Morgunblaðið - 23.03.1952, Blaðsíða 8
T
8
«f ORGUNBLAÐiB
Sunnudagur 23. marz 1952
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Ólar sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
„FrjálsSynd umbótastjórn'
Ósköp h
að vera
BLÖÐ Framsóknar og AB-
manna ræða þrásinnis um þá
góðu gömlu daga þegar þessir
flokkar fóru saman með stjórn
landsíns. Þá var hér „frjálslynd
umbótastjórn“, sem tryggði öll-
um landsmönnum góð lífskjör,
næga atvinnu, félagsiegt öryggi
o. s. frv.
í áframhaldi af þessari aðdá-
un á eigin afrekum bollaleggja
þessir fyrrverandi sálufélagar um
nauðsyn þess að þeir taki hönd-
um saman á ný um leið og þeir
barma sér yfir vonzku „íhalds-
ins“, sem ill nauðsyn hafi á víxl
knúð þá til samstarfs við.
Það er rétt að athuga hið fyrra
þessara atriða fyrst lítillega, það
góðæri og öryggi, sem hin „frjáls
lynda umbótastjórn" áranna fyr-
ir síðustu styrjöld skapaði öllum
almenningi-í þessu landi.
I í tólf ár, frá 1927—1939 mátti
heita að Framsókn og kratar
færu samfleytt með völd í land-
inu. Allt það tímabil hallaoi
stöðugt undan fæti í efnahags-
málum íslendinga. Bíkisskuldir
hlóðust upp, lánstraust þjóðar-
innar þvarr og atvinnutæki
gengu úr sér og atvinnuleysi varð.
Hvað skyldi nú hafa verið að-
al úrræði „umbótaaflanna" þegar
þannig var komið?
Þau snéru sér til SjálfstæS-
isflokksins og leituðu liðsinn-
is hans til þess að ráða nið-
urlögum erfiðleikanna. Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn ját-
uðu hreinskilnislega að stjórn
þeirra hefði gefizt upp. Raun-
ar höfðu AB-menn forðað sér
af stjórnarskútunni nokkru áð
ur. Þannig höfðu ,umbótaöfl-
in“ siglt öllu í strand. Er
óþarfi að rekja feril þeirra
nánar. íslendingar muna hann,
Það er óhætt að fullyrða að
fáir óski eftir því að lifa aft-
ur það ástand, sem hér ríkti
í þann mund, sem stjórn
þeirra hröklaðist frá.
■< En hversvegna flýðu þessir
flokkar á náðir Sjálfstæðismanna
þegar allt var komið í óefni hjá
þeim, ef það var skoðun þeirra
að Sjálfstæðisflokkurinn hugsaði
ekki um neitt nema „hagsmuni
hinna ríku“?
i Það var vegna þess að þeir
lögðu ekki trúnað á sinn eigin
áróður. Þeir vissu að Sjálfstæðis-
flokkurinn var skipaður fólki úr
öllum stéttum þjóðfélagsins og
miðaði baráttu sína við alþjóðar-
heill. Þeir sáu einnig að án hans
var í raun og veru ekki hægt að
stjórna landínu. Hann var hið
sameinandi afl, sem ekki var til
lengdar hægt að sniðganga.
i Þetta var ástæða þess að þessir
tveir flokkar báðu ' Sjálfstóeðis-
flokkinn ásjár og mynduðu síð-
an með honum ríkisstjórn.
1 Síðan þetta gerðíst árið 1939
má heita, að Sjálfstæðismenn hafi
óslitið átt þátt í ríkisstjórn, þeg-
ar undan er skilið tímabilið er
utanþingsstjórnin sat að völdum.
Á því tfmabili hafa- stórstigári
framfarir orðið hér á landi en
nokkru sinni fyrr í sögu þess.
Þær hafa orðið á öllum sviðum
þjóðlífsins, atvinnumálum, fé-
lagsmálum, menningarmálum,
sámgöngumálum o. s. frv. Um
flest stærstu átökin nafa Sjálf-
stæðismenn verið í fararbroddij
Margar raunhæfuátu umbæturn-
ar hafa verið framkvæmdar und-
ir’-forystu þeirra.
Þegar þessar staðreyndir eru
athugaðar róléga og æsirfgaíaúst,
sætir það ekki lítilli furðu, að
Framsókn og AB-rr.enn skuli
telja sér hagkvæmt, að kyrja í
sífellu sönginn um hina einu
sönnu „umbótastefnu" áranna
fyrir síðustu heimsstyrjöld og
andstöðu Sjálfstæðismanna við
framfarir í landinu og bætt lífs-
kjör fólksins.
Um nauðsyn þess að „umbóta-
öflin“ taki á ný höndum saman
er óþarfi að fjölyrða. Alþjóð veit
að Framsókn og Alþýðuflokkur-
inn geta ekki komið sér saman
um raunhæfa afstöðu til nokkurs
vandamáls, sem íslenzka þjóðin
hefur þurft að leysa á undanförn
um árum. Bollaleggingar þessara
flokka um hina sameiginlegu
„umbótastefnu“ sína er þess-
vegna eitthvert það innantómasta
glamur, sem sést hefUr á prenti
um langan aldur.
Sjálfstæðismenn gera sér
það fullljóst, að þótt þeir hafi
orðið að eiga samvinnu við
þessa flokka undanfarin ár er
óhugsandi að heilbrigt stjórn-
málaástand skapist í þessu
landi meðan hrossakaupa-
stefna samsteypustjórnanna
ræður lögum og lofum. En
þjóðin sjálf hefur skapað
þessa stefnu. Hún hefur ekki
veitt neinum einstökum stjórn
málaflokki meirihluta á Al-
þingi til þess að framkvæma
stefnu sína. Þessvegna hefur
Sjálfstæðisflokkurinn obðið að
framkvæma stefnu sína. Þess-
vegna hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn orðið að taka þátt í
samstjómum með öðrum
flokkum. Eina Ieiðin til þess
að hreinsa andrúmsloftið í
stjórnmálum okkar er að
veita Sjálfstæðisflokknum
hreinan meirihluta á Alþingi.
Þá fyrst getur hin þjóðholla
stefnu sína.
Aðstaðan
til þjóðlungunnar.
FYRIR skömmu var hér í blaðinu
vakin athygli á ummælum eins af
æðstu prestum kommúnista um
íslenzka tungu. Þórbergur Þórð-
arson lýsti því yfir að hann hefði
„aldrei elskað móðurmál" sitt og
„aldrei borið fyrir því neina virð-
ingu“ fremur en öðrum mállýzk-
um, sem nefnast þjóðtungur“.
Að því hafa verið leidd rök, að
sá íslendingur, sem ekki ann og
virðir íslenzka tungu geti trauðla
unnað sjálfstæði landsins og fólks
ins.
Kommúnistar telja Þórberg
Þórðarson einn helzta menningar
frömuð sinn og leiðtoga í andleg-
um efnum. Ástæða er því til þess
að beina þeirri fyrirspurn til
þeirra, hver afstaða þeirra sé til
fyrrgreindra ummæla hans.
Það skiptir að vísu ekki ýkja
miklu máli, hvernig kommúnistar
svara þessari fyrirspurn. Þeir
hafa fyrr á árum lýst því yfir, að
þeir telji það þjónkun við auð-
vald og yfirstétt að sýna þjóðfána
og þjóðsöng íslendinga virðingu.
Ummæli Þórbergs eru í full-
komnu samræmi við þær yfirlýs-
ingar.
En það er æskilget að vita,
hvort t. d. „Þjóðviljinn" treystir
sér til þess að vitna eins hrein-
skilnislega um það, sem inni fyr-
ir býr hjá leiðtogum flokks hans
gagnvart þjóðtungunni og Þór-
bergur hefur gert. Þess vegna er
þess vænzt að hann svari ofan-
greindri fyrirspurn.
RUSSNESKI leikarinn W.
Djury, sem nú dvelzt land-
flótta í Bandaríkjunum, lýsir
með þessum orðum öryggis-
ráðstöfunum þeim, sem gerð-
ar eru þegar Stalín einræðis-
herra fer í leikhús.
FLÓKNAR ÖRYGGIS-
REGLUR
f Hinn elskaði faðir rússnesku
þjóðarinnar, Jósep Stalín, kem-
ur sjaldan fyrir almennings sjón-
ir. Þá sjaldan hann bregður út
af þeirri venju er beitt mjög
ströngum og flóknum öryggis-
reglum.
í hvíldarbænum Sotji í Kák-
asíu, þar sem Stalín eyðir sum-
arleyfum sínum, er mjög íburð-
I armikið leikhús, þar sem leikar-
ar frá öllum stærstu borgum
j Rússlands halda sýningar öðru
hverju. í leikhúsi þessu er sér-
1 stök stúka ætluð Stalín og fylgd-
j arliði hans. Öll er hún klædd
skotheldum málmþynnum og
þannig fyrir komið, að aðrir á-
horíendur geta með engu móti
séð stórmennið þar sem það sit-
ur og fylgist með leiksýningum.
Stúkunnar er gætt allan sólar-
hringinn af leynilögreglumönn-
um MVD með alvæpni.
BANNAÐ AÐ GJÓTA AUG-
U.NUM TIL STALINS
Nokkrum árum fyrir stríð átti
leikflokkur minn að halda sýn-
ingu í Sotji. Að loknum æfing-
um var allt leikfólkið kallað
saman til sérstaks fundar, þar
sem tilkynnt var, að okkur hlotn-
aðist sá einstæði heiður, að hóp-
ur fyrirmanna úr stjórn Rúss-
lands með Stalín einvalda í
broddi fylkingar yrði viðstaddur
kvöldsýninguna. Okkur var
stranglega bannað að gjóta aug-
unum til stúkunnar eða gefa
áhorfendum á nokkurn annan
hátt til kynna með framkomu
okkar á leiksviðinu að hátignin
væri viðstödd.
SNUÐRARAR Á FERLI
Þetta kvöld var fjöldi ókenni-
legra náunga á ferli að tjalda-
baki, skuggaleg og meinlætaleg
ungmenni, sem grófu hendurnar
djúpt í vösum sínum. Þeir skip-
uðu sér við allar dyr inn á leik-
sviðið og höfðu vakandi auga á
leikurum og öðrum starfsmönn-
um leikhússins. Allar óþarfa
ferðir að baki leiktjalda voru
bannaðar og leikurum skipað að
halda sig í búningsklefum sín-
PRESTSSONURINN
ÓTRYGGUR
Það væri synd að segja að
þessi heimsókn hafi verið okkur
kærkomin. Leikfólkið var nánast
óttaslegið, það var þessi ótti,
sem íbúar Sovétríkjanna eru
farnir að líta á sem sjálfsagðan
kross. Tortryggnislegt augnaráð
gráklæddu mannanna jók á ó-
styrkleik okkar og ekki bætti
það úr skák, þegar einum leik-
aranum v.ar bannað að fara með
hlutverk í leiknum, sökum þess
að hann var prestssonur og því
talinn ótryggur. Hann hélt að
vonum að fyrir sér lægi nú vart
annað en lífstíðarábúð í Solovki
þrælabúðunum.
HIRÐIN BIRTIST
Þegar tjaldið var dregið frá
var Stalín-stúkan ennþá auð en
að stuttri stund liðinni opnaðist
hurðin og inn gengu Molotov,
Dimitrov (þáverandi leiðtogi
Komintern) og Stalín. í fylgd
með þeim vofu nokkrar konur.
Sjálfur Stalín tók sér sæti aft-
ast í stúkunni rétt eins. og hann
vildi hafa skjóí af þeim Molotov
og Dimitrov. Stúkuna hínútri
megin í salnum andspænis höfð-
ingjunum skipuðu einkennisbún-
ir lögreglumenn.
Leikuruín sfsgnglega bannað að
gféta sngoiiosn tiS bs ynvaa'ðras*
stúku cinvaldans
Við hvað er þessi elskaði einvaldi hræddur?
MEÐAL HLJÓMSVEITAR-
MANNA
Á fremstu bekkjunum næst
leiksviðinu sátu menn úr rúss-
neska hernum, flestir hershöfð-
ingjar, en að baki þeirra voru
grámenn með hendur í vösum,
augsýnilega við öllu búnir, Jafn-
vel meðal hljómsveitarmanna
höfðu leynilögreglumenn dreiít
sér og fylgdust með hverri hreyf
ingu þeirra fólskir á svip.
Eitt söngatriði leiksins átti að
fara fram utan leiksviðsins. Þeg-
ar söngvarinn birtist, spratt upp
úr sæti sínu einn lögreglumað-
urinn og skipaði honum að hafa
sig á brott. Til þess að takast
mætti að ljúka atriðinu varð
hljómsveitarstjórinn að skerast í
leikinn og tókst honum að sann-
færa viðkomandi um að allt
væri með felldu.
i
BANNAÐ Aí) GÆGJAST
Að lokinni sýningu var áhorf-
endum skipað að halda kyrru
íyrir unz leiðtogarnir væru
örugglega á brott. úr húsinu, um
sérstakar þar til ge.rðar dyr,
sem vissu beint út að götunni.
Milli dyra og bifreiða stóðu
MVD-menn í þéttskipuðum röð-
Frh. á bls. 12.
ind' akiifor:
U» OAGLEGA i.IfHMU
Löng og dyggileg þjónusta
FÓTVISS og traustuiy hefur
hann troðið götur og öræfa-
slóðir Islands í þúsund ár. Ótrauð-
ur hefur hann lagt út í ófæruna,
þegar um lífið var að tefla. Létt-
stígur hefur hann tölt undir hús-
bónda sínum á góðum degi og
mörg þung spor hefur hann átt
úr hlaði.
'-jSHiíMWi,- ■
... Óaðskiljanlegir félagar
Nú er hann horfinn, íslenzki
hesturinn úr lífsbaráttu þjóðar-
innar. Nú er hann venjulega auka
atriðið eða horrirekan, sem hef-
ur þokað. En minningin um hann
fyrnist aldrei, til þess er þáttur
hans of tvinnaður þjóðsögunuih,
skáldskapnum og æviþræði þús-
undanna.
Óaðskiljanlegir félagar
MAÐURINN var bjargarvana
hestlaus eins og hesturinn
vann sigra sína í samvinnu við
íslendinginn. Þannig fylgdust
þeir að gegnum súrt og sætt,
fyrst og fremst af einskærri nauð-
syn. í hugum okkar er glæsilegur
fákur óaðskiljanlfga knýttur eig-
anda sínum og alla jafna þykir
okkur Islendingurinn kempuleg-
astur á hestbaki. Keikur situr
hann í söðlinum og fastur fyrir,
meðan hann teygir hestinn á kost-
unum, stæltan, fjaðurmagnaðan
og iðandi.
Hver á að sitja hestinn?
EINHVERN veginn svona á
hann að verða minnisvai'ðjnn,
sem við reisum hes.tinum okkar,
Við höfum ekkert að gera við
lausbeizlaðan hést á fótstal’i. -
Mann verður hann að hafa að
förunaut. Samræmur vilji þeirra
og gleði og hreyfing á að meitl-
1 ast í stein. Á þann hátt einan
verður minnisvarðinn um hestinn
fullkominn.
Það sæmir, að knapinn sé höfð-
inglegur og það er viðeigandi, að
virðing fylgi nafni hans. Enginn
á fremur erindi í söðulinn en
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti
íslands.
i
Mannaat og hanaat
VELVAKANDI. Nú undanfarið
hefur ýmislegt verið ritað og
rætt um svo kallaða hnefaleika,
sem mér finnst raunar, að ættu
fremur að heita manna-at, eðli
málsins samkvæmt.
Segja má, að jafnt sé nokkuð á
komið með hönunum í hana-ati
og mönnum í hnefaleik. Hanarn-
ir bíta og rífa, krafsa og klóra og
berja, unz yfir lýkur og annar
hvor hnígur í valirih. Mennirnir
kjaftshöggva hvor annan oft og
tíðum hálf blindir af glóðaraug-
um.
Þessum kjaftshöggum er haldið
linnulaust áfram þar til annar
hvor íþróttamannanna liggur ó-
vígur.
Mörgum er ofvaxið að skilja
þær hvatir, sem nauðsyníegar eru
til að iðka þennan leik og horfa
á hann sér til ánægju. Bróður-
þelið þarf ekki að minnast á, því
að pústararnir tala sínu máli.
Grámann".
Vantar bautastein
HEILL og sæll, Velvakandi.
Það kom mér sannarlega á
óvart, þetta, sern sagt var um
leiði Sveinbjarnar Sveinbjarnar-
sonar. Ég hélt satt að segja ekki,
að svona lagað gæti átt sér stað.
Nú á tímum félagsskapar og fram
kvæmda, þegar keppzt er við að
varðveita alla skapaða hluti að
minnsta kosti í orði kveðnu, mun
ar .minnstu að. leiði þess manns-
ins, sem samdi laRið við þjóðsöng
ipn okkar. sé troðið í svgðið.
Vonandi líðUr ekki á löngu áð-
ur en lagað verður kringum leið-
ið og tónskáldinu reistur bauta-
steinn. Minna má það ekki vera.
K. R.“