Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. luglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. ■— Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. A ÞESSU sumri hefur náðst sam komuiag um það milli Norður- landaþjóðanna að þegnar þeirra þyrftu ekki að sýna vegabréf á ferðalögum um þessi lönd. Hefur þetta haft þau áhrif að stórauka íerðalög milli landanna. íslendingar hafa ekki ennþá gerzt aðiljar að þessu samkomu- lagi. En sjálfsagt virðist að þeir gangi inn á það hið fyrsta. Mun og almennt gert ráð fyrir því að svo verði. ★ Vel má vera að einhverjum finnist þetta samkomulag smá þjóðanna á Norðurlöndum ekki sæta neinum tíðindum og að á því sé naumast orð ger- andi. En ef nánar er að gætt er hér um merkilegt fordæmi og stórmerkan atburð að ræða. Norðurlandaþjóðirnar hafa í raun og veru markað stefnu, sem heimurinn óhjákvæmi- lega verður að taka upp, ef mannkynið á ekki að leiða yfir sig ný ósköp og ógæfu. Landa- mæramúrarnir verða að lækka. Þjóðirnar verða að fá tækifæri til þess að kynnast hver annarri. Þekking og gagn kvæmur skilningur verður að leysa þjóoernisrembinginn og yfirdrottnunarfýsnina af hólmi. Það er frumskilyrði þess að þjóðirnar geti notið friðar og hamingju. Heiminum hefur í dag verið skipt í tvo hluta. Annars vegar er hinn vestræni lýðræðisheimur, hins vegar harðlæstur austrænn einræðisheimur. að rýra sjálfstæði sitt. Þjóðlegur metnaður og þjóðerniskennd býð ur heldur ekki við það minnsta hnekki. En heimsfriðurinn öðlast tryggari grundvöll og þjóðirnar bætt skilyrði til þroska og menn- ingar. Þekking kemur í stað van- þekkingar og fordóma, aukið út- sýni í stað svartnættis innilokun ar og einangrunar. Það skýtur sannarlega skökku við, þegar postular svartholsstefnunnar þykjast einir vera „frjálslyndir“ menn. f raun og sannleika boða þeir afturhald, sem sagt hefur allri menningu og framþróun stríð á hendur. Faxafióasam- göngurnar ALLT frá því að vélskipið Lax- foss strandaði á s.l. vetri hefur byggðarlögunum við Faxaflóa verið mikill vandi á höndum í samgöngumálum sínum. Laxfoss var orðinn gott og fullkomið far- þegaskip, sem fullnægði mjög vel þeim kröfum, sem gera verður til skioa, er annast fólksflutninga. Itrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að biarga skipinu þannig að unnt yrði að gera við það og hefja ferðir með því að nýju. En þær hafa ekki borið ár- angur og nú er svo komið að það liggur í sió í þrennu lagi. Virðist því nokkurn veginn auðsætt að engar framtíðarvonir sé á því að byffgja. Ar í hinum austræna heimi hnígur öll viðleitni valdhafanna að því að troða upp í allar gættir. Fólkið má ekkert vita um það, sem ger- ist vestan „járntjaldsins“. Það’ á fyrst og fremst að trúa því, að árás á það sé í undirbúningi. Þess vegna beri því að hata þjóðirnar í vestri. Ferðalög almennings austan járntjalds til vestrænna landa eru nð sjálfsögðu algerlesa bönnuð. Aðeins öríáir stjórnmálaleiðtogar njóta þeirra forréttinda að mega líta út um gluggann. Þessi algera innilokunarstefna kommúnista er í geysilegu ósam- ræmi við vegabréfafrelsi Norður- landaþjóðanna. Hún kappkostar, ?ð hind’-a öll kjmni milli þjóð- anna. Hún gerir ferðalög að for- réttindum örfárra útva’dra og byrgir allt útsýni. Hinar lýðræðis sinnuðu smáþióðir Norðurlanda opna allar gáttir og gera sér far um að sem flestir fái tæ’-'ifæ”i til þess að komast sem íyrirhafnar- minnst leiðar sinnar um lönd þeirra. Þeirra takmark er að skapa sem víðtækasta þekkingu fólksins á högum hvers annars. Á þrim grundvelli álíta þær væn- legast að byggja sambúð sír.a. ★ Norðurlandaþjóðirnar hafa hér síigið skref, sem sýnir ótvíræðan vi’ia til ráunhæís s?mstarfs. I'arrt be-’öir til þess að margar fieiri þjóðir hins vestræna heims muni hverfa að skipuðu ráði áður cn lanct um iíður. Lækkun landa rr æramúranna er krafa framtíð- arixmar. Með því þarf en":v þjóð Ekki hefur heldur tekizt að svo komnu mál að útvega nýtt skip til þessara ferða. * Nú hafa ráðamern á Akranesi og Borgarnesi snúið sér til Eim- skipafélass Islands og farið þess á leit, að félagið leysi samgöngu- vandamál byggðalaganna Við Faxaflóa með b'ú að láta byggja nýtt skip í stað Laxfoss. Mun það og vaka fvrir beim að Eimskipa- félasið taki að sér ferðirnar um Faxaflóa. En eins og skýrt er frá í f’-étt hé’* í blaði-u í dag hefur stjórn Eimskipafélassjr't; ekki enrbá tekið afstöðu til þessarar málaleitunar. ir Um það blandast engum hugur að mjög brýna nauðsyn ber til þess að gott og fullkomið skip annist samgöngurnar milli Borg- arfjaroarhéraðs, Akraness, Borg- arness og Reykjavíkur. Á þessarri leið fara fram miklir afurðaflutn- ingar og ekki síður fólksflutning- ar. Það er gjörsamlega ómögulegt að annast þessa flutninga nema með góðu og fullkomnu skipi. Byggðarlögunum við Faxa- flóa og Reykjavík yrði að sjálf sögðu mikið hagræði að því, ef Eimskipafélagið tæki að sér lausn þess vanda, sem skapazt hefur með missi Laxíoss. Ein- hver kann að vssu að seíja fram þá mótháru að flóabáta- ferðír hafi alclrei verið verk- efni félagsins. En þess er þá einnig að gæta að mjög stór hluti þjóðarinnar á mikið und- ir öruggum samgöngum við Faxafloa. Þriðjudagur 19. ágúst 1952 MorméEnakirk|a Ufiohðylkis iiósmyn'da mannfiöl ecj æfiiarslcrár í Þ|óðsl«lala< og LanásisókasoiSsii Sérstök íslendingadeild í safni Æltiræðingafélags fylkisins. UM ÞESSAR mundir vinnur fulltrúi frá Ættfræðingafélagi Utah- fylkis í Bandaríkjunum, að því hér, að undirbúa myndatöku allra manntala og ættarskráa í Þjóðskjala- og Landsbókasafni. — Er hér um að ræða stofnsetningu sérstakrar Is’andsdei’dar í safni því er Ættfræðingafélagið rekur í höfuðborg ríkisins Salt Lake City. — Það er Mormónakirkja fylkisins sem kostar þessa myndatöku. Felgan fsrauf m lampa E.*- Fulltrúi félagsins Henry Christiansen er danskur, en þriggja ára var hann er hann kom vestur. Hann hefur unnið að samskonar starfi á hinum Norð- urlöndunum. Undirbúningsstarfi hans hér er nú senn Iokið og myndatökumaður frá Ættfræð- ingafélaginu er væntanlegur inn- an skamms frá Lundúnum. MIKIÐ SAFN Ættfræðingafélagið, erf safn þess er það mesta sinnar tegund- ar í Bandai'íkjunum, ef ekki í öllum heiminum, hefur undanfar- in ár unnið að því að koma sér upp slíku safni, yfir sem flesta íbúa, bæði í hinum gamla heimi o.g. eins i Vesturálfu. MERKAR IIEIMILDIR EFTiR EINA ÖLD — Við teljum, að eftir svo sem eina öld muni þær heimildir um menn og ættir í löndum Evrópu og Bandaríkjanna, sem safnið hefur að geyma, mikils virði, sagði Henry Christiansen er Mbl. ræddi stuttlega við hann í gær um þetta starf. — Christiansen er ættfræðingur. NÁIN KYNNI AF ÍSLENDINGVM í sambandi við starf mitt i safni okkar í Salt Lake City, hefi ég komizt í mjög náin kynni við fólk af íslenzkum ættum, sem bú- sett er í Utahfólki og öðrum. Meo þessa reynslu að baki var talið eðlilegt að ég færi til íslands, sagði Christiansen, enda mikil ánægja af, því ættfræðiáhugi manna þar vestra sem eru af ísl. bergi brotnir, er mjög mikill. í starfi mínu hefi ég komizt aS raun um, að milli 70—-100 ís- lenzkar fjölskyldur hafa tekiS sér bólfestu í Utaíifylki á síSustu öld, sagði Christiansen, en hve fjöhnennir niðjar þessa íslenzka fóiks eru orðnir, veit enginn. En þeir sem búsettir eru ein- hversstaðar í Bandaríkjunum, geta fengið starfsmenn safnsins til að sem.ja ættarskrá sína. Og þegar við höfum komið upp Is- landsdeild í safninu, verður unnt að rekja ættir þessa fólks og for- feðranna, sem búsettir voru á Is- landi. IJÓSMYNDA ÞARF 770 ÞÚS. HLAÐSÍÐI R Ljósmyndatæki það, sem notað verður við upptökur.a, er þannig úr garði gert, að á 100 feta langri filmu rúmast um 1400 blaðsíður. — Eg hefi í áætlunj minni, sagði Christiansen um verkið, komizt að þeirri niður-j stöðu, að Ijósmynda þarf aíls um 770 þús. blaðsíður í bókum þeim' og skrám, sem notast verður við og mun það verk taka tvo til þrjá mánuði. AkveðiS er aS Landsbóka- og ÞjóSskjalasafniS fái ókeypis cin-* 1 tak af filmunum. Þctla geturj komio scr vel fyrir þessi merku söfn, því jafnvel í söluiii sa fo-' anna geta óhöppin hcnt og bæk- urnar ganga vitanlega úr sér. ALLT SEM ÆTTFRÆÐILEGA ÞÝÐINGÚ HEFÚR Það sem ljósmynda á, eru öll þau skjöl og bækur er hafa ein- hverja ættfræðilega þýðingu, svo sem allar kirkjubækur og mann- töl frá fyrstu tíð. Öll handrit að æfiminningum Islendinga sem til eru í söfnunum, svo og þær ættfræðibækur sem söfnin hafa af geyma. Einr.ig verða fest kaup á bókum ættfræðilegs efnis, eftir því sem hægt er. í safni Ættfræðingafélagsins í Utah fylki, eru þegar komnar upp deildir fjölmargra Evrópu- landa, en á hverjum mánuði bætist því um 2.000.000 blaðsíð- ur, því í Evrópu einni vinna nú að staðaldri 17 Jjósmyndarar. — 1 safninu er að finna 646 þús. bindi úr flestum löndum, sem hafa að geyma nöfn manna, og auk þess er á filmum sem svarar 230 þús. bindum. Safnið tók til starfa árið 1938, en Ættfræðinga- félagið var stofnað 1894. SÍÐLA DAGS s.l. sunnudag vai' bifreiðinni R-1688 ekið norð- ur Barónsstíg. Er hún var á gatna mótum Bergþórugötu og Baróns- stígs, rann vinstri afturfelga út af öxlinum, hentist að dómi sjón- arvotta marga metra í loft upp, en rann síðan með æ meiri hraða niður Barónsstíginn. Neðarlega ætluðu ungir drengir að reyna að stöðva felguna, en það bar aðeins þann árangur, að hún breytti um stefnu og rann með krafti miklum á sýningarglugga verzlunarinnar Ljós og Hiti. — Rúðan brotnaði að sjálfsögðu svo og nokkrir lampar er í glugg- anum voru, en felgan komst ekki inn í verzlunina vegna þess hve giugginn er lítill. Að öðrum kcsti hefði hún getað valdið margfalt meira íjóni. Bifreiðin varð ekki stöðvuð fyrr en tæpa 30 metra frá þeim stað, er felgan rann út af öxlin- um. Ekkert virtist hafa brotnað, en líklegt að gleymzt hafi að herða rærnar, er felgunni halda. Má mildi kallast að felgan olli ekki meira tjóni, á mönnum eða bifreiðum. Velvakandi skriíar: ÚEK DAGLEGA LÍFINll Einkaleyfi á öskuhaugunum FENGIÐ hefi ég bréf frá „brota- járnssafnara", sem getur ekki til þess hugsað, að neinum verði veitt einkaleyfi til að nýta verðmæti, sem kunna að finnast á öskuhaugunum. Segir hann, að við það muni atvinnulausir menn missa spón úr aski sínum og mun það rétt hermt. Umsókn sú um einkaleyfi, sem bréfritarinn víkur að, barst bæj- arráði um seinustu mánaðamót og var til að byrja með skotið til heilbrigðisnefndarinnar. Bréfrit- aranum til hugarhægðar má geta þess, að óhugsandi er annað en umsókninni verði synjað. Hörð keppni V’ELVAKANDI. Tilefni þess að ég rita þessar línur er smá- frétt, sem ég las í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Þar sagði frá því, að maður nokkur, Pétur H. Saló- monsson að nafni, hafi farið fram á það, að hann fengi einkaleyíi til að hagnýta hvað eina, sem til félli á öskuhaugunum. í fyrra vetur fór ég iðulega vestur á hauga til að tína brota- járn og selja, en það gerðu þó nokkrir atvinnulitlir menn. Var stundum hægt að hafa það sæmi- legt. En til þess þurftu menn þó að hafa sig alla við, enda var keppni þar líka oft hörð. Kæmi sér illa G veit með vissu, að brota- járnssafnarar eru því mót- fallnir, að nokkrum verði veitt einkaieyfi til að nýta verðmæti á öskuhaugunum. Þeir hafa orðið okkur, sem berjumst í bökkum, sönn auðsuppspretta. En ef leyfi yrði veitt, mætti fá- tækur maður ekki tína sér þar sprek í eldinn né vinnulitill safna flöskum eða öðru, sem með hægu móti má koma í aura. Brotajárnssafnari“. Við <ðnó FYRIR frumkvæði Fegrunarfé- lagsins á að hlaða Tjarnar- | bakkann af mikilli list fyrir Jframan Iðnó, þar á að rækta blóm í beðum og gróðursetja tré. Vafa- lítið verða blómin og skraut- hleðslurnar til mesta ánægju- auka, því að seint fáum við of mikið af gróðrinum. | Á næstu grösum við þessi vænt anlegu blómabeð stendur Góð- templarahúsið í rúmgóðum garði I og enn legnra til norðurs er Al- þingishúsið og Alþingisgarður- inn. Danshúsið er fyrir ÞESSI garður, sem hefir ekki verið opinn almenningi nema 2 sumur, nýtur þegar mikilla vin- sælda. Að vísu er þar ekki margt um manninn eftir helgar, því að þá þykjast menn hafa fullnægt útivistarþörf sinni í bili, en eftir því, sem á líður vikuna fjölgar gestunum og er þá fullsetinn hver bekkur. Garðurinn er allt of lítill, en Góðtemplarahúsið stendur hon- um fyrir þrifum. Að vísu stendur til að fjarlægja þetta aldraða hús, svo að Alþingisgarðurinn nái alla leið út að Vonarstræti. En enginn veit, hve nær úr því verður. Gæti ekki Fegurnarfé- lagið líka flýtt fyrir brottför þessa gamla ílans’núss? Ný heiti á herbúðirnar NÚ væri rétt að manna sig upp og kalla herbúðirnar í bæn- um, sem teknar hafa verið fvrii* mannabústaði, íslenzkum nöfn- um. Heiti, sem enda á búðum eins og Skáldabúðir og Kollabúð- ir, fara hvort sem er ágætlega í málinu. Það er eiginlega mikið, að hverfi, þar sem hundrúð manna búa, skuli ekki heita burð ugra nafni en Camp Knox og þar fram efíir götunum. Skeleggir menn ættu. að söðla um og finna lögulegri nöfn, og get ég ekki betur séð en þetta sé verkefni þeirra, sem velja nýj- um götum heiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.