Morgunblaðið - 06.01.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. jarr. 1S53
MORGUNBLABIÐ
7
illll
ÉG HEFI barizt góðu baráttunni,'
hefi fullnað skeiðið, hefí varð-
véftt*tr'úna. Og nú er mér geymd-
ur sveigur réttlætásins, sem Drott
inn mun gefa mér á> þeím degi,
tiann hinn réttláti dómsri; en
ekki einungis mér, heW.ur og
öllum, sem elskað ba£a> opic.ber-
un hans.
2. Tírru 4. 7—8.
Postulinn horfir fram. á veg (
allrar veraldar. ber hann
fram játninguna, er bami títur
yfir farna leið, og MhBsasa, er
hann hugsar um hei.mfe«ruuna,
, er sigri er fagnað að lofeinm bar-
áttu. Gerir hann ráð fyrir því, að
á eftir honum komi rnacrgir, sem
játa trú sína á hinn s»ma Drott-
iiin, og eigi hina sigttrsaelvi vissu
um fögnuðinn á eftir stríffinu.
Þess vegna segir haraK Sveig
réttlætisins mun haroí gefa mér,
en ekki einungis mér, heMor og
öllum, sem elskað hafa. @pinber-
un hans. j
Vér sjáum fylkingui þeirra, sem
játa hina sömu trú og eíga hina
sömu vissu.
□ O
I dag eru þessi or& postulans
lesin upp á útfarardtegi ilennar
Hátignar Alexandrine drottning-
ar. En drottningin he.fír lagt svo
fyrir, að þessi heilögu orð skyldu
hljóma, er hennar varti minnst
á siðustu kveðjustuncUutfe.
Nú er baráttunni iokið. Lífs-
skeiðið fullnað. Aöt hvetfur og
allt skal kveðja. Eh trúln fylgir
sálinni inn á eiIifðariimaF lönd.
Vér vitum, að AW.xandríne
drottning hefir á hinum. síðustu
stundum æfinnar borft upp tií
hinna himnesku heimkymia, þar
sem blessun hins eiiifa. lífs er
gjöf frá Guði.
□ O
Drottnir.gin andaðíst að
morgni síðasta suraauöags árs-
ins, er hlustað er eftír þessum
orðum: ,.Nú ’ætur þú, Drottinn,
þjón þínn í friði fara, eliss og þú
hefir heitið mér, því að augu
min hafa séð hjálpTæði. þ-tt“
í friði fékk drottrwngm héðan
að fara.
Þegar Kristján kommgur tí-
undi var við dyr dauðans, mælti
hann: ,.Ég er í sátt. við G-uð, ég
á frið í minni eigira sál“.
Þegar svo er, þá er dauðinn
heimför, þá skal það sarmast, að
sælir eru þeir, sem í Drottni
deyja. Þá er, að íoftínní haráttu,
sigri fagnað, þar serra tárir
þorna fyrir geislum. kaerleikans.
□ O
Alexandrine droíínsng- vissi
hvert ferðinni var heítíð. Reiðu-
búin var hún og feíðbúvir.
En þannig var æfi hennar.
Ávallt var hún Tesffvi.búm til
starfs og þeirrar fórnar, sem
stjórnast af kærleikanurrs.
'Með gleði og brennanái áhupa
æskunnar lagði hún upp v þá
ferð, sem nú er hér á enda.
Brúðkaupshátíð var haldin á
fögrum vordegi suður í löndum
á' ið 1898. Ung brúður var gefin
manni sínum.
Það var fagnaðaThátíð, er hin
ungu hjón komu til Ðanmprbir.
F'iðrik áttundi, tengöafaðir
A'exandrine, kvaðst telja þann
dag, er hin ungii h.jón korou tii
Danmerkur, einn af mestu ham-
ingjudögum æfi s-nnar.
□ O
Átján ára prinsessa varð sú
gjöf, sem blessunin fylgdi.
„Ég blessa þrg". seglr DroV-
inn, „og blessun skaft þ'ú vera“.
Slík er æfisaga Alexandrine
d-ottningar.
Við hlið sins tigna nianns var
drottningunni eðlilegt. já. þeirn
báðum, að efla heiTT annara, og
fá til þess kraft frá IweSum.
Kristján konungur TagSi sér
þsssi orð á hjarta: ,,Ö1I góð og
fullkomin gjöf er ofan »ð“.
Þangað skyldi því ávalli beina
Sr. Bjarni Jónsson:
minningum svarað aneð
IVIiitningarræða i Dómkirkjunni á
þakklætinu. Það var ekki nóg að
þakka konunginum. Um fram
allt skyldi lofgjörðin fiutt kon-
ungi konunganna.
Þetta var konungshjónunum
sjálfsagt og eðlilegt. Þau fylgd-
ust að langa æfi — á 45 hjúskap-
arárum fögnuðu þau gleðinni,
áttu margar hátiðlegar stundir,
gegndu margvíslegum störfum
með dyggð og skyldu, voru sam-
huga í baráttunni, og ávallt sam-
ferða í meðlæti og í mótlæti.
□ □
Við konunginn var sagt: „Njót
þú lífsins með þeirri konu, sem
þú elskar, og Guð hefir gefið
þér“.
Konungurinn var æfi alla
þakklátur Guði fyrir þessa dýru
gjöf.
Hve oft hefir konungurinn
byrjað ávörp sín og ræður með
þessum orðum: „Drottningin og
鮓. Þau voru ætíð saman. Við
hlið manns síhs var Aiexandrine
drottning í blíðu og í stríðu. Það
var konunginum fullljóst, að hann
hefði séð blessun þessara sann-
leiksorða, að vizka kvennanna
reisir húsið.
Það sást á heimilinu, þar sem
eiginkonan var með manjrti sín-
um, þar sem móðirin vakti vfir
sonum sínum. Þar var sönglíf og
gleðinnar hátíð, hvort sem var
dvalið í Amalíuborg, í Sorgenfri,
í Marselisborg, í Fredensborg eða
á Skagen. Alls staðar sást það, að
drottningin var hlýðin þeim orð-
um, sem brýnir það fyrir konun-
um, að þær séu virðulegar í
háttalagi sínu, kennandi gott frá
sér.
Með manni sínum ferðaðist
hun um sólfögur lönd og var
einnig með honum í dimma daln-
um.
Drottningin gladdist með kon-
unginum á fagnaðarríkum stund-
um, en hún var einnig við hlið
hans í eldrauninni með þessa
ákvörðun kærleikans í hjarta
sínu: „Eitt skal yfir okkur bæði
ganga“.
Með konunginum var drottn-
ingin i öllum héruðum Danmerk
ur, með honum ferðaðist hún um
fjarlæg lönd.
Ávallt át.tu þau samleið til
sameiginlegrar gleði og öðrum
til heilla.
□ □
Alexandrine drottning bar með
séemd skartið á tignarstóli. En
umfram allt klæddist hún bún-
ingi hógværs og kyrláts anda,
sem dýrmætur er í augum Guðs.
En þannig. skreyttu sig forðum
hinar heigu konur, er settu von
sína til Guðs.
Slíkt var hið fegursta skraut
drottningarinnar.
Tign og hógværð fór saman.
Festa og stilling áttu samleið
Einuið og hugprýði, máttur og
mildi íylgdust að Alexandrine
drottning átti sina hlutdeild.
bæði í heiðrinum og í ábvrgð
inni.
Hvílikar minningar um skæra
hátíðarbirtu, er leiftrandi bros
sameinaðist glitrandi tárum.
Aidrei gleymist myndin af
írottningunni, sem ofmetnaðist
ekki í með’áetinu, og æðraðist
ekki í mótlætinu.
□ n
Margir eru kapítular siikrr
minninga. Aldrei plevmist, e
ávalit geymist á spjöldum Dan-
-nerkursöeu frásagan um hátið
ina á Dybbölhæðum í júlí 1920.
Fjórar ungar, hvítklædda
stúikur báru danska fánann, e
geymdur háfði verið um áratug:
til þessarar stundar og afhentu
Alexandrinu
konungi, um leið og gamall her-
maður ávarpaði hann. Aldrei
gleymist í sögu Danmerkur það
augnabíik, er konungur þá kyssti
þjóðarfánann.
En því skal heldur ekki gleymt,
að á þeim sanra degi gengu kon-
ur, klæddar sorgarbúningi, á
fund Alexandrine drottningar, og
um leið og þær báru henni blóm-
in, var blessuð . minningin um
hina mörgu ástvini, sem látið
höiðu íii'ið í heimsstyrjöldinni.
Þessai' minningar eru nátengd
ar helgustu sögu. dönsku þjóð-
arinnar.
□ □
En nú er guðsþjónusta haldin
hér í kirkjunm í dag að tilhlutan
íslenzku ríkisstjómarinnar, til
þess að minningunum um hlýhug
og starf Alexandrine drottningar,
ísiandi til heilla, sé svarað hér
með þakklæti.
Um langt skeið æfi sinnar var
Alexandrine drottning einnig
drottning Islands, og gegndi því
hlutverki með sannri prýði.
Sú þvá hió með konuneshjón-
unum, að þau mættu með eigin
augum ísland líta. í fyrsta sinni
fagnaði ísland heimsókn drottn-
ingar. Fjórum sinnum komu
konungur og drottning hingáð.
Það er bjart yfir minningunum
um heimsóknir konungshjóna.
Tignum gestum var fagnað. En
gestirnir urðu vinir þjóðarinnar,
og í kynnum sínum af landi or:
þjóð, tengdust konungshjónin
vináttuböndum við ýmsa sonu og
dætur þjóðarinnar, og við aúkir
kynni glöddust konungur o?
drottning yfir framförum or'
margbrotinni þroun hinnar ís-
Ienzku þjóðar.
ísland var ekki i augum þeirra
hið fjarlæga land. En með eigir
sjón var horft á tignarsvip Fjall-
konunnar.
Konungshjónin sáu sól yfir Is-
landi, litu blómguð tún og græn-
ar grundir, straumharðar elfur
og klettaklungur — og var Ijúft
að halda hátíð með þjóð vorri.
Þau höfðu haldið ógljæman-
lega hátíð á helgum stað í Dan-
mörku. En þau glöddust einnig
yfir því, að mega halda fagn-
aðarhátíð með íslenzkri þjóð á
Þingvöllum.
„Þeim heilsaði Ingólfs sögu-
Þ.íóð,
sem alin er við ís og glóð“.
Við afa Kristjáns tíunda vai
sagt:
„Hér gjörðust vorar hetju-sögur:
hér viknar sérhver Islands
mögur;
altari þetta gjörði Guð“.
Því skal aldrei gleymt, að Krist-
íán tíundi og Alexandrine drottn
'ng gengu að þessu a’tari, og
jtren'T'hi þess heit, að yilja í öllu
-eill Is’ands.
K.onungshió-unum var þf-.ð
•áðum eðlilefft, að samfagna
'ieim, sem biuffffu sólarmegin.
árnandi þeim framtíðarheilla, en
beim fannst einnig sjálfsagt að
-snea ekki.fram hiá baráttunnaT-
—im. Þá var skipun hjartans
hlýtt.
□ □
ÚR'""''drinp drottning kunn.i
rð láta í l.iósi samíögnuð. En
drottningunni var um það hug-
ð að 'vnrfa ríka sarhúð þeim, er
■m «árt áttu að bihda.
Þrð p-u martfir. sem muna hið
sterka handtak hennar, er hún
einnig hér á íslandi, heimsótti
hina sjúku.
Það er fögur saga, er segir frá
drottningar
líknar- og mannúðarstarfi drottn
ingarinnar. Fyrsta desember síð-
astliðinn var haldin hátíð með
guðsþjónustu í Lúkasar-stofnun-
inni í Kaupmannahöfn. Þar var
drottningin, eins og hennar var
venja, viðstödd. Þangað leitaði
hún, er veikindi sóttu hana heim,
og þar var hún ávallt með Jífi og
sál til hjálpar í iíknarstarfi. Á
þessum sama stað lauk æfi henn-
ar.
Meðal hinna sjúku er nafn
Alexandrine drottningar umvaf-
ið innilegu þakkiæti lækna,
hjúkrunarfólks og sjuklinga. Því
skal aldrei gleymt. að hún iðkaði
miskunnsemi með gleði.
Fædd var drottningin á jólum
og kunni vel þá list að kveikja
ljósin og setja þau í Ijósastiku. að
halda hátíð með ástvinum sínum,
með manni sínum, sonum, tengda
dætrum og barnabörnum.
En jólasagan segir einnig frá
erfiðri næturvöku. Til þeirra,
sem í myrkrinu héldu náttvörð
vfir hjörð sinni, barst boðskap-
urinn: Óttist ekki.
Þannig vildi drottningin, hlýð-
in jólaboðskapnum, bera boð til
þeirra, sem sátu í skugganum.
Drottningin rataði leiðina til
þeirra, sem bjuggu -i heimkynn-
um baráttu og sorgar, enda var
henni Ijúft að kalla á brosið og
vekja sól og sumardag.
Drottningin þekkti svo vel
söguna um hinn miskunnsama
Samverja, og breytti einnig ,sam-
kvæmt henni, hlýddi, er sagt var:,
„Far þú og gjör hið sama".
□ □
Konungshjónunum var það
Ijóst, að ef þjóðirnar eiga ao fá
að búa við sanna heill, verður að
taka á móti þeirri blessun, sern
Guð einn megnar að veita. Þau
fóru aldrei í felur með þessa sann
færing.
Þegar þau, vorið 1912. skvndi-
lega voru kölluð til hinnar
mestu þjónustu og tignar, gengu
þau, áður en haldið var tii höfuð-
borgarinnar, i Guðshús og að
Guðsborði, til þess að íklæðast
krafti frá hæðum.
Þessarar trúar skal minnast
hér í dag. Hér hlýddu konungur
02 drottning guðsþjónustu í hvert
sinn, er þau voru hér. Hingað
komu þau með sonum sínum.
Drottningin lýsti gleði sinni
yfir að skilja íslenzka prédikun.
En hún vildi um fram ailt tala
um þann boðskap, er fluttur
hafði verið.
í annálum Dómkirkjunnar
skal geymast minningin um
kirkjugöngur Kristjáns tiunda og
Alexandrine drottningar.
Þau könnuðust við það, að frá
Drottni öll blessun streymir.
Þess vegna skil ég vel, að í
dag, á útfarardegi drottningar-
innar, skuíi vera með náinni eft-
irtekt hlustað eftir heilögum orð-
um. sem drottningin nefir siálf
ákveðið, að hljóma skyldu í dag
i Hallarkirkjunni. Meðal þeirra
orða, er drottnihgin hefir valið
eru þessi orð: „Sælir eru dánir.
þeir, sem í Drottni deyja, þeir
fá hvíld frá erfiði sínu og verk
þeirra skulu fýlgja þeim '.
Opinb. Jóh. 14. 13.
„Laun syndarinnar er dauði,
en náðargjöf Guðs er eilíft líf
fyrir samfélagið við Krist Jesúm,
Drottin vorn“.
Róm 6. 23.
Ennfremur orð Jesú: „Ég er
upprisan og lífið“,
Jóh. 11. 25
og huggunaro.ð Ðrottins:
„Hjarta yður skelfist ekki né
hrærist“.
Jóh. 14. 1.
Sigurorð trúarinnar heyrasfc
„Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði hvar er broddur þinn?“
Guði séu þakkir, sem gefur
oss sigurinn fyrir Ðrottinn vorn
Jesúni Krist.
1. Kor. 15. 55—57.
Hér er því borið vitni, að drottn-
ingin hefir ekki viljað fyrirverða
sig fyrir fagnaðarerindið. Hún
vissi, að það er kraftur til hjálp-
ræðis.
Oft hefir Aiexandrine drottn-
ing gengið inn í dómkirkju Hró-
arskeldu..
Nú er henni fylgt þangað í dag.
Vér íslendingar vottum samui)
vora og þökkum þá blessun, er
fylgdi starfi þeirrar konu, er var
drottning íslands.
Frá þjóð vorri berast kveðjur
til Friðriks kpnungs níundá og
Ingrid di'ottningar, til Knuel
ríkisarfa og Caroline-Mathilde
prinsessu og ajlra barnabarna
Alexandrine drottningar.
□ □
Á þesEum útfarardegi er hér
beðið fyrir E<anmörku. Vér biðj-
um þess, að ávallt megi b'essun
hljótast af gagnkvæmum kynn-
um beggja þjóða.
Land þekkir íand. Svo segir
þjóðskáid vort. Þannig mælum
vér einnig í aag.
Minning Alexandrine drottn-
ingar skal í heiðri geymd. En um
leið skal sú ósk borin fram, a(f
ávallt megi írjáls Danmörk
heilsa frjálsu íslandi, og sameig-
inleg gleoi ríkja, er þjóðirnar
báðar njóta friðar og farsældar.
Hér í husi Drottins, þar sem
Alexandrine drottning átti heil-
agar stundir, skal um bað beðið,
að í Danmörku og á íslandi sé
nýju blessunarári heilsað í nafni-
Droítins, báoum þjóðum til
sannra heilla..
Þannig skal
iand þekkja land.
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Allt er oss huiið. En leppjum
allt í hönd Drottins, og biðjum
þess, að yfir 'iönd jarðarinnar
megi réttlætissólin renna uop
með græðsiu undir vængjum
sínum.
Treystum Drottni, er við os:i
segir: „Ég þekki þær fyrirætian-
ir, sem ég hefi í hyegju með vður,
fyrirætlanir til heilla, en ekki til
óhamingju. að veita yður vonar-
ríka framtíð.“
Felum Drottni allan vorn þjóð-
arhag.
□ □
Blessuð veri mirming Alex-
I andrine drottningar. Ég bið níenn
rísa á fætur, er vér nú á heilög-
um augnablikum legejum huffs-
anir vorar, minningar og fram-
tíðarvonir fram fyrir Drottinn í
hljóðri bæn.
30ð vislmenn á Elil-
heimilfnu um
áramétin
VlSTMENN á Elliheimilinu
Grund voru 300 um s. 1. áramót,,
223 konur og 77 karlmenn. A
árinu komu 118 nýir vistmenn á
Elliheimilið, 38 fóru 'þaðan, en
54 létust.
Meðalaldur þeirra, er létust á
árinu, var 83 ár og 2 mánuðir.
Skemmstur dvalartími var einn
dagur, en lengstur 12 ár og 10
mánuðir. Meðal dvalartíminn 3
ár og 5 mán.
Á árunum frá 1935—1952 hafa.
alis verið 1640 vistmenn á Elli-
heimilinu. 800 hafa farið aftur,,
en 664 látist.
<26 aukatestir
LUNDÚNUM — Dagana fyrir
jólin voru teknar í noíkun 726
aukalestir í Bretlandi, svo mjög
jukust fólksflutningarnir.