Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 16
Veðurúflif í daq: NA kaldi. Víðast léttskýjaf. 19. tbl. — Fimmtudagur 24. janúar 1952 Iðnaðurinn og hagsmunir þjóðfélagsins. Sjá grein á bls. 9. Björpn Laxfoss vandiega undir- búin — Reyna átti í nótt er leið Laxfoss-menn voru vongóðir. Á FLÓÐI í nótt um kl. tvö, átti að reyna að ná Laxfossi á flot. í gærdag allan og fram á nóft, var unnið að undirbúningi björgunar- iunar. Varðskipið Þór átti að draga skipið fram. Nýr yfirmaður íiugliðsins Strax í gærmorgun var farið á strandstað með margs konar út- búnað er að liði mætti koma. Meðal annars voru kraftmiklar dælur fluttar út í Laxfoss, efni til að þétta um lekann í botni hans, víra og fleira. í landi voru tvær öflugar jarð- ýtur. Þær á að nota til að halda við stefni skipsins, svo það haldi íéttri stefnu, þegar byrjað verð- ur að taka í skipið. SKUTNUM LYFT UPP Björgun skipsins mun vera hugsað á þann hátt áð vírum verði brugðið undir afturstefni skipsins, en þeir síðan festir í vindu um borð í varðskipinu. Kraftmiklar dælur eiga að dæla úr Laxfossi sjónum til að létta það af aftan. Síðan á að hefja skut Laxfoss upp á vírunum, sem liggja í vindu varðskipsins. Tak- ist þetta mun Þór þessu næst reyna að draga skipið fram af klettinum. Flotholt verða sett við Laxfoss, r.áist hann á flot og hinar kraft- miklu dælur eiga að halda hon- um þurrum. Skipið verður dreg- ið til hafnar hér í Reykjavík. Yfirmenn á Laxfossi létu þau orð falla, að þeir væru vongóðir um, að björgun skipsins myndi takast, ef veður og sjólag á strand stað yrði hagstætt. Alþingi iýkur senni- 72 milljónir punda. LUNDÚNUM — Nefnd sú, er annast skaðabætur af völdum stríðsins, greiddi á s. 1. ári út 72 milljónir punda. Helmingur þess- arai upphæðar fór til endurbygg- ingar og viðgerðar húsa. lega í dag SÉNNILEGT er, að Alþingi Ijúki í dag, þótt það sé ekki fullvist. Fundur verður í neðri deild fyrir hádegi í dag og í samein- uðu þingi síðdegis. Álfabrennan fór fram í gærkvöldi ÁLFABRENNA iþróttafélaganna fór fram á íþróttavellinum í gær- kveldi, Var þar margt manna samankomið, enda veður gott, þótt kuldi væri nokkur. Kveikt var í kestinum, álfa- kóngur og drottning komu inn á sviðið I fylgd þegna sinna, en þar var einnig gríla með börnin sín og púkar, sem skemmtu með látum sínum. Rakettum var skotið upp og svifblysum. Féll eitt þeirra aftur til jarðar í falihlíf. Var Ijós þess svo sterkt, að það lýsti upp allt umhverfið. Alfabrennan fór hið bezta Landskeppni KAUPM.HÖFN, miðvikudag. — Nú hefur verið afráðið, að lands- keppni Norðmanna og Dana í boxi, fari fram í Árhúsum sunnudaginn 10. íebrúar. NTB Mengisneyzlem heíur minnkað ym 30% síðastliðin fimm ár I SKÝRSLU frá Áfengisverzlun ríkisins kemur í ljós, að neyzla áfengra drykkja hér á landi hefir minnkað um rúmlega 30% á síðustu fimm árum, en söluverð áfengisins í krónutali hefir hækk- að allverulega, vegna hækkaðs verðs áfengisins. Áfengissalan s. 1. tvö ár var sem hér segir: Áfengissala: 1951 1950 Eeykjavík.................... Kr. 52.898.400,40 Kr. 51.437.142,50 Akureyri .................... — 6.174.270,00 — 6.558.668,00 ísafjörður .................. — 1.441.776,00 — 1.490.199,00 Siglufjörður ................ — 2.289.454,00 — 2.413.476,00 Seyðisfjörður ............... — 1.157.492,00 — 1.250.428,00 Vestmannaeyjar .............. — 2.604.163,00 — 2.422.923,00 Kr. 66.565.555,40 Kr. 65.572.836,50 Við þennan samanburð á áfengissölunni verður að hafa í huga, að söluverð hækkaði um 20% hinn 15. maí 1950. AFTNGISNEYZLA Áfengisneyzlan, umreiknuð í 100% spírituslítra á íbúa, komst hæst árið 1946 og varð þá 2 lítrar. 1947 ............. 1,940 lítrar 1948 1,887 — 1949 1,612 — 1950 1,473 — 1951 1,390 — Samkvæmt þessu hefir áfeng- isneyzlan á síðustu fimm árum iækkað \*m rúmlega 30%. Féfbrotnaði RAGNAR PETURSSON, verka- maður, til heimilis að ' Háloga- landi hér innan við bæinn, féll í hálkunni á gatnamótum Óðins- götu og Skólavörðustígs um kl. 7 í gærkveldi, með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði um ökla. Var hann fluttur í sjúkrahús. Ragnar.er. um íertugt. Tíu ára drengnr kom i ¥i£f fyrlr stórbrunn nð Grand í Eyjnfirði BrjnabóSaíéíag Islands veiSir Sionum viðurkenningu AKUREYRI, 23. jan.: — Skömmu fyrir jól lá við borð, að mikill eldsvoði yrði að höfuðbólinu Grund í Eyjafirði, en var afstýrt fyr- ir dirfzku og snarræði 10 ára drengs. Brunabótafélag íslands hefif nú heiðrað drenginn með 1000 króna verðlaunum. NÝR yfirmaður flugliðsins á Keflavíkurflugvell?, hefur verið skipaður og er hann nú tekinn til starfa. Er það Marshall A. Elkins, ofursti. Eikins ofursti á að baki langan flugmanrsferil, bæði í þágu Bandaríkjaflughers og eins var bann um skeið flugmaður já flug- félaginu American Airlines. í fluphernum hefur hann gegnt ýmsum mikilvægum störfum bæði á friðar og stríðstímum. — Fyrirrennari hans var Leonard A. Peterson ofursti. Málsatvik eru þessi: íbúðarhús®' Snæbjörns bónda Sigurðssonar er tvílyft timburhús með háu risi. Skammt norð-austur af því stend ur Grundarkirkja, timburhús mtð málaða járnvarða veggi. VAR RÚMLIGGJANDI Rétt fyrir jólin bar svo til, ef húsfreyjan og elsti sonur hennar voru í kaupstað, bóndinn og næst elsti sonurinn voru við gegning- ar í fjárhúsi alllangt frá bænum, Heima voru tvíburar, sex ára og Jón Torfi, 10 ára. Var hann rúm- liggjandi vegna hnémeiðslis. Ljósavélin í bænum var biluð þennan dag og höfðu tvíburarnir kerti á borði í herbergi á neðri hæðinni. Skammt þar frá lá Jón Torfi í rúminu. Eldhús er á milli herbergjanna. Brezkir skólapiltar mtinu heimsækja öræfin í sumar Fyrirlestur um fsiandsför í Lundúnum. RANNSÓKNARFÉLAG brezkra skóla, sem á síðasta sumri efndi til hópferðar skólapilta hingað til lands, hefur ókveðið að efna á ný til íslandsferðar á sumri komandi. Munu piltarnir dveljast í tjöld um í óbyggðum og vinna að ýmiskonar náttúrufræðirannsóknum. BLOÐUM TIÐRÆTT UM FÖRINA Brezkum blöðum hefur orðið mjög tíðrætt um för skólapilt- anna. Hafa þau átt viðtal við ýmsa þeirra, aðrir hafa skrifað í þau ferðaþætti. Hefur dvölinni upp við Hofsjökul verið lýst, en þar voru þeir í tjöldum, dagleg- um störfum og árangri. Höfðu skólapiltarnir meðferðis heim til Bretlands allmikið af ýmiskonar náttúrugripum. Eru þeir varð- veittir í náttúrufræðideild brezka safnahússins, FYRIRLESTUR — HÆTTU VIÐ KANADAFÖR Skömmu eftir áramótin var haldinn í Lundúnum fræðslufund ur á vegum Hins konunglega landfræðifélags. Var þessi fundur tileinkaður Islandsför skólapilt- anna, — Forseti Rannsóknarfé- lagsins, sem er biskupinn í Ports- mouth, dr. Flemmiftg flu.tti þar ræðu. Harsn gat þess, að hætt hefði verið við fyrirhugaða fræðsluför skólaDÍicanna til rík- isins Br. Kolombía í Kanada, sem ráðgeH, var að fara á sumri kom- andi. I þess stað yrði efnt til ann- arar farar til Island. Ferðin til Kanada er svo kostnaðarsöm, að hún verður að bíða til næsta árs. P.iskuninn gat þess að takmark félap.sskapar bessa væri að kenna brezkum skólapiltum að trevsta siálfum sér og eigin framtak- semi. MARGT STÓRMENNI Fyrirlesarinn var foringi leið- angursins, F. G. Hannell, og sýndi hann litkvikmynd máli sínu til skýringar. Meðal áheyrenda var stórmenni svo sem Lord Mount- batten og jarlinn af Athlone. 70 þúsund króna hásefahlulur AKUREYRI, 23. jan. — Eftir upplýsingum mun hásetahlutur á togaranum Jörundi hafa verið um 70 þús. krónur árið sem leið. Stafar þessi hái hlutur af bví, að Jörundur hafði sérstaka heppni með sér yfir síldveiðitím- ann á s.l. sumri, þrátt fyrir yfir- leitt lélega síldveiði flotans. _ Annars var meðalhlutur togara Útgerðarfélags Akureyringa h.f., 1951 samkvæmt lauslegri athug- un: Harðbakur 51 þús. kr., Sval- bakur 50 þús. kr. og Kaldbakur 43 þús. kr. Þess ber að geta í sam bandi við Kaldbak, að skipið lá mánuð á s.l. sumri í svonefndri fjögurra ára klössun. Auk bess stundaði Kaldbakur saltfiskveið- ar umfram hin skipin. — H . Vald. Áæilunarbíil fauk úi af veginum SÍÐASTLIÐINN laugardag fauk áætlunarbíllinn, sem fér upn á Kjalarnes og Kjós, út af vegin- um í Melahverfi, en þar eru svell bungur miklar. Bíllinn valt á aðra hliðina og skemmdist nokkuð, en farþega, sem voru þrír, og bílstjóra, sak- aði ekki.______________ OSLÓ — Landvarnaráðherra- skipti hafa orðið í Noí-egi. Sá hef- ir verið samgöngumálaráðherra frá, 1945, er tó kvið af Hauge. Hann heitir Nils Langhelle. KVIKNABI X GLUGGATJÖLDUM Vindur var allhvass og stóð upp á glugga herbergis þess, er tví- burarnir dvöldu í. Við gustinn munu gluggatjöldin hafa náð til kertaljóssins, er drengirnir höfðtt á borðinu. Fuðruðu tjöldin upp og kviknaði í pappa á lofti og logandi flyksur úr tjöldunum féllu á gólfið. ; BARÐIST EINN VIÐ ELDINN Jón Torfi varð nú eldsin? var. Sá hann að snör handiök mundi þurfa til að forða stór- tjóni. Tók hann það ráð að berjast við eldinri einn, en hlaupa ekki eftir mannahjálp alllanga leið til fjárhúsanna. Er þessi ákvörðun hans talia hafa bjargað húsinu og senni- lega kirkjunni líka. Hann hljóp til eldhússins, skrúfaði frá vatnskrör.um, greip ílát, er hendi voru næst og tuskur og bar vatn á eld- inn, unz slökkt var. FORÐAÐISTÖRTJÓNI Vegna aðstæðng og veðurfars, er ólíklegt talið, að eldurinn hefði orðið slökktur, ef nokkuð verulega hefði dregizt að hefja slökkvistarfið. Vegna vindáttar er talið, að kirkjan mundi hafa brunnið auk ibúðarhússins. ___________— H. Vald. Kona, sem aaglýsf ! var effir, komin fram RANNSÓKNARLÖGREGLAN auglýsti í útvarpstilkynningum í gærkveldi eftir konu, sem 'arið hafði að heiman frá sér kl. 11 á þriðjudagsmorgun og var ekki komin heim. Nokkru síðar fréttist um, að kona þessi væri komin fram. Var hún hjá kunningjafólki sínu inn í Vogahverfi. . «»»• r?C\\ .(iíroúo- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.