Morgunblaðið - 05.01.1952, Page 7
Laugardagur 5. janúar 1952
MORGUNBLAÐIÐ
1
líðtækiiif sparnaður í rekstri
bæjarins og stofnana hnns
TillögixBr sparnaðar-
neíndar, sem bæ^or-
stjórn Xaefiar samjbykkl
ísbrjélum skilað
A S.L. HAUSTI skipaði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri þriggja
manna nefnd til þess að undirbúa fjárhagsáætlun bæjarins fyrir
órið 1952 og gera tillögur um sparnað og aukna hagsýni í hvívetna.
I nefnd þessari áttu sæti þeir eþ\ Björn Björnsson hagfræðingur,
Guttormur Erlendsson aðalendurskoðandi bæjarins og Guðmundur
Vignir Jósefsson skrifsíofustjóri bæjarverkfræðings.
VANN MIKIÐ OG GOTT STARF
Sparnaðarnefndín vann um-
fangsmikið og gott starf. — Hún
samdi mjög ítarlega greinargerð
um rekstur bæjarins og stofnana
hans og var fjárhagsáætlunin í
öllum meginatriðum byggð á til-
lögum hennar. í>egar ijárhags-
áætlunin var afgreidd voru 50 til-
lögur frá sparnaðarnefndinni
bornar undir atkvæði bæjar-
stjórnar. Fjölluðu þær ýmist um
niðurfærslu kostnaðar eða að
færa gjöld fyrir ýmsa þjónustu,
sem bærinn og bæjarstofnanir
veita, til samræmis við núver-
andi verðlag.
Þrjátíu og sjö af þessum til-
lögum voru samþykktar, þrem
ur var vísað til bæjarráðs til
nánari athugunar, níu, sem
f jölluðu um skóiakostnað, var
vísað til umsagnar Fræðslu-
ráðs og ein tillagan var felld
með 15 samhljóðá atkvæðum.
— Var bún um að hætta að
greiða hinum kjörnu og póli-
tísku endurskoðendum bæjar-
reikninganna þóknnn fyrir
störf þeirra. Borgarstjóri sagði
aff vísu, að sér væri Ijóst, að
mjög Iítið gagn værí að þess-
ari endurskoðun. En hann
vildi þó ekki torvelda minni-
hlutaflokkunum i hæjarstjórn
að fylgjast með fjárreiðum
bæjarins með því að afnema
þóknun fyrir þessi störf. Lagði
bann því til að tillagan yrði
felld.
TILI.ÖGURNAR, SEM
VORU SAMÞYKKTAR
Þær íillögur sparnaðarnefndar
innar, sem samþykktar voru,
fara hér á cftir:
1. Meira gjald verði tekið fyrir
garðlönd bæjarins og þá marg
víslegu þjónustu, ,sem bæjar-
stjórn lætur garðleigjendum f
té með girðingum, viðhaldi,
vörnum gegn plöntusjúkdóm-
um o. s. frv., þannig að leigu-
tekjurnar verði alls 200 þús.
kr. miðað við þau garðlönd,
sem nú eru í r.otkun. Felur
bæjarstjórn bæjarráði að
setja nánari reglur um skipt-
ingu gjaldsins o.g fylM á-
kvæði um greiðslu þess, og
skal þá m.a. höfð hliðsjón af
legu landanna, stærð þeirra,
landgæðum o. s. frv., eftir því
sem föng eru á.
2. Unnið verði að því að fá þann
hluta bæjarsjóðs af kostnaði
við skattstofu, sem hingað íil
hefur verið reiknaður, felldan
niður eða lækkaðan til mik-
illa muna.
3. Grunnlaun formanns niður-
jöfnunarnefndar verði lækkuð
um kr. 4,800,00 á áií.
4. Krafið verði gjald fvrir merk-
ingu og mælingu lóða, allt ið
kr. 150,00 fyrir fyrsíu mæl-
ingu og hlutfallslega fyrir
endurtekningar.
5. Gjald fyrir áritun skjala um
eignaskipti verði ákveðið kr.
50,00.
6. Gerðar verði ráðstafanir íil
að skipulagsgjald það, sem inn
heimt er af nýbyggingum í
bænum, renni að mestu eða
öllu leyti í bæjarsióð til
greiðslu á kostnaðí við skipu-
lagsdeild bæjarins.
7. Ríkissjóður verðí krafinn um
greiðslu á helmingi kostnaðar
við mælingar og gerð upp-
drátta, samkv. I. kafla laga nr.
55/1921.
8. Sameinuð verði á einum stað
innheimta útistandandi skulda
bæjarsjóðs, er aðstoð dóm-
stóla er' nauðsynleg við inn-
heimtuna.
9. Vörzlu bæjarlandsins annist
einn maður í stað tveggja.
10. Hætt verði að greiða sérstaka
þóknun fyrir lógun á hundum
og köttum.
11. Ræsting í skólum sé boðin út
í ákvæðisvinnu.
12. Þeirri reglu verði fylgt, að
greiða öllu aðstoðarfólki í
barnaskólunum kaup í 9 mán.
13. Bókhald og gjaldkerastörf
vegna skóla á gagnfræðastigi
verði innt af höndum í bæjar-
skrifstofum.
14. Gjöld í Sundlaugum verði
sem hér segir:
a. Aðgangseyrir fyrir full-
orðna kr. 2,00 og mánaðar-
kórt kr. 30,00.
b. Aðgangseyrir fyrir börn
kr. 0,50 og mánaðarkort kr.
10,00.
c. Leiga fyrir handklæði kr.
1.75,
d. Leiga fyrir skýlur og boli
kr. 1,50.
15. Gjöld í Sundhöll verði sem
hér segir:
a. Klefamiði kr. 3,00.
b. Skápmiði kr. 2,50.
c. Barnamiði kr. 1,00.
d. Mánaðarkort fullorðinna
kr. 45.00.
e. Mánaðarkort barna kr.
15,00.
f. Kennslukort fullorðinna
kr. 75,00.
g. Kennslukort barna kr.
50,00.
h. Kostnaður vegna sund-
kennslu í skólum verði mið
aður við 75% af raunveru-
legum rekstrarkostnaði.
i. Gjald fyrir afnot sundfélag
anna verði kr. 15,00 fyrir
mánaðarkort hvers félaga.
j. Leiea fyrir handklæði
verði kr. 1,75.
k. Leiga fyrir skýlur og boli
verði kr. 1,50.
l. Leiga fyrir hettur verði kr.
1,00.
16. í Sundhöll verði fækkað um 1
aðstoðarstúlku og 3 ræstingar
konur og felld niður greiðsla
vegna bókhalds.
17. Felldar verði niður sérstakar
greiðslur til íþróttafélaga og
lúðrasveita vegna hátíðahalda
17. júni.
18. Ríkissjóður verði krafinn um
greiðslu á kostnaði vegna hér-
aðslæknisstarfa borgarlæknis.
svo og greiðslu á kostnaði við
matvælaeftirlit, sem framkv.
er á vegum hans, sbr. lög nr.
24/1936.
19. Gjald fyrir afnot náðhúsa
verði kr. 1,00, þar í fólgin
leiga fyrir handþurrkur.
20. Gjöld í Baðhúsi verði sem
hér segir:
a. Kerlaug kr. 3,00.
b. Steypibað í sérklefa kr.
2,50.
c. Steypibað í samciginlegum
kleía kr. 2,00.
d. Leiga fyrir handklæði kr.
1.75.
21. Forstöðumanni Hvítabands-
spítala verði falin sameiginleg
innkaup fyrir sjúkrahús og
vistheimili bæjarsjóðs, svo og
innheimta daggjalda íyrir
þau.
22. Daggjöld í vistheimilum bæj-
arins verði ákveðin kr. 25,00.
23. Börn á vegum bæjarins í Vest
urborg verði flutt að Silunga-
polli í því skyni að lækka
rekstrarhalla Sumargjafar. —
Styrkur bæjarsjóðs til félags-
ins verði bundinn skilyrðum,
er bæjarráð setur varðandi
reksturinn, þannig, að halla á
starfseminni verði haldið inn-
an þeirra takmarka, er fjár-
hagsáætlunin gerir ráð fyrir,
og framlög bæjarsjóðs veiði
227 þús. kr. lægri en félagið
fer fram á samkv. rekstrar-
áætlun sinni fyrir 1952.
24. Viðgerðir íbúðarhúsa og
bragga verði settar unöir vfir-
stiórn forstöðumanns Áhalda-
húss.
25. Bæjarsjóður kosti aðeins við-
hald á þeim bröggum, sem í
bvr fó’.k, er sjálft megnar ekki
að kosta viðhald þeirra.
26. Daggjöld í Arnarholti verði
ákveðin kr. 38,00.
27. Framkvæmdir bæjarsjóðs,
bæjarfyrirtækja og ríkisins
verði samræmdar og únnar
samhliða, eftir því sem ástæð-
ur frekast leyfa.
28. Verk verði boðin út í ákvæð-
isvinnu, þar sem því verður
við komið, enda megi teljast
hagkvæmt að hafa þann hátt
á við íramkvæmdirnar.
29. Burðarmeiri tæki verði notuð
við akstur á ofaníburði og
aðra þungaflutninga.
30. Verkamönnum verði veittur
aðbúnaður til þess að neyta
hádegisverðar á vinnustað, og
verði þá hætt flutningi þeirra
til og frá vinnu umfram það,
sem samningar mæla fyrir
um.
31. Innheimt verði gangstéttar-
gjöld samkv. lögum.
32. Hætt verði greiðslu til sumar
skemmtiferðalaga starfsfólks
bæjarsjóðs og fyrirtækja
hans.
33. Innheimt verði húsaleiga hjá
þeim starfsmönnum Hitaveitu,
er búa í húsnæði hennar.
34. Hætt verði færslu spjaldskrár
um hitaveitugjöld í skrifstofu
Hitaveitu.
35. Hinar stórvirku skrifstofuvél-
ar Rafmagnsveitu verði nýtt-
ar til hins ýtrasta og m.a. not-
aðar í sambandi við manntal,
kjörskrár og aðrar skrár og
skýrslur, eftir því sem við
verður komið.
36. Bókhaldsvéla verði aflað til
notkunar í skrifstofum bæj-
arins, þar sem því verður við
komið, enda megi hagkvæmt
telja að viðhafa slíka véla-
vinnu.
37. Eftirvinna sé aðeins unnin,
þegar svo stendur á, að sýnt
er, að hún sparar útgjöld, flýt
ir afgreiðslu eða hvorttveggja.
AFSTAÐA
MINNIHLUTAFLOKKANNA
Við atkvæðagreiðsluna um
þessar 37 sparnaðartillögur
greiddu bæjarfulltrúar minni-
hlutaflokkanna atkvæði á
móti mörgum þeirra, en sátu
hjá við atkvæðagreiðslu um
flestar hinar. — Gefur það
nokkra hugmvnd um sparnað-
arvilja þessara flokka, sem sí-
fellt eru með sparnað á vör-
unum.
Óhætt er að fullyrða að
ekki hafi gætt eins ríkrar
sparnaðarviðleitni við samn-
ingu nokkurrar fjárhagsáætl-
unar eða f járlaga ríkisins eins
og við setningu þessarar f jár-
hagsáætlunar fyrir Reykja-
víkurbæ. Getur engum dulizt
að meirihluti bæjarstjórnar
Reykjavíkur leggur hið mesta
kapp á að gera rekstur bæj-
arins og stofnana hans eins
hagkvænaan og ódýran og
frekast er kostur á. — Hefur
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri, haft eindregna forystu
um þá viðleitni.
Erfiðlega hefur gengið fyrir Bandaríkjamenn að endurheimta skip
þau, er þeir létu Rússum í té á stríðsárunum með láns- og leigu-
kjörum. Nýlega skiluðu Rússar þó tveim ísbrjótum og er myndin
hér að ofan íekin í höfninni í Bremerhafen, þar sem Bandaríkja-
menn tóku við skinunum fyrir skömmu. Enn er í vörzlum Rússa
hundruð skipa, sem þeim ber að skila, en ítrekaðar áskoranir um
skil á þeim hafa lítinn árar.gur borið. ísbrjótarnir tveir voru í
mikilli vanhirðu er þeim var skilað og þótti mönnum lítill sómi að
í'yrir Rússa.
Skíðaferðir Reykvíkinga
að hefjast fyrir alvöru
SKÍÐAFERÐIR eru nú að hefjast á vegum íþróttafélaganna og
Ferðaskrifstofu ríkisins. Nær öll íþróttafélögin, sem haldið hafa
uppi skíðaferðum á undanförnum árum, Skíðafélag Reykjavíkur,
Skíðasveit skáta og skíðadeildir Ármanns, ÍR, KR og Vals, hafa
nú sameinazt um ferðir sínar. Hefur Guðmundur Jónasson tekið
að sér að sjá um þær.
ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN ‘-----------
Ferðir íþróttafélaganna verða
fyrst um sinn á föstudögum, laug-
ardögum og sunnudögum. — Af-
greiðslustaður í miðbænum hefir
enn ekki verið ákveðinn, en verð-
ur væntanlega í Lækjargötu við
Amtmannsstíg. í Austurbæ verð-
ur afgreiðsla í Skátaheimilinu við
Snorrabraut. í Vesturbæ í félags-
heimili KR. Upplýsingar um ferð-
irnar verða gefnar í símum Guð-
mundar Jónassonar, Skátaheimilis
ins og KR.
Ferðirnar verða að Lögbergi,
að vegamótum eða í Jósefsdal, að
Kolviðarhóli, í Hveradali og að
Skálafelli síðar.
þessir hlutir eru meira og minna
í ólagi þegar í skíðabrekkuna kem-
ur.
Meðan dagur er stuttur og allra
veðra er von, eru unglingar
áminntir um að fara ekki af al-
faraleið, og halda sig í námunda
við fullorðið :'ólk.
FERÐASKRIFSTOFAN
Næsta skíðaferð Ferðaskrifstofu
ríkisins verður n. k. sunnudag.
Útlit er fyrir að ekki verði fært
lengra en að Lögbergi. Verður því
ekki lagt af stað frá skrifstofunni
fyrr en kl. 10,00.
Bílar verða í hinum einstöku
bæjarhverfum: Kl. 9,30 við Sunnu
I torg, kl. 9,30 á vegamótum Löngu-
i hlíðar og Miklubrautar, kl. 9,40
Verkfðtlshrjótar
í þyrilvængjum
NEW YORK — Verkfallsbrjótar
fluttir í þyrilvængjum er það nýj-
asta í Bandaríkjunum. Stór papp-
írsverksmiðja í Nýju Jersey tók
upp á þvi að nota þyrilvængju til
flutnings á verkfallsbrjótum til
verksmiðjunnar. Var þannig kom-
izt framhjá vörðunum sem settir
voru til þéss að gæta að verkfall-
ið væri haldið.
Flutningurinn varð dýr, því að-
eins einn var fluttur í einu, en
flutningunum verður haldið áfram
meðan á verkfallinu stendur. •—
Fyrst í stað skemmtu verkfalls-
á vegamótum Laugarness- og j menn sér við þetta uppátæki, en
Sundlaugavegar, kl. 9,40 við
Hlemmtorg (Litlu bílastöðina), kl.
9,30 á vegamótum Kaplaskjóls og
Nesvegar, kl. 9,40 á vegamótum
líofsvallagötu og Hringbrautar.
nu ræða þeir um að setja verkfalls-
verði á nærliggjandi flugvelli.
—NTB.
HAFIÐ ALLT 1 LAGI
Nauðsynlegt er að skíðafólk búi
sig vel og athugi vel, að skíði,
stafir og bindingar séu í góðu lagi
Mikil kolaframleiðsla
BONN — Vestur-þýzkir kola-
námumenn settu framleiðslumet
síðan striðinu lauk í nóvember-
mánuði s. 1. Meðal framleiðsla á
daginn áður en farið er, þar sem dag í mánuðinum nam 399.000
þráfaldlega hefur komið í 1 jós að. tonnum en var 384.000 í október.