Morgunblaðið - 20.05.1952, Side 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 20. maí 1952. 1
arimiar í örism vexti
Skégrækfardagur — Frá
AÐALFUNDUR < Skógrœktarfé-
lags Reykjavíkur var haldinn
6. 1. fimmtudagskvöld. Formað-
ur félagsins, Guðmundur Mar-
teinsson verkfræðingur og Einar
Sæmundsson framkvæmdastjóri
2>ess, skýrðu frá starfseroi félags-
áns s. 1. ár. Höfuðverkefni fé-
lagsins voru rekstur skóggræðslu
stöðvarinnar í Fossvogi og um-
sjón með skóggræðslunni i Heið-
znörk. Er starfsemi Fossvogs
stöðvarinnar í örum vexti og
voru 67 þúsund plöntur afhentar
úr stöðinni á s. 1. ári. Um 55
tegundir trjáplantna eru nú í
uppeldi þar, sumar frá hinum
íjarlægustu löndum, svo sem
Eldlandi og Alaska. Um 40 fé-
lög hafa nú fengið land til skóg-
ræktar á Heiðmörk og fleiri
munu bætast við á næstunni. Er
ástæða til þess að ætla, að áætl-
anir þær, sem gerðar voru í upp-
Hafi um skóggræðslu í Heið-
inörk muni allar standast. Hafa
sum þau félög, er gerðust land-
memar, þar, staðið sig með á-
gætum, og hefur Verkstjórafé-
3agið nú forustu um dugnað.
SKÓGRÆKTARDAGUR
Samþykkt var að halda skóg-
ræktardag í Rauðavatnsstöðinni
«g gróðursetja þar plöntur í stao
J>ess, sem grisjað var á s.l. hausti.
Einnig munu nokkrir af Norð-
mönnum þeim, sem hingað koma,
vinna að gróðursetningu þar, en
93 rríenn og konur fara til Noregs
á vegum Skógræktarfélags
IReykjavíkur í sambandi við þau
fikipti á skógræktarfólki, sem
verða í vor milli Noregs og ís-
lands.
Úr stjórn átti að ganga Jóns
Loftsson stórkaupmaður og var
liann endurkosinn. I varastjórn
Var endurkosinn Hákon Guð-
jnundsson hæstaréttarritarí. Einn
sðalfundi Skógrækiarfél.
ig voru endurskoðendur íélagsins
þeir Halldór Sigfússon og Kol-
beinn Jóhannsson endurkosnir.
Loks voru kosnir 10 fulltrúar á
aðalíund Skógræktarfélags ís-
lands.
SA UÐFJÁRRÆKT
Samþykkt var á fundinum svo-
hljóðandi tillaga frá félagsstjórn-
inni um. sauðíjárhald í Reykja-
vík og r.ágjenni.
„Aðalfundur Skógræktarfélags
Reykjavíkur haldinn í Verzlun-
armannaheimili Reykjavíkur 15.
maí 1952 skorar á bæjarstjórn
Keykjavíkur að hlutast til um, að
sauðfjárhald verði ekkj tekið upp
áftur í bæjarlandinu, og að leita
samvinnu við Hafnarfjörð, svp
og Seltjarnarnes-, Kópavogs-,
Garða- og Bessastaðahreppa um
samskonar ráðstaí’anir innan
þessara sveitarfélaga.
Jafníramt leyfir fundurinn sér
áð minna á áskoranir þær varð-
andi þetta mál, sem Skógræktar-
félag íslands sendi bæjarstjórn
Reykjavíkur 1942 og síðar, og
lýsir um leið ánægju sinni yfir
framkominni álitsgerð og tillög-
um E. B. Malmquist ræktunar-
ráðunauts Keykjavikurbæjar."
AUKJN FRAMLÖG
TIL SKÓGRÆKTAR
I fundarlok settust fundar-
menn að kaffidrykkju og sagði
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri þá frá ýmsum nýjungum
í trjárækt. Jafnframt drap hann
á, að vonir stæðu til þess, að
fjárframlög til skóggræðslu hér
á landi mundu aukast mjög, og
sýndi með skýrum rökum fram
á það, hversu miklir þjóðarhags-
munir væru við það tengdir, að
íslendingar gætu sem fyrst orðið
sjálfbjarga um framleiðslu þess
viðar, sem nota þarf hér á landi.
Fundurinn í gærkweldi
Framh. af Hs. 1
inn. En það væru tálvonir. Það
skal aldrei henda, sagði ráðherr-
ann að lokum.
UM NÓG ANNAÐ AÐ DEILA
Síðastur tók til máls Bjarni
Kenediktsson, utanríkisráðherra.
Það hefur verið skoðun Sjálf-
stæðismanna, sagði hann, að nóg
væri um að deila þótt ekki yrðu
harðvítug átök um íorsetakjör.
Þess vegna hefði flokkurinn í
Jengstu lög beitt sér fyrir víð-
tækum samkomulagstilraunum
allra lýðræðisflokkanna. Ráð-
herrann kvað það fráleita stað-
hæfingu að Sjálfstæðisílokkurinn
hefði verið fenginn til stuðnings
við séra Bjarna Jónsson af öðr-
um flokki. Þeir, sem slík.um rök-
tim beittu væru sjálfir rökvana.
Bjarni Benediktsson ’-æddi r.íð-
an mannkosti og hæfileika séra
Bjarna Jónssonar. Lífsreynsla
hans og mannþekking. væru full-
komin trygging þess að hann
myndi gegna forsetastöðu með
prýði.
Séra Bjami Jónsson hefði
ekki sótzt eftir þessu starfi.
Hann hefði látið tilleiðast að
! taka það á hendur. Það væri
1 alþjóð kunnugt, að hann væri
i hafinn upp fyrir flokkadeiiur
! os dægurþras. Enginn væri
líklegri til þess en einmitt
Iiann að fara rétt með það vald
sem forsetaembættið fengi
’ honum í hendur. íláðherrann
kvaíti að lokum til einhuga
baráttu fyrir glæsiiegum sigri
séra Bjarna Jónssonar í kosn-
ingunni, sem framundan
væri.
Ræðumönnum á fundinum var
^gætlega tekið. Var Ijóst að
Sjálfstæðismenn og aðrir stuðn-
ingsmenn séra Bjarna .Tónssonar
sem þar voru samankomnir eru
þess alráðnir að standa fast sam-
an um kjör hans.
Þessi fundur fór í alla staði hið
bezta fram. — Fundarstjóri var
Jóhann Hafstein, alþingismaður,
en fundarritari Óttar Möller.
Fundur Sjáifslæðis-
féiaganns í Hafnar-
firdi forseia-
kjorsð
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Hafnarfirði cfna til ínndar í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl.
8,30. Rætt verður um forsetá-
kjörið. Bjarni Benediktsson ut-
anríkisráðherra og Jóhann Haf-
stcin alþingismaður mæta á
fundinum.
Þess er söð vænta, að Sjálf-
^tæðisfólk og annað stuðnings-
fólk séra Bjarna Jónssonar,
fjölmenni á íundinn.
Sjónvarp yfir
Allantshafið
WASHINGTON, 19. maí. — Til-
kynnt hefur verið opinberlega að
áform Ameríkumanna að gcra til
raun með sjónvarpssendingar yf-
ir Atlantshafið muni ekki verða
að veruleika á næstu árum. Til-
raunir þessar mu.nu kösta, sam-
kvæmt gerðri áætlun, um 50
,millj. dollara. — Reuter-NTB.
Leiðlieinkp? og
Framh. af Ms. 1
ég rekið mig á það, að Sigfús fer
skakkt með þegar hann segir frá
sköttunum í Rússlandi, og þykir
mér rétt að leiðrétta það hér.
„Maður sem er einhleypur borg
ar 6% af laununum, hvorki meira
né minna. Maður sem á eitt barn
borgar 1% af laununum. Maður
sem á tvö börn borgar Vz% af
laununum, og maður sem á þrjú
börn borgar ekkert, en íær
nokkra greiðslu frá ríkinu, og
enga aðra skatta, alls enga“. I
margræddu samtali segir maður-
inn við Sigfús: „Skatturinn minn,
ég er með eitt barn, hann er 12
rúblur á manuði, þ. e. a. s. 1%“.
í bók sinni segir Dr. Björk:
„Hinn sérstaka skalt á „pipar-
sveina“ (ungkarlar) oinhleypt
fólk sem á fá börn, greiða karl-
menn á aldrinum 20—50 ára, og
konur á aldrinum 20—45 ára, sem
eiga ekki barn, eða aðeins eitt eða
tvö börn. Skatturinn or einnig
greiddur fyrir persónur sem ekki
hafa eigin tekjur .... (nokkrar
undanþágur B.E.) . . Verkamenn
og starfsfólk greiða í „pipar-
sveinaskatt" 6% af launum, ef
viðkomandi er barnlaus, 1% af
viðkomandi á eitt barn og %% ef
viðkomandi á tvö börn („Löner,
Priser och Sociallagstiftning i
Sovjetunionen" bls. 101).
Þennan ' „piparsveinaskatt“
væri ef til vill betra að kalla á
íslenzku ,,fjölskylduskatt“. Það
liggur í augum uppi hvað gerzt
hefir. Sigfús heldur að bessi
skattur „piparsvemaskatturinn"
eða „f jölskylduskatturinn“ sé
tekjuskatturinn í Rússlandi, sem
er annar skattur.
Sigfúsi hefir orðið á að treysta
samtölum við einstaka menn í
stað þess að byggja á opinberum
heimildum. í samanburði við opin
herar skýrslur eru skrif hans því
án gildis.
Ég hefi í skrifum mínum gert
grein fyrir tekjuskattstiganum,
sem notaður er við skattlagningu
launatekna í Rússlandi.
HÚSNÆÐIÐ
Ungfrú Adda .Bára Sigfúsdótt-
ir sendir mér orðsendingu í Þjóð
viljanum hinn 15. maí, og telur
að þar sem Sigfús hafi talað við
mann sem hafði 2 herbergi. þá
sé þar með afsannað sem ég hefi
sagt að fjölskyldan í Rússlandi
búi í einu herbergi.
Upplýsingar um húsnæðið í
Rússlandi hefi ég eftir Dr. Leif
Björk. Það merkilega er að Þjóð-
viljinn hefir ekki sagt neitt um
Dr. Björk, en hann er einn af
þekktustu sovétvinum í Svíþjóð,
og hefir verið það í yfir 20 ár.
Dr. Björk styður sig aðallega við
eftirfarandi bækur:
B. P. Veselovskij: Kurs eko-
nomiki i planirovaniia kommunal
noga choziajstvo, 1945.
A. A. Zaslavskij: Zjilisjtno-
kommunalnoje choziajstvo SSSR,
1948.
Fyrri bókin er einskonar nám-
skeiðsbók (kurs) í íbúðarbygg-
ingum í b'æjum og sveitum hin
síðari r.ámskeiðsbók (kurs) í
íbúðarbyggingum. Auk þess nefn-
ir hann tvær bækur aðrar af svip-
uðu tagi. Þurfi einhverra árása
með, væri bá ekki skynsamlegra
að beina þeim að heimildarmönn-
unum heldur en mér? Ég hefi
sagt. að í borgum og bæjum Rúss-
lands hafi íbúðarhúsnæði verið 4
fermetrar að meðaltali árið 1939.
Með bessu er ekki neitað að til
séu í Rússlandi fjölskyldur, sem
hafi 2 herbergi. Talan 4 fermctrar
er meðaltal. Sumir hafa meira,
en þá aðrir minna sem því svarar.
Samtal Sigfúsar sýnir í raun-
inni það, að menn hafa rétt á að
taka á leigu allt að 8 fermetra á
mann á lægri leigunni, en talan 4
fermetrar sýnir, að það er langt
hví frá að almenningi takist að
fá þetta húsnæði. En takist ein-
hverjum að komast yfir meira en
þessá 8 ferttietra, þá borgar hann
tvöfallt fyrir það sem er fram-
yfir. i
Hvernig pjqnduf á þyj pð þes|i
, millistéttarmaður, sem Sigfús
talar við, hefir 12 fermetra, um-
fram það sem hann á rétt til á I
lægri leigunni? Ég er sannfærð- ;
ur um það, að fullkomin skýr- j
ing á því atriði, mundi vera mjög
lærdórnsrík fyrir íslenzka les-
éndur. I Rússlandi er nú Iitið á
upplýsingar um efnahagsmál sem
ríkisleyndarmál, og á viðtöl við
útlendinga sem njósnir. Maður, ^
sem ræðir við Sigfús um þessi
mál, á því meir en lítið tindir sér,
enda hefir hann riflegt húsnæði
miðað við rússneskar aðstæður.
En ástæðan til þess að ég tók
þetta samtal upp í greinar mínar
var sú, að ég vildi vekja athygli
manna á því, hvernig líf það væri
sem Sigfús kallar „kóngalíf”,
Ungfrú Adda segir að inn í
skrif mín „fléttist einhverjar töl-
ur“ um laun í Rússlandi „úr hag-
skýrslum frá árunum 1934, 1938,
1940 og 1945“. Hún segist ekki
gera ráð fyrir að launin sem
greidd séu í Rússlandi 1952 eigi
nokkuð að ráði skylt við þau laun
sem ég tala um. Um launin segi
ég eftirfarandi: „Samkvæmt
fimm ára áætluninni fyrir árin
1946—50 áttu meðalárslaun verka
fólks og starfsfólks árið 1950 að
vera 6.000 rúblur, þ. e. 500 rúbl-
ur á mánuði. Eins og áður hefir
verið minnst á, var nokkrum
hluta launþeganna veitt launa-
hækkun 1947, sem var hæst 110
rúblur á mánuði. Af þessu má
draga þá ályktun að meðallaunin
fyrir verkafólk og starfsfólk séu
milii 500 og 600 rúblur á mánuði“.
Það er því alls ekki um neinar
„einhverjar tölur“ að ræða, þær
eru eftir opinberum sovétrúss-
neskum heimildum. Ungfrúin
segir: „ég játa að ég finn þar (í
gögnum Sigfúsar) engar heildar-
skýrslur um launakjör en fjölda
mörg dæmi um tekjur fólks, sem
vinna ýmiskonar störf". Ungfrúin
slær því fram, að það sé rangt
sem ég hefi sagt um launin, en
játar þó í sömu andránni að hún
hefir sjálf cngin gögn um heildar-
ástandið, aðeins um einstök
dæmi. En eins og skýrslurnar
sýna, þá er launamunurinn mikill
í Rússlandi (,,AI!t er til“, segir
Sigfús). Einstök dæmi sanna þvt
ekkert almennt um afkomu al-
þýðunnar.
Ungfrúin segir að Sigfús hafi
skilið eftir ýms gögn, sem honum
hafi ekki unnist tími til að vinna
úr, þar með talin gögn um trygg-
ingar og skatta. Það er alveg
ástæðulaus ótti hjá henni, að
halda að hún myndi „angra“ mig
bótt hún skrifaði eitthvað um
þessi mál. Eg mund.i þvert á móti
telja slík skrif æskileg. Ég er einn
af þeim, sem álíta að þjóðin vití
of lítið um ástandið í Rússlandi.
En verði gögnin ekki betri en
orðsendingin, en ályktanirnar
samt iafn frjálsar og víðtækar,
má búast við að ég mundi hafa
einhverju við að bæta, svo fram-
arlega sem ég hefi tíma aflögu til
sííkra skrifa. Til þess^að ýta unair
slíkt. framtak skrif ég lítilsháttar
um fjölskyldubætur og ellilaun
hér á eftir.
FJÖLSKFLDUSTYRÍOR
Það er rétt sem Sigfús segir, að
sá sem eignast þriðja barnið fær
styrk. Hann fær 200 rúblur í eitt
skioti fyrir öll. Fyrir fjórða barn-
ið fær hann 650 rúblur, sem eiga að
nægja fyrsta árið. Síðan fær hann
40 rúblur á mánuði á öðru, þriðja,
fjórða og fimmta aldursári barns-
ins, síðan ekki meira. Upphæð-
irnar smáhækka þegar börnun-
um fjölgar. Hann fær 1.750 rúbl-
ur fyrsta árið þegar tíunda barn-
ið fæðist, og svo 125 rúblur á
mánuði í fjögur ár.
Ógift móðir fær styrk strax
með fyrsta barni, 50 rúblur á
mánuði þangað til barnið er 12
ára. Auk þess á hún rétt til sömu
styrkja og gift kona. A.ukastyrk-
urínn fcliur niður fái hún með-
gjöf með barninu eða börnunum.
Fyrir börn sem fædd eru eftir 8.
jjúlí 1944; tá, móðifini ekki kröfu
'iá meðlagi 4 ^öðurnum, nema
viðbætur
hún hafi verið gift honum. (Dr.
Björk, bls. 127—128.)
Til viðbótar því sem hér er
talið, er heimiit að greiða for-
eldrum styrk við fæðingu harns
(að því er virðist) — þótt um,
fyrsta barn sé að ræða) 220 rúbl-
ur, og 80 rúblur til viðbótar þegar
barnið verður 5 mánaða. Pening-
arnir eru ætlaðir fyrir fötum og
mat. Þessi styrkur greiðist ef
annaðhvort foreldranna hefir
unnið minnst 3 mánuði á vinnu-
staðnum og hafi ekki yfir 500
rúblur í tekjur seinasta mánuð-
inn.
f Reykjavík er fæðingaratyrk-
urinn 888 kr. tii móðurinnar. Sé
móðirin ógift fær hún auk þess
greiddan kostnað (samkvaemt úr-
skurði), sem innheimtist síðan
hjá föðurnum. Auk bess greiðir
þann tryggingargjöld íyrir móð-
urina eitt ár. Mæður fá styrk. frá
og með fjórða barni, sem er inn-
an 16 ára aidurs. Er þessi styrkur
nú 148 kr. á mánuði- fyrir hvert
barn. Meðlag föður með óskil-
getnu barni er 296 kr. á mánuði.
ELLISTYRKIR
í Rússlandi er launþegum skipt
í 3 flokka með tilliti til ellilauna,
aðaliega eftir býðingu starfa
þeirra. Rétt til ellilauna hafa þeir
karlmenn sem eru 60 ára og hafa
verið launþegar minnst 25 ár, og
konur 55 ára, sem hafa verið
launþegar minnst 20 ár. Það v.irð-
ist því að húsmæður hafi ekki
sjálfstæðan rétt til ellilauna, (þó
halda þær í flestum tilfellum elli
launum mannsins þótt hann deyi,
t. d. ef þær eru eldri en 55 ára,
eða sjái fyrir börnum). Um upp-
hæðirnar segir Dr. Björk á þessa
lcið:
„Ellilaun fá launþagar í hin-
um þremur flokkum þannig,. að
þeir fá 60%, 55% . og 50% af
vinnutekjum sínum seinustu 12 .
mánuðina (sem þeir vinna). Sén
þessar vinnutekjur hærri en 300
rúblur á mánuði. skal samt ai-
mennt reikna ellilaunin af 300
rúblum; fyrir vissa hópa iaun-
þega, sem m. a. vinna í kolafram-
ieiðslunni, málmiðju og efnafram
leiðslu, reiknast ellilaun þó sem
50% án hámarks“.
í sambandi víð launahækkun-
ina 1947, sem oft hefir verið
minnst á, var styrkþegum, sem
ekki unnu, veitt dýrtíðaruppbót,
60 rúblur á mánuði. Nýir styrk-
þcgar fá uppbótina aðeins ef þeir
búa í bæjum "ða borgum.
Samkvæmt bessu nema elli-
launin 150, 165 og 180 rúblum á
mánuði í hinum' 3 flokkum laun-
þega, að viðbættri dýrtíðarupp-
bót, ef þeir vinna ekki og búa í
bæ eða horg. í síðara tilfellinu
nema ellilaunin 210, 225 og 240
rúblum á mánuði, Miðað við
kaupmátt rúblunnar gagnvart
matvælum svarar þetta til kring-
um 210, 225 og 240 króna á mán-
uði.
Á íslandi hafa þeir rétt til elli-
iauna, sem orðnir eru 67 ára.
Nema fuil eftirlaun 805 kr. á
raánuði fyrir hjón i Reykjavík,
en 500 kr. fvrir einstaklinp. Hús-
raæður hafa rétt til ellilauna-
jafnt og aðrir.
SAiMANBURÐUR
Af framangreindum r.ýnishorn
um virðist mér að styrkir í sam-
bandi við félagsmálalöggjöf réu
fuilt svo ríflegir á íslandi og í
Rússlandi. Barnastvrkirnir /irð-
ast víðtækari en í Rússlandi, en
ellilaunin byrja seinna. Með til-
Uti til Ufskjara alþýðunnar í Rúss
landi virðist eins mega Hta á elii-
launin sem kauphækkun, a. m. k.
fyrst 10—15 árin. Gmnla fólkið
verður að halda áfrani að vinna,
eins og Sigfús leggur áherzlu á í
ræðu sinni.
Ég viðurkenni fúslega sð þetta
eru enganveginn tæmandi skrif
um félagsmálalöggjöf Rússa. En
ýms ákvæði hér að íraman þykja
mér staðfesta þá ályktun, að í
Rússlandi hafi milljónir laun-
þega sbm svarar 300—400 kr. í
laun á mánuði.