Morgunblaðið - 16.11.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1952, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. nóv. 1952 > r h ^,/mmmmmmmmmiiiiimiimimmi im»»»i»»iiiiiiiiiii»iiiiiiiiii»i»MmiMinm«*iiiii»imiii»iiiHiiiiiiMniiiiiiiiiiiimiiiiii»H»iii»»iM»i«*mMiii»im»i»M»»Mi»i»iiMn«»»»mtMM»«»i**wn»»»t»* ADELAIDE Skdldsaga eítir MARGERY SHARP. 1111111111111111111111111111^1111 iimmmtmmimiimiin immmmmi 1111111111111111111111111111111111111111111111111 IIMMIMIIMMIIIIIIIIIMMIMIIIIIII Framh.aldssa.gan 63 minningar frá heimsóknunum í þetta hús, þá fannst henni ó- þægilegt að koma þangað nú. Andrúmsloftíð var þungt, og það var ofhlaðið húsgögnum. Það var altalað að ungfrú Hambro væri þrjá klukkutíma á hverjum morgr.i að þurrka rykið og þó hafði hún stúlku sér til hjálpar. Húsgögnin höfðu þannig tvær stúlkur.... Dodo hló með sjálfri sér við tilhugsunina. Hún leit í kring um sig í stof- unni og virti fyrir sér ljósmynd- irnar af frændfólkinu, sem Ellen hafði hengt upp um alla veggi. Þá kom hú nauga á mynd af ung- um manni með háan flibba og hárið greitt fram á ennið. Ein- hvérn tírnann hafði henni verið sagt að þetta væri frændi henn- ar, Treff. Hún vi$si reyndar varla annað um hann en það að hann var skyldur móður hennar og að hann bjó á Ítalíu. Hann hafði setzt þar að og það var merkilegt þar sem hann var af Culver-ætt- inni. Dodo þekkti lítið til þess fólks, en það sem hún hafði heyrt af því bar vott um að það hefði verið mjög „viktoríanskt", en ein- hvern veginn hafði Treff frændi hennar slitið sig lausan frá göml- um venjum. Hún fór að fá áhuga fyrir honum. Reynslan hafði kennt henni að engir gátu haft áhrif á móður hennar nema fólk af henrfer eigin eða eldri kyn- slóðum. Það hefði t.d. verið alveg tilgangslaust að fá Sonju Trent til Surbiton. íil að tala um fyrir móður hennar og leyfa henni, Dodo, að leigja sér íbúð i London. Skynsemin sagði henni meira að segja að sjá um að Sonja Trent kæmi alla ekki til Surbiton og hitti móður hennar. En ef hægt væri að fá þennan Treff frænda hennar til að taka hennar mál- stað. þá gat verið að það hefðist af. „Bara 1 sex mánuði“, hugsaði Dodo. „Bara þangað til ég giftist". En innst í hjarta sínu vissi hún, að ef hún kæmist einu sinni burt, mundi hún aldrei koma aftur, og hún mundi þá aldrei giftast Tommy Hitchcock, vegna þess að' einhver annar miklu ríkari eg miklu meiri maður mundi biðja þrá hennar til að finna einhverja fasta fótfestu í lífinu. „Komdu sæll, Treff frændi“, sagði Dodo við myndina og flutti hana á meira áberandi stað. Hún heyrði að móðir hennar og frænka töluðu hástöfum r.aman frammi í anddyrinu. Svo heyrði hún að þær fóru báðar upp. „Varla fer hún að sýna mömmu húsið“, hugsaði Dodo. Hún fór sjálf fram í anddyrið. ,,Mamma“, kallaði hún. „Ég verð að fara. Ég á að fara í badmington í dag“. „JSeja, en komdu ekki of seint í kvöldmatinn", kallaði mamma henr.ar niður. Dodo fór út um forstofudyrnar og r.iður að hliðinu. Trén uxu þétt meðfram stígnum og laufin vörpuðu dimmum skugga á gras- ið. Dodo velti því fyrir sér, hvern ig r.okkur gæti af sjálfsdáðun kosið sér að búa í svo skuggalegu og leiðinlegu húsi. 4. Dodo kom seint heim til kvöld- verðar. Um leið og hún settist í sæti sitt við borðið, fann hún það á sér að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Mamma hennar var næstum hátíðleg á svipinn og það var vindlalykt af föður hennar. Og þegar þau litu bæði á hana um léið og hún kom inn, vissi hún að þessi óvænti atburður mundi snerta hana. „Var gaman?“ spurði Alice. ,.Já, þakka þér fyrir“. En spurningin og svarið sömu- leiðis var ósjálfrátt. „Þú hefðir ekki átt að hlaupa svona á undan mér heim, Dodo. Það var mjög illa gert gagnvart Ellen frænku“ „Ég er viss um að henni stóð alveg á sama“. Alice leit á eiginmann sinn. Hann kinkaði kolli og hún hélt áfram: „Satt að segja ætlaði hún að segja þér dálítið. Þú verður að fara aftur til hennar eftir kvöld- mat“. Dodo gapti af undrun. „Fara aftur .... Því get ég ekki hringt til hennar?" „Þú átt að fara“, sagði Freddy Baker og byrsti sig. Dodo lagði frá sér gaffalinn og setti upp þrjóskusvip. „Ég er búin að leika badming- ton í tvo klukkutíma, það er dans leikur í tennisfélaginu í kvöld og Tommy kemur að sækja mig klukkan níu“. „Tommy getur farið með þér“. „Þá komum við of seint. Og þar sem það virðist augljóst að þið vitið hvað hún vill mér, finnst mér þið geta sagt mér það. Ef hún hefur ákveðið að gefa okkur eitthvert hryllilegt silfui'stykkið í brúðargjöf, þá getur hún... * „Bodo“, sagði Alice ávítandi. „Hún ætlar að gefa þér húsið“. Dodo lét fallast aftur á bak í stólinn með starðandi augu og hálfopinn munn. Henni fannst eina von sín á þessu augnabliki veraVú að geta vantreyst orðum móður sinnar. „Svona“, sagði móðir hennar með umhyggju. „Fjnnst þér það ekki dásamlegt? Ég er ekkert hissa á því þótt þetta komi þér á óvart .... en henni finnst það eiginlega vera of stórt fyrir sig ....“ I „Það er of stórt fyrir Tommy og mig“, sagði Dodo með öndina í hálsinum. I „Það verður ekki alltaf of stórt“. | „Mamma, við gætum ekki átt heima þar. Tommy hefur ekki ráð á því“. | „Vitleysa. Allir hafa ráð á að búa þar sem þeir þurfa ekki að borga húsaleigu. Og húsið er góð eign“. „Hvar ætlar Ellen frænka að vera?“ „Hún aetlar að leigja sér litla j íbúð annars staðar". Dodo lá við að hlæja að þess- ari kaldhæðni örlaganna. Enda þótt hún væri bæði undrandi og skeld vissi hún þó að ekki var bráð hætta á ferðum. Henni i fannst það ekki geta verið mögu- I legt að hægt væri að flytja hana' með húsi. Hún treysti því að Tommy væri henni sammála hvað það snerti. En Tommy varð yfir sig ánægður þegar honum var sagt frá þessari tilvonandi brúðargjöf. Hann samsinnti því að húsið væri stórt, en sagði að hennar, eða eir.hver enn ríkari mundi bjóða henni namning við kvikmyndafélag.... Flest un'gt fólk hefur sjálfsálit í nokkuð ríkum mæli. Það er ekki nema gott eitt til þess að segja. Það hefur þá aðeins meira vegarnesti, þegar það leggur út í lífsbaráttuna. Það sem undar- legt var í sambandi við sjálfs- álit Dodo var það að henni fannst Hröi höttur snýr aftur eftir John O. Ericsson 54. það ekki vera sér samboðið að búa í Surbiton. Það var ekki al- gengt að dætur væru urn kyrrt í föðurhúsum. Flestar fóru í fram- haldsskóla eða fóru að vinna fyr- ir sér. En Dodo var kyrr heima og það þótti eldra fólkinu mjög virðingarvert, og eins og það átti að vera. Hún var lagelg og hafði næman tíma aflögu til að æfa sig í tennis og læra utanað kafla úr þekktum leikritum og það var því aðeins eðlilegt að hún tæki forystuna meðal unga fólksins í nágrenninu. Hún gat ekki varizt því að álíta sjálfa sig nokkuð fram yfir það venjulega. Ekki var hún þó sérlega hé- gómagjörn. En hún var viss um, að hún hefði þroskaðan persónu- leika. Ef hún hefði fæðst einni kynslóð fyrr, hefði hún vafa- laust orðið kvenréttindakona. Henni fannst hún eiga eftir að gegna einhverju ákveðnu hlut- verki í lífinu. Dodo vissi það ekki sjálf, að þessi löngun hennar til að búa í íbúð hinni fr|æ[slyndu og, léttúðugu Sðnju, v’at sprbttift af’ — Farðu burt með hann, bróðir. Hann skal ekki þurfa að bíða lengi. Þá kemur að þér, eiturkvikindið þitt. Tuck hrinti hinum skjálfandi Stork áfram. — Náð, herra! Náð! sagði Stork grátandi og bar sig hörmu- léga. Hafið meðaumkvun með manni, sem hefur verið dreginn á tálar. Ég hata Guy og óska honum alls ills. Hann . hefur barið mig og sparkað í mig. Og nú í nótt ætlaði ég mér hingað til þess að gerast einn af rriönnum yðar. Hrói hló- — stuttum, hörðum hlátri, sem ekki vissi á gott. Hræsnarinn steinþagnaði eins og hann hefði fengið svipuhögg í andlitið. Útlagarnir töluðu saman í hálfum hljóð- um, fullir viðbjóðs og fyrirlitningar. Tuck missti alla stjórn á sér. Hann tók Stork og skók hann og hristi, eins og hann væri tuska. — Reiðstu mér ekki, Hrói, þó að ég hlutist til um verk þín, sagði hann. En þetta huglausa úrþvætti eitrar loftið í skóginum okkar með þessu hræsnisflaðri. Arum saman hefur hann verið viljugt verkfæri í höndum þessarar blóð- sugu, sem hefur hann í þjónustu sinni. Fátæklingunum hefur hann verið fjötur um fót og heiðarlegu fólki til kvalar og skapraunar. Sá glæpur er ekki til, sem hann mundi ekki fúslega fremja — og ekki mundi hann hika við að myrða Nabot til að geta lagt undir sig víngarð hans. í gærkvöldi stóð hann albúinn að húðstrýkja mig, nú er hann albúinn að svíkja höfðingja sinn. Svei! Bróðir Tuck hrækti frá sér í reiði. Ræða hans vakti geysi- lega hrifningu. Hrói lyfti upp hendinni og bað menn sína að svria stillingu. Ný sending aí barnafatnaði ! MARKAÐURINN j Bankasiræíi 4 : MENTASOL CHLOROPHYLL TANNKREM! (fjDÍ’ur ferskt bragÖ í nnunniinn aiðan daginn! Pepsodeni fram- leiðsla NÝTT undra. tannkrem — grænt Mentasol — betri tenn- ur og tannhold, hreinn og ferskur munnur — allan dag- inn. — Það eyðir andremmu, ekki að- eins í nokkrar mínútur, held- ur daglangt. Mentasol er grænt, því það inniheldur raunverulega blað- grænu — CHLOROPHYLL. — Það er ekki að furða þótt að chlorophyll hafi undraverð áhrif. því að blaðgrænan or- sakast af geislakrafti sólarinn- ar. Chlorophyll tannkrem minnk- ar þær munnsýrur, sem skemma tennurnar — eyðir gerlunum, er orsaka sýrurnar. Mentasol er uppáhald allra sem notað hafa.... Það verndar allan munninn! Tannkreniið K-MSI-837-5J með CHLOROPHYLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.