Morgunblaðið - 13.05.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.1952, Qupperneq 8
8 UORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 13. maí 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. AÐALFORSTJÓRI Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, FAO, kom fyrir skömmu hingað til lands í stutta heimsókn. Er koma hans hingað liður í starfi stofnunarinnar að öflun upplýsinga um matvæla- framleiðslu í heiminum. En höf- uðhlutverk hennar er eins og kunnugt er að auka framleiðslu þsssara vara og stuðla með því að útrýmingu skorts og fátæktar. í FAO eru 68 ríki. Meðan mest þátttaka var í samtökunum voru þátttökuríkin 72. En ieppríki kommúnista í Austur-Evrópu sögðu sig úr þeim. Kommúnistar treystu sér ekki einu sínni til þess að taka þátt í samstarfi lýð- ræðisþjóðanna um baráttu gegn hungri og hallæri. Samkvæmt upplýsingum aðal- forstjóra FAO hefur matvæla- framleiðslan í heiminum aukist um 9% á árunum 1946—1950. En á þeim sama tíma hefur fólkinu fjölgað um 12%. Það er einnig vitað, að framleiðsluaukningin hefur orðið langmest hjá þeim þjóðum, sem áður voru bezt á vegi staddar i þessum efnum en minnst þar, sem neyðin var stærst. Alvarlegast er ástandið í Asíu, þar sem tveir þriðju hlutar alls mannkynsins búa. Þar herjar hungursneyð svo að segja árlega. Fyrir hefur komið að milljónir manna í þessum þéttbýlu heims- hlutum hafa dáið úr hungri á skömmum tíma. Það er geysilegt verkefni að koma í veg fyrir að slíkir ógnaratburðir geti hent. Til þess þarf mikil átök að kenna þessum frumstæðu þjóðum að .hagnýta sér tækni hins nýja tíma til þess að auka fram- leiðslu sína og bægja hungur- vofunni frá dyrum sínum. En FAO hefur tekið þetta starf að sér og vinnur að því af mikl- um þrótti. Aðalbækistöðvar samtakanna eru nú í Róma- borg en auk þess hafa þau úti- bú í Afríku og Asíu. Fyrir okkur íslendinga hefur þátttakan í FAO mikið gildi. Ekki vegna þess að okkur skorti sjálía matvæli til framfæris.. okkar heldur vegna hins, að aðal út- flutningsframleiðsla okkar eru matvæli. Við þurfum sð :'ull- komna framleiðsluhætti okkar og gera þá fjölbreyttari. Við burf- um að íá sem hagstæðasta mark- aði fvrir afurðir okkar. Þátttaka okkar í FAO er því mjög þýðingarmikil. S. 1. vetur fluttu Sjálfstæðis- menn á Alþingi tillögu um að leita aðstoðar sérfræðinga FAO í baráttu íslenzks landbúnaðar við sauðfjárpestirnar, sem herjað hafa þennan atvinnuveg í tæp- lega tvo áratugi og bakað hon- Um gífurlegt tjón. Var þeirri uppástungu þegar vel tekið. Nú hefur landbúnaðarráðherra leit- að til stofnunarinnar um slíka ‘aðstoð og hefur hún heitið því, að senda hingað sérfræðinga á þessu sviði. i Um árangur af slíkri aðstoð verður að sjálfsögðu ekkert full- yrt fyrirfram. En ekkert var éðlilegra en að íslendingar freist Uðu þess að fá hana. Það vill oft verða þannig, að priest ber á því starfi alþjóða samtaka, sem snýst um sjálf stjórnmálin, deilur stórvelda á t þingum og ráðstefnum. Af því * starfi fara oft minni fregnir, sem unnið er af vísindamönnum í kyrrþey eða af leiðtogum mann- úðarstofnana og samtaka. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér fyrir fjölþættu mannúðarstarfi. Af því hefur þcgar orðið mikill árangur á ýmsum sviðum. Ef þessum víðtækustu alþjóðasamtökum sögunnar tekst að halda við friði í heiminum má óhikað vænta þess, að þau eigi eftir að lyfta Grettistökum á sviði heilbrigiðsmála, atvinnumála og almennra menningarmála. Von mannkynsins um frið og farsæld byggist í dag fyrst og fremst á því, að þessi sam- tök fái eflst og orðið voldug máttarstoð nýs og beíri heims. Árás á sjálf- ræði Alþingis. DÓMUR hæstaréttar í máli grjót kastsliðs kommúnista er nú fall- inn. Eins og vænta mátti er nið- urstaða hans sú, að atferli of- beldisseggjanna beri að teljast árás á sjálfræði Alþingis. Að vissu leyti hefur hæstiréttur því litið strangari augum á það en héraðsdómarinn. Kemur það m.a. fram í því að nokkrir dómanna eru þyngdir mjög verulega. Nið- urstaðan hefur annars orðið sú, að 9 hinna áfrýjuðu dóma eru staðfestir, 7 eru þyngdir og 8 eru lækkaðir. Af þeim fjórum mönnum, sem sýknaðir voru með dómi undir- réttarins eru þrír sýknaðir í hæstarétti. Hinsvegar er einn maður, sem ekki var sýknaður í undirrétti, sýknaður í hæstaréíti. Þá eru 9 dómar gerðir skilorð- bundnir. Eru bað dómar þeirra, sem eru 21 árs og yngri. Fra því er þó gerð undantekníng. Athyglisvért er að 8 hinna dæmdu eru sviutir kosningarétti og kjörgengi. Þann dóm hlutu aðeins fjórir í undirrétti. Allir dómarnir nema 3 eru byggðir á 100. gr. hegningar- laganna, sem fjallar um árás og sjálfræði Alþingis. Því er þessvegna slegið föstu með þessum dómi hæstarétt- ar. að kommúnistar beindu of- beldi sínu að löggjafarsamkom unni. Þeir ætluðu sér að láta grjótið greiða atkvæði. „Þjóðviljinn" hefur lýst því greinilega undanfarið, hversu rækilega lagaákvæðum hefur ver ið fylgt um að sakborningarnir, árásarmennirnir, sem nú hafa verið dæmdir, fengju vörn "yrir hæstarétti. Þeir geta bví engum talið trú um að þeir dómar, sem nú hafa verið upp kveðnir séu ekki byggðir á fyllstu rökum og réttlæti. Þessum málarekstri vegna ofbeldisaðgerða kommúnista hinn 30. marz 1949 er nú lok- ið. Ofbeldisseggirnir hafa fengið sinn dóm. Allur almenn ingur hefur fengið staðfest- ingu á því, hverskonar afbrot það voru, sem framin voru þennan dag. En allt mun þetta liggja Ijósar fyrir þegar for- sendur hæstaréttardómsins hafa verið birtar. Oýrmætasta viðartegund nútímans Sveigjanlegri en gúmmí, létt ari en kork, mýkri en smjör SJÁLFSAGT vitið þér, les- andi góður, að það voru níu stofnar af balsaviði, scm fleyttu ofurhuganuni Thor Heyerdahl og fimm félögum hans 6500 km leið um við- sjálar öldur Kyrrahafs frá Callao í Perú til Suðurhafs-j eyja. Ef til vill hafið þér séð flugvélalíkön úr þessum sama viði á sveimi yfir Vatns mýrinni. Og sjálfsagt grunar yður, að balsaviður hafi víð- ar koniið við sögu en á Kyrraj hafi og í Vatnsmýrinni. En vitið þér, t/5 þcssi merkilegaj og nú eftirsótta viðartegund var nær óþekkt meðal hvítra manna Lþann mund, er fyrsta bifreiðin var flutt hingað til lands. Hver varð fyrstur hvítra manna til að koma auga á nýtsemi balsaviðar? Hvar vex balsatréð? Til hvers cr balsaviður nú eink- um notaður? — Um þessi atriði getið bér fræðst af eft-, irfarandi grein, sem rituð er. af Clapton R. Slawter. ‘ ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA Verkfræðingar við stóra spuna- verksmiðju í New York fengu eitt sinn verkefni til úrlausnar, sem í fyrstu reyndist mjög erfitt við- fangs. Verksmiðjan var til húsa á 23. hæð í skýjakljúf nokkrum, og titringurinn frá vélunum hrísl- aðist niður eftir stálgrind bygg- ingarinnar, svo að íbúum neðri hæðanna var tæpast við vært, enda gekk ekki á öðru en sífelldum klögumálum. Gúmmímottur og plötur úr allskyns viðartegundum voru lagðar undir vélarnar, en allt kom fyrir ekki. Þá hugkvæmdist einum veik- fræðinganna að nota balsavið, en það var sú eina viðartegund, sem ekki hafði verið reynd. í fyrstu voru . gerðar tilraunir í smáum stíl, en þær gáfu svo góða raun, að afráðið' var að leggja balsa- þynnur undir allar vélarnar. Var þar með bundinn endir á titringinn — og kíögumálin. UPPRUNI Balsatréð vex hvarvetna í hita- beltislöndunum. Börkur þess er gljáandi, blöðin stór og breið. Það getur náð 20-—25 metra hæð, og nemur gildleiki stofnsins þá 75— 90 sentimetrum. Balsaviður er Jéttasta viðartegund, sem nú þekk- ist. Hann er hálfu létari en kork. Einn teningsmeter vegur aðeins tæp 100 kíió. Séður í smásjá minnir balsa- viður mjög á vaxköku. Hann er byggður upp af örsmáum holrúm- um, og það eru þessi holrúm, sem valda því, að viðurinn er svo fram- úrskarandi* léttur og vel fallinn til einangrunar. Þegar balsatréð hefur náð -fimm ára aldri, taka veggir holrúmanna að þykkna, og við það þyngist viðurinn. Þess vegna þykja balsatré, sem eldti eru en fimm ára, lítt cftíisóknar- verð verznfnarvara. EIGINLEIKAR Sex metfa langur furubjálki, 25x25 cm. að gildleika, vegur um það bil 14Á kíló. Jafnstór bjálki af balsavið vegur aðeins 35 kíló, og í vatni getur hann borið íífalda þyngd sína. Hann þolir sveigju hálfu betur en venjulegt greni, og mjög auðvelt er að vinna hann, þar sem hann er bljúgur sem smjör. Hann er teygjanlegur eins og gúmmí, og með handafli einu saman er hægt að þrýsta honum svo saman, að rúmtak hans nemi aðeins helmingi þess, sem eðli- legt er. BALSATRÉÐ FINNST Balsatrjáa er fyrst getið í frá- sögnum hinna spænsku landkönn- uða. Þegar Franeisco Pizarro réðst inn í Perú árið 1526, sendi hann stýrimann sinn, Bartholomeo Ruiz að nafni, í leiðangur með fram stiöndinni til þess að aíla matfanga. Á leið sinni sá Ruiz sér til mikijlar undrunar afarstór- an Indíánafleka. Á miðjum flek- anum, sem búinn var þversegli, stóð kofi með stráþaki; sjálfur var flekinn gerður af afarstórum trjábolum, sem reirðir voru sam- an með vínviðartágum. Spánverj- arnir nefndu þennan hjákátlega fleka, svo og viðinn, scm hann var gerður af, bnlsa (en svo ncfnist timburfleki á spænsku), og hcfur það nafn haldizt síðan. Aldir liðu. Indíánar notuðu balsaviðinn eftir sem áður. Hins vegar virtust hvítir menn ekki hafa nein not fyrir hann. Svo var það árið 1911, að amerískur skip- stjóri, Lundin að nafni, lagði skipi sínu í lítilli vík í Mið-Ameríku. Þetta var utan við alfara siglinga- leið, og fæstir hinna innfæddu höfðu áður séð gufuskip eða hvíta rnenn. Dóttir Lundins var með í förinni, og þar sem hún varð fyrst allra hvítra kvenna til að sækja heim þann þjóðflokk, sem þarna réði ríkjum, var óðar efnt til „fiesta“ henni til heiðurs. Rétt áður en veizlan hófst, gekk höfð- ingi þjóðflokksins inn á veizlu- svæðið með stórt tré á bakinu! Það var balsatré, og hið fyrsta fellda tré sinnar tegundar, sem Lundin hafði séð. Lundin bar gott skyn á fjár- mál, og sá hann þegar, að auð- velt myndi að hagnast á þessari sérstæðu viðartegund, og áður en hann yfirgæfi landið hlóð hann skip sitt balsaviði. Á þennan hátt hélt balsatréð innreið sína í hinn siðmenntaða heim. Lundin skipstjóri stofnsetti fyr- irtæki, sem framleiddi björgunar- fleka og björgunarbelti úr þess- um undarlega viði, sem hann hafði fundið. í fyrstu var nokkrum erfið leikum bundið að selja framleiðsl- una, því að balsaviðurinn var dýr. Kostaði teningsmeterinn um það bil 1200 krónur. HEIMSSTYRJOLDIN FYRRI Nú slcall fyrri heimsstyrjöldin á, og var þá farið að nota ógrynni balsafleka, þótt dýrir væru. Hin yfirfullu liðsflutningaskip voru búin balsaflekum í stað björgun- arbáta. 3—40 manna björgunar- bátur tók jafn mikið rúm og hlaði af balsaflekum, sem gátu haldið 450 mönnum ofansjávar. Nauð- synjar, sem ekki máttu vökna, voru fluttar til vígstöðvanna í balsakössum. Sjálfir kassarnir vógu svo til ekki neitt, og þó að svo illa tækist til, að þeir féliu í sprengjugíg fullan af vatni, var Framn. a bls. 12- V’elvokandi skrifar: UR DAGLEGA LÍFINU Heppni eða hvað? T EIKFÉLAGIÐ er heppið eins og fyrri daginn — sagði kunningi minn við mig, er hann hafði séð sjónleikinn, sem félag- ið er nýfarið að sýna. — Þarna tekur það leikrit til meðferðar, sem fljótt á litið virðist ckki skipta okkur miklu efnislega norður héa', en hvað skeður? • — Maður tekur' varla blað sér í hönd eða opnar svo fyrir útvarp- ið, að ekki séu fréttir af kyn- þáttadeilum í Suður-Afríku eða ýfingum Englendinga við blökku- mannakónginn, sem tók sér hvíta konu. Sjónleikur Leikfé- lgasins, „Djúpt liggja rætur“, er I lifandi myndablað um þetta efni, ,svo að hver maður, sem vill setja | sig inn í þessi deilumál, sem efst | eru á baugi í heiminum, og kynn- jast vill hugsunarferli hvort- tveggja aðilans, þarf ekki annað en fara niður í Iðnó til að setja sér þetta ljóslifandi fyrir sjónir. Leikritavalið ÞETTA sagði kunningi minn, og ef til vill hafði hann rétt fvr- ir sér. Þó held ég, að val Leik- félagsins á þessu leikriti hafi ekki stjórnast af neinni heppni. Leikfélagið er í sjálfu sér gott ;Og áhrifaríkt og það velcur íví- mælalaust til umhugsunar um hlutverk leikhúss í lýðræðislcgu þjóðféalgi. Hin hvassa gagnrýni, sem hinir ungu bandarísku höf- undar beita í viðkvæmu deilu- máli, væri algjörlega óhugsanlcg í einræðisríki nema með 'remur sorglegum afleiðingum íyrir höf- undana — frelsisskerðingu ða jafnvel fjörtjóní. I heimalandi sínu hafa höfundar leiksins þvert á móti uppskorið • verðskuldaða frægð og auð fyrir leikrit sitt. Samstæðir leikendur HEPPNI Leikfélagsins, ef um er að ræða, liggur allt ann- ars staðar. Félagið hefur verið heppið með leikendur sína, sem hafa reynst í bezta máta sam- stæðir undir öruggri leiksUórn Gunnars Hansens, enda bótt saman fari þaulvanir leikarar eins og Brynjólfur .Tóhannesson og yngri áhugaménn og konur i listinni. Einnig hér ÞAÐ vandamál, sem þetta leik- rit fjallar um hefur allt í einu skotið hér upp höfðinu. — Fyrir nokkrum dögum hefur stærsta veitingahús hinnar ís- lenzku höfuðborgar gert það heyr um kunnugt að framvegis myndi það ekki veita lituðum mönnum aðgang að veitingasölum sínum. Er þessu aðgöngubanni fyrst og fremst beint að svertingjum. Einnig hér hefur kynþáttavanda- málið skotið upp höfðinu. Þessi ráðstöfun hlýtur að koma miög illa við okkur íslendinga. Hún á í raun og veru ekki neinar rætur í íslenzkum hugsunar- hætti. Eigendur veitingahússins hafa að sjálfsögðu sínar ástæður vil þessarar ráðstöfunar. — Væri mjög æskilegt að fá skýringu á henni opinberlega við íækifæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.