Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. jan. 1352 MORCUKBLAÐID 8 agfiBús ¥iglundsson: Iðnaðurinn og hagsmunir þjóðfélagsin !ÞAÐ hef ir þráfaldlega komið fram á opinberum vettvangi, án þess að véfengt hafi verið, að um einn þriðji hluti allra landsmanna sstti afkomu sína og lífsframfæri undir iðnaði komna. Það lætur því að líkum, að afkoma og hagur svo þýðingarmikils atvinnuvegar skipt ir miklu máli fyrir hag okkar þjóðfélags. AFSTAÐA ANNARA ÞJÓWA TILIÐNAÐAR Það fer engan veginn milli mála, að ekkert nútímaþjóðfélag fær staðist til langframa nema þrosk- aður iðnaður sé meðal atvinnu- vega þess. Má þessari skoðun tíl framdráttar benda á, að stórtæk- asta efnahagssamhjálp sem sagan kann skil á, Marshallaðstoðin, miðar framar öllu að því að koma til hjálpar og eflingar iðnaði þeirra þjóða, sem þessarar að- Stoðar njóta. Frændþjóðir okkar á Norður- löndum reka allar margháttaðan iðnað, og telja þessar þjóðir sig með engu móti geta án hans ver- ið ef þjóðfélaginu eigi að vegna vel. Þessi staðreynd er ábyrgum Stjórnmálamönnum fyllilega ljós, og skal því til sönnunar minnt á ummæli sem Einar Gerhardsen fyrrverandi forsætisráðherra Norð manna viðhafði í ræðu, sem hann flutti á fundi í danska stúdenta- félaginu í Kaupmannahöfn í nóvembermánuði síðastliðnum. •— Hann ræddi við það tækifæri m. a. norræna efnahagssamvinnu og mælti á þessa léið: „Margir urðu fyrir miklum von- brigðum þegar áformin um nor- rænt tollabandalag fóru út um þúfur. En vegna norska iðnaðar- ins, sem framleiðir vörur handa heimamarkaðinum, gátum við ekki fallist á tollabandalagið að svo stöddu. Við óttuðumst að norski iðnaðurinn yrði ekki samkeppnis- fær þegar tollarnir yrðu afnumd- ir, og hefði þetta skapað okkur mikla erfiðleika". Svo fórust orð hínum framsýna og raunsæa stjórnmálamanni, og virðist hann ekki vera í vafa um gildi iðnaðarins fyrir norsku þjóð- HVERNIG BUA AÐRAR ÞJÓÐIR AÐ IÐNAÐINUM? Annars geri ég mér vonir um, að tíminn styttist nú óðum þar til auðið verður að leggja fyrir alþjóð nákvæma og gildum rökum studda greinargerð um afstöðu stjórnar- valda í nágrannalöndum okkar til hinna ýmsu greina verksmiðju- iðnaðarins. Ætti þá að reynast mögulegt að gera viðhlýtandi sam- anburð á aðstöðu hliðstæðra iðn- greina hér. Þegar að því kemur að draga ályktanir af þeim sam- anburði, verður þó að hafa ríkt í huga, að kaupgjald á Islandi mun yfirleitt vera allt að helmingi hærra að krónutölu en tíðkast al- mennt í nágrannalöndum okkar. ÖRÐUGLEIKAR ATVINNUVEGANNA Og þá er einmitt komið að kjarna málsins í baráttu höfuð- atvinnuvega íslendinga, iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar, við háan tilkostnað við framleiðsluna. Sú barátta hefir einmitt öllu öðru fremur mótað stjórnmálastefnur nm undanfarin allmörg ár, svo og afstöðu almennings til hinna ýmsu Stjórnmálaflokka. Yfirleitt má segja að af hálfu stjórnarvaldanna hafi verið reynt að hjálpa til að ráða fram úr aðsteðjandi örðugleikum landbún- aðar og sjávarútve:,s hverju sinni með fullum skilningi, og ber að viðurkenna það og þakka. Hefir gú fyrirgreiðsla komið fram á margan hátt, meðal annars þann, að hlutast til um að framleiðslu- vörur þessara atvinnugreina þyrftu ekki að sætsf samkeppni ínnanlands við hliðstæðar erlend- ar vörur innfluttar. Má og telja æssa afstöðu fyllilega réttmæta þegar tekið er tillit til þess, að ilkostnaður við framleiðsluna cr miklu hærri hér en í flestum lönd- um öðrum, og svo hins, að mark- aður hér á landi er mjög þröngur og ekki til margskipta, og veldur því smæð þjóðarinnar. AFSTAÐAN TIL IÐNAÐARINS . I beinu framhaldi af því, sem nú hefir verið sagt, verður ekki komist hjá því að láta í ljós, að mjög hefir skort á nú að undan- förnu að þriðji höfuðatvinnuveg- ur okkar, iðnaðurinn, ætti hliðstæð um skilningi og fyrirgreiðslu að fagna af hálfu ríkisvaldsins, eins og raun hefir verið á um )and- búnað og sjávarútveg. Mætti að sjálfsögðu skrifa um þetta langt mál, þótt eigi verði gert að sinni. Síðar kann að gefast tilefni og tækifæri til að setja fram einstök atriði þessari fullyrðingu til stuðn- ings. Ber tvímælalaust að harma þessa þróun málanna, sé tekið tillit til hagsmuna þjóðfélagsins, því ljóst má vera að þegnar þess búa því aðeins við afkomuöryggi og hagsæld, að atvinnuvegunum vegni vel. ATVINNUVEGIR OG ATVINNUMÖGULEIKAR Þess var getið í upphafi þessa grcinarkorns, að um einn þriðji hluti þjóðarinnar myndi leita framfæris af afrakstri af vinnu við iðnað. Ef til vill mætti segja, fljótt á litið, að minna máli skipti þótt þessi stóri atvinnuvegur neyddist til að draga saman segl- in, ef hinir atvinnuvegirnir gætu tekið við og veitt atvinnu öllu því marga fólki sem af þessum ástæð- um missti atvinnu sína. Þessu mun þó engan veginn svo varið. Vitað er að svo að segja hvert grasbýli á landinu, sem annars er byggilegt, er nú í ábúð, og að um- sóknir um nýbýli eru margfallt fleiri en hægt er að sinna um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Er vel að þjóðin skilur þannig til hlýtar mikilvægi þessa atvinnuvegar er svo föstum fótum hefir jafnan staðið með þjóðinni. Þá má og geta þess, að bændur hafa undan- farin ár ekki getað ráðið cil starfs nema hluta þess fólks, er óskað hefir eftir atvinnu við landbúnað, og veldur þar meiru um stórauk- in vélanotkun við framleiðsluna heldur eri að um samdrátt henn- AFSTAÐA ALMENNINGS TILað heim haldgóða verkþekkingu, INNLENDS IÐNAÐAR j er komið hefir að góðu liði við Enda þótt iðnaður okkar standi I þjálfun verkafólks til iðnaðar- nokkuð höllum fæti í samkeppni starfa. við iðnað þeirra þjóða, sem bezta | Þá hefir og mikils vélakosts ver- aðstöðu hafa til að framleiða ó- ið aflað, og er þar yfirleitt um að dýrt, eru það fjarri því að vera ræða nýjustu og beztu tegundir fullnægjandi rök fyrir því að iðn-j verksmiðjuvéla. Mun ívímælalaust aður á Islandi eigi ekki tilveru- , mega segja, að í þessum efnum rétt. Erfiðleikar iðnaðarins erú, ef | hafi vel tekist til, og þannig hef- í kjölinn er slcoðað, að mestu sama ir sérfræðingur Efnahagssam- eðlis og erfiðleikar hinna atvinnu- I vinnustofnunarinar í Washington, veganna, sjávarútvegs og land- er var hér á ferð síðastliðið sum- Magnús Víglundsson. ar sé að ræða. Ber að fagna þeirri þróun. Um sjávarútveginn hygg ég að segja megi, að ekki sé þar skortur á vinnuafli almennt, nema þá helst vönum sjómönnum í skipsrúm, en úr þeim skorti yrði tæplega bætt þótt liðsauki bærist frá iðnaðar- fólki. Auk þess myndi ég ekki þora að fullyrða hvort æskilegt væri að leitast við að stórauka framleiðslu sjávarafurða, þar sem slík aukn- ing myndi annarsvegar óhjákvæmi lega leiða af sér aukið framboð þessara afurða í markaðslöndum okkar, og ef til vill orsaka þar verðfall. Hinsvegar myndi slík framleiðsluaukning þýða harðn- andi sókn á íslandsmið, þar sem þó hefir gætt verulegrar og vax- andi fiskiþurrðar undanfarin ár, og mætti það út af fyrir sig vera ærið umhugsunarefni. Þannig munu aflabrögð báta á vetrar- vertíð við Faxaflóa undanfarin 3 ár hafa verið sem hér segir: Árið 1949, meðalafli í róðri 7,1 smálestir. Árið 1950, meðalafli í róðri 6,1 smálestir. Árið 1951, meðalafli í róðri 5,2 smálestir. Er af þessu fullljóst að sjávar- afli okkar er, hvað sem öðru líður, bundinn við fiskigengd, og svo eru sölumöguleikar fyrir sjávar- afurðir engan veginn ótakmark- aðir. Ilygg ég að óvarlegt sé að gera ráð fyrir að þessi mikilvægi atvinnuveguí’ okkar geti, a. m. k. á næstu árum, hagnýtt öllu meira vinnuafl on að undanförnu. búnaðar. Það kemur þvi engum á óvart þótt íslenzk iðnaðarframleiðsla hljóti yfirleitt að vera nokkuð dýr- ari en sambærileg crlend fram- leiðsla. En þótt þetta skipti auð- vitað verulegu máli, er það engan veginn eins þýðignarmikið og hitt, að þessi atvinnuvegur geti gegnt sínu nauðsynlega ætlunarverki í atvinnu- og efnahagslífi þjóðar- innar. Þessi sannindi má segja að al- þjóð skilji vel, og má í því sam- bandi nefna, að fulltrúar verka- lýðssamtakanna hafa nýlega lýst yfir, fyrir hönd umbjóðenda sinna, að þeir telji eðlilegt og sjálfsagt að ekki séu fluttar inn frá út- löndum iðnaðarvörur þegar hægt er að framleiða sambærilegan varning í innlendum verksmiðj- um, því jafnvel þótt verðlag inn- lendu framleiðslunnar kunni stund um að vera eitthvað hærra, sé þó hitt mikilvægara, að komast hjá örðugleikum í atvinnulífinu. INNLEND SAMKEPPNI Annars er samkeppni milli inn- lendra verksmiðja yfirleitt svo hörð, að hún er full trygging fyr- ir eins hagstæðu verðlagi og unnt er. 1 flestum iðngreinum eru fleiri en ein verksmiðja starfandi, og í -mörgum tilfellum reka einstakling- ar og samvinnufélög hliðstæðan iðnað. Ætti slík aðstaðá vissu- lega að tryggja samkeppni í sölu framleiðslunnar, og landsmönnum þar með viðhlýtandi verðlag á iðnaðarvörum. NÝSKÖPUN IÐNAÐARINS — GÓÐUR VÉLAKOSTUR íslenzkur iðnaður hefir á síð- ari árum éflst mjög, og stofnað hefir verið til margskonar iðnað- ar af fyrirhyggju og bjartsýni. Nýjar slóðir hafa verið troðnar, forstöðumenn ýmissa iðngreina hafa dvalið langdvölum meðal rót- gróinna iðnaðarþjóða, bæði í skól- úm og verksmiðjum, og flutt hing Ceirðimar í Egyptalandi Hér sjást nokkrir Egyptar velta brezkum bíl fyrir utan aðalbækistöðvar T>-rta : ar til að kynna sér iðnaðarmál sérstaklega, látið í ljós þá skoðun söna, að íslenzkar vérksmiðjur séu margar hverjar búnar mjög full- komnum vélum. Um þetta atriði segir svo i skýrslu sérfræðings- ins: „Við athugun kom í Ijós, að verksmiðjur þær, sem voru athug- aðar, eru eins vel ef ekki betur búnar tækjum og vélurn, og það tækjum af nýjustu gerð, heldur en verksmiðjur af sömu stærð í Bandaríkjunum“. Sú nýsköpun, sem fram hefir farið á sviði verksmiðjuiðnaðar- ins að undanförnu mun því sízt ómerkari en nýsköpun hinna höfuð atvinnuveganna tveggja. ÓHAGSTÆÐUR VERZLUN- ARJÖFNUÐUR OG INN- FLUTNINGUR IÐNAÐAR- VARA Undanfarin missiri hefir verið flutt mikið af vörum til íslands. Hagstofa íslands hefir nú gert upp þessa reikninga fyrir árið 1951, óg kemur þar í ljós að verzl- unarjöfnuður þetta ár hefir reynst óhagstæður um fullar 195 miljón- ir króna. Þetta er alvarleg stað- reynd, svo mjög sem okkur skort- ir gjaldeyri til margháttaðra fram kvæmda. Það er að vísu gleðilegt að auð- ið skuli hafa reynst að byrgja landið að nauðsynjum, og ber að fagna því í sjálfu sér. Hitt fer þó tæplega milli mála, að meðal hinna innfluttu vara hafa verið margskonar iðnaðarvarningur, sem með góðu móti hefði mátt framleiða í landinu sjálfu. Alvar- legasta afleiðingin af þessum ó- æskilegu ráðstöfunum eru erfið- leikar iðnaðarins hér heima, og at- vinnuleysi þess fjölda fólks, er hefir bundið vonir sínar og æfi- starf við þennan atvinnuveg. Það hefir vísast ekki verið til- gangur sjómannanna, sem drógu á land aflann, sem gjaldeyrinn skapaði, að ríflegum hluta hans yrði ráðstafað til að koma starf- andi fólki í landi á kaldan klaka. INNLEND ÞJÓNUSTA EÐA ERLEND Það hefir að vonum jafnan ver- ið Islendingum þyrnir í augum að þurfa að greiða úr landi laun fyr- ir þá þjónustu, sem hægt er að inna af höndum í landinu sjálfu. Slíkt er næsta eðlileg afstaða fá- tækrar þjóðar og févana. Baráttan fyrir innlendri verzl- un varð löng og torsótt. Um alda- raðir urðu landsmenn að mæna á eftir arðinum af Islandsverzl- uninni til framandi landa, þar sem honum var svo varið til nyt- samlegra framkvæmda með út- lendri þjóð. Þá var dimmt í hug- arheimi hrjáðrar þjóðar við Norð- urhaf er fór flestra lífsgæða á mis. Söguspjöldin geyma skráða í stórum dráttum raunasögu þessa tímabils, en útdráttur hennar var í stuttu en snjöllu máli þannig til bókar færður: Frost og kuldi kvelja þjóð koma nú sjaldan árin góð. Baráttu íslendinga fyrir inn- lendri verzlun er nú góðu heilll löngu lokið með fullum sigi’i. Arð- urinn af Islandsverzluninni renn- ur ekki lengur til framdráttar at- vinnulífi erlendis. En baráttan gegn því að greiða úr landi laun fvrir iðunðnrvirnu, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.