Morgunblaðið - 23.03.1952, Side 11
Sunnudagur 23. marz.1952
MORGUPiRLAfílÐ
'11
Sextugu: Helgi Erlendsson bóndi
ú HEíðeirenda í Fljótshlíð
SEXTUGUR er nýlega orðinn
Síelgi Erlendsson á Hlíðarenda.
Hann er fæddur hinn 7. jan. 1892
á Hlíðarenda og hefir átt þar
Bieimili alla tíð. Virðist svo sem
Hlíðarendi, hinn fornfrægi stað-
ar, eigi seiðmagn yfir hugum
fieiri ábúenda sinna en Gunnars,
(Sem heldur vildi bíða þar aðsókn
ffjenda sinna en hverfa þaðan um |
fáein ár.
Foreldrar Helga voru þau hjón-
ín Erlendur Erlendsson og Mar-
grét Guðmundsdóttir, hin kunnu
gnerkishjón, sem einnig bjuggu
ailan sinn búskap á Hlíðarenda.
Einnig hafði afi hans búið þar
ffiæst á undan. Erlendur Árnason
Er því ljóst að það eru einnig
fflrðin aiisterk ættarbönd, sem
Ibinda Helga bújörð sinni og ætt-
iaróðali. Oftar en einu sinni mun
S>á einnig hafa verið eftír því leit-
®ð, bæði af innlendum og erlend-
Bra, að fá eignarhald á hinum
£ræga sögustað, og ekki óglæsilega
Sioðið alltaf, en ennþá hefur annað (
fflrkað þar meiru á eigandann og
ábúandann en f jármunir og gylli-1
Iboð. Enda er Helgi bóndi maður j
cþéttur á velli og þéttur í lund“ j
og lætur hvorki ginnast af góð-'
tam boðum né bugast við nokkra
©rðugleika, þegar nm staðfestu
hans og éðal er að ræða. 1
Um tírna leit sannarlega ekki
vel út með framtíð Hlíðarenda
sem bújarðar, slíkt afhroð, sem
hann galt af völdum Þverár.
Máske eru aðeins fáar jarðir í
Fljótshlíð, sem harðar urðu úti í
þeim áföllum. Því sagði Bjarni
Thorarensen skáld, í byrjun þessa
landbrots, í bréfi til föður síns:
„Bágt er að heyra
ef brýtur meira
bannsett á
og gerir eyri
gras þar lá“.
Og þetta var þó aðeins í byr jun
þess mikla landbrots, sem á eftir
kom. En það hefir verið svo um
Helga, eins og raunar um fleiri,
sem þar áttu um sárast að binda,
að það var eins og átthagatryggð-
in og ástin til óðals síns hafi vax-
ið því meira, sem að því var sorf-
ið. Þess vegna hafa hvorki ógn-
anir Þverár né tylliboð manna
megnað að freista hans til upp-
gjafar né afhendingar óðals síns,
og lýsir það þegar að nokkru hver
maðurinn er.
Helgi er þá einnig tryggur mað-
ur og vinfastur og öruggur til
allra átaka í fangbrögðum hinna
margvíslegu viðfangsefna, sem líf-
ið færir í fang. Hann var á yngri
árum, og raunar lengi frameftir,
talinn afburða glímumaður, knár
S
-etr,
ö5(?r>e ScV>^U
Útgerðarmenn!
Reynslan hefur sýnt, að einkunnarorð hinnar
þýzku netaverksmiðju Mechanische Netzfabrik &
Weberei A. G., Itzehoe, „Gæði um fram allt“
— hafa staðizt.
KRISTJÁN G. GÍSLASON & CO. II.F.
komið og seljið merki HVÍTABANDSINS í dag.
Sölulaun. Afhent á Vesturgötu 10 og Laugaveg 61
Sími 1609 — og fleiri stöðum eftir upplýsingum þar.
SI17P
Óska eftir
tveggja — þriggja lierbergja íbúð.
nú þegar eða 14. ma. — Góð umgengni.
Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. — Tílboð
merkt: „B 25“.-— sendist Morgbl. fyrir 25. þ. m.
mmm k mstiii:
LIMBA-KROSSVIÐUR, ódýr og séríega vandaður.
Stærð 206 x 81 cm. Þykkt 4^ mm.
GIPSONIT-ÞILPLÖTUR, eldtraustar, breyta sér ekki
við hitabreytingar eða raka. — Pappa-
klæddar á báðum hliðum. — Hljóð-
®g hitaeinangrandi.
Einhverjar ódýrustu og traustustu þil-
plötur, sem hægt er að fá.
Stærð 120 x 270 cm. Þykkt 3/8“.
Sýnishorn og aðrar upplýsingar fyrir hendi.
PÁLL ÞORGEIRSSON
Laugaveg 22. Sími: 6412.
og fylginn sér, svo að ekki þýddi
mörgum eftir að leita að eiga fang
brögð við hann. Og þannig hef-
ir liann einnig jafnan reynst við
hin margvíslegu viðfangsefni.
Þótt ýmislegt hafi að honum sótt,
hefir honum ennþá hvergi verið
á kné komið, og jafnan sótt fram
þótt andbyri væri um stund.
Þá er Helgi einnig afbragðs
söngmaður, eins og þeir bræður
fleiri. Hefir hann jafnan sungið
í kirkju sinni' og sjaldan látið sig
vanta við messugjörðir ,er þær
hafa farið þar fram. Einnig hef-
ir hann verið þar meðhjálpari síð-
an faðir hans varð að láta af því
sökum elli og hrörleika. Ekki þarf
að lýsa því, að vel fer honum það .
verk úr hendi, eins og annað, sem
hann tekst á hendur. Þeir, sem
kirkjustörfum eiga að gegna munu
skilja það bezt, hvers virði það er
að eiga slíkan annexíubónda, og
sem er þá svo gestrisinn og góður
heim að sækja um leið, að fáir
jafnast þar við. Þótt ekki hafi
skoðanir okkar í öilum hlutum
ætíð fallið saman, hefir þess aldrei
gætt í þjónustu við kirkjuna og
á ég honum þar vissulega skuld að
gjalda sem og í ýmsu fleiru.
Flelgi er afburða ferða- og
vatnamaður, enda hafa margir
kosið hann sér til fylgdar á erfið-
um og hættusömum leiðum. Áður
en brýrnar komu yfir stórvötnin
hér í Rangárhéraði fylgdi hann
oft, og næstum daglega, heilum
hópum fólks yfir vötnin og hlekkt-
ist aldrei á. Munu þeir, sem til
slíks þekkja eitthvað, að fylgja ■■
hópum af konum, körlum og jafn- ■
vel börnum, sem með öllu eru ó- :
vön vötnum, skilja það bezt hve ■
þar er vel og farsællega á haldið, :
því að oft voru vötn þessi engin ■
lömb að leika við, þegar þau voru :
í foráttu vexti og oftast varð að ■
velja ný vöð hverju sinni, vegna :
hinna sífeldu breytinga, sem eru ■
á þessum miklu jökulvötnum. Ég :
átti um nokkurt skeið iðulega yfir ■
vötn þessi að fara og naut þá I
ekki ósjaldan fylgdar hans. Og ■
það verð ég þá líka að segja, að :
þótt ég hafi þekkt hér í héraði ;
og einnig í Skaftafellssýslu marga :
ágæta vatnamenn, myndi ég eng- ■
an frekar hafa kosið mér til fylgd- “ ‘
ar þegar tvísýnast og áhættusam-
ast var yfir að fara. Enda á ég ..
honum tvimælalaust líf að launa ;
úr einni slíkri för. Hann var bæði ■
djarfur og áræðinn en þó gætinn :
um leið, og með afbrigðum glögg- ■
ur á vöð og hvað fært og ófært :
var. ■
Nú þarf, sem betur fer, enginn :
að glíma lengur við þessi hættu- ■
legu stórvötn til yfirferðar, því :
að nú eru brýr komnar á þau ■
öll. En engan veginn er það óvið- ;
eigandi, að þeirra sé að einhverju ■
getið, sem þar skiluðu flestum :
heilum yfir áður, og þar hygg ég ■
það ekki orka tvímælis, að eng- ■
inn standi Heiga á Hlíðarenda
framar.
En hvað sem segja má um af- ■■
rek og dugnað Helga á ýmsum ;
sviðum, þá teljum við vinir hans ■
þó mest um vert drengskap hans ;
og hollustu og þá vináttu, sem ■
reynst hefir okkur traust og ein- ;
læg í öllum skiftum.
Þótt Helgi sé nú sextugur að ;
árum til þá er hann ennþá ern ■
hraustur sem ungur væri, og ó- ;
bugaður til allra átaka. Og þess ■
óskum við honum, á þessum tíma- ;
mótum, að það megi ennþá hald-
ast um fjölda ókominna ára.
Lifðu heill sextugi vinur. Beztu
þakkir fyrir alla vináttu, hjálp- "■
semi og kynningu liðinna ára. ;
Megi fararheill og föðurhald- ■
leiðsla veitast þér um ókomin ár. ;
Svb. H. ■
Bandaríkjamenn unnu
STOKKHÓLMI — Olympíulið
Bandaríkjanna í íshokkí sigraði
fyrir skömmu landslið Svia með
6 mörkum gegn 5. 10 þús. manns
sáu keppnina.
VESTFIRÐINGAFELAGIÐ
verður í Þjóðleikliússkjallaranum laugardaginn 29.
marz og hefst klukkan 8,30 e. h.
Skemmtiatriði: Ræða: Formaður félagsins, Guð-
laugur Rosenkrans, þjóðleikhússtjóri.
Ný kvikmynd frá Vestfjörðum.
Einsöngur: Ketlll Jensson.
D a n s .
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Vélasölunnar, Hafn-
arhúsinu og við innganginn.
STJÓRNIN
SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR
SKE
TIFUfeDUBS
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 25. marz
klukkan 8,30 síðdegis.
Valtýr Stefánsson, ritstjóri, flytur ræðu.
Sturla Friðriksson mag., segir frá Eldlandsför og
sýnir litmyndir.
Gunnar R. Ólafsson sýnir kvikmynd frá starfinu
í Heiðrnörk s. 1. vor.
Dans.
Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson-
ar og í Bókabúð Lárusar Blöndal.
V.K.F. Framsókn
heldur spila- og skemmtifund þriðjudaginn 25. þ. :
m. kl. 8 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: j
1. Félagsvist. Frú Sigríður Hannesdóttir stjórnar. ■
2. Kaffidrykkja. ;
3. Verðlaun veitt. Z
4. ? ? ? ■
Konur! Fjölmennið og takið með ykkur gesti og hafið ■
spil með. — Tilkynnið þátttöku í síma 2931 kl. 4-6 e.h. ;
NEFNDIN :
■
Húsnæói fyrir vinnosfofu i
■
ÓSKAST TIL KAUPS STRAX. ’
■
■
Mikil útborgun kemur til greina. Z
■
Tilboð sendist afgr. Morgunbl. fyrir 1. apríl :
merkt: HÚS —399. j
■Reynið viðskiptin
Fljót og góð áfgreiðslá.
■ ■<
3
Þ 0 R
Sími: 81148.