Morgunblaðið - 13.05.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1952, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIÐ Þriðjudagur 13. maí Í9’52 - Balsaviður Framh. af bls. 8 ongin hætta á, að innihaldið skemmdist. Balsaviður kom bandamönnum að g-óðum notum í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja. Kveikjur djúpsprengjanna voru mjög dýr- mætar, og lagði brezki fiotinn mikla áherzlu á að bjarga þeim, eftir að sprengjurnar höfðu sprungið. Fyrst í stað var notað kork, sem ætiað var að fleyta kveikjunni upp á yfirborðið, en það eyðiiagðist undantekningarlít- ið við sprenginguna. Kom síðar í ijós, að balsaviður var eina efnið, sem haldið gat kveikjunni á floti, unz hægt var að ná henni. MARGHÁTTUÐ NOT Þegar innflutningur baisaviðar fæiðist í aukana, lækkaði verðið, en það leiddi aftur til þess, að notkun lians varð alimeiri og víð- tækari. Með honum voru þiijuð innan hraðskeið skip og lysti- snekkjur; einnig var hann mjög notaður til einangrunar, og til að koma í veg fyrir titring frá þungum vélum. 1 kvikmyndaver- um og útvarpsstöðvum var hann notaður til að einangra hljóðhelda . klefa. Framleiðendur húsgagna og út- varpstækja nota blasavið til um- búða um framleiðsluvörur sínar. Yfirborð viðarins er slétt og silki- mjúkt og því engin hætta á, að gljáfægðir fletir iiúsgagna og út- varpstækja skemmist, enda þótt þau velkist til í umbúðunum. Bút- ar af balsaviði eru einnig notaðir sem höggdeyfarar, þegar búið er um nákvæm mælitælti. Viðurinn er mjúkur og sveigjanlegur eins og gúmmí, og kemur því í veg fyr- ir, að tækin verði fyrir hnjaski við flutninga. Þau gildu reipi, sem víða liggja í sjó fram á hættulegum bað- ströndum, eru oft og tiðum borin uppi af balsaflekum, og enn er balsaviður mikið notaður í björg- unarbelti. í Ameríku er viðurinn stundum notaður til einangrunar á ísvögnum. Hinum örsmáu hol- rúmum má líkja við margfaidan vegg, sem er hin prýðilegasta hita- einangrun. Þegar balsaviðurinn kemur til verksmiðjunnar til vinnslu, eru holrúmin full af allskyns skor- kvikindum, sem fyrr eða síðar myndu eyðileggja viðinn, væri þeim ekki útrýmt þegar. Verður því að þurrka tréð í sérstökum hitaofni, áður en frekari vinnsla hefst. Hefilspónum og sagi, semhiynd- ast við vinnsluna er vandlega haldið til haga. Er úrgangi þess- um troðið í stóra poka, og hann síðan sendur til sprengiefnaverk- smiðja, sem nota balsamylsnu við framleiðslu á dýnamiti. Er því ekki ofsögum af því sagt, að balsa viður komi að margháttuðum not- um á fleirum sviðum nútíma iðn- aðar. Skuldabréfasöfnun ti! hafnar- framkvæmda í Þorlákshöfn Safna þarf 2 millj. króna, Ávarp fil Árnesinga og Rangæinga. MEÐAL almennings i sveitum Árness- og Rangárvallasýslu, er nú hafin sala skuldabréfa til þess að standa undir framkvæmdum við hafnargerð í Þorlákshöfn. Það eru alþingismenn sýslnanna, sem beita sér fyrir þessu ásamt sýslumönnum og fleirum. Reykvíkingar hrepptu öll meistarastigin nema 2 ' Sundmeistaramótinu lauk s.l. sunnudag SUNDMEISTARAMÓTI íslands 1952 lauk í Hveragerði s. 1. sunnu- dng, en Héraðssambandið Skarphéðinn stóð fyrir rnótinu að þessu sinni. Árangur á mótinu var fremur lélegur og úrslit komu hvergi á óvænt. I gær var Sigurður Ó. Ólafs-1^ son, alþingismaður Árnessýslu,1 hér á ferð og átti Mbl. þá stutt samtal við hann um málið, en al-1 þingismaðurinn sagði að þeir sem forystuna hafa í máli þessu, hafi ákveðið að birta Árnesing-1 um og Rangæingum svohljóðandi ávarp: Árnes- og Rangárvallasýslur bjóða út um þessar mundir lán, * að upphæð kr. 2040000.00, í formi1 handhaíaskuldabréfa. Skulda-1 bréfin eru tryggð með ríkis- ábyrgð og bera 6% ársvexti. Lánsfé þetta á að nota til 60 m. Vertíðarfréttir framlengingar hafskipabryggj-j unnar í Þorlákshöfn, og er þetta einhver þýðingarmesti áfangi | hafnargerðarinnar. Að loknu | þessu verki verður hægt að af-| greiða öll innlend skip við, bryggjuná og auka útgerðina um helming, en eins og héraðsbúum er kunnugt, hefir Þorlákshöfn á síðustu árum staðfest af nýju stöðu sina sem einhver afla- drýgsti útgerðarstaður landsins, veitt af nýju mikla atvinnu og dregið úr kostnaði af vöruflutn- ingum til héraðsins og frá því. — Við undirritaðir leyfum okk- ur að skora á alla Árnesinga og Rangæinga að bregðast vel við lánsútboði þessu og kaupa skuldabréf sýslnanna eftir því sem ástæður hvers og eins leyfa. Páll Hallgrímsson sýslum. Björn Björnsson sýslum. Jörundur Brynjólfsson alþm. Helgi Jónasson alþm. Sig. Ó. Ólafsson alþm. Ingólfur Jónsson alþm. Egill Gr. Thorarensen kfstj. Magnús Kristjánsson kfstj. í Þorlákshöfn eru nú til taks við hafnargerðina tvö steinker, samtals 20 metra löng, en hin ófullkomnu hafnarskilyrði hafa dregið mjög úr því að bátar leiti þangað á vertíð, en í vetur hafa róið þaðan 6 bátar, sem eru með 500 tonna afla til jafnaðar eftir vertíðina, en bátar þessir verða að teljast litlir á mælikvarða ver- stöðva við Faxaflóa og á Suður- nesjum, sagði Sigurður Ólafsson alþingismaður. Ef skuldabréfasöfnunin gengur vel verður strax ráðizt í fram- kvæmdirnar við Þorlákshafnar- höfnina. ^ÚRSLITIN Á sunnudaginn urðu úrslit þessi: 100 m. flugsund Pétur Kristj- ánsson, Á 1:20.0. Magnús Thor- oddsen KR 1:25,8 mín. — 400 m. skriðsund karla Ari Guðmunds- *son 5:22.6 mín., 2. Helgi Sigurðs- ^son Æ 5:32.5 mín. — 100 m. skrið- sund kvenna: Helga Haralds- - íþrófflr - Utvarpið Framh. af bls. 4 hvað þetta gekk allt prýðilega. En við hlið þeirrar fögru borgar blikuðu tár. Heilagi vitringurinn Kristur, sá allt gáleysi fólksins og framtíð þess. Hann elskaði þessa óvita, hélt áfram að aðvara þá og umbera ilsku þeirra. Þess vegna tæmdi hann sinn beiska bikar og hrópaði til himins: „Fað- ir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir ,gjöra“. Þetta er ágrip stóru sögunnar — sem þú skalt taka fram yfir jazzplötur grammófónsins í út- varpinu, um páskana: Oft hef ég hugsað um eitt. Vill nokkur mað- ur hryggja Guð og menn, með vondu framferði, eða er það ógæfuhneigð vors dimma hnattar að misþyrma öllum kærleika? Krisíín Sigfúsdóttir, frá Syðri-Völlum Framh. af bls. 10 umræddum dómurum kaup sitt, en IR greiddi ferðakostnað. Væri betur að fyrir næsta mót yrði haldið dómaranámskeið, svo hægt yrði að halda íslandsmót með islenzkum dómurum. Og að lokum ein spurning til mótanefndar, er það satt að ÍKF hafi krafist þess af mótanefnd, (er hún vildi fá óhlutdræga dóm- ara héðan úr Reykjavík til að dæma úrslitaleikina) að minnsta kosti annar eða helzt báðir dóm- ararnir væru frá Keflavík, ef svo er, þá er slíkt óheimilt skv. lög- um ÍSÍ að setja skilyrði fyrir þátt töku í mótum. H. Drengjum gefinn kostur á að kynnasl sjósókn I RAÐI er að gefa nokkrum nem- endum Vinnuskóla Reykjavíkur- bæjar kost á að kynnast sjósókn. Hefir i því skyni verið tryggt skip til veiðiferða, og ef ætlunin að lagt verði í veiðiför 17. þ.m. 20 drengir verða teknir á skip- ið í einu í tvær vikur.. Drengirn- ir fá frítt fæði og hálfan hlut. Umsóknir verða að hafa borizt Ráðningastofu Reykjavíkurbæj- ar, Hafnarstræti 20, fyrir kvöldið. FISKIFELAG ISLANDS lét Mbl. í gærdag í té aflafréttir úr bess- um verstöðvum: Akranesi, Vest- mannaeyjum, Ólafsvík, Eyrar- bakka, Sandi, Stykkishólmi; Hafn arfirði, Stokkseyri og Grundar- ^ottlr, KR 1:22.5, Erna Þorarins dottir, Laugarvatni 1:2/.5 mín. — 100 m. baksund karla: Hörður Jóhannesson, Æ 1:22.5 mín., 2. Jón Helgason, IA 2:26.6 mín. 50 m. skriðsund telpna: 1. Bára Jó- hannsdóttir, IA 38,3 mín. 2. Auð ur Steinþórsdóttir, KR 43.1 mín. 100 m. baksund drengja: Örn Ingólfsson, IR 1:33.9 mín. 2. Sig. Friðfinnsson, Keflavik 1:36.7 mín. — 200 m. bringusund karla: Kristján Þórisson, Reykholti. 3:04.3 mín. 2. Helgi Haraldsson, IA 3:06.4 mín. — Helgi er ný- iiði og mjög efnilegur sundmað- ur. — 3x50 m. þrísund kvenna: A-sveit Reykjavíkúr. 4x200 m. skriðsund karla: A-sveit Reyk- víkinga. Eden harmar viðbrögð Tílós LUNDÚNUM 12. maí. — Eden, utanrikisráðherra hélt ræðu í neðri deildinni í dag og vék máli sínu að samningnum um hlut- deild ítala í stjórn Tríesthéraðs. Sagði ráðherrann að með samn- ingnum væru engar breytingar gerðar í grundvallaratriðum á ríkjandi skipan mála í Tríest. Hann færi á engan hátt í bág við ákvæði friðarsamninganna við ítali. Harmaði ráðherrann að Júgóslavar skyldu taka óvinveitta afstöðu til málsins og benti á að hagsmuna þeirra hefði jafnan verið gætt við undirbúning samn- ingsins í Lundúnum á dögunum. — Reuter-NTB brögðum i verstöðvunum frá miðjum aprílmánuði til loka þes.s mánaðar, Yfirlitið er svohljóð- andi: HORNAFJÖRÐUR Frá Hornafirði ganga 10 bát- ar, eru 6 þeirra með línu en 4 með net. Gæftir hafa verið frem- ur hagstæðar, en afli afar rýr. Hafa línubátar lítið stundað veið- ar vegna aflatregðu, hins vegar hefur verið reitingsafli í þorska- netin, en þó aðeins af og til. DJÚPIVOGUR Tveir bátar stunda róðra það- an, en hafa aflað mjög lítið sök um algjörrar ördeyðu. Einn bát- ur hefur stundað dragnótaveiðar og fengið sæmilegan afla. Smá- bátar hafa verið með þorskanet í Berufirðinum, en fiskað lítið. STÖÐVARFJÖRÐUR Þaðan ganga 1 linubálur og 1 netjabátur. Afli hefur verið afar tregur og lítið stundað af þeim ástæðum. Veðrátta hefur verið hagstæð. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Stærri bátar hafa sama og ekk- ert róið í mánuðinum vegna afla- tregðu. Smærri bátar 'nafa verið með net í firðinum, en aflað lítið. Tíðarfar hefur verið gotf. Tog- arinn Austfirðingur hefur tvisvar lagt upp afla sinn til vinnslu í mánuðinum. ESKIFJÖRÐUR Aflalaust hefur verið á heima- miðum, en lítilsháttar fiskazt í þorskanet í firðinum. Stærri bát- arnir Víðir og Hólmaborg stunda þorskanetjaveiðar við Suðurland. NORÐFJÖRÐUR Enginn afli hefur verið á heima miðunum og hafa togbátarnir leitað suður með landi, en afli þeirra hefur verið fremur rýr. Togararnir hafa landað heima til vinnslu. SEYÐISFJÖRÐUR Tveir bátar stunda þaðan tog- veiðar við Suðurland, en afla- laust er á heimamiðum. Hrogn- kelsaveiði er óvenju mikil í firð- inum og einmuna gott tíðarfar. Keppa sem ungling- ar fil tvífugsaldurs FRJÁLSÍÞRÖTTASAMRAND íslands hefur ákveðið að gera breytingu á aldu rstakmarki drengja í íþróttakeppnum í sam- ræmi við takmörk þau er í þess- um efnum gilda á hinum Norður- lÖndunum. Með þessum breyting- um vonast sambandið til þess að geta aukið á breiddina í íþrótta- keppnum og fengið fleiri til þess ’ að vera með. Eftir breytinguna er skipunin þessi: 12—14 ára nefnast svein- ar, 15—17 ára nefnast drengir og 18—20 ára nefnast unglingar. Unglingar munu nota áhöld full- orðinna, drengir munu nota sömu áhöld og drengir hafa notað fram til þessa, en sveinar munu nota áhöld kvenna. Meistaramót unglinga Verður haldið hér í Reykjavík 15.—16. júlí og sér FIRR um mótið. Meist- aramóti drengja er hinsvegar ó- ráðstafað. Launmorð í Malaja KÚALA LÚMPÚR 12. maí. — Bústjóri á plantekru einni í Maiaja var í dag skotinn til bana úr launsátri, er hann var í könnunarleiðangri um landar- eignina. í átökum við kommún- iska iilþýðismenn um helgina voru nokkrir þeirra felldir, m. a. eitt kínverkst morðkvendi. imilHUIIHUIIII UIHHHIHIHHUmi UHIUHHnilUIUUUHHJMMUHIIIIflUIIIIHIIflinmilHIHHUIinUHItlMlff Markús: ák Eftir Ea Doc!4. nillHIIIHIIHI IIIIIIHIUIIIIHIIIIHIIIHIIUIIIHHIIIHUUIilllll UEZT AÐ AVCLÍSA t MORGUKBLAÐIMj i ’ lA v-“j kiúv.v vtut, ‘Vm-io its a n-n r ------Mc,.<t?...jo.KCBODY \ u;ve u“\\: .\o /. ‘imtrcHeo -hat chain across ) ?...an3 r c :: O'S *V smf THUNDER PAPIÚ." VVT.'/? 5-VP:0 £_T .V-3. •• AH’: jof::ny wo l 1) María missti takið af kiett- inum og barst með straumþung- anum niður fossana, en Jonni syndir hratt á eftir henni. 2) — Ég er búinn að ná þér, | ■— Veiztu það, María, að það j — Ja, það á ég svo erfitt með elskan mín, og nú verður allt í er einhver, sem hefur fest keðj-; að skilja. Það er enginn nema ég, lagi. 3) Seinna, una yfir flúðirnar? j sem þori að sigla niður flúðirnar 4) — Hver hefði átt að gera og ég á enga óvini, það og hvers vegna? | . —, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.