Morgunblaðið - 21.03.1953, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.1953, Page 8
B MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 21. marz 1953 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavflt, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgflarm.1 Lesbók: Árni Óla, sími 3049. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánu'ði, lnnanlanil*. í lausasölu 1 krónu eintakifl. Hvernig verða lífskjörin tryggð LÍFSKJÖR þessarar þjóðar eins og annarra þjóða hljóta fyrst og fremst að byggjast á því, að hún eigi í fyrsta lagi sem fullkomn- ust framleiðslutæki til þess að bjarga sér með, og í öðru lagi að rekstur þessara tækja hvíli á heilbrigðum grundvelli. Segja má að undanfarið ár hafi Islend- ingar einbeitt kröftum sínum að því að byggja atvinnulíf sitt upp, afla sér nýrra og fjölbreyttari tækja til atvinnurekstrar síns til lands og sjávar. í þessari baráttu hefur okkur orðið mikið ágengt. í>rátt fyrir það skortir fjölmörg byggðarlög í landinu enn þá at- vinnutæki til þess að fullnægja atvinnuþörf íbúa sinna. En það er ekki nóg að við eignumst mörg og fullkomin atvinnutæki. Það verður að vera hægt að reka þessi tæki þannig að þau skapi almenn- ingi atvinnu og öryggi um af- komu sína. Þessum þætti bargttunnar fyr- ir tryggingu lífskjaranna höfum við ekki gefið nægilegan gaum á undanförnum árum. Þess vegna hefur alltaf öðru hverju legið við borð að framleiðslutækin stöðv- uðust af völdum hallareksturs. Við höfum ekki gætt þess sem skyldi, að öflun tækjanna er að- eins önnur hliðin á baráttunni fyrir bættri aðstöðu þjóðarinnar í lífsbaráttunni. Efnahagslíf þjóð arinnar verður að vera hellbrigt. Það er ekki til lengdar hægt að láta atvinnutæki, sem rekin eru með tapi, veita atvinnu. Þau hljóta fyrr eða síðar að stöðvast og af þeirri stöðvun hiýtur að leiða vandræði og öngþveiti. Sjálfstæðismenn, sem haft hafa að verulegu leyti forystu um þá atvinnulífsuppbygg- ingu, sem hér hcfur átt sér stað frá lokun síðustu heims- styrjaldar, hafa þrásinnis var- að við þeirri hættu, sem í því felst að tefla fram út í tví- sýnu um rekstur framleiðslu- tækjanna. Þeir hafa heldur ekki hikað við, að taka á sig ábyrgð af miðlungi vinsælum ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir stöðvun fram- leiðslunnar. Má þar til nefna ráðstöfun eins og gengisbreytinguna, sem sam- þykkt var fyrrihluta ársins 1950. Það er aldrei ánægjulegt að b'eita sér fyrir lækkun á skráningu gengis. En þegar minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins var mynduð haustið 1949, eftir kosn- ingaósigur Alþýðuflokksins var gengi íslenzkrar krónu raunveru- lega fallið. Útflutningsframleiðsl- an fékk miklu minna verð fyrir þann gjaldeyri, sem hún aflaði en hann raunverulega var virði. Þess vegna var líka svo komið, að sjávarútvegurinn var kominn á heljarþröm. Vélbátaútvegur, hraðfrystihús og togaraútgerð voru að stöðvast. Hallareksturinn var að sökkva öllu atvirinulífi á bólakaf. Atvinnuleysi og öng- þveiti blasti við. ' Yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar er nú áreiðanlega orðið ljóst, að gengisbreytingin var ó- hjákvæmileg, þegar þannig var komið. Hún var langsamlega lík- legasta leiðin til þess að rétta út- flutningsframleiðsluna við að nýju, og koma í veg fyrir algera stöðvun. Þeir sem andvígir voru þeirri ráðstöfun gátu heldur ekki bent á nein önnur úrræði til bjargar. Þeir létu við það eitt sitja, að hamast gegn ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar, sem þurfti að leysa þann vanda, er að þjóð- inni steðjaði. Síðan hefur at- vinnulíf þjóðarinnar yfirleitt ver ið í fullum gangi. Á það verður að Ieggja meg- in áherzlu í framtíðinni, að tryggja rekstur framleiðslu- tækjanna. Við megum ekki halda lengra út í hallarekst- urinn en við þegar erum komnir. Ef taprekstur ís- lenzkra atvinnutækja heldur áfram að aukast er það eins • víst og að nótt fylgir degi að ný gengisfelling íslenzkrar ! krónu yrði óhjákvæmileg. 1 Engum dylzt að það er ein- j mitt það, sem fyrir kommúnist- um vakir. Þess vegna höfðu þeir forystu um það innan verkalýðs- samtakanna á s. 1. hausti að gerð- ar voru kröfur um yfir 30% kauphækkun. Kommúnistar vissu mæta vel, að ef þessar kröfur hefðu náð fram, gat afleiðing ! þess ekki orðið önnur en sú, að gengi krónunnar hefði fallið þá þegar. En kommúnistar ætluðu einmitt að knýja þá ráðstöfun fram, til þess síðan að geta skammað ríkisstjórnina og flokka hennar fyrir hana. Baráttan fyrir eflingu lífs- kjaranna er þannig tvíþætt, eins og getið var um í upp- hafi. Hvorugan þessara þátta í má vanrækja. Það verður þessi þjóð að skilja, ef hún j vill búa við vaxandi afkomu- öryggi á komandi árum. Hverju er leynl! ALÞÝÐUBLAÐIÐ heldur stöð- ugt áfram að jóðla um það, að ríkisstjórn íslands haldi einhverri leyndarhulu yfir því, sem verið hefur að gerast í landhelgisdeil- unni við Breta undanfarið. Að þessu tilefni mætti spyrja, hvað það sé eiginlega, sem ríkisstjórn- in hefur haldið leyndu í þessu máli? Hún hefur alls engu leynt. ís- lendingar hafa haft tækifæri til þess, eins og vera ber, að fylgj- ast með öllu því, sem gerzt hef- ur í málinu. íslenzka stjórnin hefur að vísu ekki birt síðustu orðsendingu brezku stjórnarinn- ar, né heldur svar sitt við þeirri orðsendingu. En það leiðir ein- faldlega af því, að það er brezku stjórnarinnar að gera heyrum kunnugt efni þeirrar orðsending- ar sinnar. íslenzka stjórnin get- ur það hinsvegar ekki, ef hún vill fylgja viðurkenndum reglum í viðskiptum milli siðaðra þjóða. En það, sem mestu máli skipt- ir í þessu sambandi, er auðvitað að ríkisstjórn íslands hefur margs sinnis lýst því yfir að hún muni í engu kvika frá þeim ráðstöf- unum, sem gerðar hafa verið af hennar hálfu til verndar íslenzk- um fiskimiðum. Það er á ýmsa vegu hægt að vinna gegn íslenzkum hagsmun- um í landhelgisdeilunni, m. a. með því að reyna að læða þeim grun inn hjá íslenzku þjóðinni, að ríkisstjóm hennar hyggi á undanhald í málinu. Þessa iðju hefur Alþýðublaðið stundað und- anfarið. En það mjög illa farið að íslenzkt blað, þótt í stjórnar- andstöðu sé, skuli sýna þann van- þroska og ábyrgðarleysi að freista þess að veikja aðstöðu stjórnar landsins í stórmáli, sem varðar alþjóðarhagsmuni í rík- Um mæli. Borizt iim fylgi íbúa Malokka EIGI ber mjög mikið á skipu- lögðum lögbrotum á Malffkka- skaga, en kommúnistar bíða átekta. Friðarvonirnar hljóta að vera bundnar mati á, að hve miklu leyti óaldarflokkarnir kunni að lifna við vegna breyttra kringumstæðna. Ástandið umhverfis smábæinn Segamat, í Norður-Johore, varp- ar björtu ljósi yfir þetta vanda- mál. í öryggislögreglunni þar eru um 700 manns, en á móti eru a. m. k. 500 hermdarverkamenn kommúnista, einatt í 5—10 manna hópum. Þeir eru dreifðir um Pahang, og her og lögregla geta ekki leitað þá uppi í frum- skóginum. HINIR ÓSVEIGJANLEGU Margir hinna óbreyttu komm- únista myndu gefast upp, ef þeir fengju tækifæri til þess og þekktu skilmála stjórnarinpar. Allmargir HermdarvefhasRemi hafa nú hægt em sig. ógætílegum akstri en launsátri skæruliða. í desembermánuði s.l. urðu 29 meiri háttar skærum (186 í des. 1951). í janúarmánuði upprætti öryggislögreglan 120 óeirðarseggi (118 í des.). Vér misstum alls um 40 manns. BARÁTTAN UM FYLGIÐ Templer lýsir næsta stigi sem baráttu um fylgi íbúanna, en hún nemi þrem fjórðu hlutum úr- lausnarefnisins. Reynt er að sann- færa fólkið um, að lögreglumenn- irnir séu vinir á hættustund. En örðugleikarnir eru miklir. Kommúnistar berjast Iíka um fyígi íbúanna, þá er þeir mega vera að vegna söfnunar matar- og vopnabirgða. Þeir reyna að laumast inn í verkalýðshreyfing- una og hindra borgaralega sam- vinnu við öryggisliðið. Tilraun hefur verið gerð að vekja ábyrgðartilfinningu meðal íbúa á öllum Malakkaskaga, m. a. með stofnun heimavarnaliðs. og faefur það borið nokkurn ár- angur. En skortur á ákveðinni, þjóðlegri forystu stendur mjög fyrir þrifum. Þeir, er nutu vernd- ar Malcolms Macdonalds fyrir tveim árum, brugðust, og nú sr enginn sannur, þjóðlegur leið- togi til á skaganum. Yfirleitt er rétt að vera bjart- sýnn á ástandið, en ekki ánægður með það. Óaldarhreyfingin er enn að verki, vel búin að sjóðum og varaliði. Hættan er ekki nærri því liðin hjá. Benis Warner (stytt). Léleg vsiSi 18. MARZ s.l. var afli báta við Lofoten í Noregi 17.500 tonn en var 35000 tonn á sama tíma £ fyrra. Mjög slæmar gæftir hafa hindrað veiði og margir bátar þeg ar hætt veiði og hafa haldið heím. Venjulega lýkur vertíðinni um páskana. Vorsíldveiðin, sem verið hefur lítil fram til þessa, er nú að glæðast og hefur nokkurt afla- magn borizt á land síðustu daga. — GA Velvokondi skrifar: ÚWL DAGLEGA LÍFSIUU Sir Gerald Templer landstjóri Breta á Malakka, hefur snúið leiknum ausíur þar. Hann hefur næstum upprætt hermdarverka- menn á skaganum. hafa þegar gert það. En líða munu mörg ár, þar til er hinir ósveigjanlegu, þ. e. þeir, er hlotið hafa stuðning frá Kínverjunum í og umhverfis Segamat, hafa verið yfirbugaðir. BIRGÐASKORTURINN Johore er enn hið mesta óaldar- bæli og Segamat meðal verstu svæðanna. Skortur kommúnista á hergagnabirgðum hefur þó ieitt af sér, m. a. snöggan endi hinna minni háttar árása. Þeir hafa fengið smávegis vopn frá Síam, en tæpast nein vopn frá Kína, eins og mælt hefur verið. — Templer hershöfðingi, stjórnar- erindreki, kom í veg fyrir vopna- rán frá lögreglunni, en verkefni hans nú er að halda frumkvæð- inu frá árslokum 1952. Hefur honum tekizt að framkvæma Briggs-áætlunina svonefndu. — Verkefnin voru mörg, en mikilla umbóta var eigi vænzt í fyrstu. MARKVERÐ BREYTING Ég fór um hin hættulegu svæði, en þar stafar nú meiri hætta frá Uppdráttur af Malakkaskaga. — Örin bendir á svæðið við Sega- mat, þar sem hermdarverkamenn eru virkastir, en þar eru víðáttu- miklir frumskógar. Enn um tónlistarmenn og málefnL TÓFI“, vinur minn, sem stund- um hefur skrifað mér skyn- samleg bréf áður, skrifar nýlega á þessa leið: „Velvakandi góður! Hingað til hefi ég setið hjá og ekki lagt orð til umræðnanna um tónlistarmálin. Mér finnst ekkert við það að athuga þó að menn greini á um þessi mál eins og önn- ur. I þessu blessaða landi mega menn þó láta í ljós skoðanir sín- ar og viðhorf til lista og lista- stefna. En ég verð að segja, að mér ofbýður tónninn í þessum umræðum og þá fyrst og fremst í einu blaði, Tímanum. Þar eru fremstu tónlistarmenn þjóðarinn- ar, eins og dr. Páll Isólfsson og Jón Þórarinsson, ausnir botnlaus- um svívirðingum dag eftir dag af einhverjum skuggasveínum, sem sjaldnast þora að koma fram í dagsljósið. Þessum mönnum eru bornar á brýn vammir og skamm- ir fyrir störf sín við Ríkisútvarpið og svokallað tónskálafélag veð- ur upp á þá með dylgjum um hlutdrægní og yfirborðshátt. Ég er viss um að yfirgnæfandi meirihluti tónlistarunnenda í landinu fyrirlítur þessa rógsiðju, sem viö engin rök hefir að styðj- ast. Hefir unnið brautryðjendastarf. EG ÆTLA ekki að fara að lýsa störfum þessara tveggja tón- listarmanna, sem ég nefndí En alþjóð veit að dr. Páll ísólfsson hefir unnið gagnmerkt starf við Ríkisútvarpið allt frá bvrjun þess. Hann er auk þess eitt vin- sælasta tónskáld þessarar þjóðar. Jón Þórarinsson á skemmri starfstíma að baki. En hann hefir einnig átt ríkan þátt í margvís- legum umbótum á sviði tónlistar- mála úívarpsins, auk þess sem hann hefur lagt fram mikla vinnu í þágu hinnar ungu symfóníu- hljómsveitar okkar. Þetta vil ég að komi fram, enda þótt ég viti, að rógur Tímans og skuggasveina hans eigi engan hljómgrunn nema e. t. v. hjá ein- ! staka Leitis Gróum, sem alltaf smjatta á ósómanum. Annars er það ekkert nýtt að ' tónlistarmálin eigi ekki upp á pallborðið hjá Tímanum. Hanm og flokksmenn hans hafa tdl sýnt stofnun symfóníuhljómsveit- arinnar fullan fjandskap. Læt ég svo staðar numið að sinni. — Tófi“. Kærkominn vorboði. Lóan er komin að kveða burt snjóinn, kveða burt leiðind- !in, það getur hún“, sagði skáldíð okkar forðum, og það er víst alveg satt, lóan er komin til okk- ar einu sinni enn úr vetrarferð sinni til suðlægari landa og er , byrjuð að kveða sitt ljúfa „dirr- !indí“. Hann er reyndar í minna lagi, snjórinn, sem hún þarf að* kveða burt fyrir okkur eftír þennan milda vetur, en okkur 'væri engu minni þökk í, að hún kvæði burt rigninguna og rysju- tíðina í staðinn og færði okkur sól og vor. Hvað sem því líður, þá er lóusöngurinn ávallt kær- kominn vorboði, sem ásamt hækk andi sól — bjartari dögum, gerir sitt til að rýma leiðindum og vetrardrunga úr hugum okkar. Velkomin, litla lóa! ISVEITINNI er fögnuðurinn vf- ir komu hvers farfugls á vorin ef til vill enn þá innilegri heldur en í bæjum og kaupstöðum. — Fólkið er þar eðlilega í miklu nánara sambandi við hina lifandi náttúru, það lifnar um leið og hún til nýs lífs, nýs gróanda, er hún vaknar af vetrardvalanum. Annars eru líka margir Reyk- víkingar einlægir náttúruvinir. Ekki lítill hluti þeirra hafa slitið barnsskónum í einni eða annarri íslenzkri sveit, þar sem þeir á hverju ári um páskaleytið bíða fyrsta lóukvaksins með tilhlökk- un og eftirvæntingu. Svo að við segjum öll, hvori sem við búum í Reykjavík eða úti á landi, í sveit eða við sjó: —- Velkomin, litla lóa og þakka þér fyrir trygglyndi þitt við okk- ir, hér norður við yzta haf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.