Morgunblaðið - 02.03.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1952, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1952 r 8 Útf.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)' Lesbók: Áml Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi GarCar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1800. Áskriftarfjald kr. 18,00 á mánuCi, innanlands. í lausasðlu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Einstaklingsfram takið og húsnæðismálin LÁNADEILD smáíbúða, sem stofnuð var með lögum frá síð- asta Alþingi, er nú í þann mund að taka til starfa. — Er fyllsta ástæða til þess að fagna þeirri ný- breytni í byggingarmálum, sem felst í stefnu þessara lagaákvæða. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst sá að örfa og styðja fram- tak einstaklingsins til fram- kvæmda á þessu sviði. Sjálfstæðismenn á Alþingi höfðu forystu um að nokkur hluti, samtals 12 millj. kr. af rekstrarafgangi ríkissjóðs árið 1951, var lagður fram til umbóta í húsnæðismálum kaupstaða og kauptúna. Af því fé fær lánadeild smáíbúða einn þriðja hluta eða 4 millj. kr. á þessu ári. Lán þau, sem deildin veitir verða eingöngu veitt einstaklingum til byggingar smárra, sérstæðra íbúðarhúsa og einlyftra, sambyggðra smáhúsa, er þeir hyggjast koma upp, að verulegu leyti með eigin vinnu sinni og fjölskyldu sinnar. Þessi lán skulu tryggð með 2. veðrétti í húseigninni. Lánstími er 15 ár og ársvextir 5%%. Há- mark láns til einnar íbúðar er 30 þús. kr. — Fjórar milljónir kr. eru að vísu ekki stór upphæð, þegar litið er á hina geysimiklu fjárþörf til umbóta í húsnæðis- málunum. Engu að síður er hér um að ræða merkilega leið í þess- um málum. Ætla má að unnt verði að lána út á allt að 150 smáíbúðir úr lánadeild þessari á þessu ári. Er það alls ekki ómynd arlegt átak til þess að bæta úr húsnæðisleysinu og útrýma heilsuspillandi húsnæði. En þess verður að vænta að lánadeild smáíbúða starfi áfram í framtíð- inni og að árlega verði lagt fram nokkuð fé til hennar. Það, sem mikilvægast er í sambandi við þessar bygging- arframkvæmdir, er sá grund- völlur ,sem þar er byggt á. Það er einstaklingsframtakið, sem þarna er verið að örfa og styðja. Sjálfstæðismenn á Al- þingi beittu sér fyrir því fyrir nokkrum árum, að aukavinna efnalítilla einstaklinga við að koma upp eigin íbúðum yrði undanþegin skattgreiðslum. — Áður hafði sú vinna verið skattlögð. Með slíkum skatta- lagaákvæðum var beinlínis verið að refsa fólki fyrir að sýna dugnað og fyrirhyggju í byggingarframkvæmdum. Af- nám þessara ranglátu og heimskulegu ákvæða hefur haft gífurleg áhrif. Fjöldi ein- staklinga hefur síðan notað allar tómstundir sínar til þess að vinna að byggingu húsa sinna og íbúða. Reykjavíkurbær hefur haft forystu um íbúðabyggingar, sem aukavinna eínstaklinga hefur átt ríkan þátt í að gera ódýrar. — Ræðir þar um hinar rúmlega 200 íbúðir við Bústaðaveg, þar sem nú búa á annað þúsund manns. Þess er einnig að vænta að unnt verði að byggja allmarga verkamannabústaði á þessu ári. En eins og kunnugt er, veitti Al- þingi 4 millj. kr. til slíkra fram- kvæmda og loks 4 millj. kr. til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis á vegum bæjar- og svéit- arstjórna. — Alþingi hefur því sýnt fullan skilning á byggingar- þörf þjóðarinnar með þessum fjárveitingum og ennfremur með eflingu lánastofnana landbúnað- arins. — Sjálfstæðismenn munu halda áfram að berjast fyrir um- bótum í húsnæðismálum þjóðar- innar til sjávar og sveita. Stefna þeirra í þeim málum er sú, að greiða fyrst og fremst götu ein- staklinganna til þess að byggja og búa í eigin íbúðum. Þegar þá brestur bolmagn til þess verður hið opinbera að veita þá aðstoð, sem það hefur möguleika á, á hverjum tíma. Einstaklingsframtakið er þýðingarmesta afl þjóðfélags- ins. Þess vegna er það ævin- lega færast um að hafa for- ystu um framfarir og umbæt- ur, ef rétt er að því búið. Sú stefna, sem vill kyrkja fram- tak einstaklingsins er versti óvinur þróunarinnar, batnandi lífsskilyrði og gróandi menn- ingarlífs meðal þjóðanna. Góð húsakynni eru eitt af frum- skilyrðum mannlegrar vellíð- anar og hamingju. Þess vegna er það þýðingarmikið að skyn- samlegar leiðir séu farnar . í framkvæmdum á því sviði. Reynslan hefur sannað að stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálunum er raunhæf og jákvæð. Á grundvelli henn- ar munu margir sigrar og stórir vinnast í baráttu við heilsuspillandi, léleg og ófull- komin húsakynni. í skjóli hennar munu þúsundir ein- staklinga ná því marki að eignast björt, heilsusamleg og þægileg heimili. í kröppum sjó STJÓRN Faure í Frakklandi ar fallin. Er það þriðja ríkisstjórn- in, sem hröklast þar frá völdum á einu ári og 13. ríkisstjórnin, sem þar hefur setið siðan siðustu heimsstyrjöld lauk. Þessi stjórn- arskipti í Frakklandi ber að við mjög erfiðar aðstæður. Fyrir skömmu lýsti Faure forsætisráð- herra því yfir á þingi, að landið væri mjög nálægt gjaldþroti. —: Óhjákvæmilegt væri að grípa til róttækra aðgerða í efnahagsmál- um, ef komast ætti hjá hruni. Fjármálaráðherrann skýrði einnig frá því, að gullforði þjóð- bankans myndi á þrotum í apríl- mánuði að óbreyttum aðstæðum. En þessar upplýsingar virðast ekki hafa haft djúptæk áhrif á fulltrúa frönsku þjóðarinnar í hinni fögru þinghöll á Signu- bakka. Stjórn Faure féll með nokkurra atkvæða mun síðasth fimmtudag. Ekki aðeins komm- únistar og Gaullistar greiddu at- kvæði gegn henni heldur og nokkrir flokksmenn sjálfs for- sætisráðherrans. Svo víðtæk er upplausnin orðin í frönskum stjórnmálum. Móðurland lýðræð- isins hrekst nú um í kröppum sjó flokkadrátta og klíkuskapar. — Ógæfa þess er m. a. sú, að tveir af þremur stærstu flokkum þjóð- arinnar, Gaullistar og kommún- istar, eru ekki samstarfshæfir og stefna jafnan að því fyrst og fremst að auka glundroðann og upplausnina. Horfurnar eru ekki góðar að úr rætist. Stjórnarmögu- leikar Reynauds, sem nú hef- ur tekið að sér stjórnarmynd- un, velta mjög á afstöðu jafn- aðarmanna. En um hana er enrt allt á huldu. Hluti af gjöf Listiðnaðarsafnsins í Oslo. LISTASAFN RÍKIS AB NÝJU í TVÆR MERKAR GJAFIR FRÁ NOREGI Málverkasafni ríkisins hafa á undanförnum árum borizt tvær merkar gjafir frá listunnendum í Noregi. Fyrri gjöfin var frá hinum þekkta rithöfundi Chr. Gierlöff og konu hans, Oru Gierlöff, og hin síðari frá Listiðnaðarsafninu í Oslo um hendur formanns safns stjórnarinnar, Ragnars Moitzaus, stórútgerðarmanns, er einnig gaf nokkrar myndanna úr einka- safni sínu. — Fyrri gjöfin hefur að geyma 15 grafisk verk eftir hinn kunna norska lista- mann Edvard Munch og hafa áð- ur verið til sýnis í safninu. Hin síðari er nú til sýnis í fyrsta sinn i listasafninu. Það er 51 grafiskt verk eftir 34 norska listamenn. MYNDIR EFTIR EDVARD MUNCH Það er ekki lítill fengur fyrir okkur að fá svo mörg verk Ed- vards Munch, þar sem þau eru með hverju ári sem líður vand- fengnari og dýrari, en sjálfir ráð- um við yfir litlu fé til kaupa lista verka. Edvard Munch, sem er fæddur árið 1863 og dó 1944 er talinn meðal allra beztu grafisku listamanna, sem uppi hafa verið og fer þar saman framúrskarandi tæknileg kunnátta og listrænt djúpsæi. Múnchs-myndunum var komið fyrir í sérstöku herbergi í safn- inu, þegar Listasafnið var opnað í sumar. En myndir þær, sem Listiðnaðarsafnið gaf hingað hafa ekki verið til sýnis í safninu fyrr en nú. 51 VERK EFTIR 34 HÖFUNDA Gjöf Listiðnaðarsafnsins hef- ur að geyma 51 verk, eins og áður er getið, eftir 34 höfunda, eldri og yngri listamenn. Safn þetta er hið merkasta, þar sem það gefur yfirlit yfir norska svart list, einkum þó tréstungu lit- myndir, síðustu áratugi. En sú grein svartlistarinnar hefur náð mikilli útbreiðslu í Noregi. Af hinúm eldri og þekktari mönnum er að geta þeirra: Hen- riks Lund f. 1879 d. 1935. Eftir hann er „Portrett af Knut Ham- sun“; Ivar Lund f. 1871 d. 1904, „Fra Akerselven“; Edvard Munch f. 1863 d. 1944. Eftir hann eru í þessu safni þrjú verk; Olaf Rusti f. 1850 d. 1920, „Portrett“; Erik Werenskjold f. 1855 d. 1938. Eftir hann eru fjórar myndir. Eftir nú- lifandi iistamenn eru t.d. verk eftir Henrik Sörensen, Sigurd V/inge, Tidemand-Johannessen, Kurt Rusmohr, Alf Rolfsen, Hen- rik Finne, Paul Gauguin, Per Krogh, Else Hagen, Örnulf Bast, svo nefnd séu nokkur af hinum þekktari nöfnum. Sýningu þessari hefur verið komið fyrir í einum af miðsölum safnsins, þar sem hún nýtur sín mjög vel. Eftir nokkra hvíld verður safn- ið opnað á ný í dag, eftir að skipt hefur- verið um myndir, en þau húsakynni, sem safnið hefur nú yfir að ráða rúmar ekki nema í hæsta lagi einn fjórða til sýning- ar í einu af myndum þess. MARGAR MYNDIR TIL SKIPTANNA Sýnt er að safnið á í fórum sín- um mörg merkileg verk frá eldri Framh. á bls. 12. Velvakcmdi skrifar: 011 DAGLEQA LÍFISffU Skemmtiþáttur skólanna. KÆRI Velvakandi. Við erum hér nokkrar stelpur, sem langar til að biðja þig að koma á framfæri eftirfarandi: Unglingum á skólaaldri þykir lítið til útvarpsins koma, þar eð fátt er gert þeim til skemmtunar. Gæti útvarpið nú ekki haft nokk urs konar skólaskemmtiþátt, sem svo yrði háttað, að skólarnir skiptust á um að annast hann? Fyndist okkur, að sá þáttur mætti vera klukkustund viku- eða hálfsmánaðarlega. Skólasystur“. Samstarf skóla og útvarps ÞETTA sýnist ágæt tillaga hjá ykkur. Nemendurnir mundu hafa gagn og gamaji að því að spreyta sig á þessu, jafnframt þvi sem fólk áf skóláaldri fengi þarna tilvalið skemmtiefni. . . . nemendur við hljóðnemann. Sannast sagna er lítið efni sniðið við hæfi unglinga i útvarp inu. Barnatíminn er góður svo langt sem hann nær, en að öðru leyti er efni þess yfirleitt mið- að við fullorðna hlustendur, þá sem eru kafnir áhyggjum og al- vöru upp fyrir eyru og hafa megn ustu vantrú á „ungdómnum“. Kaffi, brauðsnúður og vindlingar VELVAKANDI minn. Um dag- inn brá ég mér í veitingahús til að hressa upp á sálina upp úr nóni. Vinur minn var með mér, og af því að hann er þeirra allra beztur, þá var hann þarna í mínu boði. Hversdagslega læt ég mér líka nægja kaffi konunnar minn ar. Nú, við fengum sinn brauð- snúðinn hvor með smjörklípu eins og gengur, þegar menn bregða sér í fyrsta flokks veit- ingahús, auk þess vindlinga- pákka. Dýr munaður SVO sátum við þarna_drykk- langa stund í stólum veitinga hússins við þess eigið borð, og önduðum að okkur andrúinslofti þess, teygðum makráðir frá okk ur býfurnar og reyktum. Svo kom að skuldadögunum, og hvað heldurðu að allt þetta hafi kostað? — kr. 32.00. En ef við hefðum komið að kvöldlagi og þurft að geyma yfirhafnirnar frammi, þá hefði heimsókn okk- ar kostað 36.00. Vitaskuld greiddi ég fyrir okkur umyrðalaust, þó að mér hnykkti við, því að það er ókurteisi að steyta görn við dómarann. En gaman hefði ég að því að vita, hvernig reikning- urinn lítur út sundurliðaður. Tr. Tr“. Fiskur o" fiski AÐ er leiðinlegt, að menn skuli almennt ekki beygja rétt orðið fiskur, nafnið á aðal- fæðutegund okkar og gjaldeyris gjafa. Fiskur er í eignarfalli fisks og því á að segja verð fisksins en ekki fiskjarins. Aftur á móti er fiskjar eignarfall kvenkynsorðs, sem er fiski í nefnifalli. Það er nú lítt notað nema í samsettum orðum en er vel þekkt úr orða- tiltækinu að róa til fiskjar. Óslítandi fatnaður. KARLMENN geta sparað sér aC lesa það, sem eftir er, nema ef beir stagla sokkana sína sjálfir. I verksmiðju í Welwyn í Herfordskíri er sægur vísinda- manna og þeir ganga allir í sokk- um úr nýju efni, sem kallast „teryline". Þetta er sannkallað undraefni, og ef það bregzt ekki vonum manna, þá losna húsfreyj- urnar við allt sokkastagl héðan af. Vísindamennirnir gera sér vonir um að geta gengið i sokk- unum árið. Líka hafa þær klæðzt fötum, sem ofin eru úr garninu góða. Risafyrirtæki í Bretlandi hefir nú í smíðum hús mikið, þar sem hugmyndin er að spinna töfra- garnið, svo að miklu nemi. Stór- framleiðsla hefst innan skamms og ekki er ólíklegt að við getum keypt óslítandi sokka í næstu búð eftir 2—3 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.