Morgunblaðið - 21.03.1953, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. marz 1953
Skautametin
Framhald af bls. 10
aS gert keppendum óhægara um
vik, er sannleikurinn sá, að þessi
fullyrðing er aiveg út í bláinn. —
Brautin var um 6 metra breið og
má m.a. sannfærast um það með
því að líta á mynd þá, sem Morg-
unblaðið birti frá mótinu á sínum
tíma. Þetta dæmi ætti að sýna
hvers konar smámunir hafa verið
bornir á borð fyrir ÍSÍ til þess
að hafa neikvæð áhrif á hana.
B YR JUN ARÖRÐ UGLEIKAR
Þar sem skautakeppnir eru hér
á byrjunarstigi, þarf engan að
undra þótt keppnin bæði hér og
á Akureyri hafi ekki farið eins
vel fram og æskilegt væri. En
hlutaðeigandi aðilar bæði dóm-
arar mótanna og stjórn ÍSÍ, hafa
reynt að skilja þessa byrjunar-
örðugleika og því ekki látið smá-
muni sitja í fyrirrúmi. Aðalatrið-
ið, sem sé að hafa vegalengdina
nógu langa, hefur hins vegar allt-
af tekizt, enda hefur stjórn ÍSÍ
til þessa treyst dómurum þeim,
sem hafa undirritað metaskýrsl-
urnar og því staðfest þær. Óhætt
mun og að fullyrða að fram-
kvæmd mótanna hafi farið batn-
andi og afrekin því orðið áreið-
anlegri. Er það álit flestra, að
skautalandsmótið á íþróttavellin-
um í Reykjavík, hafi verið bezt
framkvæmda mótið til þessa,
enda þótt brautin hafi verið ó-
hagstæð fyrri daginn vegna fram-
kvæmdaörðugleika.
Þrátt fyrir frekar óhagstæðar
aðstæður tókst keppendum þessa
móts að bæta íslandsmetin í 4
greinum af 6, enda vöru fyrri
met léleg, allir beztu skautamenn
landsins mættir til leiks Og
keppni því hin harðasta. En nú
kom eftirleikurinn. 2 áhugamenn
frá Akureyri, sem sjálfir höfðu
staðið fyrir mælingum og fram-
kvæmdum margra skautamóta
og annar þe»rra m. a. mælt út
skautabraut íþróttavallarins,
töldu sig ekki örugga um að braut
ín væri allskostar rétt. Þessvegna
var brautin endurmæld að keppni
lokinni og reyndist nógu löng.
Auk þess var önnur beygjan lög-
uð áður en keppni hófst síðari
dag mótsins, en hún hafði verið
óhagstæð keppendum vegna
skafla, sem safnast höfðu sarnan.
Nú skyldi maður halcLa að Akur-
eyringarnir hefðu örðið fegnir
þeim tíðindum að brautin hefði
reynzt rétt, en það var öðru nær.
Aðstandendur þessara áhugasömu
pilta norður á Akureyri virtust
ekki alveg vera á því að kyngja
þeirri staðreynd að brautin væri
rétt Og nú var um að gera að
sannfæra Í.S.Í. um imyndað brot
á alþjóðaleikreglum með ein-
hverjum flóknum útreikningi —
ög því miður — þá virðist stjórn
Í.S.f. hafa bitið á agnið, eftir
því sem hún sjálf upplýsir.
Nú hafa ýmsir tjáð mér að slík
Mjúk og falleg húð er
eftirsótt. —
RósóB-Glycerin
hefur þann eiginleika, að
gera húðina silkimjúka,
hvíta og fallega. Fæst í
flestum verzlunum ( g kost-
ar kr. 7.85, túban.
framkoma sem þessi sé ekkert
nýtt brauð hjá Akúrevringum og
sé hún sambland af metnaðar-
girnd og afbrýðisemi út í Reyk-
víkinga. Vil ég helzt ekki trúa
því að óreyndu. En hvort sem
ástæðan er afbrýðissemi eða smá-
munasemi, tel ég að stjórn Í.S.I.
eigi að vera yfir það hafin að
láta slíkt hafa áhrif á sig.
Ef mönnum á að takast að
blekkja stjórn Í.S.Í. til að eyði-
leggja svona afrek frá heilu lands
móti, er ég hræddur um að það
geti haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar. Ég hefi talað við menn,
sem telja Akurey'rarmótin þ. á. m.
landsmótið 1951, ekki sem full-
komnust í framkvæmd og hver
veit nema Í.S.f. eigi eftir að fá
á sig kærur á flestöll skautamet,
sem sett hafa verið hér á landi.
Það er engin hætta á því að ekki
verði hægt að finna eitthvert
smáatriði, sem stjórn Í.S.Í. yrði
þá að taka til greina ef hún ætl-
ar að halda frávísun áðurnefndra
skautameta til streytu. Auk þess
tel ég ólíklegt að þeir dómarar,
sem staðið hafa kaldir tímunum
saman við að dæma og taka tíma
á skautamótum hér í Reykjavík
s. .1 2—3 ár, verði ginkeyptir fyr-
ir því að eyða orku sinni og tíma
í slík störf, þegar verk þeirra
eru dæmd dauð og ómerk af
æðstu stjórn þessara mála.
Ég vænti þess því fastlega að
stjórn f.S.Í. eigi eftir að endur-
skoða afstöðu sína til þessara
meta og láta þá jafnframt heyra
frá sér eitthvað opinberlega.
Einnig treysti ég því að hún geri
okkur skautamönnum þann sjálf-
sagða greiða að birta, þó ekki
væri nema stuttan úrdrátt úr
þessum margumtöluðu alþjóða-
skautareglum, sem enn eru óút-
gefnar hér á landi, svo við fáum
að sjá, svart á hvítu, hvaða skil-
yrðum þarf að fullnægja til þess
að skautaafrek sé alveg öruggt
um að fá náð fyrir hennar aug-
um í framtíðinni.
Skautamaður.
Hershöfðinginn lézt í gær.
TILKYNNT var á Formósu í dag,
að hershöfðingi Þjóðernissinna-
liðsins í Burma hefði látizt í
dag. — NTB-Reuter.
Framlög bæjarsjóðs vegna bygg-
ingaframkvæmda Elliheimiiisins
ÚT AF frásögn Morgunblaðsins
í dag um samþykkt bæjarstjórn-
ar á fjárframlagi til viðbygging-
ar Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grund, þykir mér rétt að óska
eftir, að birt verði greinargerð
sú, er ég lagði fyrir borgarstjóra
23. febr. s.l. út af þessu máli:
Yfirlit um framlög
bæjarsjóðs Reykjavíkur vegna
byggingaframkvæmda Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grund
1946 Kr.
Framlag vegna bygg-
ingar starfsmannahúss 371.000.00
Byggingarkostn. varð 1.152.000.00
1948—49
Framlag vegna við-
byggingar I (að norð-
anverðu) 400.000.00
Byggingarkostn. varð 611.000.00
1951—’52
Framlag vegna við-
byggingar II (að aust-
anverðu) 700.000.00
Byggingarkostnaður
og breyting 1.363.000.00
(Eftir er að ganga frá hátíða-
sal og kostar það talsvert fé).
Auk þessara bygginga hefur
verið reist þvottahús, sem kost-
aði með uppsetningu véla kr.
360.000.00. Vegna þessara bygg-
ingaframkvæmda hefur verið
unnt að auka við vistplássin sem
hér segir:
1946: Starfsmannahúsið
Aukniríg 49 vistpláss
1948—49: Viðbygging I.
Aukning 31 vistpláss
1950: Þvottahúsið.
Aukning 20 vistpláss
1952: Viðbygging II.
Aukning 30 vistpláss
Samtals aukning 130 vistpláss.
Þessar framkvæmdir hafa
kostað samtals kr. 3.488.000.00 og
þar af hefur bæjarsjóður Reykja
víkur lagt fram óafturkræft
framlag samtals kr. 1.471.000.00.
Öll áhöld, innanstokksmuni og
alls konar lækningatæki og ann-
að, sem nauðsynlegt hefur verið
Hafnarfjarðarbátar
HAFNARFIRÐI
Gæftir hafa
Lifstykkjaisúðin
selur lífstykki og aðrar skyldar vörur á sauma-
stofunni, Þingholtsstræti 27. — Upplýsingar í
síma 82733 og 4473. — Sendum í póstkröfu.
Savunastofa
cJ^í^á tijhhjabií&arivmar
Þingholtsstræti 27
vegna þessara stækkana, hefur
stofnunin sjálf séð um greiðslu 4,
en sú fjárhæð nemur mörg
hundruð þúsund krónum. — í
þessu sambandi þykir rétt að
benda á, að vistgjöld eru nú kr.
38.50 á dag og kr. 43,50 í nýju
viðbyggingunni. Ennfremur skal
bent á það, að árlega fær stofn-
unin kr. 8.000.00 úr bæjarsjóði
og kr. 10.000.00 frá ríkissjóði í
styrki.
Ef ráðizt verður í að reisa álmu
að vestanverðu við aðalbygging-
una, þá mun verða hægt að auka
vistplássin um 50 og verða þau
samtals rúmlega 350. — Þessi
viðbygging mun væntanlega
kosta um kr. 2.000.000.00, en af
þeirri fjárhæð er lagt til að bæj-
arsjóður leggi til helming eða
kr. 1.000.000.00, þ. e. a. s. kr.
500.000.00 árið 1954 og kr.
500.000.00 árið 1955.
Til að fyrirbyggja misskilning
er nauðsynlegt að taka fram, að
ef úr þessu verður, þyrfti fram-
lag bæjarsjóðs að greiðast án til-
lits til þess, hversu mikið af eigin
fé stofnunin hefur lagt fram á
hverjum tíma. Ef þessi háttur
hefði verið hafður á um síðustu
viðbyggingu, þá hefði sú bygging
verið tekin til notkunar mörgum
mánuðum fyrr en raun varð á.
— Gera má ráð fyrir, ef nauð-
synleg leyfi fást, að viðbygging
III verði tekin til notkunar seint
á árinu 1955. Verður þarna um
sjúkradeild að ræða fyrir gamla
fólkið, en á því er brýnust nauð-
syn.
Að lokum skal þetta tekið
fram: Frekari eða aðrar stækk-
anir eru ekki ráðgerðar á þess-
um stað. Reisa þarf þó síðar við-
bótarhúsnæði fyrir starfsfólkið,
en það bíður síns tíma. Einnig er
fyrirhugað að reisa sérstök íbúð-
arhús fyrir eldra fólkið, en ég
tel mest aðkallandi að reisa um-
rædda viðbótarálmu vegna hinna
gífurlegu vandræða, sem eru á
því að veita sjúku gömlu fólki
viðunandi hjálp og umönnun.
Gísli Sigurbjörnsson.
Bréf:
ftáðningarsfofa
skemmfikrafla ekki eini
aSilinn, sem útvegar
skemmlikraffa
Herra ritstjóri.
VEGNA ummæla ,,Vignis“ í
Morgunblaðinu frá 10. þ. m. vil
ég leyfa mér að benda á, að
um einokun á skemmtikröftum
til Akureyrar af hendi Ráðning-
arskrifstofu Skemmtikrafta get-
ur alls ekki verið að ræða. Á-
stæðan fyrir því er sú, að Ráðn-
ingarskrifstofa Skemmtikrafta
er alls ekki eini aðilinn, sem hef
ur á hendi útvegun á skemmti
kröftum.
Vinsamlegast,
Svavar Gests.
verið allstirðar hjá línubátum að
undanförnu, svo sem víða í ver-
stöðum. Þegar þeir hafa komizt á
sjó, hafa þeir aflað vel, 6 og allt
Upp í 12 lestir í róðri. Netjabát-
arnir hafa aflað heldur slælega.
Nú í vikunni kom Síldin með 12
tonn og Dóra með 10 eftir langa
útivist.
Snemma í vikunni kom togar-
inn Fylkir með 339 tonn af fiski
eftir 10 daga útiveru. Einnig kom
Júlí, og var hann með talsvert af
karfa og saltfiski. Togarinn
Surprise kom í gær af veiðum.
— Vatnajökull lestaði fisk í gær
til útflutnings. — G.
- Ummæll
Framhald af bls. 2
1952 um verndun fiskimiða um-
hverfis ísland.
ENGIN BREYTING
Kemur þessvegna ekki til
mála að þeim verði breytt nema
um það gangi alþjóðlegur dóm-
ur, sem báðir aðilar verða að
sjálfsögðu að hlíta.
— Kvennasíða
Framhald af bls. 5
garn og bómullargarn, en í er-
lenda hráefninu felst ekki nema
7% af verðinu. Að gæðum eiga
þessi flosteppi að jafnast allt að
því á við Wilton-gólfteppin al-
kunnu.
Á borði sé ég liggja marglita
búta, sem hver er með sínu
mynstri. Ég spyr Björn hvort við-
skiptavinirnir geti valið sér ó-
takmarkaða fjölbreytni í litum
og munstrum.
— Það er ef til vill of mikið
sagt, segir hann. — En ef fólki
líkar ekkert af þeim munstrum,
sem við höfum, þá getur það feng
ið munstur eftir eigin fyrirmynd-
um með svolitlum aukakostnaði,
en þá tekur afgreiðslan lengri
tíma.
— Hvernig er salan?
— Hún er mikil. Renningarnir
eru notaðir á ganga og stiga, eða
þeir eru saumaðir saman í sam-
felld teppi. Fólk getur fengið
hvaða stærð og lögun, sem því
hentar. Margt fólk, sem er að
byggja, sparar sér gólfdúka á
stofur með því að fá sér teppi um
allt gólfið. Flestir hafa hvort eð
er teppi á stofugólfum, og þá
munar ekki svo miklu á verðinu,
þótt teppið sé látið ná alveg út
í horn og gólfdúkurinn verður þá
óþarfur.“
Eins og greinilegast kom fram
á Iðnsýningunni í haust, er ís-
lenzkur iðnaður orðinn fjölbreytt
ari en almenningur gerir sér
ljóst og því er full ástæða til að
gera almenningi kunnugar þær
nýju iðngreinar er sjá dagsins
ljós og miða að því að hægt sé
að lifa lífinu á íslandi með sem
minnstum tilkostnaði í erlendum
gjaldeyri.
Ráðning gálunnar
HLEYPT MJÓLK
M A R K tJ S Eftir Ed Dodd
Art'. í c t nDS rwrc’t.
Bt E w c S.í.’.'ÍP 5Í O J..
M,STA»<f- !____T,» V'.O*"'
►UY/£ A 'A/£CC*N».. t M
VE-C' / HCR* .'
EWMI'VTLS LAUC
lFF
Jt MJ*- ‘
vm. CtW AlN T>«'. itxn.’ tt K~.
' ( •r> ‘KVLusm*;. srr%mrvn‘"~
1) — Jósep, hvað í ósköpunuml 3) — Háttvirtu vinir mínir.
hefur komið fyrir. I Það hafa orðið hræðileg mistök.
| 2) Jósef svarar konu sinni ekki'Það verður engin hjónavígsla.
en strunsar inn kirkjugólf. j Mér þykir þetta leitt.
4) Nokkrum mínútum síðar:
— Jósep, hvað í lifandis ó-
sköpunum hefur komið fyrir. Get
urðu ekki skýrt fyrir mér hvers-
I LL EXPLAIN
WMEN WE HAVE
T'HE PPIVACVOF'
OUR BEDCOOM f
vegna þessir niðrandi atburðir
hafa gerzt.
— Ég skal skýra það fyrir
þér í eini'úmi í svefnherbergi
okkar.