Morgunblaðið - 09.10.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1952, Blaðsíða 2
f 2 MORGUWBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. okt. 1952 í gUNNUDAGSBLAÐI Tímans, iúnn $8. september, birtist grein ' um verðlag á ákveðnum spönsk- um vörum. Þar sem greinarhöfundur virð- ist ekki hafa gert sér grein fyrir ýmsum atriðunm varðandi þetta mál og þar sem skrif hans gætu orðið tii þess að skapa tortryggni xneðal almennings í garð þeirra, sem flytja til landsins umræddar vörur, teljum vér rétt, að eftir- “farandi komi fram: Á Spáni er ekki til eitt algilt gengi. Það gengi, sem höfundur I byggir á, er frjálsmarkaðsgengið, ! . en við það er miðað í sambandi við greiðslur á flutningsgjöldum, J hafnargjöldum, ferðamannagjald eyri, vátryggingum o. s. frv. —' Þetta gengi er kr. 45.70 = 110.19 .pes. eða því sem næst 41 eyrir pesetinn. Spán hefur alla tíð verið ferða- mannaland og reynir eftir megni að örfa ferðamannastrauminn til , landsins með því að bjóða ferða- mönnum sem hagstæðust kjör. Þetta er gert með ferðamanna- gengi spönsku myntarinnar. _ Þegar ísland kaupir vörur frá Spáni, gilda allt aðrar reglur um gengi pesetans. Útflutningsgengi hans eru sex og fer það eftir vörutegundum, hversu hagstæð þau eru ."yrir oss. Sem dæmi skal á það bent, að á meðan frjálsmarkaðsgengið á t.d. £1 svarar til 110.36 pes., þá er sérstaka útflutningsgengið að- ■ eins £1 = 61.32 pes. Hin útflutn- ingsgengin eru meðaltalsgengi frjálsmarkaðsgengisins og sér- staka útflutningsgengisins, en , meðaltölin verða fleiri en eitt vegna þess, að sérstakar reglur gilda um, hve mikinn hluta and- virðís hinna spönsku vara út- flytjendur mega selja á hinu frjálsa markaðsgengi. í framkvæmdinni verður þetta t.d. á þennan veg: Ef vara er flutt út frá Spáni og ef slík vara er ekki háð útílutn- ingsgengi, þá er verð hennar reíknað á grundvelli hins sér- staka útflutningsgengis. Tilbúin föt og skyrtur eru meðal slíkra vara. Kosti föt á Spáni í smásölu 500 pes. eða ca. kr. 205.00, miðað við, að pesetinn sé 41 eyrir, þá verður að reikna með allt að 74 aurum í pes. við innflutning á slíkum fötum til Islands, eða um 80% hærra gengi en ferðamanna- gengið er. Sama máli gegnir um skyrtur. Ofan á þetta gengi kem- ur svo 25% bátagjaldeyrisálag, og ætti því gengið að láta nærri að vera 92.5 aurar fyrir pesetann. Sé gengið út frá því, að flutn- ingsgjald til íslands og álagning á Spáni vegi upp hvort á móti öðru, ættu slík föt að kosta, áður en tollur er greiddur, kr. 462.50. *Tollur og söluskattur í tolli mun nema um 88% og yrði þá kostn- aðarverð umræddra fata, án mokkurrar álagningar, kr. 788.10 (bátaálag tollfrítt) eða með 35% álagningu (heildsala og smásala) um og yfir kr. 1000.00 eða svo til sama verð og hér tíðkast á verk- smiðjusaumuðum fötum. Hér hefur aðeins verðið verið gert að umræðuefni, þar sem ekki er hægt að koma við gæðasaman- .-íburði. En þegar athugað er, að klæðskerasaumuð föt á Spáni kosta milli 1300—1800 pes., eða í ísl. kr. með 35% álagningu (heildsala og smásala) kr. 2.760— 3820.00, þá verður verðmismun- urinn of mikill á milli þeirra og áður nefndra fata á 500 peseta, til þess að því verði trúað að ó- xeyndu, að þau standist sáman- burð við ísl. verksmiðjuföt hvað ^gæði snertir. Þegar um verð á skófatnaði er að ræða, þá er útflutningsgengið 95.655 pes. í £ 1 saman borið við 110.36 pes. fyrir £1, þegar um :ferðagjaldeyri ræðir. Ef skór á Spár)i kosta 300 pes., þ.e. ca. 120 kr. á ferðagengi, þá verður verð- . ið á sörnu skóm, keyptuiW á úl- á Spán flutningsgengi £3—2—8 Vz, eða ca. kr. 142.00. Sé smásöluálagning á Spáni sú sama og hér, yrði verksmiðju- verðið á skóm þessum að vera 244 pes. eða £2—4—0. Flutnings- gjald, tollur, söluslcattur í tolli o. s. frv. á leðurskóíatnaði er að jafnaði 90%. Kostnaðarverð á skóm þessum hér yrði því kr. 221.43, cn útsöluverð með 28% álagningu og 2% söluskatti í smá sölu kr. 289.10 eða um kr. 90.00 hærri en höíundur gerir ráð fyrir. Kvenskór á 280 pes. myndu kosta hér, ef fluttir inn á sama hátt, kr. 269.65. Ástæðan íyrir því, að þetta verð er talsvert hærra en hér tíðkast á spönskum skófatnaði mun aðallega vera fólgin í því, að smásöluálagningin á Spáni er talsvert hærri en hér tiðkast. Það mun láta naerri, að karl • mannaskór frá Spáni kosti yfir- leitt £ 2 til £ 2-5-0 f.o.b. Kostn- aðarverð þeirra hér yrði því frá kr. 173.66 til kr. 195.38. Smásölu- verð hér (ef keypt beint), með 28% smásöluálagningu að við- bættum söluskatti, yrði þá frá kr. 236.75 til kr. 255.10, en smá- söluverð á kvenskóm yrði þá frá kr. 191.45 til kr. 249.50. Þetta er mjög í samræmi við það verð, sem algengt er hér í búðum. Þó munu fyrirfinnast margar ódýrari tegundir en mjög fáar dýrari. Ekki er únnt að skilja við mál þetta, án þess að benda á, að t.d. hvað skó snertir, þá kosta þeir, þótt innkaupsverð sé aðeins hundrað krónur, kr. 190.00, áður en nokkur álagning bætist við. Þau dæmi, sem þegar hafa verið rakin hér, verða látin nægja til að skýra, að ógerlegt er að taka verðlag á Spáni til samanburðar við verðlag hér, án þess að bera kennsl á gengis- málin þar. ÞSð er að sjálfsögðu góðra gjalda vert að gagnrýna það, sem aflaga fer, en alla gagnrýni, eigi hún að eiga rétt á sér, verður að byggja á staðreyndum, en ekki á yfirborðsathugun. Áður en farið er að væna heila stétt manna um, að hún bregðist skyldu sinni við þjóðfélagið með því að gera slæm innkaup eða að okra á vörunni, jafnvel þótt slíkt sé gert sem fyrirspurn, er ástæða til að kynna sér einföld- ustu atriði verðlagsmálanna á Spáni. Þetta hefur höfundur um- ræddrar greinar ekki gert, en með því getur hann valdið efa- semdum hjá almenningi um þjónustuhæfni þeirra, sem við verzlun fást, jafnt einstaklinga sem samvinnufélaga, þar sem ekki er vitað, að áberandi verð- munur sé á spönskum vörum hjá þessum aðilum. Það verður ekki talin afsökun fyrir greinarhöfund, þótt gengi pesetans sé ekki skráð opinber- lega hjá bönkum landsins, þar sem það ætti einmitt að ýta und- ir hann að athuga sérstaklega, hvernig gengismálum Spánar er háttað. Hefði það verið gert, mundi greinarhöfundur hafa get- að sparað sér óþarfar skriftir og komizt hjá því að valda tor- tryggni. Það er að sjálfsögðu ágætt, að hópur ferðamanna geti notið góðra kjara í viðskiptum sínum við Spánverja, og væri betur, að allir landsmenn ættu þess kost, ^n ferðamannagjaldeyrir á Spáni i ekkert skylt við hina almennu gengisskráningu þar í landi Það er mergurinn málsins. Undirbúningur helsfi rggingu ftúss fyrir SVR FORSTJÓRI SVR hefur sent bæj arráði erindi, þar sem hann fer þess á leit við bæjarráð að haf- izt verði handa um byggingu vagnaskýlis og verkstæðis fyrir mill 40—50 vagna fyrirtækisins. Hús þau er Strætisvagnarnir hafa afnot af á Ytra Kirkjusandi, eru mjög óhentug. Ekkert þeirra er hægt að nota fyrir vagnskýli, heldur eingöngu til hverskonar viðgerða og srníða. Húsin eru úr tirnbri en járnvarin. Vagnarnir haxa orðið að standa úti allan ársins hring, í öllum veðrum. Oft ( er mikið særok þar innfrá þegar hvasst er af norðan. Forstjórinn telur svo brýna nauðsyn bera til að byggt verði hentug hús fyrir starfsemi SVR, að slikt megi ekki undir nein- um kringumstæðum dragast á langinn. Hann mun hafa mikinn hug á að fá lóð sem næst Mið- bænum. Á fundi bæjarráðs á þriðju- daginn, var samþykkt að fela forstjóra fyrirtækisins, ásamt forstöðumanni skipulagsdeildar og húsameistara bæjarins, að hefja undirbúning að fram- kvæmdum við byggingu slíks i húss. B n f 51 n r! ■piiipi® æðjmegur oagur i VALDASTÖÐUM, Kjós, 6. okt.! — Það var óvenju fjólmonnt í Fossárrétt þegar fjárskiptin fóru 1 fram í gær. Þar voru saman komn ir menn úr þremur hreppum, til þess að taka á móti fé sínu, og auk þess allmargt af öðru fólki, til þess að sjá hinn nýja fjárstofn. Hér var saman komið fólk úr Þingvallasveit, Kjalarnesi og Kjós og einnig úr Reykjavík, Hvalfjarðarströnd og Akranesi og e. t. v. víðar. Létt var yfir mönnum er hugs- uðu gott til hins nýja fjárstofns. Gc&gnlræðaskóli fekoar til starla á Keflavik KEFLAVÍK, 8. okt. — Nýr gagnfræðaskóli er tekinn til starfa í Keflavík. Verður hann til húsa í gamla barnaskólahúsinu, en þörf er á sérstöku skólahúsi fyrir hann. Nemendur eru nær 100. Voru menn í sannkölluðu „rétta- skapi“. Þarna var mættur Viggó Natanelsson með kvikmyndavél, til þess að mynda það sem þarna fór fram. Hann hefur fyrr í sum- ar ferðast um og kvikmyndað öll býli í sveitinni og því er snert ir búskap í sveit. Dagur .var að kveldi kominn þegar búið var að skipta og komu margir seint heim. Þingvalla- sveitarmenn urðu að. bíða með að reka fé sitt, þar til í morgun. Flutningur á* fénu gengur ágætlega að vestan, utan dálítill- ar tafar vegna veðurs síðasta daginn. Auk þess urðu nokkrar tafir er einn fjárflutingabíllinn rakst á brú og tepptist þannig umferðin um tíma. En ekkert var að mönnum eða skepnum. Lömbin líta yfirleitt vel út og þykja falleg. Eru bændur þv| bjartsýnir með hinn nýja fjár- stofn. —St. G. ie Kínverji var fyrir rétti ákærð ur fyrir að hafa atvinnu af fjárhættuspili. „Getið þér fært nokkuð fram yður til málsbóta?“ spurði dómarinn. „Já, margt, en fyrst og fremst það, að spilin voru öll merkt og teningarnir falskir. Ég hef því alltaf unnið. Það getur ekki kallazt fjárhættu- spil. 8 ÆTLA AÐ ÞREYTA LANDSPRÓF Nú í byrjun þessa mánaðar tók gagnfræðaskóli til starfa í Kefla- vík og verður þetta fyrsta starfs- ór skólans. Skólastjóri er Rögn- valdur J. Sæmundsson. Nemend- ur skólans eru 98, flestir úr Keflavík og Ytri- og Innri-Njarð- víkum. í skólanum eru þrír bekk ir og er einn bekkur í tveimur deilum. Nemendur þriðja bekkj- ar eru 20. Þar af ætla átta að þreyta landspróf að vori. KENNARALIÐ SKÓLANS Kennarar skólans, auk skóla- stjóra, eru: Sigurjón Jóhannes- son, cand. mag., Kristinn Sigurðs son, stud. philol. og Bjarni Hall- dórsson, cand. oecon. Handavinnu kennslu annast Gerður Sigurðar- dóttir, en Ingvar Guðmundsson kennir piltum bókband. Einnig kennir Hjörtur Þorkelsson pilt- um netahnýtingu. Leikfimis- kennslu annast Hafsteinn Guð- mundsson. ÞARF NÝTT HÚS Skólinn er til húsa í nýja barna skólanum, en gert er ráð fyrir, að hann verði framvegis í gamla skólahúsinu, er viðgerð á því hef- ur farið fram. Er þó fyrirsjáan- legt, að það húsnæði fullnægir ekki þörfupn skólacs lengi. — Er 'eigi vanþörf á því að byggt verði nýtt skólahús fyrir gagnfræða- skólann, þar sem Keftavíkurbær er í örum vexti. — Helgi. vað leggur rikissjéi m irum í áróður Rannsókn nauðsynleg lyrir skattgreiðendur Námsstyrkur við há- skólann í Kiel KONRAD-Mauer-stofnunin í Kiel býður íslenzkum stúdent ! styrk til námsdvalar næsta | kennslumisseri (1. nóv. til 28. fobr.). Styrkurinn er: ókeypis ! dvöl í stúdentagarði með kvöld- J og morgunverði, 70 ríkismörk á mánuði fyrir miðdegisverði o. fl. og undanþága frá kennslugjaldi. Umsóknir skal senda Háskóla íslands í síðasta lagi 15. oót. _ (Fréttatilkynning frá Háskóla ís- ' lands). Herra ritstjóri. MIKIÐ kveður að ferðalögum kommúnista um þessar mundir. Brynjólfur Bjarnason dvelur austur í Rússlandi. Er ekki að efa að hann taki þar þátt í hinu mikla flokksþingi kommúnista. Verður hann því enn betur að sér í hinum kommúnisku fræð- um eftir heimkomuna en nokkru sinni áður. Sjálfsagt verða þeir þó ekki öfundsverðir, sem ó- hlýðnast vilja Moskvulínunni, en ef til vill eru það engir, svo að sú synd kemur engum að sök. Brynjólfur og aðrir kcmmún- istar eru frjálsir feröa sinna frá J og til íslands, svo er fyrir að þakka okkar lýðfrjálsa skipulagi. En hvað ætli kommúnistar segðu |um menn úr öðrum flokkum, sem færu til erlendra stórvelda j til að taka þátt í þarlendum fíokksþingum? Slíkum mönnum yrðu ekki vandaðar kvcðjurnar. Þegar minnzt er á utanfarir má ekki gleyma Kínanefndinni. Þangað fóru einir fjórir eða fimm af helztu broddunum. Ef að líkum má ráða, fær þetta fólk jdýrðlegar móttökur í Kína og rækilega uppfræðslu í lygaáróðri um sýklahernað, árás Suður- Kóreumanna á Norður-Kóreu og aðrar slíkar fjarstæður. Óskandi væri, að Þórbergur [verði ekki svq skelfdur af öllum þessum ógnum, að lífi hans sé , stofnað i hættu. Svo mikið eru jíslenzkir skattgreiðendur búnir jað borga til framfærslu Þór- bergs' fyrr og síðar, að ömui-le*g!t væri ef honum entist ekki ald- ur til, að vinna betur fyrir þess- um greiðslum en honum enn hef- ir tekizt. Nú hefir fjárlagafrumvarpið verið lagt fram á Alþingi og ekki eiga skattarnir að lækka. Ennþá ber líka meira á kröfunum um aukin útgjöld og síhækkandi styrki til mismunandi þarflegra hluta, en um raunverulegan sparnað. Ýmsir tala að vísu ura það, að það þurfi að spara, en minna verður úr þegar á skal benda hvað skera eigi niður. Ég vil þessvegna bera fram eina ákveðna tillögu og skora á rétta aðila að athuga hana. Rannsakað sé, hvað margir menn eru á launum og styrkjum hjá ríkinu að því er virðist eingöngu til að iðka kommúniskan áróð- ur. Því fer fjarri, að ég vilji banna mönnum að vera kommún istar. En ég sé ekki afhverju skattgrciðendurnir eigi að kosta þá níðhöggva, sem naga rætur þjóðskipulags okkar og reyna aS eyðileggja afkomumöguleika al- mennings. Ég er viss um, að sú upphæð, sem með þessu móti er varið úþ ríkissjóði og opinberum sjóðum, er miklu hærri en menn almennt gera sér greina fyrir. Jafnvel þótt hún væri ekki sérlega stór, væri niðurskurður á slíkum út- gjöldum sönnun þess, að ráðandi menn væru farnir að átta sig á, hver er aðalmeinsemdin í þjóð- fplagi okkar. Skattgreiðandú jj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.