Morgunblaðið - 05.01.1952, Page 10
T 10 ^mrmvmmwm
MORGUNBLAÐíÐ
Laugardagur'5. januar 1952
Framhaldssagan 36
Herbergið á annari hæð
Skáldsaga eftir MILDRID DAVIS
Dora leit á móður sína. Hún
hristi höfuðiö. „Hún vill að við
lörum án þess að láta nokurn
vita, ekki einu sinni þjónustu-
fólkið....
„Hvernig eigum við að komast
án þess .að láta þjónustufólkið
vita?“ spurði Dora hægt.
„Það er auðvitað ekki hægt.
Ég hef líka sagt henni það“.
„En .... við höfum lent í svo
miklu óláni ....“. Hilda stamaði.
„Fólki mundi finnast það eðli-
legt. ... “
„Við iörum á sunnudaginn",
sagði frú Corwith og stóð á fæt-
ur. „Ég skal tala við Led í kvöld.“
Dora stóð líka upp og gekk að
stiganum. „Ef öxin fellur ekki
fyrir þann tíma“, sagði hún og
gekk upp.
Á rúminu lá hrúga af silki-
nærföturm kjólum, kápum og
jökkum. í stólnum var staflað
hattöskjum og skóm. Tvær stórar
tómar ferðatöskur stóðu við dyrn
ar.
Sjúklingurinn var önnum kaf-
inn við að pakka niður, en hætti
skyndilega og starði á gulan kjól
úr stífu efni með víðu pilsi. Hún
lagði kjólinn yfir axlirnar og bar
hann við sig. Hann var of síður
í mittið og faldurinn dróst við
gólfið. Sjúklingurinn lagði frá sér
kjólinn, gekk að snyrtiborðinu og
dró fram litlu rauðu bókina.
„Ég tók fyrst eftir því fyrir
nokkrum vikum. Ég held að það
hafi byrjað í veizlunni hjá Grace
þegar hún var í gula kjólnum. Ég
vissi ekki að hún hafði fengið
kjólinn. Hún hlýtur að hafa heyrt
þegar við vorum að tala um hann,
og farið svo og keypt hann án
þess að láta nokkurn vita. Hún
var mjög fullorðinsleg i honum
og hann fór að horfa á hana á
annan hátt. Ég sá augnatillitið
hans og ég veit að það er að byrja
aftur. Ég veit það. Það verður
núna eins og alltaf. Um daginn
hafði hann keypt aðgöngumiða
að leikriti sem ég var búin að sjá,
svo að hann bauð henni. I gær
fór hann með henni til að leika
golf af því ég kann það ekki. Það
er sama sagan aftur og aftur. .“.
17. kafli.
Miðvikudagur, 23. febrúar
Morgunn.
Swendsen nam staðar undrandi
á svip á þröskuldinum inn í eld-
húsið og leit í kringum sig. Allt
var á hinni mestu ringulreið. Dag
blöð, húsgögn, búsáhöld lágu á
víð og dreif og stólar sem ekki
voru hlaðnir pottum og pönnum,
voru notaðir fyrir stiga.
Patrieia stóð uppi á einum stóln
um og rétti hinni þjónustustúlk-
unni diska úr skápnum. Hin vafði
þeim inn í dagblaðapappír og rað
aði þeim niður í trékassa. Wey-
muller pakkaði inn borðbúnaði
og eldhússtúlkan gekk á milli
borðstofunnar og eldhússins og
tæmdi skúffur.
Patricia hafði verið að tauta
eitthvað um þessa erfiðisvinnu,
þegar Swendsen kom inn. Hún
þagnaði nú og sneri sér undan.
„Hvað gengur á?“ spurði bíl-
stjórinn.
„Þau ælta að fara á sunnudag-
inn“, sagði matreiðslukonan.
Swendsen horfði undrandi á
hana. „Á sunnudaginn kemur?“
„Já, Corwith hefur lokið er-
indum sínum fyrr en hann bjóst
við, svou þau fara á sunnudag-
• „(i
mn ,
Bílstjórinn lagði frá sér frakk-
ann yfir stólbak og ýtti buvt
pottunum til að geta sezt sjálfur.
,,Það er skrýtið", tautaði hann.
„Hann minntist ekkert á það við
mig þegar ég keyrði hann til
vinnunnar í rnorgun".
Diskur rann úr höndum
Patriciu, datt á gólfið og brotn-
aði. Hún bölvaði í hljóði, sté níð
ur af stólnum og tók upp brotirt,
„Ég ætla að fá mér stöðu í verzl-
un“, tautaði hún.
„Maður þarf líka að hafa vit-
glóru í kollinum til að vera við
afgreiðslu,“ sagði hún stúlkan
hranalega.
| „Skiptu þér ekki af því“,
hreytti Patricia út úr sér. Svo
sneri hún sér að Swendsen. „Það
[ er ekki að spyrja þjónustufólkið
hvenær það sé heppilegast að það
, ílytii".
| „Vertu ekki reið við mig, þótt
þú hafir brotið disk“, sagði hann
■ vingjarnlega. „Mér finnst ekkert
[ eðlilegra en vinnuveitandinn láti
hjúin vita þegar hann stekkur á
, burt“. Hann kveikti sér í síga-
rettu. „Og hvenær var þetta
ákveðið?“
„Hvað áttu við með að stökkva
á burt?“ spurði Weymuller, án
Iþess að líta upp.
I Swendsen leit á hann og lyfti
brúnum. „Stökkva á burt? Það
er bara svona orðatiltæki. Hvers
, vegna spyrðu að því?“
J Hinn yppti öxlum. „Ekki af
neinni sérstakri ástæðu. Mér
(finnst það bara skrýtið orðatil-
tæki“.
| „Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur af því“, sagði Patricia,
„Okkur eru borguð laun til mán-
aðamóta.“
I Swendsen biés sigarettureykn-
um í áttina til hennar. „Nú, það
er öðru máli að gegna“. Hann
horfði á hana teygja sig upp í
efstu billuna. Þegar hún skellti
aftur skápnum varð einn fingur-
inn á milli. Hún fór aftur að
bölva og saug á sér fingurinn.
Bílstjórinn stóð á fætur og
slökkti í sígarettunni í vaskinum.
„Úr því við erum að fara, Wey-
muller, þá þætti mér vænt um að
fá bókina sem ég lánaði þér. Það
er ýmislegt í henni sem ég þarf
að rifja upp“.
t Þjónninn leit snöggvast á hann.
Svo hélt hann áfram við verk sitt.
„Ég skal skila þér henni í kvöld“.
) Swendsen ætlaði að segja eitt-
hvað þegar hringing kvað við.
jWeymuller stóð upp. Hann
klæddi sig í jakkann án þess að
bretta niður skyrtuermarnar og
gekk fram að dyrunum.
„Weymuller", sagði Swendsen.
Þjónninn leit við.
„Viltu spyrja frú Corwith
hvort ég geti ekki hjálpað til við
að pakka? Ég á við hvort ég gæti
ekki haldið á töskum niður eða
eitthvað þess háttar'1.
Rödd hans var kæruleysisleg,
en Patricia horfði rannsakandi á
hann. „Það er til einskis. Ungfrú
Corwith . . ungfrú Hilda Corwith
er ekki heima". Hún dró fram
stafla af diskum út úr skápnum
um leið og hún talaði.
„Eg skal segja henni það“,
sagði Weymuller og fór inn í
borðstofuna.
Swendsen leit í áttina til
Patriciu. „Nú, en ef til vill er ung
frú Corwith .... ungfrú Dora
Corwith .... heima“.
„Hún hefur annað að gera en
hugsa um bílstjóra".
„Ég vildi að þú gætir það líka“
sagði hin þjónustustúlkan gröm,
þegar Patricia var næstum búin
að missa annan disk. Patricia
roðnaði af reiði.
Weymuller kom inn aftur.
Swendsen horfði spyrjaridi á
hann. „Frú Corwith vill að þú
komir og hjálpir henni núna uppi
á lofti,“ sagði hann við Patriciu.
Patricia bölvaði aftur í hljóði,
setti diskana sem hún hélt .á aftur
upp í skápinn og hoppaði niður.
I-Iún lét sem hún sæi ekki augna-
ráð hinnar stúlkunnar. „Víst ætla
ég að verða afgreiðslustúlka.“
„Vildi frú Corwith láta mig
hjálpa?" spurði Swendsen.
„Reyndu ekki að fá stöðu á
betri stað en hjá Woolworth",
sagði hin stúlkan við Patriciu.
Patricia pírði saman augun.
„Og þú ættir ekki að reyna neitt
skárra en opinbert salerni",
hreytti hún út úr sér og hvarf
út.
„Nei, hún þarf ekki á hjálp
þinni að halda“, sagði þjónninn
við Swendsen. Hann fór úr jakk-
anum og sneri sér aftur að borð-
búnaðinum. „Reyndar horfði hún
undarlega á mig, þegar ég spurði
hana að því“.
Bílstjórinn virtist hafa misst
allan áhuga á því hvort frú Cor-
with vildi aðstoð hans. Hann dró
stól upp að veggnum og settist á
hann. Cvo fékk hann sér aðra
sígarettu. Það var hljótt í eld-
húsinu. Hin héldu áfram vinnu
sinni.
ARNAliESBOK
y22c^mmaðsiit^ 1
Ævintýri Hiikka III.
Veikgeðja risinn
Eftir Andrew Gladwin
11.
— Vertu ekki svona áhyggjufullur, Toggi. Jeg skál Tá'
hann til að koma. '
— Þakka þér fyrir, Gimbill, sagði Toggi. — Þú getur haft
áhrif á hann. Ég veit það. Og hann flýtti sér á brot,t.. •
I Gimbill, landamæravörðurinn, nam staðar viþ. d#r á
ganginum. Innan úr herberginu heyrðust hamarshögg.
Gimbill bankaði að dyrum, en bankið heyrðist alfs ékki í
þessum gífurlega hávaða, þegar hamarshöggin skullu eins
og skæðadrífa. Svo að Gimbill opnaði dyrnar pg g|kk inn
og Mikki rétt á hæla honum. í fyrstu hélt Mikkl4ð bóka-
! herbergið væri tómt, en þegar hann hafði litið allt í kring
J um sig og fram eftir herberginu, sem var eins ag stærsti
salur, sá hann í fjarlægasta horninu boldangslegan mann,
| geysistóran. Hann lá þarna á höndum og fótum með spýtu
milli handanna og hamar. Hann sló með hamripum hingað
jog þangað, eins og hann vissi ekkert hvað, h#nn væri að
[ gera. £?/
— Risatign, hrópaði Gimbill.
— Hvað er um að vera .... ? þrumaði ógurleg rödd.
Hamarshöggunum linnti. Ribbaldi risi sneri sér letilega
við til hálfs. Að því er Mikki bezt gat sóð, þá virtist hann
þrír metrar á hæð og þrekvaxirln eftir því. En svipurinn á
landliti hans var vingjarnlegur og góðlátlegur.
I — Virðulegur gestur hefur komið í heimsókn, risatign,
sagði Gimbill. -
fwvrriika
Knattspymufélagið
Þróttur
Jölatrésskemmtun
þann 5. janúar í U. M. F. skálannm á GrímsstaðaholtL
Hefst klukkan 4.
Skemmtun fyrir eldri félaga klukkan 9.
Gömlu og nýju dansarnir.
Aðgöngumiðar fást á Fálkagötu 25.
Landsmálaf élag ið
Vörður
JÖLATRÉSSKIMMTUIH !
■
■
fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra í Sjálfstæðis- Z
húsinu laugardaginn 5. þ. m. kl. 3 síðdegis.
Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í Sjálf- ■
■
stæðishúsinu til hádegis í dag. :
^ ■
Stjórn Var-5ar. S
mcfWmVm'mnjBm
IMMI
K
■
■
■i
A. F.
A. F.
? *
/1J fei 'luir
í TJARNARCAFÉ í KVÖLD KL. 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5.
Skemmtinefndin.
Þingeyingamót!
Félagar, fjölmennið í Breiðfirðingabúð á Þrettándan-
um. — Borð tekin frá milli 1 og 3 e. h. á sunnudaginn
og miðar seldir, ef einhverjir verða eftir.
Stjórn Þingeyingafélagsins.
vetrargarðurinn
VETRARGARÐURINN
Almennur dansleikur
í VETRARGARÐINUM í KVÖLD KL. 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar.
Miða- og borðpantanir frá kl. 3—4 og eftir kl. 8.
Sími 6710. B.S.S.