Morgunblaðið - 05.01.1952, Síða 2

Morgunblaðið - 05.01.1952, Síða 2
MORGUHBLAÐIÐ Laugardagur 5. janúar 1952 Rdðstaíanir gerðar til Bjargar bdtaútveginum ^átagjaideyrisákvæðiai fra.miengd Á SÍÐDEGISFUNDI í gær i sam. þingi skýrði Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra fyr.ir hönd rikisstjórnarinnar frá .samkomulagi, ácm orðið hefur milli hennar og L. í. Ú. um að hin svonefndu báta- gjaldeyrisákvæði skuli gilda áfram þetta ár í breyttu formi. Urðu talsverðar umræður um þessa tilkynningu ríkisstjórnarinnar, en hún verður birt í Lögbirtingarblaðinu. — Áberandi var að þótt .gijórnarandstæðingar mæltu gegn þessu samkomulagi, gátu þeir á engan hátt bent á nein önnur úrræði til aðstpðar hinum aðþrengda 'bátaútvegi. AUOLVSING JÍÍKISSTJÓRNARINNAR Ólafur . Thors las upp sam- Iromulag fíkisstjórnarinnar við Landssamband ísl. útvegsmanna og auglýsingu hennar um inn- iflutningsréttindi bátaútvegs- manna og fara hér á eftir aðal- atriðin úr henni. „Samkvæmt ósk ríkisstjórnar- innar. og með tilvísun til sam- komulags, sem hún hefur gert við Landssambapd ísl. útvegs- •nanna 31. des. s.l. heíur verið -ákveðið, ,að ákvæði i auglýsingu Fjárhagsráðs, dags. 7. marz s.l., oum innflutmngsréttindi bátaút- vegsrháóma, sbr. viðaukaauglýs- ángar, dggs. 17. april og 21. sept. s.l., skuli giida um útfluttar báta- afurðir, firamleiddar árið 1952. Ákvfcðnar hafa verið eftirtald- ar breytingar á ákvæðum fyrr- Vjreindig auglýsinga: Innflutningsskírteini, sem gef- in eru út vegna útflutnings, sem .greiddur er í dollurum eða EPU- gjaldeyri .(gjaldeyri aðildarríkja ^greiðslubcindalags Evrópu) má nota til innflutnings á vörum á Irinum skilorðsbundna frílista frá tivaoav„Íandr sem er. Sami inn- ítutningslisti gildir því jöfnum tiöndum á dollarasvæðið og EPU- -svæðið. Hins vegar eru tilteknar vörur á skilorðsbundna frílistan- tnr, bundnar við innflutning frá ákveðnum löndum og um þann innflutning gilda óbreyttar regl- ur, sbr. auglýsingu, dags. 17. apríi 1951. Barikarnir skulu afhenda JLandssambandi ísl. útvegsmanna -öll A^skírteini fyrir útfluttar tiátaafurðir, framleiddar árið 1952, 'þó svo Sambandi isl. sam- vinnufélaga skulu afhent A-skír- teini fyrir bátaafurðir útfluttar á vegum þess.“ Af þessum vörum verða aðeins taldar fáar þær helztu hér í blað- inu. Aðalbreytingin er sú, að hér eftir verða ullardúkar, kex og útvarpstæki (þó ekki varahlutir -til þeirfa) á listanum. Af öðrum vöruni .L má. nefna kvikmynda- Jliimur, óframkallaðar, ferðakist- tir, hljóðfærakassar, kventöskur, ^eðlaveski og skólatöskur. Vefn- aðarvara úr silki, prjónavöirur úr ^silki, vegg- og gólfflögur úr gipsi og gleri. Kvikmyndatökuvélar, jplastikþynnur í dúka, laxveiði- iæki ýmiss konar, sjálfblekungar og skrúfblýantar. Nærfatnaður prjónaður úr gerfisilki og öðrum gerfiþráðum. Eldspýtur. Innllutnings- og gjaldeyrisleyfi íyrir.yösum þeím, sem bætt er á skiíöfðsbundna frílistarin, sem Jéilu úr gildi 31. des. s.l., verða •ekki framlengd. Vörur þær, sem bafa verið áj -fríUsta, en eru nú tilgreindar á .skilorðsbundnum frílista, þ. e. mærfatnaður, prjónaður úr gerfi- .silki og öðrum gerviþráðum, má tollafgreiða án afhendingar B- -skírteinis, hafi gjaldeyrir verið tryggður af banka til greiðslu þíftrra fyrir 31. des. 1951, og skuiu þær háðar verðlagsákvæðum. Aðrar vörur á skilorðsbundn- um frílista eru óháðar verðlags- ákvæðum. Þó skulu verðákvarð- anir Fjárhagsráðs á vöru, sem þegar hefur verið tollafgreidd, halda gildi sínu. Heimilað er, án innflutnings- og gjaldeyrisley.fa, að flytja inn fcifneiðar frá Tékkóslóvakíu gegn sérstökum B-skírteinum fyrir ailt að 1 milljón króna. Bifreiðar þær, sem innfluttar verða samkvæmt þessu, eru undanþegnar verð- lagsákvæðum. MJÖG AÐÞRENGDUR HAGL’R BÁTAÚTVEGSINS í ræðu sinni benti Ólafur Thors á, að hagur bátaútvegsins hafi orðið svo lélegur, eins og öllum sé kunnugt, að ekki hafi verið unnt að svipta hann þeim fríð- indum, sem honum hafi verið veitt hingað til. Það, sem hafi valdið því hve hagur bátaútvegsins sé slæmur sé hinn stöðugi aflabrestur, sem orðið hafi undanfarin ár og ein- göngu aflabresturinn. T.d. hafi meðalþorskafli á bát i róðri á vetrarvertíðinni hér við Faxaflóa verið 1949 7,1 tonn, 1950 6,1 tonn, en aðeins 5,3 tonn 1951. Síldarvertíð hafi brugðizt al- gerlega ár eftir ár og haustsíldar- vertíð nær alveg brugðizt, svo að varla mun nægjanleg beitusíld til í landinu fyrir vertíðina. Ríkisstjórnin hafi því skipað fimm manna nefnd til athugunar á þessum vandamálum. í nefnd- inni eru Gunnlaugur Briem og Þórhallur Ásgeirsson, skrifstofu- stj. í atvinnu- og viðskiptamála- ráðuneytinu. Einnig þeir Benja- mín Eiriksson, ráðunautur ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, Davið Ólafsson, fiskimálastjóri, og Sigtryggur Klemenson úr fjárhagsráði. Hefir þessi nefnd stgrfað i marga mánuði og kynnt sér hag bátaútvegsins og hverjar þarfir hans séu og hvaða leiðir hægt sé að fara til úrbótar án þess að al- menningi sé íþyngt um of. — Er því niðurstaða sú, sem hér hefir verið lýst byggð á mjög ítarlegri rannsókn þessara manna, sem af öllum eru taldir hinir hæfustu og hlutlausir um þetta mál. ADALATRIÐIÐ AÐ BJARGA BÁTAÚTVEGINÚIM Benti ráðherrann á, að það væri aðalatriðið að hagur báta- útvegsmanna væri svo aðþrengd- ur, þar sem nær flestir þeir.ra hafi orðið að fara í skuldaskil, að ekki væri unnt að taka þau fríðindi af þeim, sem þeir hafa haft, nema til þess að veita þeim önnur i staðinn. Það væri þvi gert af brýnni nauðsyn og knýjandi, að farið er inn á þessa braut og að dómi stjórnarinnar skárra úrræði held ur en að leggja nýja skatta á þjóðina, eins og stjórnarandstæð- ingar hafa bent á að gera æt-ti. Enda myndu slíkir akattar mun þungbærari fyrir þjóðina en sú leið, sem hér er farin. ALÞJÓÐAGJALDEYRIS- SJÓÐURINN SAMÞYKKUR Gat Ólafur Thors þess að rík- isstjórnin hafi s.l. haust kvatt hingað til iands fuRtrúa frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum svo að hann gæti kynnt sér þessi mál. En eins og kunnugt er þá eru ís- lendingar aðilar að þeim sjóði og verða að fara eftir þeim lögum, sem um hann gilda. En samkv. þeim lögum mega meðlimaþjóð- irnar ekki breyta gjaldeyri sín- um án samþykkis sjóðsstjórnar- innar, nema innan mjög þröngra vébanda. Féllst sjóðsstjórnin á að gripið yrði til þeirra úrræða, sem hér hafa verið tekin, og er því alls ekki um neina gengis- breytingu að ræða. — Islendingar þurfa því ekki að bera kvíðboga fyrir því, að lög gjaldeyrissjóðs- ins hafi verið brotin með pessum aðgerðum. Þá skýrði Ólafur Thors :"rá því að ríkisstjórnin hafi haft samráð við þingmenn stjórnar- flokkana um þetta mál og tryggt sér öruggt þingfylgi fyrir því. — Annars væri mál þetta þess eðlis að ekki væri unnt að skvra frá því fyrr en um leið og ákvæðin eru set.t, því að ef menn fengju vitneskju fyrirfram um þær breytingar, sem gerðar yrðu væri hætta á að af því skapaðist ýmis- konar misferli og menn gætu hagnast á því óeðlilega. FULL LAGAHEIMILD FYRIR HENÐI í tveimur ræðum, sem Ólafur Thors hélt síðar á fundinum svar aði hann þeim staðlausu ásökun- um stjórnarandstæðinga, að ekki væri lagaheimild fyrir gerðum stjór.narinnar í þessu efni. Benti hann á að fullkomin laga heimild væri fyrir þessu, sbr. lög- in um fjárhagsráð, sem heimil- uðu þetta skýrt og ákveðið. Þar sé tekið fram: 1) Að Fjárhagsráð hafi leyfi til að gefa innflutning á v.issum vörum frjálsan með skilyrðum eins og á bátalistanum, enda hafi Fjárhagsráð gert það. 2) Að Fjárhagsráð hafi leyfi til að ráðstafa gjaldeyri til greiðslu á bátalistavörum og það' hafi Fjárhagsráð gert líka. 3) Að Fjárhagsráð hafi fullt leyfi til að undanþyggja vörur frá hámarksverði og það hafi Fjárhagsráð einnig gert. Með þessu þrennu er þvi al- gjörlega fullnægt lagaheimild fyr ir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Þ. Gíslason sem talaði á eft- ir ráðherranum sagði líka að það væri tvisýnt um hvort næg heimild væri fyrir hendi en tók ekki dýpra í árina. Það er því ærin játning fyrir að ekki skorti lagaheimild. Allur málflutningur stjórnar- andstæðinga einkenndist af fjand- skap í garð bátaútvegsins og var það áberandi að þeir bentu á enga aðra leið til úrbótar. Það virtist þvi sem þeim væri það sérstakt keppikefli að svipta hann þessum fríðindum og með því koma öll- um bátaútveg á kaldan klaka og svipta þannig mikinn fjölda fólks atvinnu sinni, enda er það í sam- ræmi við allt það ábyrgðarleysi sem einkennt hefir núverandi stjór.narandstöðu. Mmningarorð um Magnús Þórðarson j IIÉftÍftKÍ ' >l’ v v J S. . 1 ....... Á 72 ára aímæli Staiins ÞEGAR Stalin átti 72 ára afmæli í fyrra mánuði komst prófessor einn í heimspeki, Victor Stern, að orði á þessa leið: Stalin marskálkur, sem á 72 ára afmæli í dag, er staðgengill Guðs á jörðinni. Heimspeki hans og stjórnvizka hefur gert það að verkum að Guð almáttugur er óþarfur. Stalin hefur gert öll vandamál stéttabaráttunnar skilj- anleg. Er það eútt hið mesta afrek hans. Formaður í austurþýzka þing- inu Johannes Ðiekman komst svo að orði á afmælisdeginum: Fyrir okkur Þjóðverja er Stalin tákn hins örugga friðarvilja, sem á ekkert sameiginlegt við falsk- an friðarvilja hinna vestrænu landvinningastefnu. Hin austur-þýzka fréttastofa birti mörg heillaóskaskeyti, þar sem Stalin m. a. var lofaður í háum tónum sem hinn mikli leið- togi friðarins. í Rússlandi og lýðrikjum Rússa í Austur-Evrópu fengu verka- menn ekki frí þennan dag, en aftur á móti voru verkamenn og iðnaðarfólk látið skrifa undir ávarp, þar sem það lofaði því hátíðiega að gera sér dpgamun á afmælinu með því að leggja meira að sér við virinuna en venjulega. ÞAU eru alvarleg og sorgleg slysin, er orðið hafa á togurunum undanfarið, þegar afburðasjó- menn og dugnaðarmenn hafa hver á eftir öðrum, tapazt af skipunum og farið í sjóinn. Einn þessara manna var Magnús Þórðarson, reyndur og vanur sjómaður, til heimilis á X íðimel 39. M^gnús Þórðarson var fæddur í Ólafsvík 10. marz 1900. Foreldr- ar hans voru Þórður Jóhann Þórðarson og Guðriður Bjarna- dóttir, og ólst Magnús upp hjá þeim. í Ólafsvík, 10 ára gamall, fór hann fyrst á sjó, því hugur hans stefndi allur í þá átt, og varð hann strax í æsku heillaður af sjótnennskunni. Árið 1920 fluttist hann til Reykjavíkur og foreldrar hans, og hóf hann nám í Sjómanna- skólanum og útskrifaðist þaðan. 1922, og bjó með foreldrum sín- um hér, þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Helgu Gísladóttur 28. júní 1925, og eign- uðust þau 5 börn, sem öll lifa- Lengst starfaði Magnús hjá útgerðarfélagi Geirs Thorsteins- sonar, og minntist þess ávallt með þakklæti. Hann var þar yfir 20 ár. Síðast var hann hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Með Magnúsi er horfinn einn af hinum traustu, reyndu og vík- ingsduglegu sjómönnum okkar. Sjómennskan var lífsstarf hans, hann þekkti allar hliðar hennar, bæði það dimma og bjarta, kröf- urnar um karlmennsku og þrek, árveknina, aðgæzluna, sterk handtök, verklagni, afköst og vinnusnilld. Þetta er háskóli lífs- ins, og óhætt er að hækka fjár- lögin árlega til skólanna án þess að nokkur hætta sé, að þessi æðsti og almennasti skóli lífsins tapi þar forustunni og heiðurs- sætinu. Með Magnúsi er farinn sá mað- ur ,sem var dýrmætur fyrir þjóð- arbúið jafnt og fyrir ástvini sína. Hann var farsæll heimilisfaðir, minningarnar bjartar, sem ást- vinirnir eiga um hann, og meðal samherja sinna fékk hann þann vitnisburð, að vera vandaður maður, dagfarsprúður og sam- fara dugnaðinum, að vera vel að öllum verkum farinn og vel hugs- andi gagnvart öðrum. Fararbeininn er því góður fyr- ir síðustu siglinguna, og landtak- an vissari fyrir handan, þar sem nýtt líf og starf bíður. Blessuð sé minning góðs manns, Magnúsar Þórðarsonar. Jón Thorarensen. Siðierðislegi rétfur- ínn er ótríræður í. í AÐALMÁLGAGNI danskra jafnaðarmanna, Socialdemokrat- en, birtist forystugrein um hand- ritamálið. Þar segir m.a. að aldrei hafi neinn vafi leikið 4 lagalegum eignarrétti Dana til handritanna. Ennfremur segir blaðið: Það er heldur engum vafa undirorpið að íslendingar eiga siðferðislegan rétt til þeirra. Fyrir okkur Dani er hér um að ræða verðmæta safngripi og skjöl, en fyrir íslerizku þjóðina er hér um að ræða ómetanlegt þjóðarverðmæti, áþreifaniegar minjar um glæsileg bókmennta- leg afrek. Það er því ekkert und- arlegt að íslendingum sé það hjprtgns áhugamál, hvað um handritin verður. Ennfremur segir blaðið m.a. að vonandi komi engin smámuna- semi til greina þegar málið verðí endanlega afgreitt. Hér bjóðist Dönum einstakt tækifæri til að sýna sannan bróðurhug gagnvart íslendingum. Að vísu skiptir ekki máli hvort afgreiðslan tek- ur lengri eða skemmri tíma, en aðalatriðið er, að sú niðurstaða sem fæst, verði lokaþáttur þessa máls. Bæff og aukin iðnaðar- framleiðsla Á NÆSTU sex mánuðum verða 10 kvikmyndir, sérstaklega gerðar, sýndar starfsfólki í verksmiðjum, meðlimurn stéttafélaga verksmiðju ■fdlks og félagsmönnum í samtök- um iðnrekenda. Eru mypdir þess- ar teknar og sýndar í þeim til- gangi að auka og bæta iðnaðar- framleiðsluna með nánari. sam- virinu milli þeirra sem að fram- leiðslunni sjálfri vinna og þeirra, sem fyrirtækjunum stjórna, (UNESCO) Hið nýja fiskverð ' MEÐ því að samkomulag hefir náðst við ríkisstjórnina um að framlengja bátagjaldeyrisfyrir- komulaginu fyrir árið 1952, mæl- ir stjórn og verðlagsráð Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna með því við útvegsmenn, að þeir láti skip sín hefja veiðar og kaupi aflann á eftirtöldu verði miðað við vel meðfarinn og ó- gallaðan fisk og skrái skipverja samkvæmt þvi: I Þorskur: Slægður m/haus kr. 1.05 pr. kg. Slægður og hausaður — 1.37 — —• Óslægður —- 0.88 — —• Flatur — 1,55---- Ýsa, enda sé henni haldið sér- skildri í bátunum: Slægð m/haus kr. 1.15 pr. kg. Slægð og hausuð — 1.48 — —• Óslægð •— 0.95 — —- Langa: Slægð m/haus Slægð og hausuð Óslægð Flött Keila: Slægð m/haus Slægð og hausuð Ufsi: Slægður m/haus Slægður og hausaður — 0.93--------- — 1.20 — — 0.74 — — 1.37 — 0.38 0.55 0.55 0.71 I Steinbttur í nothæfu ástandi: Slægður m/haus kr. 0.77 pr. kg, Skötubörð: Stór — 0.82 — Smá — 0.57 — Skarkoli: I. 1 ‘A lbs. og yfir — 3.17 — II. % lbs. til V4 lbs. — 2.65 — III. 250 g. til % lbs. ■ 1.80 — Meðalverð — 2.73 — Þyltkvalúra: I. 1 V-i lbs. og yfir — 2.52 — II. % lbs. til 114 lbs. — 2.08 — III. 250 g. til % lbs. — 1.53 — Meðalverð — 2.19 — Lúða: 2 — 20 lbs. 3.50 — Hrogn til 1. apríl 1952: 1. flokkur kr. 2.00 pr. 2. flokkur ,— 1.00 — Meðalverð (éflókkað) • 1.50 —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.