Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 10
\ 10 r MORGVNBLAÐIÐ 1 Þriðjudagur 19. ágúst 1952 EINU SINNI VAR Skdldsaga eftir I.A.R. V/YLIE Framhaldssagan 25 veikur sjálfur. Hún þekkti hvern- ig fór fyrir mönnum sem unnu of ákaft. Hún hafði séð það með eigin augum. Hún sagði að Syd væri að lappa upp á húsið sitt. — Hann kærði sig ekki um kvenfólk í kring um sig. Honum hafði batn- að mikið. Hann þurfti að fá sér konu. Hann hafði ekkert með gamla móður að gera, sem gerði ekki annað en skipa honum fyrir og gera honum gramt í geði. Og hvernig var þetta með frú Dreek? Ætlaði hún ekki að borða súp- una? A daginn heyrði Chris hamars- höggin úr stóra húsinu og raddir vinnumannanna, þegar þeir köll- uðu hver til annars. En svo fór að snjóa og þá varð að hætta allri vinnu utandyra. Dreek stóð við gluggann og horfði á snjókorhin svífa til jarð- ar. „Veðurguðirnir eru jafnvel líka samtaka um að skaprauna mér“, sagði hann. „Það er sama hvað ég geri, það snýst allt á móti mér“. „Það er Lucy frækna, sem er að hefna sín“, sagði Chris. Hún fékk hita ennþá á kvöldin og var hætt við ruglingslegum draum- órum. „Hún var viss um að hún mundi vera sterkari en þú .. s. sterkari en allir aðrir...." Hann leit yfir öxlina á hana. „Heldurðu að hún gangi aftur?“ „Hún mundi gera það ef hún gæti. Stundum finnst mér hún jafnvel ekki vera dáin. Mér finnst hún vera hérna yfir mér og bíða eftir að tækifæri gefist til að reiða höggið....“ Hann dró gluggatjöldin fyrir. „Ég ætla að tala við Flanders um þig“, sagði hann. „Hann get- ur kveðið niður hvaða draug sem er“. Hann settist á rúmstokkinn hjá henni. Hann var vanur því að setjast hjá henni litla stund á hverju kvöldi, enda þótt hans biðu mörg óafgreidd mál, sem hann þurfti að ganga frá áður en dagsverkinu var lokið. Það var auðvitað aðeins góðverk frá hans hálfu. En hún beið eftir þessari stund allan daginn. Hún taldi stundirnar og hlustaði eftir bíl- hljóðinu þegar hann ók upp að húsinu. „En hvað sém dynur“, sagði Dreek, „þá skáí skurðstofan vera komin upp í vor. Og áður en langt um líður verðum við líka búin að fá allt sem nauðsynlegt er hverju vaxandi bæjarfélagi. Þverhausarnir niðri í bænum geta ekki haldið þessari vitleysu áfram mikið lengur". Hann brosti íbygginn. „Hvort sem þeim líkar betur eða ver, þá skal ég koma þeim í skilning um að þeim sé betra að hafa gott af mér“. Þau töluðu aldrei um sig sjálf eða framtíð sína. Ef til vill áttu þau heldur ekki neina framtíð saman fyrir sér, hugsaði hún. — Þetta var eins og draumkennt millibilsástand, en hún ætlaði að njóta þess á meðan það var, og telja sér trú um að hún væri örugg, eins og þegar hún var barn. —O— „Hér er bréf til yðar, frú Dreek. Bob Harris átti léið hér um og kom með það“. Til allrar hamingju var það ekki frá Lou. Það var frá lög- fræðingum í New York .... Day og Day, lögfræðingaskrifstofur, New Yofk, stóð í einu horninu. Það voru lögfræðingar Lucy 'frænku. Það gat varla verið nokk uð mikilvægt í því. Þó lét hún það liggja lengi áður en hún opn- aði það. Skuggi Lucy frænku hennar var kominn nær. Innan í umslagínu var annað lítið um- slag og lítill miði þar sem á stóð skrifað: „Frú Hythe heitin gaf fyrirskipanir um að þér ættuð að fá þetta bréf sex mánuðum eftir dauða hennar....“ Skugginn var nú alveg kominn yfir hana. Þú verður að opna bréfið. Fyrr eða síðar. Eða ertu slíkur heigull? „Kæra frænka. Taktu eftir dagsetningunni á þessu bréfi. Ef ég er dáin næsta dag, þá getur þú vitað að Fred- eric Radnor hjálpaði mér yfir í annan heim, samkvæmt fyrirskip unum mínum. Með öðrum orðum, varð hann mér að bana. Hann var til sölu fyrir það verð, sem hann sjálfur setti upp og ég borga því miður, á þinn kostnað. En aðeins til bráðabirgða. Moringj- ar geta ekki notið góðs af fé, sem þeir hafa aflað sér á þennan hátt, eða það hefur verið sagt. Þess vegna getur þú, þegar þú hefur fengið þetta bréf, gert ráðstaf- anir til að endurheimta það sem þú lagðir svo mikið í sölurnar fyrir. En þar með hef ég sannað að ég hafði á réttu að standa .... enda þótt það hafi tekið nokkurn tíma“. Og undir var skrifað nafn henn ar. Það var allt og sumt. Til sölu, eins og allir aðrir. Ekkert betri en hún. Eða Lou, sem var að minnsta kosti hrein- skilinn. Hún gat fengið hann núna. Hún gat fengið allt, sem hún hafði þráð í öll þessi ár. Hún mundi ekki einu sinni þurfa að leggja neitt í sölurnar sjálf .... Hún hafði sigurinn vísan. . .. Hún lá lengi hreyfingarlaus. Henni fannst eins og litia húsið hefði hrunið saman og rústirnar lægju ofan á henni. Smátt og smátt komst hún aftur upp á yfir- borðið. Hún hugsaði ekki, en framkvæmdi aðeins samkvæmt einhverri innri köllun. Einhvern veginn hafði hún komist á fætur og var komin að arninum. Svo fleygði hún bréfinu i eldinn og sá hvernig logarnir gleyptu það. „Kjáni“, sagði Lucy frænka einhvers staðar í skugganum. „En það hefur þú líka aliiaf verið“. „Hún hefur fallið í öngvit“, sagði Harris gamla - skelfd. „Ég kom að henni þarna .... liggi- andi fyrir framan arininn. „Ég skil ekki hvernig henni datt það í hug. Það hefur auðvitað staðið eitthvað í þessu bréfi frá New York. Hún hefur fleygt því á eld- inn. Hún sefur núna, en hún bað mig um að segja að'.hún vildi vera ein“. En hann fór inn til hennar. Hann vissi ekki hvort hún svaf eða hvort hún hafði aðeins lokað augunum til að þurfa ekki að sjá hann. Hún var náföl í fram- an. Hann tók um úlnlið hennar og þreifaði á slagæðinni. í fyrsta sinn tók hann eftir því að stóri demantshringurinn var horfinn. Hann mundi það núna, að hann hafði ekki séð hann síðan dag- inn sem slysið varð. óg nú fannst honum hann skilja ýmislegt, sem hann hafði ekki skilið áður. „Frækna mín er svo kærulaus", hafði Lucretia Hythe sagt. „Hún er alitaf að týna einhverju .... eða gefa .... til fátækra, senni- lega, sem þurfa á því að halda“. Og svo hafði Gus Carter sagt honum eitthvað, sem frændi hans í Great Rocks hafið sagt honum. Hann hafði roðnað út undir eyru og sagzt vona að hann gerði ekk- ert illt með að segja honum það. Það hefði víst verið bróðir henn- ar .... þau hefðu að minnsta kosti verið ákaflega lík. Já, víst voru þau lík .... komu úr sama umhveríi og áttu vel saman. Hann gat lagt tvo og tvo saman. .. . Dreek fór tú og lokaði dyrun- if-þ tJ J Listfengu bræðurnir eftir Grimmsbræður fy. þá dauður niður, en lenti beint á skipinu og braut það mél inu smærra. Til allrar hamingju náðu bræðurnir í fjalir, sem þeir gátu haldið sér uppi á. Þeir hefðu áreiðanlega drukknað allir þarna., og sömuleiðis kóngsdóttir, ef skraddarinn hefði ekki verið með undranálina. Hann safnaði nú samán öllum viðn um og saumaði hann saman með nálinni. Síðan gátu þeir siglt til lands. Þegar kóngurinn sá dóttur sína, varð hann ákaflega glað- ur og sagði við bræðurna: „Einn ykkar skal fá dóttur mína íyrir konu. Og þið verðið sjálfir að koma ykkur saman um, hver ykkar hreppi hana.“ Bræðurnir gátu engan veginn orðið á eitt sáttir um, hver þeirra skyldi giftast henni, því að það vildu þeir auðvitað allir. Svo fóru þeir að metast um það, hver þeirra ætti mestan rétt á að eignast hana. „Þið hefðuð aldrei getað fundið hana, ef ég hefði ekki séð hana í sjónaukanum mínum,“ sagði stjörnuspámaður inn. „Það hefði nú lítið gagnað, ef' ég hefði ekki náð henni frá drekanum“, sagði þá hnuplarinn. „Nú, en ef ég hefði ekki tírepið drekann, þá hefði hann rifið okkur alla á hol,“ sagði veiðimaðurinn. Svo tók skraddarinn til máls og sagði: „Ef ég hefði ekki saumað skipið saman með nálinni minni, þá lægjum við allir á hafsbotni. Kóngurinn sá, að hér var kom- ið í óefni mikið og mælti því: „Þið hafið allir jafnmikinn rétt á að eignast hana dóttur mína — það er því bezt, að enginn ykkar fái hana. í þess stað skal ég gefa ykkur hálft konungsríkið að launum.“ Bræðurnir urðu á eitt 'sáttir um að taka boði konungs. Þeim fannst öllu skynsam legra að taka boði hans, en að verða ósáttir. Þeif'Tífðu ’ síðan lengi í góðu samlyndi hver við annan, SÖGUI.OK mrs i ca ■ ■■■■■■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■■"■’■ ■■■■■■■ ■■■■■ ■■ ■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ i« ■ ■ i GliLLFAXI Reykjavík — Amsterdam Flugferðir verða frá Reykjavík til Amsterdam 20. og 27. ágúst. — Væntanlegir farþegar eru beðnir að hafa samband við skrifstofu vora hið fyrsta. Flufélag íslands h.f. 670x15, 6 striga : ■ m 600x16, 6 strigca : 700x15, 6 strigca E m 1000x18,14 striga : ■ m 600x16 á jeppa E ■ ^ og Landrover. [ DUNLOP DUNLOP RUBBEH CO. ITD . BIRMINGHAN ENGLAf' - Sendum í póstkröfu um land allt. ; ■ BifreiSavöruverzlun Frlðriks Berlelsen i Sími 2872. í Takið eitir ■ Reglusamur piltur með gott Verzlunarskólapróf og van- | ur bókhaldi og vélritun óskar eftir vinnu hálfan daginn I (eða eftir kl. 5). Meðmæli fyrir hendi. Má vera hvaða ■ | vinna sem er. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín ■ og heimilisföng inn á afgr. blaðsins merkt: „Áreiðanlegur ■ ; — 981“, fyrir fimmtudagskvöld. • ■ PALNOLIVE HIN ILMRÍKA FROÐUSÁPA Heildsölubirgðir: O. JOHNSON & KAABER Viljum kaupa frekar stóra bandsög Trésmiðjan Víðir f •#: x í Sími 7055 :■! t u > Læknarsegja PMMGLSYE SáPA gerir húðina fegurri effir 14 daga nofkun !<■; iiumu.titUiJULt-ujiiii-uu Z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.