Morgunblaðið - 25.10.1952, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.10.1952, Qupperneq 11
Laugardagur 25. okt. 1952 MORGiift BLAtílti 11 vona, no eg venn oiorei s nmoll, oð ég geti @k FliEgslys ER okkur barst fregnin um það iyrir nokkrum dögum að Helgi Valtýsson ætti stórai'mæli.hringd um við til eins af kunningjum hans og 'spurðum hann hvort þetta væri ekki sextugsafmælið hans Helga. — Nei, ekki aldeilis, hann er 75 ára á laugardaginn. Hvernig getur nokkrum, sem sér hinn fóthvata og léttstíga, lág- vaxna og liðuga mann hraða sér um gctur Akureyrarbæjar, dott- ið í liug að hann hafi þegar lifað þrjá aldarfjórðunga. Helgi er einn af þeim mönnum, sem er ódauölegur hverjum sem sér hann. Hvert einasta mannsbarn í Akureyrarbæ þekkir Helga Val- týsson, hann er einn af þeim, sem setja svip á bæinn og- — hann er alltaf eins. Helgi er ung- ur á velli, yngri í spori, en þó yngstur í anda. Logandi áhuga- mál unglingsins brenna á hinni hraðmælsku tungu hans, hann lifnar og lyftist allur er hann læðir eitthvað, sem honum er hugstætt, andlitsdrættirnir harðna og röddin hvessist er honum mislíkar, en rómurinn verður sem silki og hver dráttur mildast er eitthvað fagurt og gott ber á góma. — Það er ekki að ástæðulausu, sem hann er einn af okkar skemmtilegustu fyrir- lesurum. Það er ekki hægt annað en hlusta á Helga Valtýsson, hann lifir hvert orð, sem hann segii'. BÓKMENNTIR Er við komum inn í vinnu- stofu Helga á hinu snotra heimili hans í Hafnarstræti 96 er hið fyrsta, sem við tökum eftir, rit- vélin hans, ókjörin öll af blöð- tm og tímaritum og bunki af handritum og skrifuðum blöðum. Þarna situr hann við störf sín,, skriftir og þýðingar. Þarna þjón- ar hann lífsstarfi sínu og kærasta áhugamáli — bókmenntunum. — Ekki munu hér talin öll þau firn, sem Helgi Valtýsson hefur fært í letur, bæði ljóða- og söguþýð- ingar og frumsamin ljóð og sög- ur. Ennfremur hefur hann safn- að og skráð ómetanlegan þjóð- legan fróðleik og nægir þar að nefna „Söguþætti landpóstanna". Enginn veit tölu á öilum þeim sönglagatextum, sem Helgi hef- ur þýtt úr fjölda tungumála. — Kennslustörf stundaði Helgi mik ið, bæði í Noregi og hér heima. Hefur hann átt margan góðan bemanda er minnast hans sem jnikils kennara og góðs vinar. M. a. mun núverandi sendiherra Norðmanna á íslandi eitt sinn hafa verið nemandi Helga. BLARAMENNSKA Á yngri árum stundaðí Helgi blaðamennsku í Noregi og á hann frá þeim tíma margt skemmtilegt að segja. Mest „spennandi“ atvik úr lífi sínu segir hann að komið hafi fyrir sig í Bergen er hann var þar blaðamaður. Er um at- •vik þatta afar skemmtileg frá- sögn í einni bók hans „Á Dæla- mýrum“ er hann nefnir „Þegar ég sat um Henry Ford“. Lýsir hann þar hvernig hann varð eini blaðarnaðurinn í Noregi, s;m komst á snoðir um brottför Fords til Ameríku eftir mis- heppnrða friðarför hans til Ev- rópu veturinn 1915—16. Þetta kostaði það að Helgi varð að láta kasta nokkrum hundruðum eintaka af blaðinu, sem hann vann við, en frétt hans varð met- frétt. FYRSTI FIÐLU-KVAKTETT Á 'ÍSLANDI ^1 Hljómlistin átti mikil ítök í Helga. Hann lék á fiðlu og mun hafa stoínað fyrsta fiðlu-kvart-. ettinn á íslandi á Seyðísfirði árið 1904—5. Seinna stofnaði hann annan fiðlu-kvartett er harm var kennari við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. — í þessum fyrsta ( kvártétt voru þeir Þorsteinn 4fkcma ísienzku hreindýranna er hrek'nandi áhugamáf Hcíjja Valtýs OL'st.: cem ccr ara i ufcfjs Loðmundarfirði 25. október 1877. Margir næstu ættliðir á undan honum voru bændur austur þar. Þrátt fvrir aUt hans bókmennta- og iistagrúsk á bóndinn ríkan þátt í huga og hjarta þessa nátt- ú.unnar barns. "f’að vottar ást hans til móður jarðar, sem svo glöggt kermir fram í skáidskap hans og skr ifum. Að lokurn viljum við óska þessum 34. ættdð í karllegg frá Ragnari ioð.brók til hamingju, er nami Jeggur yfir síóustu kvart- elaskipti iifsakía.rrnr.ar. Vignir. Iíelgi Valtýsson. Gís’ason rú símstj. á Se-''Sifbrði, Friðþór Steinholt, Theódór Árna son og Gísli Lárusson bróðir Inga Lárussonar, sem þá var 9 ára gamall, en lærði þá á fiðlu hjá þeim félögum. Helgi starfaði einnig í karlakórum bæði á Austur- og Suðurlandi. ÍSLENZKUR ÍSLENDINGUR OG NORSKUR NORÐMAÐUR Heigi eyddi mörgum árum ævi sinnar úti í Noregi og þar gekk hann að eiga konu sína Severine Sörheim. Er Helgi skrifaði bók- ina „Álesund vinabær Akureyr- ar“ skrifaði lektor Hallvard Mageröj um hana og Helga í Sunnmörsposten og komst m. a. þannig að orði: — Helgi Valtýs- son er íslenzkur Islendingur og norskur Norðmaður. Hann talar nýnorsku betur en nokkur ar.nar Islendingur sem ég þekki og hann þekkir Álesund og Sunn- mæri betur en margir Sunnmær- ingar. DÓMSMÁLATARFAR OG KIRKJUMÁLAKÝR Eitt mest brennandi áhugamál Helga í dag eru afdrif hreindýr- anna íslenzku. Hann vill lájta temja þau og gera þau arðbær okkur íslendingum. — Hann er sannfærður um að hreindýra- rækt geti orðið hér vel arðbær atvinnuvegur. Hann stendur í stöðugu bréfasambandi við Lappafógetann í Norður-Noregi og hefur hann fengið frá honum miklar og margvíslegar upplýs- ingar um hreindýrarækt. Hann er að þýða leiðbeiningar um meðferð hreindýrakjöts, sem bandaríska landbúnaðarráðu- neytið hefur gefið út. Hann seg- ir að Lappafógetinn norski hafi boðizt til þess að útvega hingað 2 Lappa með mjög vægum kjör- um til þess að temja dýrin og kenna okkur meðferð þeirra. — Kynstofninn íslenzki er talinn einn bezti í heimi. Vænstu kýr hér leggja sig á 130 kg, en í Noregi aðeins 90 kg. Um búfjár- sjúkdóma segir hann að í Nor- egi séu þess engin dæmi að hreindýrin hafi tekið þá. Hrein- dýrin halda sig ofar í fjöllum en allur annar útbeitarfénaður, fylfTja snjóbrún. Þannig eiga þau ekki að taka haglendi frá sauð- fénu. Ilelgi segir að yfirstjórn hreindýranna hér sé í höndum manna, sem engan áhuga hafi íyrir rækt þeirra, þeim sé þvælt frá einu ráðuneytinu til annars og hefur hann því nefnt þau dómsmálatarfa og kirkjumála- kýi'. Öll sín sterku rök hyggst Hclgi leggja fram þegar hans tími er til kominn og segist hann ekki vilja deyja svo að hann sjái þeim ekki viturlega borgið. 34. ÆTTLIÐUR í KARLLEGG Helgi Valtýsson er fæddur í| — fefjéSaaál í’ramhald af b’s. 6 með Mozart og Beecham", — hreytti harm til baka, „Hvers- vegna tíragast þar með Mozart?" Það er ekki aðeins við opin- ber tækifæri, sem Beecham lætur fjúka sina hárbeittu fyndni og hnityrði. — í vinahópi er hann hrókur alls fagnaðar og getur flutt hinar snjöllustu iælcifæris- ræður. „Winston og ég, erum tveir beztu ræðusniliingarnir, sem England á!‘( sjálfur. „GERUM HÆRRI KRÖFUR“ En upp yfir allan ofstopa hans og öfgar, kveður við raust, sem hrópar yfir gjörvallan hljómlist- ar heiminn hin persónulegu kjör- orð: „Gerum hærri kröfur, greinum kjarnann frá hism- inu“. Sir Thomas Beecham hefur ekki látið sitja við orðin tóm, og hinn langi og glæsilegi hljóm- listarferill hans réttlætir að miklu leyti þann dóm, að „Beec- ' ham hafi unnið brezkri hljómlist meira gagn en nokkur annar maður“. þýðuffokkurinn Framhaid af b!s. 10 og valda óbætanlegu tjóni. Það var út af fyrir sig ekkert láandi Alþýðuflokknum, þótt hann bæri ekki gæfu tii að finna leið út úr erfiðleikunum, hitt var miklu lakara, að hann hafði ekki mann dóm til þess að styðja þá, sern tóku að sér að rétta við og ha'ida baráttunni áfram fyrir bætt.um lcjörum fólksins, og sem m. a. tryggðu almannatryggingunum nægilegt fé til bótagreiðslu. — Alþýðuflokkurinn getur svo skemmt sér við að telja fólki trú um það fram yfir næstu kosn- ingar, að hsnn, með því að hlaupa frá sllri áhyrgð, þegar tryggingarrar þurftu hvað mest á að halda, sé því máli öruggari og betri stcð, en Sjálfstæðis- flokkurinn, sem ekki einasta hefur ávallt staðið við allar sín- ar skuldbindingar í því máli, heldur hefur og tekið á sig þá byrði, sem A þýðuflokkurinn og Socialistaflokkurinn lofuðu að bera á sínum tíma, en svikust urn, annar fyi ir skort á mann- dómi, hinn fyrir ofurást á er- lendum hatsmunura. Það er ákaflega mikill mis- skilningur sð það sé mest um vert að hrúga upp alls konar kröfum urn umbætur, án þess að vilia nokkuð á sig leggja til þess a.ð tryggja framkvæmdina, en þessi Ijóður hefur nú jafnan verið á ráði Aiþýðuflokksins, og það er ein Yneginástæðan fyrir smækkun hans, og ekki útlit fyr- ir annað, en að þetta sé á góðum vegi mcð að leiða hann til graf- ar. Gísli Jónsson. segir hann Nýlega varð flugslys í Danmörku, er Thunder-orustuvél lenti á akri skammt frá bóndabæ einum. Eftir að flugvélin hafði íent á akrinum kastaðist hún aftur í íoft upp cg féll í mörgum h!uíum til jarðar. Stærðar stykki Ienti í trc einu, sem síendur við bcnda- bæinn og siíur þar. Hagnús Guðnason Framhald af bls. 7 ekki stirðari í höndunum eftir 72 ára grjótvinnu, en hann getur sezt við skriftir. „Satt að segja furðar mig á því, hve lítið ég finn til gigtarinnar á síðustu árum, eða naumast ekki neitt, eins og ég fékk þó slæm gfgtarköst, þegar ég var miðaldra sem kallað er, eða um fertugt. „SÁ Eil EKKI EÍNN, SEðl . . Eg hugsaði með sjálfum mér, að það væri gleðiefni fyrir fertuga menn, sem þjást mikið af þessum leiða kvilla, að beir skuli geta vænst þess að lcsna við alla gigt og verða frískir eins og fiskar þegar þeir eru komnir um nírætt. „Finnst þér það ekki vera furðu stutt síðan þú vannst við Þing- húsbygginguna?“ „í raun og veru finnst mér það svo, ekki síst þegar ég renni hug- anum í einu yfir öll árin síðan, þá finnst mér þau hafa verið furðu fljót að líða. Þetta heíur lið ið hjá nærri eins og örskot. — Mannsæfin er hraðfleyg stund í sjálfu sér, þó hún verði þetta löng að árum. ALLT IIEFUR ORBIÐ MÉR TIL GÓBS En þegar ég hugleiði ævi mína, renna upp íyrir mér margar erf- iðar og þungbærar stundir á iiðn- um árum, margir erfiðleikar, sem ég hef mætt á lífsleiðinni. En þegar allt kemur iil alls hpfa allir erfiðelikar og allar raunir orðið mér til góðs. Enda sannast það á langri æfi, að.,Sá er ekki einn, sem guð styður“. Og svo er það konan, sem vorið hefur mér allt í öllu. Það er eins og þú veizt svo margt senr eigin- konan getur gert til að gera heim- i’ú manns og allt líf ánægjulegt. Ég fæ aldrei nógsamlega þakkað það,“ s'agði hinn aldraði eigin- maður og fann ég það glögglega ó honum, að hann var staðráðinn í að þakka konunni sinni fyrjr, hvað hann hefði notið margra langr.a, og ánægjulegra ævidaga. En þegar ég byrjaði að sýna á mér ferðasnið, rétti hann að mér sherryglasið einu sinni enn og sagði „að þetta skemmdi engan“. MORGUNHRESSING „Það veit ég“, sagði hann, „því ég er vanur að súpa úr svona glasi ó morgnana, þegar 6g kem á fætur, og einu hrái eggi með. Þetta geri ég samkvæmt gömlu ráði og hefir gefist. mér vel“. Ef menn þurfá ekki annað og meira til þess að verða fullírísk- ir og vinnufærir níræðir, þá er synd að fleiri skuli ekki veita sér þennan munað, hugsaði cg um leið og ég' kvaddi hinn níræða heiðursmann. V. St, AlþjóSabankinn síyour uppbygglngu um helm alian ÍSLENDINGAR eru nú byrjaðir á smíði áburðarverksmiðju með hjálp Alþjóðabanka S. Þ. — Ástralíumenn hyggjast auka út- flutning sinn um I07o msð að- stoð bankans, Columbiumonn koma sér upp nýtízku járnbraut- arkerfi og Perúmenn afla sér nýtízku landbúnaðarvéla. — Á |Ceylon verða tsknar upp nýjar | ræktunaraðferðir og keyptar j ræktunarvélar á næsta ári, og í J Nigaragúa verður landbúnaður, ! iðnaður, skóla og fræðslukerfi ; fsert í nýtízku horf. Allt þetta | verður gert fyrir lánsfé frá Al- þjóðabankanum. Að vísu eiga fyamkvæmdirn- >ar á Ceylon og í Nigaiagúa enn | langt í lar.d, en lánveitingin hef- | ir þegar verið ókveðin. Hinar j framkvæmdirnar, sem að ofan getur, eru kostaðar moð lánum, er bankinn veitti á öðrum íjórð- ungi þessa árs. Á þeim ársfjórð- ungi veitti bankinn 77 milljónir | dollara í lán. Þar með er útláns- I íé bankans orðið 1,5 milljarðir j dollara. Tuttugu og sjö ríki haía I tekið lán hjá bankanum, og erú. | útlánin 77 i.alsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.