Morgunblaðið - 25.03.1953, Síða 12

Morgunblaðið - 25.03.1953, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. marz 1953 Pétuai Sturluson, vélstjóri: Nokkur orð um UM landheJgisgæzluna hefur margt verið ritað. Allt hefur það miðað að því, að telja okkur sjálf um trú um það, sem við áður vorum sannfærð um, nefnilega það að 4 mílna landhelgislínan, dregin fyrir firði og flóa, eigi fullkomlega rétt á sér. En nú er ekki nóg fyrir okkur íslendinga, að setja lög og aug- lýsa rétt okkar, við verðum líka að verja okkar rétt og sjá um að lögunum sé fyigt. Til þess þurfum við skip, hraðskreið skip, sem ganga 18 til 20 sjómíiur. Við eigum aðeins eitt skip, sem kemst yfir 14 mílur. Þetta skip er varðskipið Þór. Nú hafa þau mistök orðið með v/s Þór, að hann hefur, mestan hluta sinnar tilveru, legið í höfn með bilaða vél. Þór er annars af kunnugum taiinn eitt bezta sjóskip flotans. Annað varðskip okkar v/s Æg- ir, er byggður árið 1929. v/s Ægir var og er fullkomið skip sinnar samtíðar. En ganghraði hans hefur ekkert aukizt með aldrinum. Nú komast flezt togveiðiskip, út lend og innlend 10 til 14 mílur. Þau eru undantekningarlítið öll útbúin með ratsjá. Ratsjáin sýnir spegilmynd af svæði, sem nær að minnsta kosti 12 mílur í allar áttir útfrá því skipi, sem með hana er. Það er ekki langt síðan, að sú frétt kom í einu af dagblöðum Reykjavíkur, að varðskip hefði komið að þremur togurum, er voru að veíða x landhelgi, en misst af þeim vegna þoku. Þykk hefði sú þoka mátt vera, til þess að 20 mílna skip búið ratsjá, hefði ekki komist upp að hliðinni á einhvei'jum þeirra. Við skulum hugsa okkur að togari sé með trollið aftan í sér eins nálægt landi og skipið frek- ast flýtur t. d. við suðurströnd- ina. Komi nú varðskip siglandi með landinu, þá er það alveg öruggt, að það á eftir 11 til 12 milur að togaranum, þegar að togarinn verður var við það. Tog- araskipstjórinn veit ósköp vel, að hann er að fremja lögbrot, og verður dæmdur sekur, ef að í hann næst. Hann hefur því rat- sjána í gangi og fylgist með öll- um skipaferðum innan þess svæð- is, sem ratsjáin nær yfir. Hvert skip á því svæði, getur að hans dómi verið varðskip. Það getur því orðið heil klukkustund, sem togaraskipstjórinn hefur til um- þáða, því að vitanlega keyrir hann undan varðskipinu á meðan hann hífir inn trollið. Þegar svo togarinn gengur næstum eins mikið, eða jafnvel meira en varð- skipið, þá sjá allir hversu von- laus sú barátta er. Það er eins og þegar rakki rekur rolluskjátur Þú sem eetlar að byrja að baks Blessuð láttu fyrir þé. vaka Bezt er kaka Bezt er kaka með LILLU LYÍTIDLFTI úr túni. Þær koma á eftir honum heim i túnið aftur. Nú munu einhverjir spyrja til hvers varðskipið hafi þá byssu? Jú, togaraskipstjórinn veit. að ef hann kemst út fyrir landhelgis- línuna, áður en hann verður st-öðvaður, þá er lengi hægt að þræta. Hvergi mun sá stafur finn ast í íslenzkum lögum, sem rétt- lætir það, að skotið sé í skipið. Það gæti hæglega orsakað alvar- lcgt slys. Nei! eina ráðið til þess að verja landhelgislínuna, er að fá hrað- skreiðara skip. , Það hefur heyrst að í síðasta stríði hafi t. d. Bandaríkin byggt nokkur um 1000 smálestir hvert, sem fara með allt að 20 mílna hraða. Þessi skip munu vera knú- in Dieselvélum og hafa tvær skrúfur er knýja skipið áfram. Væri ekki athugandi að fá eitt af þessum skipum leigt og nota það við landhelgisgæzluna? A þingi og í blöðum hefur ver- ið um það rætt, að útvega þyrfti skip til fiskirannsókna. Það skip þyrfti að vera nægilega stórt, til þess að geta farið um öll nálæg höf, og upp að ströndum annarra landa. Mér virðist, að með litlum tilkostnaði gæti v/s Ægir orðið hentugur til þess. Það getur þó að sjálfsögðu aðeins orðið, að landhelgisgæzlan fái ananð skip hraðskreiðara í staðinn. Skip, sem jafnframt getur farið öðrum skip- um til hjálpar í misjöfnum veðr- um, en ekki neina „björgunar- skútu“. Nýlega var þeim lögum breytt, er ákveða upphæð þeirrar sekt- ar, sem togaraskipstjórar eru dæmdir til að greiða fyrir land- helgisbrot. Áður höfðu allmargir íslenzkir togbátar verið dæmdir fyrir landhelgisbrot, en ekki greitt þá sekt, sem þeir voru dæmdir til að greiða, samkvæmt þá gildandi lögum. Var því gerð sú breyting, að öll skip, innlend og útlend, minni en 200 tonn, fengu tíu sinnum lægri sekt en hin, er stæi’ri voru. Ef togari, sem er 250 tonn er tekinn upp við landsteina með trollið aftan í sér, fær skipstjórinn allt að 100,000 kr. í sekt, en sé togarinn 190 tonn, verður sektin aðeins 10.000 kr. Þegar að landhelgislínan var færð út 19. marz 1952, hættu ís- lenzkir útgerðarmenn að gera út báta sína á togveiðar. Þar með hvarf sá grundvöllur, er þessi lagabi-eyting var byggð á. Það hlýtur því að vera skýlaus krafa allra íslendinga, að núverandi lögum verði breytt. Þegar að togaraskipstjóri er dæmdur fyrir landhelgisbrot og veiðarfæri og afli gert upptækt, setur hann tryggingu fyrir sekt- inni og þeirri upphæð, sem afli og veiðarfæri eru metin á. Síðan heldur hann veiðunum áfram. Hann þarf ekki að vera neitt sér- staklega heppinn með sölu, til þess að veiðiferðin skil'i hagnaði. Pétur Sturiuson, Heilsufar sauðfjár með bezfa móti I Fljótsdal SKRIÐUKLAUSTRI, 5. marz. — Veðráttan í janúar var ákaflega hagstæð. Snjólaust því nær alltaf, stillt veður, lítil frost, eða þíður. Um miðþorran breytti nokkuð tii. Gerði suðaustan og austan stórrigningu á sunnudagsnóttina 8. febr. og fram eftir degi. Mældist úrkoman hér þá í 2 morgna samtals 48 millimetrar, en nær öll sú úrkoma kom á rúmlega hálfum sólarhring. Varð þá mikill vatnsgangur, svo að láglendið hér fór mjög undir vatn og vegurinn skemmdist víða af vatnsgangi. Allmikið hvass- viðri fylgdi úrkomunni. Upp úr þessu gerði slyddu og varð hag- lítið er frysti. HVÍTUR DALUR í VIKUTÍMA Snjóaði enn nokkuð kring um 20. febrúar og var dalurinn hvít- ur þá um vikutíma. Aftur þiðn- aði fyrir febrúarlok og síðan hafa oftast verið þíður og nú síðast ágæt hláka og leysir nú óðum sjóinn, sem kom á dögun- um og var sá mesti er sést hefur í vetur. í dag er suðvestan gola með sólskini og blíðuveðri. Lag- arfljót hefur alltaf verið autt út um Strönd, en ís hefur verið á því þar fyrir utan alllengi. Hreindýra verður ekki vart hér í dalnum í vetur. Heilsufar sauðfjár. er víðast með bezta móti. Þó ber sums staðar nokkuð á ormum í sauðfé, bæði lungna- og garnaormi. — Flestir eða allir munu þó búnir nú að gefa inn Dungalslyf eða Fhenótiasin og margir fá lyf hjá Braga dýralækni til að sprauta í barka kindanna við lungnaorm- inum. Garnaveiki gerir hvergi tjón í vetur, svo teljandi sé, hér í dalnum. — Fyrri hluta febrúar var hinn skozki dýralæknir, Stewart á ferð hér austur á Hér- aði. Ferðaðist hann nokkuð um með Braga dýralækni og athug- aði sauðfé og fjárhús. Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi var í fylgd með hinum enska dýra- lækni. — J. P, .ir Leikfélag Sauðár- króks sýnír „Pill og stúlku' SAUÐÁRKRÓKI, 23. marz. — Leikfélag Sauðárkróks hafði í gærkvöldi frumsýningu á „Pilti og stúlku“, eftir Emil Thorodd- sen. Leikstjóri er Eyþór Stefáns- son, en tjöldin máluðu Haukur Stefánsson og Jónas Þór. Samkomuhúsið var þétt skip- að áhorfendum, sem fögnuðu leiknum ákaft. Leikurinn verður sýndur öll kvöld vikunnar og hefur þegar borizt fjöldi pant- ana á aðgöngumiðum víðsvegar að á sýningar seinni hluta sælu- vikunnar. Þetta er fyrsta viðfangsefni leikfélagsins á vtrinum, vegna þess að endurbygging samkomu- hússins hefur staðið yfir þar til nú fyrir málfum mánuði. — jón. UM þessar mundir er sýnd í Nýja Bíói ein bezta bandaríska kvikmyndin, sem hér hefur verið sýnd, Ormagryfjan, og leikur Olivia de Havilland aðalhlutverk- ið. Hefur leikur hennar hvar- vetna vakið hina mestu athygL, enda er hann framúrskarandi góður, ekki sízt með tilliti til þess, að hér er um bæði erfitt og veigamikið hlutverk að ræða. Mynd þessi gerist að mestu á geðveikrahæli og fjallar urn unga, nýgifta konu, sem misst hefur vitið. Er þróun sjúkdómsins, sem m. a. á rætur sínar nð rekja til bernskuáranna, rakin allnákvæm lega Og sýnir myndin vel, hverj- ar afleiðingar misheppnuð móður ást getur haft í för með sér, veikl- að sálarlíf barnsins og orsakað smám saman geðveiklun, — en auðvitað kemur þar ýmislegt annað til greina. — Einnig er í myndinni ádeila á úreltar og Jstaðnaðar geðlækningar og er reynt að sýna fram á, að með þrotlausri leit að oi’sökum sjúk- dómsins, góðum skilningi og umönnun, er hægt að veita sjúk- lingnum fullan bata að lokum. Að vísu er varla hægt að segja, að hér sé um skemmtimynd að í-æða, þar sem lífi sjúklinganna er lýst á mjög' raunhæfan hátt, en hverjum er ekki holt að horf- ast í augu við lífið, raunveru- leikann, eins og hann getur birtzt á stunaum. —Spectator. - ÆskulýðuíSa Framhaíd af hls. 8 og sveita, okkur ber skylda til þess að flykkja okkur um og styðja, eina flokkinn sem er fyrst og fremst flokkur æskunnar og framtíðarinnar og byggður upp eins og íslenzka lýðveldið — eina flokkinn, sem hefur sýnt ein- hverja raunhæfa ábyrgðartilfinn- ingu í íslenzkum stjórnmálum — og eina flokkinn sem vinnur að samheldni hins íslenzka lýðveldis, en leitast ekki við að ota stétt gegn stétt sér til pólitísks fram- dráttar eins og hinir flokkarnir þrír. Vinnum því að meiri hluta Sjálfstæðismanna á löggjafar- samkundu þjóðarinnar. — Þannig er íslandi bezt borgið frá einu því versta, sem yfir hana getur dunið þ.e.a.s. vinstri stjórn. J.R. Þátttakan í dans- lagakeppnl SKT meiri en sinni fyrr DANSLAGAKEPPNl SKT hefst n.k. laugardag í Góðtemplarahús- inu og hefur þátttaka aldrei ver- ið meiri en að þessu sinni. Keppt verður um 35 lög alls, 21 í nýju dönsunum og 14 í gömlu döns- unurn. Þetta er þó ekki nema um helmingur þeirra laga, sem dóm- nefndin taldi frambærileg til keppninnar, en nefndina skipa Carl Billich, Þorvaldúr Stein- grímsson og Óskar Cortes. — 50—60 höfundar sendu lög til keppninnar. Á laugardaginn verða leikin 7 lög í gömlu dönsunum og n.k. sunnudagskvöid sjö lög í þeim nýju. Þannig fer undankeppnin fram á 5 kvöldum. Þau þrjú lög, sem flest atkvæði fá á nýju döns- unum hvert kvöld komast í úr- slitakeppnina, en fjögur lög í gömlu dönsunum hvort kvöldið. Textar eru við nær öll iögin, og fara þeir nú mjög batnandi frá því sem áður hefur verið. Títo Borgarheitinu breytt LUNDÚNUM — Warsjárútvarpið hefur tilkynnt að heiti borgarinn ar Katowice hafi verið breytt. — Heitir borgin héðan I frá Stalin-1 grod. I Framhald af bls. 9 Allir héldu þeir tryggð við Tito frá því í neðanjarðarhreyf- ingunni undir ofsóknum Alex- anders konungs. Þeir börðust við hiið hans í fjallastríðinu og þeir héldu tryggð við hann þegar Stalin gerði upp reikningana. Slík vináttubönd voru óskiljan- leg Stalin, sem leit á vináttu sem feluorð fyrir launráð. Honum, sem hafði fórnað svo miklum fjölda vina fyrir metnaðargirnd sína, kom aldrei til hugar, að neinn kommúnisti myndi frekar velja Tito en Stalin. STALIN MISREIKNAÐI SIG En það var einmitt, sem vinir Titos gerðu og sama var að segja um vini þeirra og þannig lengra áfram niður eftir valdastiganum. Svo að Stalin komst að raun um að hann átti ekki í höggi við ein- ángraðan flokksforingja, þar sem undirmennirnir reyndu að ýta honum til hliðar og klóra í völd- in. Nei, hann átti í höggi við samlynda vini, þar sem enginn hvikaði, heldur stóðu þeir saman af sér alla storma. Jú, einn þeirra brást Tito, en hann var síðar tek- inn í sátt. Þetta, sem ég hef nú sagt virð- ist mér höfuð styrkleiki Titos. Hann er sterkur foringi, vægðar- laus byltingarsinni, sem getur gert sín mistök, en hann hefur haldið áfram að vera mannlegur. Og sem maður heldur hann áfram áð vaxa. (Observer. Öll réttindi áskilin). Btfreið til sölu Dodge Weapon bifreið til sýnis og sölu á bifreiðaverk- stæðinu á Digraueshálsi. Upplýsingar hjá verkstjóranum. __W MARKÚS Eftir Ed Dodd _“ 1) Meðan Markús bíður eftir lækninum fer hann að skoða nýtt tímarit er liggur á biðstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.