Morgunblaðið - 14.03.1952, Side 1
Ætiar Kiljan ú heykjast?
KILJAN birtir í Þjóðviljanum
í gær ávarp til mín, þar sem
hann endurtekur staðhæfingu
sína, að hann eigi hjá mér
vangoldin ritlaun.
Hann virðist nú vera horf-
inn frá, að hann eigi heimt-
ingu á ritlaunum frá mér fyr-
ir bókina „Nokkrar sögur“, er
birtist sem sérprentun úr
Morgunblaðinu árið 1923, áður
en ég gerðist ritstjóri blaðsins.
Þetta er fyrsta undanhald
hans í þessu máli.
Nú heimtar hann af mér
ritlaun fyrir prentun sagn-
anna í Morgunblaðinu fyrri-
part sama árs, 1923.
Áður en hann undirbýr
málsóknina ræð ég honum til
að átta sig á, hvaða samband
kunni að vera milli greiðslu
þeirrar er hann fékk frá
Morgunblaðinu rétt áður en
ég gerðist ritstjóri blaðsins.
Því hún kynni að eiga eitt-
hvað skylt við ritlaun frá
blaðinu.
Eins ætti það einkar vel við,
að hann skýrði frá hvaða upp-
hæðir hann meðtók i ritlaun
frá Morgunblaðinu á árunum
1924—26 eftir að ég var orð-
inn ritstjóri Morgunblaðsins.
Annars get ég búizt við að
hann taki upp á því, að heimta
af mér endurteknar greiðslur
eftir 20—30 ár fyrir það, sem
hann hefur fengið borgað á
þeim árum.
Ég endurtek: Ætlar hann að
heykjast á málsókn? Hverfi
hann frá því að fá úrskurð
dómstólanna á því sem „sann-
ara reynist“, mun ég annast
þá hlið málsins.
Valtýr Stefánsson.
JOHAN NWRDSVOLD LÁTIi
Hann var forsæfisráðherra Noregs 1935—1945
Ælðu sig í
blindllugi
SAN ANTONIO, 13. marz. — Tvö
bandaríksk risaflugvirki rákust
á í dag, en 13 manns, sem um
borð voru, létu lífið.
Sprenging varð í öðru virkinu
þegar við áreksturinn og tvístr-
aðist brakið úr því um mílu veg^
ar frá slysstaðnum. Hitt flug-
virkið reyndi áhöfnin að rétta
við og sveif það nokkurra km
leið áður en sprenging varð líka
í því.
Áhafnir flugvirkjanna voru að
æfa sig í blindflugi.
KAUPMANNAHÖFN, 13. marz.
Samningaumleitanir verkamanna
og vinnuveitenda í Danmörku
■ganga illa. — Samningamenn
vinnuveitenda segjast sjá fram á,
að sáttasemjarinn geti ekki fund-
j.ð miðlunartillögu vegna þess að
deiluaðilum beri of mikið á milli.
— Kröfur verkamanna og boð
vinnuveitenda verði ekki sam-
;ræmd. Krefjast verkamenn hærri
jauna, meiri fría og skemmri
Vinnutíma.
Óttast menn nú, að til alvar-
leg^ar vinnudeilu komi, sem lami
athafnalífið í landinu. Er um
hálf milljón verkamanna undir
það búin að leggja niður vinnu í
næstu viku, ef samningar fara út
úm þúfur. — Páll.
SOCARRAS
j ÚTLEGÐ'
HAVANA, 13. marz — Carlo
Prio Socarras, sem steypt var af
forsetastóli á Kúbu um helgina,
fór í dag í útlegð ásamt tveimur
ráðherrum úr stjórn sinni. Lög-
regla og herlið fylgdi þeim til
flugvallarins í Havana, en þeir
hafa fengið landvistarleyfi í
Mexíkó.
Hvaðanæfa af landinu berast
fregnir um, að Kúbverjar fagni
valdatöku Fulgencias Batistas,
hershöfðingja. Hafa 100 borgar-
stjórar landsins af 127 vottað
honum hollustu sína.
—Reuter-NTB.
11 þús. á móti
132 þúsundism
TÓKÍÓ, 13. marz. — í dag gerðu
kommúnistar í Kóreu áhlaup á
4 km breiðu svæði, það öflugasta,
sem þeir.hafa gert um mánaðar-
skeið. Tyrknesk herdeild var til
varnar, og hrakti kommúnista til
baka eftir snörpustu rimmu.
Enginn árangur náðist í Pan-
munjom í dag. Formaður S. Þ.
í fangaskiptanefndinni sagði að
fundi loknum í dag, að kommún-
istar byðust til að skila 11.500
föngum fyrir 132.400 fanga, sem
S.Þ. hafa í haldi. — Reuter-NTB.
I illogur Kussa utn tjor-
veldafund til athugunar
Eden fer til Parísarborgar á miðvikudag
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter.
LUNDÚNUM, 13. marz. — í næstu viku hefjast í Parísarborg við-
ræður utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands við Adenauer,
forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Fjallað vérður þar um túlögu
Rússa um sameining Þýzkalands í eitt ríki.
Herinn mundi
ieggja niður
vopnin
STRAUBING, 13. marz. —
Sex menn úr tékknesku lanða
mæralögreglunni, sem flýðu
til Þýzkalands fyrir nokkrum
dögum, fullyrða, að 70 af
hverjum 100 hermönnum
landsins mundu Ieggja niður
vopn, ef til stríðs kæmi.
Á fundi með fréttamönnum
í dag komust þeir svo að orði,
að siðferðisþrek tékkneskra
hermanna væri mjög lítið, en
andstaðan við kommúnismann
• ykist hröðum skrefum.
Kjör almennings hafa farið
síversnandi að undanförnu, og
vinnuskilyrðin eru fyrir neð-
an allar hellur. Reuter-NTB.
^ FRJÁLSAR KOSNINGAR
VORU SKILYRÐI
Orðsending Rússa um fjór-
veldaráðstefnu um Þýzkalands-
málin var til umræðu á fundi
brezku stjórnarinnar í gær. — I
Lundúnum gengur sá orðrómur,
að það verði ófrávíkjanlegt skil-
yrði fyrir sameiningu, að frjálsar
kosningar verði háðar um allt
landið.
FUNDIR
UM MIÐJA NÆSTU VIKU
Eden, utanríkisráðherra skrepp
ur til Parísarborgar á fund Ev-
rópuráðsins á miðvikudaginn. —
Ekki hefur hann þar langa við-
dvöl, en um leið verður tæki-
færið gripið að ræða við þá
Schuman og Adenauer.
Ejöldi tékkneskra komm-
únista fallinn ■ ónáð
Þeir bíða nú dóms síns í fangelsum
VÍNARBORG. — Blað jafnaðarmanna, Arbeiter-Zeitung, vekur
athygli á, að innan skamms verði ýmsir kunnir áhrifamenn í
Tékkó-Slóvakíu dregnir fyrir lög og dóm. Hefur kommúnistaflokk-
urinn smám saman vikið þeim frá og sett í fangelsi.
FÉKK 200 ÞÚS. KR.
FYRIR NJÓSNIR
SALZBORG, 13. marz. — Banda-
rískur dómstóll í Salzborg dæmdi
i dag flóttamann frá Austurríki
í 6 ára fangelsi fyrir að hafa
njósnað um herafla Bandaríkja-
manna þar. Rak hann erindi tékk-
nesku stjórnarinnar.
Hann viðurkenndi í réttinum,
að hann hefði haft um 200 þús.
kr. upp úr krafsinu, en færði sér
til málsbóta, að varla hafi fimmt-
ungur af upplýsingum hans haft
við rök að styðjast. Hitt var hug-
arsmíð hans sjálfs.
•—Reuter-NTB.
.Vantar þjóðsöng —
KIEL — Þing Slésvíkur og Hol-
steins hefir skorað á Bonn-stjórn
ina að gera „Deutschland úber
alles“ að þjóðsöng Vestur-Þýzka-
lands. Þetta var líka þjóðsöngur
Þýzkalands á dögum Weimar-
lýðveldisins og Hitlers-stjórnar-
innar.
JOHAN NYGAARDSVOLD, fyrr
um forsætisráðherra Norðmanna,
andaðist í gær. — Hann var á
73. aldursári, fæddur 1879.
FORSÆTISRÁÐHERRA f 10 ÁR
Um og eftir aldamótin stundaði
hann verkamannavinnu í Banda-
(ríkjunum, sneri heim og var kos-
i inn á þing 1915. Forsætisráðherra
j afnaðarmannastj órnarinnar varð
hann 1935. Hann var ákafur for-
mælandi hlutleysis Noregs í II.
heimsstyrjöldinni, en varð sem
kunnugt er að flýja land með
| stjórn sinni 1940. Var hann land-
I flótta, unz Þjóðverjar hurfu úr
landinu 1945. Þá kom hann heim
■ aftur, og stjórn hans fór frá.
I f áliti þingskipaðrar nefndar
| 1946 var Nygaardsvold harðlega
i gagnrýndur fyrir stefnu sína í
I kringum 1940.
I
MIKILL STJÓRNMÁLAMAÐUR
Erlander, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, og Hedtoft, fyrrum for-
saétjsráðherra Dana, segja í minn
ingarorðum um Nygaardsvold, að
með honum eigi Noregur að baki
að sjá miklum stjórnmálamanni.
Fara þeir miklum lofsorðum um
stjórnkænsku þá, er hann sýndi
oft, og telja starf hans í þágu
norsku þjóðarinnar á stríðsárun-
um ómetanlegt.
ÞEIR ERU VEL ÞEKKTIR ^
Blaðið telur upp fjölda þessara
manna, sem bíða dóms. Rudolf
Slansky, sem til skamms tíma
var aðalriíari kommúnistaflokks-
ins, er einn þeirra. Þá má nefna
Vladimir Clementis,' fyrrum ut-
anríkisráðherra, Otto Sling, ritara
flokksins í Brno, Maria Sver-
mova áður vararitara flokksins og
marga aðra kunna flokksfor-
sprakka.
HERRÁBSFORINGINN
SETTUR AF
Þá minnir blaðið á Ladislav
Kopriva, fyrrum innanríkisráð-
herra, sjö ráðherra ríkisstjórnar
Slóvakíu, níu háttsétta émbættis-
menn, sex hershöfðingja, og eru
í þeirra hópi Prochazka, sem var
herráðsforseti til skamms tíma og
Lastovicka aðstoðarlandvarnaráð
herra. Fjöldi annarra manna er
og tilgreindur. Þeim er það öll-
um sameiginlegt að hafa fallið í
ónáð.
Enn einn árangurslaus fundur
Friðarsamningar
LUNDÚNUM, 13. marz — Innan
skamms munu Vesturvéldin reyna
enn einu sinni að fá Rússa til að
ganga frá bráðabirgða friðarsamn
ingum við Áusturríki, svo að það
verði aðnjótaudi þess sjálfstæðis,
sem því var heitið við styrjald-
arlok. Sendiherrar Vesturveld- 1
anna í Moskvu hafa fengið fyrir-
mæli um að afhenda rússneska
utanríkisráðherranum samhljóða
orðsendingu um þetta.
:
'
%
Myndin sýnir formenn samninganefnda styrjaldaraðila ganga út
úr tjaldinu í Panmunjom þar sem viðræður hafa farið fram að
undanförnu. Til vinstri er Nam II hershöfðingi í her Norður-
Kóreumanna, fyrrum barnakennari, hinn er aðstoðarflotaforinginn
C. Turner Joy úr liði Sameinuðu þjóðanna. Tvennar dyr eru á
tjaldinu sínar fyrir hvorn aðila. j