérstaklcga minnist ég .skemmtilegs og fróð- legs erindis yfirtúlksins í Lake Success, sem er rússneskur, nú landflótta. Hóf hann starf sitt sem túlkur í stríðinu 1914—18 og hefur ávallt siðan starfað sem túlkur á ýmsum alþjóðaráðstefn- um. Jafnvígur er hann á rúss- r.esku, ensku og frönsku, og jafn- vel spönsku, þótt ekki þýði hann af eða á það mál. Undir stjórn hans eru 60 menn og konur, sem virðast hafa yfir að ráða alveg sérstökum heilum. Annast þessi 60 manna hópur eingöngu hina munnlegu túlkun á fundum, en margfalt fjölmenn- ara starfslið annast ýmiss konar skriflegar þýðingar og þeirra á meðal er Vanneck, sem meðal annars þýðir ýmsar skýrslur, svo sem hagskýrsiur af íslenzku yfir á ensku. Hefur hann þó aldrei til íslands komið*en hefur mik- inn hug á að sækja okkur ’neim. íslenzkukunnátta hans er að mestu leyti sjálfslærdómur, en plötur á hann með íslenzkum ræðum, og reynir hann eftir þeim að ná réttum framburði. VIÐSTADDUR Á FUNDUM Deild sú, er ég starfaði í, nefnd ist „Conference Management Division“. Skipuleggur sú deild alla þá fundi, er haldnir eru í Lake Success og sér um þá að öðru leyti. Gafst mér þar alveg sérstakt tækifæri til að vera við- staddur alla þá fundi, er eftir- sóknarverðastir voru, og voru það einkum fundirnir í Öryggis- ráðinu eftir afturkomu rússneska fulltrúans Maliks, ,,brilliant“ náungi, þótt frábær málflutning- ur hans virtist ekki ávallt sam- rýmast staðreyndum, gefur hann naumast eftir brezka fulltrúan- um í ráðinu Sir Gladwyn Jebb. MARGÞÆTT STARF Þegar þú, lesandi góður, lest eða heyrir talað um Sameinuðu þjóðjrnar, þá er það nær ávallt frá hinni pólitísku hlið þessara alþjóðasamtaka — frá misbeit- ingu neitunarvaldsins, tilgangs- lausum sáttatilraunum, deilum í Öryggisráðinu eða Stjórnmála- nef-ndinni, þar sem hver höndin er oft uppi á móti annarri og öðrum þrætum, sem hvorki mann veran né hin einstöku þjóðfélög virðast geta verið án. Oft (ef til vill betra að orða það oftast) vilja hin ópólitísku störf S. Þ. hverfa í skugga hinna pólitísku deilna stórþjóðanna, svo sem — sending matvæla, hjúkr- unarliðs — og varnings til að- stoðar flóttafólki og öðrum heim- ilislausum á jarðskjálfta- og flóðasvæðum — aðstoð löndum til handa, sem ei'u á eftir þjóð- félagsþróun hinna vestrænu þjóða — sending sérmenntaðra manna, lækna, hagfræðinga, kennara, verkfræðinga á hinum ýmsu tæknisviðum og fleiri til ýmissa þurfandi landa, jafnt hvort þau eru í þessum alþjóða- samtökum eða ekki — söfnun al- þjóðahagskýrslna og annars fróð- leiks, er koma mætti löndum þeim að gagni, er skammt eru á veg komin, einkum efnahagslega — eftirlit með eiturlyfjafram- leiðslu í heiminum og sölu henn- ar — yfirumsjón með útrýmingu kóleru, berklaveiki, taugaveiki og annarra banvænna sjúkdóma, svo og’ stjórnmála- og efnahags- leg aðstoð til handa frumstæð- um þjóðum. Sameinuðu þjóðirnar láta og mikið til sín taka alþjóðaverzlun, viðskipti, matvælaframleiðslu, dómsmál, póstmál, símamál, flug- mál, gjaldeyrismál, verkalýðs- mál og fjölda annarra mála, en þar eð ég get ekki stýrt penna mínum nógu skilmerkilega vei'ð- Framh. á bis. 15 13 V \ s s s \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ i \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ c \ \ \ \ \ \ \ \ i \ \ \ \ \ \ \ \ \ s í— \ \ \ \ \ \ \ s \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ i \ \ \ \ \ \ i \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ ecj fo (! Gott og farsælt nýár, þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu Verslunin Þjórsá, Laugaveg 11. OCf [° (! Halldór Ölafsson, Rufvélaverkstœ&i, Njálsgötu 112. e^ fo 4! Gott og farsælt nýár! SlippfélagiS í Reykjavík. ec^ jO (! efy jo d! Verslunin Hamborg, Laugaveg 44. 4! s s > \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ - \ \ \ \ I \ \ \ \ í \ \ í \ \ \ \ ' Y \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ > \ \ \ \ > \ \ \ I s \ \ \ \ \ \ I \ \ \ \ I \ > \ \ \ \ \ v \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ I \ \ s Hréinn h.f. 4! gott og farsælt nýár! Síríus h.f. \ \ \ \ ,\ \ \ \ \ s \ \ \ \ \ \ \ V \ \ s ( \ s s s s \ s s s s s s s s s s ' s s s s s s s s s s s s s s s s ec^ jo (! Bœjarútgerð Hafnarf jariSar. ecf jo 4! ,Litla“ Nœrfatagerðin h.f. Víðimel 64.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.