Morgunblaðið - 23.11.1952, Síða 11

Morgunblaðið - 23.11.1952, Síða 11
Sunnudagur 23. nóv. 1952 MORGUNBLAÐfÐ n Sjötugurs Leifur Theédór Þor- Gísli Jakobsson, Hofssföðum leifsson - minning XJTXTAT 1 A V* ri ** n Xí T GÍSLI J AKOBSSON, bóndi á Hofsstöðum í Garðahreppi verð- ur sjötugur á morgun (24. nóv.). Gísli er einn af elztu og merkustu bændum í Garðahreppi, og tek ég mér því það leyfi — sem sum- ír kalla Bessaleyfi — til aS minn- ast hans hér með fáeinum orðum. Gísli er fæddur að Skáldabúð- um í Gnúpverjahreppí í Árnes- sýslu 24. nóv. 1882. Voru for- eldrar hans hjónin Guðrún Ein- arsdóttir og Jakob Ehríksson ,er þá bjuggu á Skáldabúðum. — Gísli ólst upp með foreldxum sín- um við mikla fátækt á ýmsum stöðum þar eystra. Þar til þau fluttu sem leiguliðar að Hofs- stöðum árið 1893. Jörðinra keyptu þau litlu síðar og bjuggu þar allan sinn búskap upp frá þvi. Hofsstaðir voru ekki mikíl jörð þegar foreldrar Gisla komu þang- að. Túnið fóðraði víst ebki nema eina kú og nokkrar kindur, og um engjaslægjur er þar varla að ræða, síst góðar. Það var því hörð lífsbarátta, sem beið böndans að austan fyrstu árin á Hofsstöðum. En fjölskyldan var hraust og vön vinnU og snemma gerðist Gísli góður liðsmaður á húi foreldra sinna. Héðan var styttra til sjáv- arins en úr austursveitum og eygði Gísli snemma þá möguleika að draga björg í bú foreldra sinna úr sjónum. Þá stóð skútu- öldin með miklum blóma hér við Faxaflóa sunnanverðan, og um fermingaraldur réðist Gísli til sjós og stundaði þá atvinnu um 20 ára skeið, við góðan orðstýr. Þá þekktist ekki fast kaup eða kauptrygging á vertíðum, svo sem nú tíðkast, heldur átti hver það undir sjálfum sér, dugnaði sínum og árvekni við fiskidrátt- inn, hvað hann bar úr býtum. Það kom brátt í Ijós, þegar » fyrstu vertíðinní, þó ekki væri Gísli þá hár í lofti, að honum lét vel að fást við þann gula. Hann var bæði kappsamur og fylginn sér, og er frá leið jafnan hæstur eða með hæstu mönnum í drætti á sínu skipi. Og það hefur sagt mér gamall skipsfélagi Gísla, að und- arlega hafi hann verið léttsvæf- ur á þeim árum. Löngum hefði það verið svo, að þó hann ætti vakt í koju og svæfi, þá hefði verið eins og hann vissi alltaf hvað gerðist á dekkinu. Og þeg- ar tregfiski var, en eitthvað glæddíst drátturinn hjá þeim sem á dekkinu voru, hefði Gisli óðar verið kominn að færinu sinu. Var honum þá ekki nóg að fara siá'f- ur á dekk heldur ýtti hann jafn- an við félögum sínum er sváfu og lét þá vita hvað um væri að vera, svo þeir gætu þá láka borið sig eftir björginni ef þeir hefðu | þrek og vilja til, og lýsir það manninum nokkuð. — En. þó Gísii! væri kappsamur við fiskidráttinn, lét hann aldrei liggja upp á sig önnur verk er á skipinu þurfti að vinna, og varð af því óvenju Vinsæll meðal félaga sinna. Árið 1917 keypti Gisli jörð og bú af foreldrum sínum og hóf þá sjálfstæðan búskap á Hofstöðum. Sama ár giftist hann Sigrúnu Sig- urðardóttir frá Vífilsstöðum, ágætri konu, og hafa þau síðan búið á Hofstöðum við vaxandi efnahag og hagsæld i hvívetna. Þau hjón hafa eignast fímm dæt- ur, er þau haf a mannað og mennt- að vel. Og nú er svo komið, að Hofstaðir eru með beztu og feg- urstu jörðum í hreppnum. Þar eru allar byggingar gerðar af steini, traustar og vandaðar, og tún rennislétt og kappræktað, því Gísli leggur meiri áherzlu á að rækta túnblettinn sinn vel, en þenja hann út í allax áttir og kalla tún þar sem eitt og eítt hálf soltið ýlustrá æpir til annars úr rótlausum flögum. Gísli Jakobsson er hlédrægur maður að eðlisfari, en hefur þó ekki komist hjá því að gegna | ýmsum opinberum störfúm í sveit sinni. Umboðsmaður Brunabóta- ! félags Islands hefur hann verið ■ síðan hóf starfsemi sína hér í | sveitinni, og í fræðslunefnd og | hreppsnefnd hefur hann verið í j niörg ár. En spyrji maður hann að, hvað lengi hann hafi starfað í þessum nefndum eyðir hann óð- ar því tali, því hann er lítið gef- inn fyrir að tala um sjálfan sig eða sín verk. Hann sveigir þá talið heldur að landsmálum, því þar hefur hann fylgst vel með um mörg ár og hefur ákveðnar skoð- anir á þeim málum. Sjálfstæðis- stefnan á þar óhvikulan fylgis- mann. — Gísli er heilsteyptur maður og traustur. Fáskiptinn um annara hagi, en þéttur fyrir ef á hann er leitað, Vinur vina sinna, en nokkuð vinavandur, að sögn þeirra sem þekkja hann bezt. Gísli brá búi á s.l. vori, en við búi og jörð tók Sveinbjörn Jó- hannesson tengdasonur hans. Enginn vafi er á því, að sveit- ungar Gísla og gamlir vinir fjær og nær munu minnast hans með hlýhug og virðingu á þessum tímamótum í ævi hans, og óska þess, að hann megi enn um tugi ára lifa ern og hraustur á hinni fögru jörð sinni, — sem hann með ævistarfi sínu hefur breytt úr koti í höfuðból. Nágranni. HINN 14. þ.m. andaðist Leifur Theodór Þorleifsson að sjúkrahús inu Sólheimum eftir skamma legu 74 ára að aldri, og verður hann jarðsettur í kirkjugarðinum við Suðurgöiu á morgun. Virðist okk- ur, er honum voru persónulega kunnugir, að skylt sé, að hans verði minnst. Hann fluttist bingað til Reykja- vikur með foreldrum sínum tveggja ára að aldri, og dvaldist hér alla tið síðan, eða rúm 70 ár. Fæddur var Leifur heitinn 2. júlí 1878, ao Vörðufelli á Skógar- strönd. Foreldrar voru þau Mar- grét Marísdóttir og Þorleifur Jóns son, barnakennari hér í bænum. Leifur kvæntist 2. febrúar 1901 Jónínu Magnúsdóttir frá Miðseli, og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi í meira en 40 ára. Jónína andaðist árið 1940. Þau hiónin eignuðust 2 börn, Jónínu Vigdísi er dó í æsku, og Eirík koiisál Finna, sem kvæntur er Ölmu Andersen dóttir Andersens heitins klæðskerameisíara hér í bæ. SKAK Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖI.LER Teíld í Saltsjöbaden 1S52 HVÍTT: Geller, Sovétríkin SVART: Unzicker, Þýzkaland. 1. d2—d4 2. c2—c4 3. Rgl—f3 4. Rbl—c3 5. e2—e4! d«—d5 c7—c6 Rg8—f6 d5xc4 b”—b5 Svartur getur nú haldið peð- inu. Hvítur fær í þeii; stað sterka peðamiðju og í flestum til- fellum verður hvita peðið á e5 Þrándur í Götu svarts. 6. e4—e5 7. a2—a4 Rf6—d5 e7—e6 Hvorki 7........ Be6 8. axb Rxc3 9. bxc cxb 10. Rg5 Bd5 e6! o. s. frv. með betra tafli fyr- ir hvítan, né 7......Bf5 8. axb Rb4 9. Bxc4! Rc2t 10. Ke2 Rxal 11. Da4! er álitlegt fyrir svart- an. 8. a4xb5 9. b2xc3 10. Rf3—g5 11. Ddl—h5 Rd5xc3 c6xb5 Bc8—b7 S'—S6 Ef 11.....Dd7, þá 12.Rxh7! 12. Dh5—g4 BÍ8—e7 Svartur getur ekki leikið 12.....Ra6 í þeim tilgangi að koma riddaranúm til c7 og d5, því hvítur leikur þá 13. Hxa6! Bxa6 14. Df3 og hótar máti á Í7 og skák á c6. 13. Bfl—e2 Rb8—d7 irauð 0£j leikar BRAUÐ OG LEIKAR hrópaði lýðurinn í Rómaborg hinni fornu, — og auðvitað vildu keisararnir ekki fá hann upp á móti sér með því að neita svo lítilfjörlegri bæn; enda var brauð og leikir helzta leið keisaranna til þess að afla sér vinsælda lýðsins og ná hylli hans. Jæja, en hvað um það. — Hitt er nefnilega öllu athyglis- verðara, að enn í dag eru Italir allir fyrir leikana og síðustu hag- skýrslur sýna, að enda þótt þeir eyði tiltölulega mjög litlu í bæk- ur, þá sæki þeir alls konar skemmtanir fyrir á 3. milljarð ísl. króna a ári. FÁEINAR SKRUDDUR | Stórt ítalskt bókaútgáfufélag hefur sent frá sér nýlega bækl- ing, sem sýnir, að einungis mjög fáar bækur séu til á venjulegu ítölsku heimili. Segir þar, að þar sjáist varla aðrar bækur en í hæsta lagi ein bænabók, mat- reiðslubók, almanak, spilabækur og nauðsynlegustu skólabækur. Enn fremur séu til á örfáum heim ilum nokkrar leynilögreglusögur, ljóðakver (sem fjölskyldan hefur fengið við eitthvert sérstakt tæki færi), símaskrá og e.t.v. eitthvað fleira. — Er þá svona nokkurn- veginn upp talinn bókakostur venjulegs ítalsks heimilis, segir i bæklingnum. — Því að ítalir nota enn þá aurana sína í brauð og | leiki, — ekki sí?ur en forfeður þeirra. i Foreldrar Leifs heitins dvöld- ust bæði á heimili Jónínu og Leifs siðustu æviár sín við gott átlæti og aðbúð alla. Auk barna þeirra hjóna ólst upp að mestu leyti á heimili þeirra Margrét Guðmundsdóttir, tannsmiður, og Guðrún Sörensen systurdóttir Jónínu heitinnar, gift Ólafi Páls- syni, múrarameistara. Ungur lafði Leifur stund á verzlunarstörf, og starfaði hann lengi við hina þekktu verzlun Sturlubræðra hér í Reyltjavík, og var löngum þekktur undir nafn- inu: „Leifur hjá Síurla“. Siðar varð hann aðalbókari og gjald- keri Slippféiagsins í Reykjavík í f jöldamöre ár. Rithönd hafði Leif ur eina hina nrýðilegustu, með afbrvgðum skýr og fáguð Leif- ur heitinn var hið mesta prúð- menni í framkomu allri og snyrti menni. Hann var afskiptalaus um anrara hsffi, en manna skemmti- lefsstur í v'ópi vina og kunningja, ræðinn, Uttlyndur og kíminn án græsku. Var bví mörgum hlýtt til hans, og því meira sem menn kynntust honum betur. Feðgarnir Leifur op Eiríkur voru jafnan mjög samrýmdir, og starfaði Leif ur heitinn síðustu 17 árin við skóverksmiðiu bá er feðgarnir ráku í Ingólfsstræti 21C hér í bæ"um. Vinir og ættingjar Leifs he't- ins kveðia ha^n hinztu kveðiu, op b'ðiá honum blessunar Guðs og friðar. Kr. Schram. í þekktri skák milli Gellers og Flohrs, lék Geller í þessari stöðu 14. h4 og tapaði eftir 14. .... h5 15. Dg3 Rb6 16. 0—0 a5! þar sem svartur varð fyrri til drottningarmegin. Geller hugsar sér nú að endurbæta áfram- haldið. 14. Be2—f3 15. Rg5—e4 16. Bel—h6 Dd8—c7 Rd7—b6 Hh8—g8 * Staðan er nú mjög erfið, sér- staklega fyrir svartan. Til greina kom einnig 16........Rd5 17. 0—0 a6 18. 18. Bg7 Hg8 19. Bf6 o.s.frv. eða 16......Bxe4 17. Bxe4 0-0-0. 18. Df3 Bf8 19. Bg5 og hvitur virðist hafa yfirhöndina. 17. Bh6—g5 18. Bf3xe4 Bb7xe4 Rb6—d5(?) Nú var sennilega heldur betra að leika 18. .. 0—0—0, en hvort það hefði nægt til að halda jöfnu er vafamál. 19. Be4xd5 20. Bg5xe7 e6xd5 Dc7xe7 Nú virðist í fljótu bragði að svartur hafi yfirunnið mestu örðugleikana, þar sem búið er að skipta upp öllum léttu mönn- unum. Það er því athyglisverðara hvernig Geller notar sér veik- leika svörtu stöðunnar á glæsi- legan hátt. 21. 0—0 Ke8—f8 22. Hfl—bl a7—a6 23. Dg4—f3! De7—e6 24....... 25. f3—f4 ÐeS—c8 Prjónavérur fyrir börn og fullorðna. — Síðasti dagur ísienzku vik- unnar. Gjöi ið svo vel og lít- ið í gluggana. Prjónastofan VESTA Laugaveg 40. ■ tli i.'$m '"wÁ j 'zm i á wá m 1 * wm. wm ., „ . iiii mnfMk IíMa’B ■ Big ■ m m wm m jm w mfm 'á m flátt BEZT AÐ AUGLtSA 1 MORClHSBLAÐIDill 24. Df3—f6!! !Mjög fallegur leikur. Ef svart- ur fer í drottningarkaup, missir hann allt vald á peðastöðunni. T. d. 24.....DxD. 25. exf g5 26. Hxb5 Hg6 27. Hxa6! Hd8 28. Hxd5! Til að sporna gegn g6—g5, sem nú myndi svarað með f4—f5. 25.... 26. Hal—a5 27. Hbl—al DcS—b7 i Kf8—e8 1 b5—b4 í Nú er enga björgun að fá. 28. c3xb4 Db7xb4 í 29. Ha5xb5 Db4—b7 j 30. e5—e6! G e f i 8. \ Lokin gætu verið þessi: 30. .. Dxd5 31. Dxf7t Kd8 32. e7f! og- síðan DxD. Síðara hluta þessarar skákar teflir hvítur frábærilega vel. (Aths. að nokkru þýddar eftöf Stuttgarter Zeitung). Skákþraut O. N E M O, Wien ^ (W. Schachz, 1935) ■ WM. m, 'Wá ww í 1 Wk I # 'M j 1 | á líSr wrn SH W, //áfá. wdm //////, //y/ss. si'Ws i Wm m, ® 8! Hvítur leikur og mátar í 3. leifc. Yfirlýsing ú! al full- ’ Irúakjörinu í SMF 1 AF GEFNU tilefni út af greia um Fulltrúakjörið í Sambandi matreiðslu- og framreiðslu- manna, er birtist nýlega í Þjóð- viljanum, vil ég taka fram eftir- farandi: Nokkrum dögum eftit að taln- ingu lauk, fékk ég skilafccð um að Haraldur Tómasson vildi tala við mig og var ég beðinn um a3 hitta hann á Hótel Borg, en þar vinnur hann. Kom ég á umrædd- um tíma, erindi hans við mig var ao spyrja um hvort rétt væri um viðskipti okkar Böðvars Stein þórssonar, eins og getið er um í Þjóðviljagreininni. Var laus- lega talað um þetta, hvað ég rétt vera. Spurði Haraldur mig þá hvort ég vildi kæra þetta. Neit- aði ég því, en óskaði eftir að fá tækifæri til að tala við Böðv- ar ásamt Haraldi, og lofaði Har- aldur mér að leiða hesta okkar saman. Ég vil taka fram að hvorugan þessara manna þekki ég, hef aðeins einu sinni talað við Böðvar og sá Harald í þetta skipti í fyrsta sinn. Ég er ný- kominn í S. M. F. og er að öllu leyti ókunnugur málum þar off mönnum. Eftir að hafa kynnt mér betur fyrirkomulag kosn- inga í sambandinu, tel ég ekkert athugavert um viðskipti okkar Böðvars. En ég mótmæli rétti Haraldar Tómassonar til að birta eftir mér það sem birt var án minnar vitundar, og mótmæli að Haraldur hafi ekki leitt hesta okkar Böðvars og sín saman til viðræðna um þetta efni, og einn- ig mótmæli ég því, að Karaldur hafi ekki látið mig vita um kosn- ingafyrirkomulagið eins og það hefur verið, en í þess stað birt í heimildarleysi stutt og sund- urlaust viðtal, er hann sjálfur hefur óskað eftir hjá mér. Hannibal Einarsson Baugsveg 7. RAGNAR JÓNSSON bæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Laugaveg 8. Sími 7752.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.